Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 17
HUGVEKJA UM DAG Einar Már Jónsson skrifar í sumar héldu Akureyringar upp á hundraö og fimmtíu ára afmæli bæjarins meö miklum fagnaði, og létu þáglaðbeittir hugsjónamenn niöurrifsns sitt ekki eftir liggja, heldur minntust þeir þessara merku tímamóta meö því að eyði- leggja stórt og glæsilegt timb- urhús, svonefnt „Snorrahús", sem prýtt haföi höfuðstað Norðurlands í níutíu ár. Þar sem ég erekki kunnugur Ak- ureyri, get ég ekki sagt hvaða stöðu þetta hús hafði í bygg- ingarsögu bæjarins. En af lík- um má samt ráða, að það hafi ekki verið talið meðal merk- ustu timburhúsanna frá fyrri tíð við Eyjafjörð, því að þau munu nú spöruð svo eitthvað sé til að eyðileggja á tvö hundruð ára afmælinu, en þó var það nægilega mikilvægt til að hugsjónamönnum þætti nokkur hátíðabrigði í að rífa það til grunna á þessari sér- stöku stund. Af myndum mátti líka sjá, að húsið hefði verið stílhreintog vel byggt, og kom þetta ekki síst Ijóslega fram í fréttamynd af sjálfu niðurrif- inu, sem sjónvarpað varyfir allan landslýð, svo enginn þyrfti að fara í grafgötur um að niðurrifið skyldi blífa. Eitt var þó sérlega athyglisvert í þessari fréttamynd: meðan öfl- ugar vinnuvélar hömuðust á „Snorrahúsi“ og sérstakri kúlu var beitt til að brjóta niður sterka burðarása og traust handbragð fyrri kynslóðar, birtist fulltrúi Akureyrarblaðsins „Dags“ skæl- brosandi á skjánum til að útskýra ogréttlæta eyðilegginguna. Rakti hann í nokkrum vel völdum orð- um, að það hefði orðið allt of kostnaðarsamt að breyta þessu gamla húsi, þannig að þar mætti koma fyrir ritstjórnarskrifstofum „Dags“, - hefðu þær fram- kvæmdir verið jafn dýrar og að rífa timburhúsið og byggja nýtt húsnæði fyrir blaðið á lóðinni. Því hefði það ekki verið neitt á- litamál, að „Snorrahús" ætti að snauta burt af yfirborði jarðar fyrir nýtískulegri Dagshöll. Hvað sem öðru líður var fulltrúi blaðs- ins greinilega hæstánægður með þessa röksemdafærslu, og leit út fyrir að þessi stund, þegar niðurrifs-kúlan hafði, ef svo má segja, síðasta orðið, væri honum alveg sérstakur gleði-dagur. Belgdi hann sig út á skjánum eins og hann væri í þann veginn að segja þá setningu, sem Skakspjót leggur hetjum sínum stundum í munn, þegar þær eru búnar að brytja í spað illvígan óvinaher og jafna kastala við jörðu: „The day is ours“. Eigi að síður er nokkur and- vaka til þess gerandi að hugleiða þessa röksemd, enda vildi svo til að skömmu eftir þessa atburði bar aðra útgáfu hennar á góma. í umræðum á bókmenntahátíðinni benti Robbe-Grillet á, að miklar breytingar hefðu nú orðið á bók- sölu. Áður fyrr var upplagi hverr- ar bókar einfaldlega staflað upp í einhverja skemmu, og ef hún seldist hægt var hún þeim mun lengur á markaðnum, stundum áratugum saman. Svo gerðu ung- ir og atorkusamir útgefendur, þrautmenntaðir í viðskiptafræði, hagfræði, rekstrarfræði, og rekstrarhagfræði og væddir öllum hugsanlegum og óhugsanlegum tölvubúnaði, þá óvæntu uppgötv- un, að það sem menn höfðu áður talið að væri nánast ókeypis - að láta bókastafla standa úti í homi í geymslu - kostaði í rauninni al- veg svimandi háar upphæðir. Var þá tekið til við að reikna, og ef bók seldist ekki nógu ört að dómi einhverrar tölvu, var upplagið samstundis eyðilagt til að stöðva þennan mikla fjáraustur, og hvarf bókin þá að sjálfsögðu mjög fljótlega af markaðnum. Sagði Robbe-Grillet, að vegna þessarar nýbreytni gæti engin bók lengur hlotið sömu örlög og skáldsaga hans sjálfs „Afbrýði- semin“, sem seldist sáralítið í fyrstu en „fann svo smám saman lesendur sína“, eins og hann orð- aði það, og náði þá að lokum góðri sölu. Fengju slíkar bækur ekki framar tækifæri af þessu tagi: tölvan dæmdi þær til dauða áður en væntanlegir lesendur hefðu haft tíma til að átta sig. Því væru ekki á markaðnum hverju sinni nema þær bækur sem les- endur vissu um og sýndu áhuga, á sama hátt og ekki eru á boðstól- um aðrar tegundir af tækjum og slíku en þær sem svara stundleg- um kröfum, - og væri ekki lengur að finna í bókabúðum falda fjár- sjóði sem biðu síns tíma. Þótt Robbe-Grillet fýndist ástandið slæmt í heimalandi sínu Frakk- landi, taldi hann að það væri þó einna verst í Svíþjóð og nefndi sem dæmi, að sex mánuðum eftir að Samuel Beckett fékk bók- menntaverðlaun Nóbels hefði upplag bóka hans verið eyðilagt þar í landi, vegna þess að salan var ekki nógu ör samkvæmt út- reikningum tölvunnar. Sara Lid- man var viðstödd, þegar franski rithöfundurinn skýrði frá þessu, og tók hún undir orð hans. Um þá merku hagfræðikenn- ingu, sem þessir nýju viðskipta- hættir útgefenda og bóksala býggjast á, mætti segja margt og mikið. Ef hún er rétt, varpar hún t.d. alveg nýju og óvæntu ljósi á Islandssöguna. Við því má nefni- lega búast, að reikningsaðferðir rekstrarhagfræðinganna tölvu- væddu á geymslukostnaði bóka sýni einnig, að fyrst traustir út- gefendur hafa ekki efni á því nú á dögum að geyma bækur í fáein ár, hljóti það að hafa valdið oss íslendingum stjarnfræðilegum útgjöldum að þurfa að hýsa allan þennan ógnarlega sæg af skinn- bókum, pappírshandritum, Eddum, dróttkvæðum, fornbréf- um, sögum, hómilíum, libris & codicibus og það öldum saman. Skyldi þetta mikla fjártjón ekki hafa átt sinn þátt í efnahagslegri hnignun landsmanna á einveld- istímanum og örbirgðinni sem breiddist út, - ekki síður en at- ferli danskra kaupmanna, sem lögðu sig hvort sem var í hættu við að færa oss lífsnauðsynjar yfir úfinn Ballarsjó? Ég er ekki í vafa um að ýmsir hagfræðingar í takt við tímann væru reiðubúnir til að kemba margan fáfarinn afrétt heimildanna til að smala saman rökum fyrir slíkri sagnfræðikenn- ingu, og sennilega ekki heldur hörgull á athafnamönnum til að styðja rannsóknir af því tagi. Ættu hagfræðingarnir vafalaust einnig létt með að útskýra, að handritasöfnun danskra konunga hér á landi hafi eiginlega verið efnahagsráðstöfun til að losa landsmenn við þennan skelfilega kostnað og stuðla þannig að bætt- um hag þeirra. Loks væri það eðlilegt framhald af þessum fræðilegu hugleiðingum, að tekið yrði til umræðu hvaða bjargráð væru vænlegust nú, þegar það sem eftir er af handritunum er komið til föðurhúsanna á ný, svo að landsmenn sliguðust ekki af útgjöldunum í annað' sinn og hægt væri að nota peningana í þarflegar framkvæmdir. En þessi hagfræðikenning nær ekki aðeins til bóka, heldur er rétt að líta á hana í enn víðara samhengi, og er þá aftur komið að orðræðum fulltrúa „Dags“ á skjánum með kúluna leikandi listir sínar í baksýn. Bæði rök- semdir hans, svo og röksemdir þeirra útgefenda sem senda bókaupplög boðleiðina niður í pappírskvörnina eru nefnilega tilbrigði við sömu grundvallar- hugmynd. Hún er fólgin í því að reikna kostnað ekki eftir raun- verulegum útgjöldum heldur með því að bera saman það ástand sem fyrir hendi er og svo eitthvert allt annað ástand sem menn ímynda sér að gæti verið, og gefa menn sér þá tvennt um leið: að þetta ímyndaða ástand geti verið til staðar eins og menn hugsa sér það, og svo að einhver tengsl séu milli raunveruleikans og hins sem er að ráfukertast í heilabúinu, þannig að þetta tvennt sé sambærilegt og árekstur þess réttlætanlegur og jafnvel nauðsynlegur. Er þessi saman- burður ekki ósvipaður hugsana- gangi lafðinnar sem uppgötvaði við lestur myndskreyttra gleði- sonnetta eftir Aretino hinn að- ferðafróða hvers hún hefði farið á mis við að vera gift Englendingi en ekki ítölskum lassaróna og heimtaði skilnað frá manni sínum og gildar miskabætur. Eins og dæmi ensku lafðinnar sýnir hefur þessi hagfræði- kenning þann ágæta kost, að hún leyfir ímyndunaraflinu að leika laflausum hala. Það er hægur vandinn að meta á þennan hátt hvort það borgi sig að hafa bækur á lager með því að reikna út hvað geymsluhúsnæðið myndi gefa í aðra hönd ef því væri breytt í spil- avíti, eða ákveða örlög gamalla timburhúsa með því að áætla hvað kosta myndi að breyta þeim í eitthvað annað, sem þau voru engan veginn gerð fyrir og væri betur komið hvar sem er annars staðar. En þessum leik mætti svo sem halda endalaust áfram. Það mætti ræða vandamál kristni- halds á íslandi á grundvelli út- reikninga á því hvað myndi spar- ast við að láta sýslumenn taka að sér prestsstörfin í hjáverkum. Það mætti taka til athugunar hvort landbúnaður borgaði sig eins og hann er nú stundaður, miðað við þær tekjur sem raka mætti saman ef kýrnar mjólkuðu brennivíni. Það mætti velta fyrir sér orkuneyslu þjóðarbúsins og miða við það ástand sem væri í þeim málum ef Mörlandar lægju í vetrardvala frá nóvember og fram í febrúar. Umræðuefni af þessu tagi hafa samt ekki verið mikið á dagskrá að undanförnu, og er það kannske ekki furða. Þessari merku hagfræðikenningu, sem hér hefur verið fjallað um, fylgir nefnilega sú jafn merkilega tak- mörkun, að henni er yfirleitt ekki beitt nema þegar verið er að fást við einhverja þá hluti, sem fá gildi sitt ekki af efninu einu sam- an, heldur því sem er fyrir utan það, list, hugmyndum, sögu, minningum og þar fram eftir göt- unum. Um leið og glaðbeittum forkólfum eyðileggingarinnar finnst að þetta sé fyrir þeim er gripið til kenningarinnar: þá er hún sem sé notuð til að halda dóms-dag yfir hverju því sem kallast menningarverðmæti, til að láta dags hríðar spor svíða það burt af yfirborði jarðar. Skyldi kenningin yfirleitt hafa verið gerð til annars? e.m.j. ^prne m ofa- lnnm iceoalt tmmnt- nflmta titfui Éðturta' öfttmt s, art:am4 qjprEtcc \ 3 cgtota*:1 annorc* % '«i\ -\ n-tmmt iMntctp jnis no< j jabolao-" tttotlttti- lonatoré i^Uugu \.Dtup:ut ntttca rarcuara?. jh ötligmffnnt Itgtrit-íiaat m Impta mttUtgitgut nó m tt tcáíótfa toamtcftrltO ftattm pnrifltmt snttíEta ttftEifuú 1 uaumtJnapurt paiBbílf U ratolt fn ptautDt aDfrituDa m ant i Dtfnt intdltgtnt pruDmnt i V .- •.":í> öð tcuDttattonÉ Dorinnt tt tuDtttö i tquttatÉrut tmir aftuuaitt aDoltftmn fnmn Itriue. ^LuDtÉo faptre fopiri mtdligto gutrmarin pjffiDt aDutcttt parabolam tt mtn ntmmtdBfapimriu i mtgii ,®ram Dttt pnnptú foptrnt riatu atq; Ooririnam ftulri l JuDi&U tnt Dtíripdmá prit Drarittaoi iiiiM Sunnudagur 15. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.