Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 9
Umsjón Hrafn Jökulsson Á hljóðum stundum Hörpuútgáfan hefur gefið út ljóðabókina „Á hljóðum stund- um“ eftir Óskar Þórðarson frá Haga í Skorradal. Höfundurinn er f. 1920 og fyrsta kvæði hans birtist á prenti 1936, þegar hann var aðeins 16 ára gamall. í bókinni er safn af kvæðum og stökum sem ort eru á 50 ára tíma- bili (1936-1986). í formála segir höfundur: „Kvæði mín og stökur hafa sprottið fram nokkurn veg- inn ósjálfrátt... Erfiðismaðurinn sest niður að loknu dagsverki og párar á blað sínar hugdettur... Von mín er sú að þegar þetta tómstundagaman mitt er komið til lesenda, þá hafi þeir haft af því nokkra ánægju.“ Bókin er 108 bls. Ljósmynd á forsíðu er eftir Friðþjóf Helga- son. Farseðlar til Argentínu Farseðlar til Argentínu er smá- sagnasafn með raunsönnum sög- um með rómantískum bakgrunni og gamansömuívafi. Manngerðir og málefni samtímans í hnot- skurn. Úttekt á samskiptareglum einstaklinga og stétta í þjóðfélagi þar sem refjar og kænska duga stundum betur en einlægni og heiðarleiki. Áhrifamikil og lit- ríkur skáldskapur sem höfðar beint til lesenda á líðandi stund. (F réttatilkynning) Saga vestrœnnar tónlistar ísafoldarprentsmiðja hf. hefur gefið út bókina Saga vestrænnar tónlistar eftir Christopher Hea- dington í þýðingu Jóns Ásgeirs- sonar tónskálds. í bókinni rekur höfundurinn þróun vestrænnar tónlistar frá upphafi hennar í fornöld og fram á okkar daga. Hann ræðir um framlag allra helstu tónskálda, margvísleg tónlistarform, félagslega og pólit- íska þætti sem haft hafa áhrif á starfandi tónlistarmenn gegnum aldirnar og rekur þróun hljóð- færa. Fjölmörg tóndæmi eru not- uð til að skýra textann auk þess sem margar myndir prýða bók- ina. BÓKASÐAN Reykholt - nýtt bókaforlag Indriði, Steinn og Jón Póll Bókaútgófan Reykholtsettó laggirnar. Meðal útgófubóka er Steinn Steinarr, maðurinn og skóldið - skróð af Sigfúsi Daðasyni Ekki fækkar forlögunum. Fyrir skömmu var stofnaö í Reykja- vík nýtt útgáfufyrirtæki, Reykholt hf. Stofnendurþess eru eigendur Prenthússins, Árni M. Björnsson og Reynir H. Jóhannsson. Prenthúsiðer ekki hvað síst þekkt fyrir þóka- flokka um fíra á borð við Morg- an Kane og svo auðvitað ís- fólkið. Samkvæmtfréttatil- kynningu mun Reykholtgera útáönnurmiðog „hefurá stefnuskrá sinni að gefa út vandaðar íslenskar bækur, bæði að efni og frágangi". Fjórar bækur eru væntanlegar frá Reykholti á næstunni, þar af tvær skáldsögur eftir Indriða G. Þorsteinsson. Önnur er gamal- kunn og kvikmynduð, Land og synir, og kemur nú í skólaútgáfu sem Gunnar Stefánsson annast. Hin skáldsagan er aftur splúnk- uný og heitir „Keimur af sumri“ og er „tímamótaverk eins og Sigfús Daðason hefur tekið saman bókina Steinn Steinarr - maðurinn og skáldið. (Málverk eftir Baltazar). önnur verk hans“ eftir því sem stendur í fréttatilkynningu. Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr sem skráð er af Sigfúsi Daðasyni mun án efa vekja mikla eftirtekt. M.a. eru í bókinni ljóð og greinar sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir manna. Síðast en ekki síst sendir Reykholt frá sér bókina Jón Páll sterkasti maður heims sem skráð er af Jóni Óskari Sólnes. Að sögn útgáfunnar er fyllilega tímabært að út komi bók um þennan frækna og vinsæla kappa, „sem í hugum barna stendur jafnfætis Superman, He-Man og Tarsan“. Og þar höfum við það. Aldrei fleiri skóldsögur Hótt í tuttugu skóldsögur á boðstólum Útlit er fyrir að alltað tuttugu nýjarskáldsögurverði íboði nú fyrir jólin og er það snöggt- um meira en nokkru sinni áður. A.m.k. sjö höfundar gefa nú út skáldsögu í fyrsta skiþti. Nýliðarnir á skáldsagnamark- aðinum eru þó flestir hverjir löngu kunnir af öðrum verkum; Gyrðir Elíasson og Sjón eru í far- arbroddi ungu skáldakynslóðar- innar; Vigdís Grímsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir smásögur og þau Nína Björk Árnadóttir og Matthías Johannessen hafa fyrir margt löngu skipað sér meðal okkar bestu skálda. Bjarni Guðnason er kunnur prófessor sem hefur gengið til liðs við skáldaflokkinn og mun áreiðan- lega láta að sér kveða á þeim vett- vangi sem annarsstaðar. Sjöundi maðurinn er svo Tómas Davíðs- Þorsteinn fró Hamri gefur út sagna- þætti í bókinni Ætternisstapi og 18 vermenn. gerða, skammaði for.eldra sína fyrir smáborgarahátt og létu hár sitt vaxa. f bókinni er þessi samtímasaga rakin í fyrsta sinn á íslenzku og er byggt á viðtölum við fjölda manns sem hrærðust í kviku þessara atburða, s.s. Rún- ar Júlíusson, Rósku, Davíð Oddsson, Bjarka Elíasson o.fl. Fjöldi mynda frá atburðum og mannlífi þessara ára er í bókinni. „/ítternisstapi og átján vermenn" eru sagnaþættir eftir Þorstein frá Hamri. Þættirnireru 19 talsins og eiga nokkrir þeirra rót sína til þáttasamfellna sem höfundur bræddi saman á kvöldvökum í ríkisútvarpinu. Höfundurinn segiríformálam.a.: „Vettvangur efnisins er mestan part gamall og grár, en þegar ég fór að virða þessi brot fyrir mér að nýju þótti mér ekki örvænt að með þeim leyndist líf - að minnsta kosti líf þeirrar ættar er vér nefnum sögu, stundum þjóðsögu, og verður aldrei skilið né meðhöndlað öðruvísi en í nánum tengslum við líf draumsins, sem víða fyllir upp í skuggsæl skörð“. Bókin er 192 bls. að meðtalinni vandaðri nafna- og heimildaskrá. „Ég vil lifa“ inniheldur sjö samtalsþætti Guðmundar Árna Stefánssonar og Önundar Björnssonar við fólk sem staðið hefur augliti til auglitis við dauðann og háð æsispennandi lífsbaráttu með sigri. Þetta er þriðja útgáfa bókarinnar, en fyrri tvær útgáfurnar seldust algjör- lega upp á skömmum tíma. Sam- talsþættirnir eru hispurslausir og opinskáir, mannlegir en þó grimmilegir - allt í senn. Bókin er 207 blaðsíður myndskreytt. „Lán í óláni“ er sérstæð og óvenjulega skemmtilega skrifuð og opinská sjálfsævisaga hins kunna og dul- arfulla brezka leikara Sir Alec Guinness. Hann hefur lifað stormasömu lífi og telur að ör- laganornir hafi spunnið honum þann vef, sem hann hefur verið flæktur í, hvort sem honum líkaði betur eða verr. Bókin kom út á síðustu dögum fyrir síðustu jól og vakti mikla eftirtekt og athygli, en er nú markaðssett á ný því margir vilja eignast þessa perlu meðal sjálfsævisagna. Takn: Njósnir, 68-kynslóðin og sagnaþœttir Bókaútgáfan Tákn verður með fimm bækur á jólabóka- markaði ársins og koma þær út á næstu dögum hver af annarri. Bækurnareru: „Gagnnjósnarinn" eftir Peter Wright, sem áfrummálinu heitir„Spycatcher“, „’68- hugarflug úrviðjum vanans" eftir Gest Guðmundsson og Kristínu Ólafsdóttur, „Ættern- isstapi og átján vermenn” eftir ÞorsteinfráHamri, „Égvil lifa“ í samantekt Guðmundar Áma Stefánssonar og Ön- undarBjörnssonarog „Lání óláni“ sjálfsævisögu hins heimsfræga leikara Sir Alec Guinness. „Gagnnjósnarinn" Fáar bækur hafa á seinni árum hlotið þvílíkar móttökur, sem ævisaga breska leyniþjónustu- mannsins Peters Wright, „Spy- catcher“. Hún var bönnuð í Bret- landi, heimalandi höfundar og bresku samveldislöndunum, en bandaríska útgáfan verið seld þar með leynd í hundruð þúsundum eintaka. í bókinni greinir Peter Wright undanbragðalaust frá starfsaðferðum bresku leyni- þjónustunnar um tveggja áratuga skeið frá 1956-76. Söguefnið er að miklu leyti óþekkt, en fjallað er um fjölda atburða, sem brydd- að hefur verið á í heimsfréttun- um. Höfundurinn rannsakaði frægustu njósnamál síðari ára t.d. þeirra Blunts, Philbys, Mcleans og Burgess og í bókinni varpar hann sögulegu ljósi á uppruna „Cambridge“njósnaranna er áttu stóran hlut í að gera Sovétríkin að því veldi sem þau nú eru. „’68 - hugarflug úr viðjum vanans” eftir Gest Guðmundsson og Kristínu Ólafsdóttur er samtíðar- saga þeirrar æskukynslóðar hér á landi, sem braust til sjálfstæðis og sleit af sér alla oka í kjölfar þeirrar æskubyltingar sem varð í Evrópu með bítlatónlist og Karn- abæjartísku. Erlendis hneigðist hluti æskufólks til mótmælaað- Bókavertíðin: Auður Haralds, Ntna Björk og Vlgdfs Grímsdóttlr eru í hópi þeirra sem gefa út skáldsögur fyrir jólin. son - huldumaðurinn sem enginn veit hver er. Ekki er ætlunin að upp um hann komist, en hætt er við að böndin berist fljótlega að einhverjum fjölmiðlamönnum... Gunnlaðarsaga Svövu Jakobs- dóttur er ein af fáum skáldsögum sem þegar eru komnar út, en skáldkonur verða býsna áberandi þetta árið. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndar koma út bækur eftir Auði Haralds og Álf- rúnu Gunnlaugsdóttur. Eins og kemur fram annarsstaðar á þess- ari síðu er væntanleg ný skáld- saga eftir Indriða G. Þorsteins- son, svo og Stefán Júlíusson, Ómar Þ. Halldórsson og Kristján Jóhann Jónsson. Aldursforseti skáldsagnahöfunda þessarar vertíðar er enginn annar en Guð- mundur Daníelsson sem líklega hefur skrifað jafnmargar skáld- sögur og allir hinir höfundarnir samanlagt. Sunnudagur 15. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.