Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 3
Að selja
pappírspoka
Það er ekki auðvelt að selja
vörur, sérstaklega ef þær eru
seldar í pappírspokum og ein-
hverjum dettur í hug að breyta
útliti pokans, eða hvað annað
er hægt að lesa út úr þessum
dæmalausa texta í nýjasta
fréttabréfi efnagerðarinnar
Kötlu h.f.?
„Eitt af vandamálum við
breytingar er stundum að við-
komandi hlutur er það góður
að erfitt er að bæta þar um.
Þetta var vandamá! okkar er
við vildum breyta pappírs-
pakkningu okkar, því flestir
kaupendur þekkja Kötlu
pappírspokana en á sama
tíma er það vandamál, því
þess vegna nemur athyglis-
skynið þær verr en hinar nýrri,
sem undirmeðvitund kaup-
andans hefur ekki móttekið
ótal sinnum.“B
Ævi og ástir...
Nýjasta hefti Mannlífs mun í
þann veginn að slá öll sölu-
met og er þá langt til jafnað á
markaði íslenskra glanstíma-
rita. Það sem selur blaðið
svona vel er viðtal, skreytt
fjölda Ijósmynda, við sjón-
varpsstjórann á Stöð 2, Jón
Óttar Ragnarsson. Yfirskrift-
in er: Ævi og ástir Jóns Ótt-
ars og í viðtalinu er eftir atvik-
um staðið viö þessa fullyrð-
ingu. Einhverjum þykir sem
glanspressan sé nú farin að
leita fyrirmynda hjá erlendum
blöðum sem hingað til hafa
ekki verið hátt skrifuð. Þá er
efni fyrst og fremst metið eftir
því hvort það er krassandi -
selst.
Þessi þróun Mannlífs undir
stjórn Árna Þórarinssonar er
sérstaklega skondin með
hliðsjón af grein sem hann
skrifaði nýlega í Alþýðublaðið
um fjölmiðla. Þar tók hann
Vikuna fyrir, einsog hún er nú
orðin, og var ekki uppnuminn.
Uppsuða á dönskum héra-
beinum og „heimilisblöðum",
var niðurstaða ritstjórans á
hinu metnaðarfulla tímariti
Mannlífi. ■
Forsíðan
Forsíðuna að þessu sinni prýðir
mynd Sigurðar Mar af Jarbae,
söngkonu bandarísku hljóm-
sveitarinnar Swans sem á dögun-
um hélt tónleika ásamt Sykurmol-
unum og Svart/hvítum Draumi í
MH. Meira um það á poppopnu.
Málverkið og
leikmyndin
Tveir kunnir ieikmyndamálar-
ar, þau Grétar Reynisson og
Þórunn S. Þorgrímsdóttirhafa
opnað sýningu á málverkum
og teikningum í Nýlistasafn-
inu. Reynirsýnirmyndirsem
eru mestmegnis tilbrigði við
té-form og spíralform, þar
sem svarti liturinn er ríkjandi,
en myndir Þórunnar eru ab-
straktverk með landslags-
minnum, unnin í expressíón-
ískum anda þar sem fram
koma sterkar litaandstæður í
bláu, gulu, hvítu og rauðu.
Þau voru að hengja upp verk
sín þegar Þjóðviljamenn bar að í
vikunni og við spurðum þau hver
væri munurinn á því að vinna
málverk og leikmynd.
Ég reyni að halda þessu alveg
aðskildu, sagði Grétar. í mál-
verkinu ert þú einn með sjálfum
þér, og mér finnst erfiðara að
gera málverk sem stenst heldur
en leikmynd. Leikmyndin er
meira lausn á ákveðnu fyrirfram-
gefnu verkefni, og hún verður
ekki lifandi fyrr en leikarinn er
kominn á sviðið...
Mér finnst þetta náskylt og ég
lít á leikmyndina sem eins konar
málverk, sagði Þórunn. En mér
líður betur þegar ég er að mála,
því leikmyndin er alltaf ákveðin
málamiðlun. Mér fínnst hins veg-
ar að leikmyndin geti oft staðist
sem myndverk án leikaranna...
Grétar: Þessi sýning mín er
byggð í kringum ákveðið þema,
spíralinn og té-formið, en ég get
ekki sagt þér að það liggi nein
ákveðin djúphugsuð táknfræði á
bak við þetta, þetta eru bara pæl-
ingar sem hafa þróast í þessa
átt...
Þórunn: Ég hef stundað mál-
verkið nokkuð reglubundið síð-
astliðin 3-4 ár, en þessi verk eru
flest unnin á Reyðarfirði síð-
astliðið sumar og bera kannski í
sér einhver áhrif frá landslaginu
þar...
Sýning þeirra Þórunnar og
Grétars stendur 13.-29. nóvem-
ber og er opið virka daga kl. 16-
20 og kl. 14-20 um helgar.
-ólg.
Grétar Reynisson og Þórunn S. Þorgrímsdóttir fyrir framan eitt af verkum Grétars. Ljósm. Sig.
Refarokk og tófutölt
Af afmœlishátíð Hins íslenzka Tófuvinafélags
Bændur Islands! Stöndum saman. Verjum villta nátt-
úru. Berum kjöt á fjöll.
Tófuvinafélagið.
Bændur og búaliö! Stöndum saman. Græöum
landið, fækkum sauðfé. Smölum hæfilega.
Tófuvinaféiagið.
Hiö íslenzkaTófuvinafélag
var stofnað í október 1977
eins og alþjóð veit. í tilefni af
10 ára afmæli félagsins var
haldið veglegt samkvæmi þar
sem mestöll stjórn félagsins
snæddi margréttað lengi næt-
ur. Á borðum var hvers kyns
tófulegt lostæti, svo sem
mysuleginn marflóakokkteill í
forrétt, fjallalamb (2. flokks)
meðblóðbergi, birkilaufi,
hvannarrót og fjallagrösum í
aðalrétt og tófumús með ær-
rjóma í eftirrétt.
Lambasnoppur og endikólfar
voru síðan stýfðir úr hnefa öðru
hverju lengi nætur. Undir morg-
un var svo stiginn dans og var
einkum dansað refarokk og tófu-
tölt (foxtrot) við mikinn fögnuð
viðstaddra.
Margar ræður voru fluttar þar
sem metinn var árangur félagsins
á umliðnum áratugi. Bar
mönnum saman um að verulegur
árangur hefði náðst í starfi félags-
ins. Allir voru á einu máli að hin
öfluga barátta H.Í.T. fyrir vernd-
un tófunnar, á þjóðlegum jafnt
sem alþjóðlegum vettvangi, hefði
hleypt nýju lífi í gömul baráttu-
samtök verndunarmanna villtrar
náttúru og stuðlað að sköpun
nýrra samtaka, svo sem Hvala-
vinafélagsins. Hið íslenzka Tófu-
vinafélag ætti því ekki svo lítinn
heiður af árangri hvalavina vest-
an hafs og austan.
Menn voru á einu máli um að
ekki alleina mætti greina áhrif frá
H.Í.T. í breyttum viðhorfum til
dýraverndar heldur og til gróður-
verndar. Að vísu skal enn áréttað
að enda þótt við séum sammála
öðrum sauðfjárfjendum um
nauðsyn fækkunar þessa land-
bíts, þá er verulegur munur á að-
ferðafræðilegum viðhorfum til
fækkunar sauðfjár í landinu.
Meðan sumir vilja skera sauðfé í
maðkaveitum vestfirskra slátur-
húsa, viljum við smala siælegar,
fresta eftirleitum eða afnema þær
með öllu og grípa til annarra
þeirra aðgerða, sem eru þrifa-
legri, ódýrari og jafnframt hollari
manni og tófu.
Væri farið að ráðum H.Í.T.
myndi það skila sér fljótt í
aukinni gróður- og landvernd.
Beitarálag myndi snarminnka á
afréttum og landið klæðast á ný
kjarnmiklum gróðri. Útflutn-
ingsbætur mætti snarlega af-
leggja, gjörvöllum alþýðufjölda
til hagsbóta og þjóðarheildinni til
heilsubótar.
Hið íslenzka Tófuvinafélag vill
ítreka að það hefur ávallt bent á
bestu og hagkvæmustu lausnirnar
í hverju máli. Félagið hefur ekki
einasta vakið athygli á leiðum til
að tryggja jafnvægi í byggð lands-
ins heldur einnig bent fjármála-
ráðherrum síðasta áratugar á
sparnaðarleiðir í ríkisrekstri, og
er það meira en sagt verður um
ýmsa aðra, án þess að tilgreina þá
aðila frekar.
í tilefni af þessu merka afmæli
Hins íslenzka Tófuvinafélags
hefur stjórn félagsins ákveðið að
reyna nýja leið til að vekja þjóð-
ina til vitundar um alvöru lífsins.
Stjórn H.Í.T. telur að nýta beri
hina makalausu grósku og fjöl-
breytni sem nú gætir í heimi fjöl-
miðlanna og hefur því ákveðið að
gefa nokkrum fjölmiðlum kost á
að birta tilkynningar og hvatning-
arorð Hins íslenzka Tófuvinafé-
lags án nokkurrar gjaldkröfu frá
hendi félagsins. Þessari fréttatil-
kynningu fylgir því fyrsti
skammtur hinnar nýju náttúru-
og landvemdarherferðar Hins ís-
lenzka Tófuvinafélags. Er þeim
fjölmiðlum, sem valdir voru
vegna þessarar fyrstu herferðar,
heimil frjáls afnot af hjálögðum
tilkynningum, gratís.
Með baráttukveðjum,
Hið íslenzka Tófuvinafélag.
Sunnudagur 15. nóvember 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3