Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 19
Steinitz. Fyrsti opinberi heimsmeist- arinn. Max Euwe. Slys að hann varð heims- meistari. Tal. Töframaðurinn var aðeins heimsmeistari í eitt ár. Spassky. „Heimsmaðurinn" sem Karpov. Smjöri hélt titlinum lengur tapaði titlinum í „einvígi aldarinnar". en flestir aðrir. Annað ár, annað hár Nokkrir punktar úr sögu heimsmeistaratitilsins í skák Árið 1973 kom út hjá David McKay forlaginu í New York bók með hinum virðulega titli: Bobby Fischer’s Conquest of the World’s Chess Champi- onship, undirtitill: The Psychology and Tactics of the Title Match. Höfundur er Reu- ben Fine, Ph.D., alþjóðlegur stórmeistari í skák. Þetta er hin athyglisverðasta bók sem hefst á hundrað síðna inngangi að tvö hundruð bls. skákskýringum á „einvígi aldar- innar“ sem haldið var í Reykjavík 1972 sællar minningar. Reuben Fine var náttúrlega á staðnum- þegar það fór fram en hann er í dag eitthvað kominn yfir sjötugt og var á sínum tíma mjög nærri æðstu metorðum skáklistarinnar þegar hann hætti virkri tafl- mennsku og sneri sér að sálfræði. Svo nálægt heimsmeistaranum komst Fine að í Hollandi 1938 þegar FIDE ákvað að velja á- Guðmundur j Þorsteinsson skrifar skoranda Aljekíns og mót var haldið með átta sterkustu skák- mönnum sem þá voru uppi: Alj- ekín, Capablanca, Botvinnik, Euwe, Fine, Flohr, Keres og Reshevsky, þá urðu Fine og Ker- es jafnir og efstir og hefðu því átt að heyja einvígi um áskoranda- réttinn en úr því varð aldrei. Seinni heimsstyrjöldin batt enda á alþjóðleg skákmót um sinn og þegar þráðinn átti að taka upp á ný eftir stríð féll Aljekín frá og í fyrsta sinn í áttatíu ár var enginn heimsmeistari í skák. Loksins árið 1948 var haldið mót um heimsmeistaratitilinn með fimm þátttakendum, þar af þremur So- vétmönnum. Leiddu þar saman hesta sína Botvinnik, Keres, Smyslov, Euwe og Reshevsky. Botvinnik sigraði með yfirburð- um. Saga heimsmeistaratitilsins í skák er óljós fyrir árið 1866 þegar Steinitz varð fyrstur til að bera nafnbótina opinberlega með réttu. Sterkustu skákmenn þar áður voru þó ótvírætt í þessari röð, Howard Stanton, Adolf Anderssen og Paul Morphy. Englendingur, Þjóðverji og Bandaríkjamaður. En ef 1866 er talið upphafsár heimsmeistaratit- ilsins, þegar Steinitz sigrar Anderssen í einvígi, þá eru heimsmeistarar eftirtaldir: Fischer. Braut upp fmynd heimsmeistarans. Steinitz 1866-1894, Lasker 1894- 1921, Capablanca 1921-1927, Aljekín 1927-1935 og 1937-1946, Euwe 1935-1937, heimsmeistara- laust árin 1946-1948 en Fine og Keres kandídatar, Botvinnik 1948-1957, 1958-1960 og 1961- 1963, Smyslov 1957-1958, Tal 1960-1961, Petrosjan 1963-1969, Spassky 1969-1972, Fischer 1972- 1975, Karpov 1975-1985 og Kasp- arov 1985-? Þarna liggur mikil saga enda, margar bækur um hana skrifaðar. Allt eru þetta miklir skákmeistar- ar og allur samanburður á styrk- leika þeirra hinn hæpnasti, enda reglum um þetta blessaða heimsmeistaraeinvígi breytt hvað eftir annað gegnum tíðina. Fine vill þó endilega flokka þá niður í framúrskarandi séní annars vegar og minni spámenn hins vegar og telur séníin vera Steinitz, Lasker, Capablanka, Aljekín, Botvinnik og Fischer. Aumingja Petrosjan telur hann lakasta heimsmeistara sem á stóli hafi setið. Núverandi meistarar þeir Karpov og Kasp- arov voru ekki farnir að láta ljós sitt skína að ráði þegar bók þessi var skrifuð 1973 (ef frá er talið stórmót sem Karpov sigraði 1972), en eflaust fengju þeir að fylla betri flokkinn í ljósi síðari afreka sinna. En margt verður að hafa í huga þegar rætt er um sterkustu skákmenn síðustu 100 ára í sömu andrá. Þróunin þarna er í átt til hinnar algjöru sérhæf- ingar eins og í öðru og nokkru fyrir daga Fischers voru flestir sterkustu skákmeistararnir orðn- ir fullkomnir atvinnumenn. Svo var ekki í gamla daga. Anders- sen, Lasker og Euwe voru stærð- fræðingar, Botvinnik er raf- magnsverkfræðingur, Ruy Lopez er prestur (eins og séra Lombar- dy hinn bandaríski), Capablanca lagði stund á verkfræði þótt seinna helgaði hann sig skáklist- inni einvörðungu. Philidor var tónlistarmaður, Zukertort og Tarrascs voru læknar, Tartakow- er ljóðskáld, Taimanov er kons- ertpíanisti og einhvern tíma hefur Portisch tekið lagið svo unun var á að hlýða. Bókarhöfundur R. Fine sneri sér að sálfræði eins og áður er getið. Bókin fjallar svo að sjálfsögðu mest um þá Fischer og Spassky og viðureign þeirra í Reykjavík. Um þá atburði hefur svo oft og víða verið fjallað að ekki ætla ég að bera þarí bakkafullan lækinn. En hiklaust má mæla með bókinni fyrir skákáhugamenn því fyrir utan það hversu höfundur er ó- hlutlægur í dómum sínum, skrifar hann skemmtilegan stíl svo að úr verður dálítið óvenjuleg skákbók. Fróðlegar eru lýsingar á æsku og uppvexti Fischers og ferli hans upp á hátindinn og ekki er laust við að maður finni til með þessum ógæfusama snillingi í ein- semd sinni. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Kasparov og Smyslov. Æskan og ellin. Smyslov hefur aldrei verið talinn í hópi merkari heimsmeistara, enda hélt hann titlinum ekki lengi. Kápur í stórum stærðum! KAPGSALAN BORGARTÖMl 22 SÍMl 23509 Mæg bílastæði AKGREYRI HAFMARSTRÆTI 88 SÍMl 96-25250___ s Nr. 8751 Verð kr. 12.300,- Nr. 8752 Verð kr. 11.200.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.