Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 9
Einar Heimisson skrifar frá Vestur-Þýskalandi Dauði íþrótta- konu Lyfjaneysla íþróttamanna íbrennidepli eftir dauða Birgit Dressel sem var ein fremsta frjálsíþróttakona Vestur-Þjóðverja Tíunda apríl 1987 lést vestur- þýskafrjálsíþróttakonan Birgit Dressel í háskólasjúkrahús- inu í Mains eftir þriggja daga dauöastríð. Þjáningar hennar voru óskaplegar. Þótt Birgit væri aðeins 26 ára að aldri, varlíkamihennarorðinn ónæmur á nánast allar teg- undir lyfja. Ákafartilraunir lækna til að lina sársauka hennar báru engan árangur. Hverju lyfinu af öðru var dælt í líkama hennar, en árangurs- laust. Ekkertstoðaði. Birgit Dressel dó í höndum tuttugu manna ráðþrota læknaliðs. Árið 1981 var sjöþraut gerð að alþjóðlegri keppnisgrein í kvennaflokki í stað fimmtar- þrautar. Keppni í sjöþraut er háð á tveimur dögum: hinn fyrri er keppt í 100 metra hindrunarh- laupi, 200 metra hlaupi, hástökki og kúluvarpi; hinn síðari í langs- tökki, spjótkasti og 800 metra hlaupi. Birgit Dressel náði besta ár- angri sínum í sjöþraut á Evrópu- meistaramótinu í Stuttgart í ágúst 1986. Þar hlaut hún 6478 stig. Á aðeins ári hafði hún hafist úr 33. sæti í 6. sæti á skrá um bestu sjö- þrautarkonur heims. Hún var orðin einhver bjartasta vonarst- jarna Vestur-Þjóðverja í frjálsí- þróttum. Og nú mátti ekkert gefa eftir. Heimsmeistaramótið í Róm framundan, síðan Ólympíul- eikarnir í Seoul. Birgit og vinur hennar og þjálfari Thomas Ko- hlbacher vildu ekki eyða ævinni í litlu blokkaríbúðinni í Mainz. Þau bundu vonir sínar við árang- ur Birgit á frjálsíþróttavellinum. Frami á stórmótum er ávísun á frægð og frægð er ávísun á gífur- legar auglýsingatekjur, þótt op- inberlega sé viðkomandi áhuga- maður í íþróttum. Nú leit út fyrir að draumur þeirra yrði loks að veruleika. Fjórða febrúar 1987 tók Birgit Dressel þátt í sérstakri keppni á Nýja-Sjálandi, þar sem allar greinar sjöþrautar voru preyttar á aðeins einni klukkustund. Hún hlaut 6201 stig, sem talið er svara til um 6600 stiga í venjulegri keppni. Verðlaunasæti á heims- meistaramótinu virtist vera innan seilingar. f sama mánuði gerði Birgit sér ferð til Freiburgar að hitta lækni sinn, prófessor Armin Klumper, líkt og hún gerði einatt á tveggja mánaða fresti. Stofnun Klumpers er víðfræg, og árlega taka hann og samstarfsmenn hans 2400 keppnisíþróttamenn úr öilu Vestur-Þýskalandi og víðar til meðhöndlunar. Klumper segir að þennan dag, 24. febrúar, hafi fátt amað að Birgit Dressel, hún hafi Armin KIQmper: Gaf Birgit Dressel yfir 400 af þeim rúmlega 1000 spraut- um sem hún fékk á keppnisferli sín- um. verið heilbrigð á allan hátt, og líklegri til afreka en nokkru sinni fyrr. Hún hafði líka mikið lagt á sig. Æft að meðaltali í þrjár eða fjór- ar stundir á dag. Miðvikudaginn 8. apríl ætlaði hún að fara á eina slíka æfingu. Hún lagði sérstaka áherslu á kúl- uvarp þennan dag. En skyndilega fann hún til mikils sársauka á vinstri síðunni og varð að haltra út af íþróttavellinum. Hún þekkti þessa verki; hún hafði tvisvar áður orðið að hætta æfingum vegna þeirra. Birgit leitaði samdægurs ráða hjá Dr. A., virtum íþróttalækni í Mains. Hann gaf henni þegar sprautur, sem áttu að lina sárs- aukann. En þær dugðu lítið. Síð- degis sama dag fór Birgit aftur til Dr. A. sem aftur sprautaði deyfil- yfjum í líkama hennar. En sársaukinn dvínaði ekki, og því fór Birgit Dressel til Dr. A. daginn eftir. Hún gat nú vart hreyft vinstri fótlegginn, og hann var orðinn afar viðkvæmur fyrir kulda. Dr. A. skrifaði nú lyfseðil handa Birgit með þremur mis- munandi róandi lyfjum og deyfil- yfjum. Slíkar lyfjablöndur eru al- þekktar í heimi íþrótta. Þær draga yfirleitt skjótt úr sársauka, en aukaverkanir í líkamanum eru ýmsar. Taugalæknirinn Dr. B. var Dr. A. til fulltingis er hann skrifaði lyfseðilinn þrískipta. Dr. B. taldi raunar lítið ama að Birgit og ráð- lagði notkun íspoka til að deyfa sársaukann. En það stoðaði lítið. Aðfaranótt föstudagsins 10. april kom Birgit ekki dúr á auga fyrir kvölum. Hún hringdi þrisvar í Dr. A. sem ráðlagði henni að taka meira inn af einu lyfjanna þriggja, godamed. Hún hringdi líka í neyðarlækni, Dr. C. Hann sagði henni að taka aðeins inn aspirín. Klukkan hálfsjö um morgun- inn kom Dr. A. í fyrsta sinn heim til Birgit. Hann úrskurðaði að púls hennar væri eðlilegur, og fann engin merki um taugasjúk- dóm eða ónæmi á lyf. Þetta var hin fyrsta af mörgum röngum sjúkdómsgreiningum, sem gerðar voru á Birgit Dressel þennan dag. Hún átti nú eftir að komast undir hendur 24 lækna á þeim 16 klukkustundum, sem hún átti eftir ólifaðar. Dr. A. reyndi að sprauta enn einni lyfja- blöndunni í hryggvöðva Birgit. Hann var hins vegar orðinn svo stinnur og bólginn að það var ekki lengur hægt. Nokkrum klukkustundum síð- ar var Birgit Dressel flutt á há- skólasjúkrahúsið í Mainz. Dr. A. grunaði að um sýkingu í nýrum væri að ræða. Þar hófst rannsókn undir stjórn Dr. C. sem nú sinnti Birgit einn í rúmar þrjár klukku- stundir. Hann úrskurðaði að ekki væri um nýrnasteina að ræða, og enga sýkingu aðra í nýrum. Dr. C. ráðfærði sig nú loks við starfsbræður sína, E og F, og sprautaði síðan enn einu deifilyf- inu í líkama Birgit Dressel. Nú var klukkan orðin eitt eftir hádegi. Birgit Dressel var flutt á slysadeild sjúkrahússins, þar sem læknarnir F, G, H og I tóku hana til meðferðar. Þeir komust loks að þeirri réttu niðurstöðu, að ekkert benti til meiðsla af völdum Birgit Dressei: Ein af skærustu íþróttastjörnum Vestur-Þjóðverja. Allt var lagt í sölurnar til að ná árangri - og það kostaði hana lífið. íþrótta. Nú voru kallaðir til taugalæknarnir J, K og L. Þá grunaði að um eitrun af völdum lyfja væri að ræða. Þá skoðun studdu M og N. En nú tók hjartsláttur Birgit að verða æ óreglulegri. Það varð að gefa henni súrefni. Neyðarlækn- arnir O, P, Q, R, S, T og U voru fengnir til. Þá var klukkan orðin átta að kvöldi. Ekkert stoðaði. Andardraftur hennar varð stöðugt óreglulegri. Að lokum komu læknarnir V og X á vett- vang. Þeir gerðu það sem í þeirra valdi stóð. Að lokum var reynt að örva blóðrásina, með því að gefa Birgit fjóra poka af blóði, en allt kom fyrir ekki. Nokkrum klukk- ustundum síðar lést hún. Dánarorsök Birgit Dressel hef- Slgi Wentz: Nýjasta afreksverk Klumpers var að lækna hann svo snarlega af meiðslum sínum að nokkrum vikum síðar hafnaði hann í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í Róm. ur enn ekki verið úrskurðuð með fullri vissu. Allir þeir læknar, sem meðhöndluðu hana, hafa af þeirri ástæðu verið firrtir ábyrgð á dauða hennar. Sjúkraskýrslur allt frá árinu 1981 benda til að hinn ungi líkami hennar hafi í raun verið farinn að kröftum. Hún þjáðist af stöðug- um verkjum í mjöðm, ökklum og liðböndum og beinrýrnun í hnjám. Annar fótleggur hennar var orðinn tveimur sentimetrum styttri en hinn. Blóðþrýstingur var mjög hár og æðar teknar að lokast. Jafnvel hjartavöðvinn var farinn að láta undan álaginu. Á árunum 1980-87 fékk Birgit Dressel lyfseðla með 101 mis- munandi lyfi frá þeim ýmsu lækn- um, sem meðhöndluðu hana. Meðal þeirra voru hormónalyf, sem hafa þau áhrif á konur að þær þyngjast og verða karlmannlegri í útliti, en á karla að þeir glata kyngetu. Líkamsvöxtur Birgit Dressel hafði breyst verulega vegna þessara lyfja. Þær sprautur, með lyfjablönd- um, sem hún fékk á íþróttaferli sínum, voru á annað þúsund. Armin Klumper gaf henni yfir 400 þeirra. Klumper hefur undanfarna mánuði sætt mikilli gagnrýni fyrir störf sín, einkum í vikuritinu Der Spiegel. Ýmsir hafa hins vegar orðið til að taka upp hanskann fyrir nann. Hann er dýrkaður og lofaður fyrir að lækna menn af meiðslum á ótrúlega skömmum tíma.Vfðfrægir íþróttamenn eins og knattspyrnumaðurinn Paul Breitner og hástökkvarinn Ul- rike Meyfarth hafa opinberlega lýst yfir aðdáun á honum. Nýj- asta afreksverk Klumpers var að lækna tugþrautarmanninn Sigi Wents svo snarlega af meiðslum hans að uokkrum vikum síðar varð hann í öðru sæti á heims- meistaramótinu í Róm. í viðtali við Freiburgarblaðið Badische Zeitung, segist Klumper aðeins hafa skrifað upp á 15 af því 101 Iyfi sem Birgit Dressel fékk á ár- unum 1980-87, og ber á móti því að sprauturnar sem hann gaf henni hafi verið yfir 400. Þá tölu gefa hins vegar sjúkrasamlags- skýrslur til kynna. Sjálfur vill Klúmper enga tölu nefna. Spurningarnar, sem dauði Birgit Dressel vekur, eru margar. Átti hún sjálf sök á dauða sínum? Eru læknarnir raunverulega sak- lausir? Þegar líkaminn tekur að sýna álagsmerki er þá ekki skylda lækna að stuðla að því að álaginu linni, fremur en það aukist? Og er það ef til vill svo að holl- ustunni ljúki, þarsem árangurinn byrjar? Ýmsir hér í Vestur- Þýskalandi hafa á síðustu mánuð- um lýst þeirri skoðun sinni. Víst er að menn verða í framtíðinni að gaumgæfa afstöðu sína til keppn- isíþrótta, og setja mörk milli þess, sem mannlegt er, og hins, sem er ofurmannlegt. Sunnudagur 13. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.