Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Hrós á skilið sá sem segir Um nýja Ijaðabók effir SigíUs Daðason „Útlínur bakviö minnið" heitir fjórða Ijóðakver Sigfúsar Daðasonarsem kom útá dögunum hjá Iðunni. Og má nærri geta að hver sá sem enn vill forvitnast um skáld- skapartíðindiverðurfeginn, setur upp sparigleraugun og spyrsem svo: hvarskyldum viðnúvera staddir? Vitanlega býst hann ekki við því að úr öllu verði nú greitt greiðlega eða því hann hljóti skjóta huggun eða auðvelda. En vera má hann reki til að mynda augun í það, að núið sé bærilegra en liðin tíð. Eða svo gæti sýnst í upphafi fa- gurselegíubálks. Þaðerstor- mur, nótt, en Ijóðmælandaer samt rótt, án þess hann viti hvernig á því stendur. Honum þótti hlutskipti sitt þungbært meðan dagurvar: óyndi setti aðmér ég vissi ekki hvar ég var vissi ekki lengur h ver égvar og óbærileg tilveran herpti að hjarta mínu. En nú er honum rótt sem fyrr segir og engin ástæða samt til þess eða er ekki svo?: Ekkert nema munaðarlaust hugboð áferli ístorminum ímyrkrinu einhversstaðar í storminum og myrkrinu Sá duldi galdur Munaðarlaust hugboð stendur þar, í síðustu elegíu er talað um þá „dýrð sem einmananum hlotn- ast“ ( og er sú niðurstaða vitan- lega órafjarri mannalátum í þá veru að sá sé sterkastur sem einn stendureða þvíumlíkt). Ogí lokakaflanum er prýðilegt kvæði og vandað og saman sett úr hin- um einföldustuskilaboðum. Það heitir„Galdur“. Þarervikiðað endurkomunni eilífu, enn og aft- ur komum við að því sama, en ekki þar með sagt að ekkert skipti máli (enda eins víst að skáld mundi þegj a sem fastast ef svo væri), nei, við erum alltaf í mið j - um galdri sem kallaður er „hóg- vær“ og reyndar „á allra færi“: sá duldigaldur að vera hollur hamingju sinni auk þess sem lesandinn er minntur á þennan galdur hér; engu erlokið: fannstþau ár að lífsitt væri á enda var þáað lœra að lifa Ekki efast þessi lesari hér um það að mörgum finnst sem Sigfús skáld Daðason sé sparsamur um of: hvað er hann að gefa til kynna mannskrattinn, getur hann ekki tekið blað frá munni? Slíkt óþol og ergelsi er óþarft. Það setur engin punkta yfir i fyrir okkur. Til hvers væri það líka? Né heldur hugsum við um þessi Ijóð sem játningarit, enda kæmumst við ekki langt með slíkt undirferli. Sigfús Daðason er skáld af því tagi að ljóð hans verða sterk ná- vist, fáorður förunautur lesarans í einsemd hans, í glímu hans við valtar vonir og vissu, áreiðan- leika, sem ekki liggur á lausu. Það er skrýtinn galdur í þessum samskiptum við skáld og verður hann til í göfugu samspili þess sem sagt er og þagað um, eða kannski ekki hægt að tjá með þeim „daufu rákum" sem „dregn- ar eru í tungumálið“ eins og kom- ist er að orði í upphafskvæði bók- arinnar, Veröld. Verðgildin rétt og stöðug Veröldin, já. Um hanasegir mest og með afdráttarlausustum hætti í öðrum þætti bókarinnar sem geymirm.a. „Síðustu bjartsýnisljóð", framhald af ein- staklega grimmum bálki í næstsíðasta kveri, „Fá ein ljóð“. Þessi bjartsýnisljóð hér eru ekki eins stóryrt og sum þau fyrri, en ekki þarf þungi þeirra að vera minni fyrir það. Einmaninn getur enn „lært að lifa“, en heimurinn er miklu leiðinlegri við sjálfan sig og okkur á líðandi stund. Að sönnu er í bókinni vitnað til sög- unnar án söknuðar og fegrunar. En í kvæði aftan við bjartsýnisljóðin segir frá því, að hér áður fyrr komu gamlir spek- ingar langar leiðir til að létta mér lífið og telja í mig kjark með óágengri viskusinni En þessir kurteisu menn eru hættir að koma og annað eftir því, borgirnar og löndin eru utan sjónarhrings Og verðgildin þau réttu og stöðugu látinlöndogleið. Ótrauður út í morguninn Hver skyldu þau annars vera þessi réttu og stöðugu verðgildi? Við getum færst nær einhvers- konar svari með því að skoða það sem hafnað er í þessum kvæðum. Og það er ekki síst sjálfumgleðin í tímanum, hin skipulagða bjartsýni, sú ódýra nýjungagirni sem hefur ekki upp á annað að bjóða en „sullumbull sfbernsk- unnar“. í einu kvæði er lesið yfir bjartsýnisafglöpum, þar er bjartsýnin sjálf kölluð ávani og veiklun og freisting og mitt í heimspekilegu og siðferðilegu orðfæri er svo komin þessi pólit- íska athugasemd hér um ávana þennan: ( hún) erframleidd nú á tímum eins og hver annar iðnvarningur með ’oandarískrifjármögnun. Má vera þetta skeri í eyrun, þetta er, gætu menn sagt, úr allt annarri óperu. En þegar að er gáð höllumst við að því að það sé góðkynja dirfska að taka þetta skýrt fram: bjartsýnin er afurð. Sem verður ekki sagt um það æðruleysi sem lýst er í sama ljóði og er lfkast til eitt af þeim réttu og stöðugu verðgildum sem látin voru lönd ogleið: Hrós á þ ví skilið sá sem segir: „ég hefekki œvinlega kjark til að hugsa um morgundaginn“, vegsömum grandvarleik og visku þess manns! Enengu aðsíður: engu aðsíðurkann hann aðganga ótrauður út í morguninn eftirþvílíka nótt. Grunur um gœsku En hvernig líður svo skáld- skapnum sjálfum? Er hann ekki fyrr og síðar óhjákvæmilegt við- fangsefni þeim sem yrkir? í upp- hafskvæði bókarinnar er svo- fellda lýsingu að finna sem vel á við viðleitni margra skálda: Röklausar tengingar fjarskyldra greina Launvenzluð aldaskeið Nákomnar andstæður flotnar úr fjarska. Glæsileg lýsing og einhvern- tíma hefði þetta þótt vera álitleg stefnuskrá. En svo er nú ekki í þessu samhengi hér. Þrátt fyrir allt vill skáldið heldur gruna ljóð- ið um gæsku. í „Eðli ljóðs“ eru þessi upphafsorð: Takmarkalaust böl og ógnarlöng auðn og svolítil ögn afhljóðlátri gæsku. Ekki svo að skilja: eðli ljóðs verður ekki höndlað, kvæðinu lýkur í sígildri spurn um það hvar sannleikann sé að finna, en sem- sagt - svolítil ögn af gæsku er á dagskrá og einhversstaðar um miðju þessa kvæðis er meira að segja svo komið að Skelfingin lýtur í lægra haldi Úr engu Engin ástæða er til þess að mér er rótt, sagði í kvæði sem að ofan var til vitnað. Eitthvað svipað undur er á ferð í ljóðum í upphafi kversins þar sem vikið er að skáldskap. í kvæði sem bernafn Jóhanns Jónssonar skálds er það nefnt sem saman kemur í kvæðum hans: minnið og vizkan, söknuðurinn, tryggðin og fleira: Alltbarstað smáttogsmátt ógreinanlega rakleitt úrengumstað Og í öðru kvæði, „í þessu húsi“ segir að lokum um tilorðningu skáldskapar: Ljóðstef settu sig saman úr engu smátt og smátt og blátt áfram Óvænt með torkennilegu árœði úrengu. Úr engum stað, úr engu ogenn og aftur komum við að því sama og enga ástæðu finnum við fyrir því sem með okkur bærist og ekk- ert veit ég um neitt - en samt rís upp af þessum vandláta efa, þess- ari staðfestu gagnvart frekri tísku og belgingi í tímanum einhver galdur í lífi, í skáldskap, sem ER, eins þótt ekki verði komist fyrir rætur hans og þeim hampað framaníforvitna. AB 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.