Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 15
Bjartmar eins og uxi, enda hugsi - þetta er annars ekki illa meint... Ljósm. E.ÓI. Björk er ekki síður brjóstgóð en hin ameriSKa siansysnr nennar (nvaua karlrembusvín skrifaði þennan myndatexta...?) Ljósm. Sig. S vanir og aðrir söngfuglar Grafík í góðu yfiriæti meðal hinnar týndu kynslóðar. Ljósm. E.ÓI. Af löngu liðnum tónleikum. Fimmtudagskvöldið 5. nóvember 1987. Tónleikar. í Hollywood og í M.H. Góð ráð dýr, og ég staurblankur. En svo kom þetta allt af sjálfu sér fyrir rest. Það var nebblega þannig að ég komst ekki útúr húsi fyrr en seint og um síðir, ef ástæðum sem ég nefni ekki hér. Nefni barayfirleitt hvergi. Enda kemur það engum við, af hverju ég kemst ekki að heiman fyrr en um seinan. En ég sá semsagt frammá það, að ekki væri ýkja mikið eftir af tónleikun- um íM.H. loksins þegarmértókst að draga minn þunga rass uppúr mjúku hægindi stofunnar minnar (sem er ægilega kósí) svo ég skellti mér bara i Hollý. Þar var barinn líkaopinn, en slíkterveru- lega hagstætt ef maður verður þyrstur. Og ég verð alltaf svo þyrsturátónleikum. Égfórsem- sagt í Hollywood að hlustaá Bjartmar, Grafík og kannski Rauða fleti. Ég vissi nefnilega af ágætri manneskju í M.H., sem ég gæti pumpað svona eftirá. Og það gerði ég. Og það held ég. Og þetta kom útúr því (eða svona hérumbil): Draumurinn (sá svart/hvíti) var bara helvíti góður. Sagði hún. Og ég vissi það auðvitað, enda forfallinn aðdá- andi einsog lesendur hafa eflaust orðið varir við. En keyrslan var semsagt góð, og ekki merkjan- legt að þeir hafa vart stigið á svið svo vikum og mánuðum skiptir. Og svo kom að Molunum. Sykur- molunum semsagt. Og ein- hvernveginn fékk þessi ágæta manneskja, sem lýsti þessum ágætu tónleikum fyrir mér, það á tilfinninguna, að sálin væri ekki alveg á svæðinu. Eða sviðinu. Þeir hljómuðu svona hálfpartinn einsog á æfingu sagði hún. Að vísu er mér ekki kunnugt um að hún hafi nokkru sinni mætt á æfingu hjá Sykurmolunum, en þetta var semsagt það sem henni fannst. Svona eins og molafólkið væri ekki með allan hugann við það sem það var að gera þá stund- ina. Kannski að hugsa um heimsfrægðina. Nú eða kannski að vera góð við Svanina sem á eftir komu, því þeir vildu jú ekki hafa Molana í upphafi af því þeir héldu að þeir (þ.e.a.s. Molarnir) yrðu miklu betri. En þetta var víst alveg ágætt hjá þeim samt. Ekki alveg jafn sannfærandi og Draumurinn, en býsna gott. Varð reyndar betra eftir því sem hún velti þessu lengur fyrir sér. Ætli þetta verði ekki bara bestu tónleikar í heimi eftir að hún hef- ur hugsað málið í svona mánuð í viðbót... Og svo kom númer kvöldsins; The Swans. Þau stigu á stokk og hófu upp raust sína með miklum látum. Ekki vissi heimildarkona mín hvort eyrnabólga eða míg- reni væru algengir sjúkdómar meðal tónleikagesta, en altént hvarf meirihluti þeirra á brott í fyrstu tveim, þrem lögunum. Desíbelin voru líka það mörg að þau fylltu skarð þeirra auðveld- lega. En þeir sem eftir sátu, svona eins og þriðjungur, gróf- lega áætlað, skemmtu sér hið besta. Og mín manneskja sagði að þetta hefði einhvernveginn verið ofboðslega einhvernveginn svona tjáningarfullt. Orð sem ég hef ekki séð á prenti neinsstaðar, en nú er semsagt svo komið. Þetta var mjög tjáningarfullt. Læt ég lesendum það eftir að ráða í þetta ágæta orð. En Gira fór úr að ofan og Jarboe var að missa niðrum sig kjólgopann og stemmningin var svitakennd, hitakennd ogmögnuð. Rafmögn- uð. Baraassgoti gott band sagði hún. Ég trúi því alveg ágætlega, enda hefur þessi manneskja ekki sagt ósatt orð um ævina, svo mér sé kunnugt. Og tónleikunum lauk um miðnættið. Þetta voru víst ágætir tónleikar. En á meðan þetta gerðist, var ykkar einlægur, sem skrifaður er fyrir þessari síðu, á leiðinni í -Hollý. Þangað mætti ég klukkan 23.17 og var Bjartmar rétt nýstiginn á svið. Og sestur. Með gítarinn. Við míkró- fóninn - hljóðnemann meina ég. Og byrjaður að syngja. Hann tók bara fjögur lög strákurinn, var eitthvað hás. Það heyrðist samt bara á milli laga, svona þegar hann var að tala, söngurinn hljómaði ágætlega. Og þetta gekk askaplega átakalaust fyrir sig hjá honum, lögin hans eru jú yfirleitt afskaplega einföld og gít- argripin voru því ekkert að vefj- ast fyrir honum. Það var nú gott. Góður strákur hann Bjartmar, mér þætti ósköp leitt ef eitthvað Svanasöngur; Gira uppá stól. Ljósm. Sig. klikkaði hjá honum. En það gerðist semsagt ekki. Hann bara söng um týndu kynslóðina fyrir týndu kynslóðina, týnda kynslóð- in klappaði og Bjartmar fór í kaffi og ég á barinn. Það er annars al- veg svakalegt hvað ég drekk. Hafiði ekki heyrt af því? Það er allt satt. Ég sver það. Ég var svo rétt mátulega kominn með einn þrettánfaldan brennivín í vodka þegar Grafík mætti á svæðið. Þau voru ægilega svona prófessjónel þið vitið, flott máluð og svoleiðis. Strákarnir allir hvítmálaðir í framan og Andrea smekklega greidd í svart/rauðum kjól eða einhverju svoleiðis. Og mikið djö... er þetta gott band. Ég meina það. Þau voru bara næst- um því frábær. Týndu kynslóð- inni fannst það líka. Allavega þurftu þau að taka aukalag. Það ber að taka það fram að Hjörtur sagðist vera búinn að fá sinn skammt frá mér og ég er alveg sammála honum og ætla þess vegna ekkert að segja frá því þeg- ar hann var að leita að nöglinni fyrir Balla. í myrkrinu, með aðra höndina á hljómborðinu. Það kemur þessu ekkert við. En þau voru semsagt bara næstum jafngóð á sviði og á plasti, gott ef ekki betri svona á vissan hátt, það er jú alltaf viss upplifun að fá hlutina svona beint í æð. Þegar ég fór svo baksviðs eftir að þau höfðu lokið sér af, svona til að ganga úr skugga um að þetta væru raunverulega Rúnar, Hjört- ur, Rafn og Baldur á bakvi hvítu grímurnar en ekki einhverjir að- keyptir sessjónmenn, semsagt á meðan ég var að tékka á þessu, byrjuðu Rauðir fletir að spila. Ekki veit ég hvernig gleymda kynslóðin féll hinni týndu í geð, því ég lagði leið mína ekki aftur fram í sal. Mér fannst alveg nóg að heyra í þeim úr hæfilegri fjar- lægð. Og í þessari hæfilegu fjar- lægð rann þetta allt saman í sam- felldan og tilbreytingarlausan glymjanda. Og einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að það hefði ekki breyst mikið þótt ég hefði fært mig nær... Og svo fór ég heim að kúra hjá konunni minni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.