Þjóðviljinn - 15.11.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Qupperneq 4
Skógardauðinn í Vestur-Þýskalandi Verður hálfur Svarfiskógur Einar Heimisson skrifar frá Vestur-Þýskalandi Sjúkdómurinn magnast hægt og markvisst. í fyrstu takatrjá- greinarnar aö síga, síöan gulna þær og veröa loks brúnar. Veikbyggðustu trén taka fljótlega að glata barri sínu eða laufi og að lokum hætta að vaxa ný í stað þeirra sem falla af. T rén taka að mjókka að neðanverðu, og þyngri greinarnar síga enn. Sum trjánna berjast við að halda í sér lífinu með því að skjóta út litlum greinum hérog þar. Síðan taka rætur þeirra að rýrna, og að lokum verða þeim að bana aðstæður í náttúrunni, sem heilbrigðtré þola:kuldi, þurrkarog skordýr. Að einu til þremur árum liðnum standa eftir nakt- irtrjábolirnir. í Vestur-Þýskalandi eru 54 prósent allra skóga sýktir. Verst er ástandið í tveimur þekktustu og rómuðustu skógum landsins: Bæverska skóginum og Svarta- skógi. Þar eru 75 prósent allra trjáa sýkt. Ef svo heldur fram sem horfir er talið að hálfui Svartiskógur verði fallinn árið 1995. Annars staðar í Evrópu er á- standið litlu skárra. í Sviss er einnig meira en helmingur skóg- anna sýktur, og opinberar tölur benda til að ástandið versni þar jafnvel enn hraðar en í Vestur— Þýskalandi. Sannað er að ástæðan fyrir skógadauðanum er loftmengun; mengun af völdum orkuvera, iðj- uvera og bifreiða. Talið er að orkuverin, sem flest brenna kol- um, eigi sök á um helmingi meng- unarinnar, iðjuverin og bifreið- arnar hvort um sig fjórðungi. Á sínum tíma var talið líklegt að minnka mætti mengun í lofti, með því að reisa hærri skorsteina á verksmiðjur og orkuver. Þetta hefurreynst hæpið bjargráð, þótt loftmengun hafi minnkað í næsta nágrenni þeirra. Nú berst meng- unin í staðinn upp í háloftin og flyst með vindum langar leiðir, uns hún fellur á fjarlæg svæði sem súrt regn. f súru regni er brenni- steinstvísýringur (S02) sem eyðir steinefnum úr jörðinni, þannig að trén skortir næringu. Það kann að þykja einkennilegt, að í Rínar- löndum, langmesta iðnaðarsvæði Vestur-Þýskalands er skógar- dauðinn fremur óverulegt vanda- mál. Hins vegar er lítill iðnaður rekinn í nágrenni Svartaskógar og annarra mikið sýktra svæða, og talið er að fjarlægar verks- miðjur í Frakklandi eigi mesta sök á því hvernig ástandið er þar. Talið er að helmingur skógar- dauðans í Vestur-Þýskalandi sé afleiðing innanlandsmengunar, helmingur mengunar frá öðrum löndum. Skógardauðinn er þann- ig alþjóðlegt vandamál, og því enn örðugra viðureignar en ella. Frakkar hafa til dæmis lítinn áhuga sýnt á að taka þátt í kostn- aðarsömum aðgerðum til að minnka skaðsemi verksmiðju- reyks, enda finna þeir sjálfir til- tölulega lítið fyrir afleiðingunum af skaðsemi eigin verksmiðja. Og þeir, ásamt fleiri þjóðum í Evr- ópubandalaginu, benda á að Þjóðverjar verði sjálfir að leggja fram meiri fjármuni til slíkra hluta en þeir hafa hingað til gert, áður en þeir krefjist þess að aðrar þjóðir fari að leggja fram miklar fjárhæðir til umhverfismála. Einnig er bent á að Þjóðverjar 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN hafi enn ekki sett reglur um há- markshraða á hraðbrautum sín- um. Líkt og áður sagði er talið að fjórðungur skógardauðans sé af- leiðing af útblásturslofti bifreiða. Talið er að í Vestur-Þýskalandi mætti nánast eyða þessari skað- semi með því að löggilda hreinsi- útbúnað fyrir bílvélar og 100 kíló- metra hámarkshraða á hrað- brautum. En þetta e mikið pólitíkt hita- mál. Vinstrimenn hafa löngum barist fyrir því að aksturshraði í landinu verði minnkaður. Auk náttúruverndarsjónarmiða liggja þar auðvitað að baki þau rök, að tíðni slæmra umferðarslysa er mikil í landinu. Þetta geta hægri- menn, einkum Kristilega banda- lagið í Bæjarlandi undir forystu Franz Josef Strauss, engan veg- inn fallist á. Eitt kjörorða þess flokks hafa löngum verið: „Freie Fahrt fúr freie Búrger" (Frjáls aksturshraði frjálsum borgur- um). Og stefnu sína sýndu þýskir hægrimenn síðast í verki, er stjórn jafnaðarmanna og græn- ingja í sambandsríkinu Hessen féll í kosningunum í apríl í vor. Hin nýja stjórn Kristilega banda- lagsins og frjálsra demókrata lét það verða eitt sitt fyrsta verk að aflétta hraðatakmörkunum sem vinstristjórnin hafði sett á nokkr- um hraðbrautum. Segja má að í þessu máli stang- ist á tvær af helstu ástríðum Þjóð- verja: Bifreiðaakstur og skógar- göngur. í nýlegri skoðanakönnun í sambandsríkinu Baden- Wúrtemberg kom fram að 17 prósent íbúa þess fara í skógar- göngu daglega, 45 prósent viku- lega og 18 prósent mánaðarlega. Á sama tíma sýna aðrar kannanir að hámarkshraði á hraðbrautum njóti fremur takmarkaðrar hylli. Reyndar virðist það skipta allnokkru máli um niðurstöðuna hver framkvæmir könnunina: Bild Zeitung í Múnchen, sem fylgir öfgasinnaðri hægristefnu, en selst þrátt fyrir það í fjórum milljónum eintaka á dag, birti eitt sinn tölur um að 71 prósent þjóð- arinnar væru andsnúin hámarks- hraða; Die Zeit vikublað sem fylgir jafnaðarmönnum að mál- um, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að 66 prósent Þjóð- verja væru hlynnt honum!!! Annars hefur verið furðanlega hljótt um þessi mál að undan- förnu. „Er skógardauðinn dauð- ur?“ spurði Badische Zeitung, sem gefið er út hér í Freiburg, fyrir skömmu. Víst er að Tsjernóbil-slysið og ýmis slys í efnaiðnaði hér í Vestur- Þýskalandi og Sviss - síðast slysið mikla í Basel í nóvember í fyrra þegar mikill efnaúrgangur barst út í ána Rín - hafa dregið athygli manna frá skógardauðanum. Stjórnvöld hafa líka reynt að gera sem minnst úr vandamálinu, sér- staklega fyrir þingkosningarnar í janúarmánuði síðastliðnum. Menn velta tölum fram og aftur og fá út ýmsar niðurstöður, sem alþýða manna hættir að lokum að botna neitt í. Það hefur til dæmis verið vinsælt bragð stjórnarliða að segja að ástandið fari batn- andi, sakir þess að árlega sýkist nú færri tré en áður. Þetta eru hæpnar röksemdir. Þótt það sé rétt að nú bætist árlega lítillega færri sýkt tré við þau sem sýkt voru fyrir, hefur skógardauðinn ekki minnkað. Fá tré læknast og æ fleiri fara yfir dauðamörkin svokölluðu, þ.e. þegar helming- urinn af barri þeirra eða laufi er sýktur. Þegar svo er komið er engin von lengur um að trén geti sigrast á sjúkdómi sínum. Vinstrimönnum hefur ekki heldur tekist að fá þjóðina til að trúa því hversu málið er alvar- legt. Jafnaðarmenn eru í djúpri lægð um þessar mundir og skortir snerpu og ferskleika. Uppgangur græningja virðist líka heyra for- tíðinni til og ýmis vanhugsuð um- mæli og innri átök þeirra hafa dregið úr trausti manna á flokkn- um, og rýrt áhrif hans í þjóðfé- laginu. Ekki bætir úr skák að samstarf þessara flokka innbyrðis er alls ekki eins gott og það þyrfti að vera. Annars vegar stendur í veginum hægri armur Jafnaðar- mannaflokksins, sem einungis vill starfa með frjálsum demókrö- tum eða jafnvel Kristilega banda- laginu og sem minnst af græningj- um vita, og hins vegar harðlínu- menn í flokki græningja sem hafna öllu samstarfi við jafnaðar- menn. En er eitthvað hægt að gera úr því sem komið er? Er hægt að bjarga skógunum? Ég spurði Oskar Stritt skóg- fræðing hér í Freiburg, og for- stöðumann náttúruverndar- deildar Svartaskógarfélagsins að því. „Já, það er enn hægt. En til þess þarf gífurlega róttækar að- gerðir. Stjórnvöld hafa gert áætl- un um að hreinsibúnaður verði kominn í allar verksmiðjur í landinu árið 1995. Þá verður hálf- ur Svartiskógur þegar dauður. Stjórnmálamenn eru veiklundað- ir persónuleikar, því rniður." Líkt og áður sagði er talið að tré geti náð heilsu á ný, ef innan við helmingur þess er sýktur. En til þess þarf súra regnið að hverfa. Meðan það fellur enn á trjálaufið og jarðveginn sem tréð sækir næringu sína í, heldur það áfram að veikjast. Menn hafa reynt að úða kalki og öðrum steinefnum á sýkt svæði til að bæta upp skortinn, en það er kostnaðarsamt og hefur auk þess ekki borið tilætlaðan árangur. Eina leiðin er að eyða mengun- inni og það fljótt. En lokaorðin á Oskar Stritt: „Trén eru lífverur rétt eins og við mannfólkið; þau eru aðeins veikbyggðari en við. Þegar trén deyja er það vísbending um að við erum að eitra umhverfi okk- ar. Spurningin hlýtur að vera sú hvenær kemur að okkur sjálfum, hvenær eitrið verður orðið svo mikið að það fer einnig að hafa áhrif á okkur mennina.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.