Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 12
TÓNUST Shipway og sinfónían Það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa eitthvað um Eroica-sinfóníu Beethovens. En hún var leikin af sjaldgæfum glæsileik á tónleikum þann 3. desember. Það var sem maður heyrði þetta margþvælda meist- araverk í fyrsta sinn. Hljómsveitin hefur aldrei leikið jafn vel. Þessi Shipway er undramaður. Af- hverju er hann ekki alltaf hér? Aheyrendur þökkuðu líka fyrir sig. Þeir hafa aldrei sýnt hljóm- sveitarstjóra aðra eins virðingu og í lok þessara stórkostlegu tón- leika. En þetta kvöld var einnig frumflutt nýtt íslenskt verk. Það var konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit eftir Jónas Tómasson. Halldór Haraldsson og Gísli Magnússon léku einleik. Það er kannski eins gott að segja sem fæst um ný tónverk. Ekki er það svo gæfulegt bullið sem gagnrýnendur gegnum tíðina hafa látið út úr sér við slík tæki- færi. En mér fannst þetta falleg og góð músik og hún var ágætlega spiluð. Þeir tónleikar sem Shipway hefur stjórnað í vetur voru á tals- vert hærra plani en við erum vön frá hljómsveitinni okkar... Guð verri en helst betri. Og almát- aðþaðverðiekkieinhverbölvað- gefi að næsti stjóri verði ekki tugur guð í hæstum hæðum gefi ur meðalskussi. Hljómplötuverslanir Það er öllum fyrir bestu að horfast í augu við staðreyndir. Við skulum þess vegna viður- kenna feimnis- og hræsnislaust að jólin eru ekki trúarhátíð til að fagna komu frelsarans. Þau eru eins og hvert annað veraldlegt karnival. Allir gera sér glaðan dag og sleppa fram af sér beislinu í sukki og svalli og hryllingssögu- legu líkáti svo margir verða eins og svín með þungt mannshöfuð um áramót. Og þetta er svo sem gott og blessað. Samfélagið myndi ekki þrífast án svona alls- herjar orgíu. Og það er bara notalegt að hafa biblíusögur og sálmasöng. Það eykur sjarma ser- ímóníunnar enda fullkomlega meiningarlaust. En fyrst og fremst eru jólin hátíð kaupmanna þrátt fyrir þann einkennilega orðaleik að þau séu kölluð „hátíð barnanna". Nema beri að skilja það svo að kaupmenn standi á svipuðu þroska- og vitsmunastigi og ómálga börn. Þeir tala mikið um frelsi verslana. Allir eigi að geta keypt það sem þeir vilja. En það er mjög áþreifanlegt nú í jól- aösinni, að eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis með frelsið, hvað snertir framboð á klassískri mús- ik í hljómplötuverslunum. Það er miklu minna en fyrir tíu til fimmtán árum. í fyrsta lagi eru þær verslanir færri er selja slíka tónlist. Nú eru Fálkinn og Hljóð- færahúsið alls ráðandi þó eitthvað smávegis fáist í Skífunni og Gramminu. En hér fyrir nokkrum árum voru einnig Hverfitónar, Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur, Heimilis- tæki, hljómdeild Faco og jafnvel fleiri. Þessar búðir voru hver með sínum hætti. I öðru lagi er úrval- ið, sem þær verslanir sem eftir eru hafa að bjóða minna, sömu- leiðis minna en áður. Og maður hefur það mjög sterklega á til- finningunni að ástandið fari enn versnandi. Það má segja að all- sæmilegt framboð sé á músik frá tímabilinu 1700-1900. En tónlist frá okkar öld er sjaldgæf og frá síðustu áratugum eða árum næst- um því engin, nema ef vera skyldi íslensk verk. Þetta var stórum skárra fyrir áratug þó ekki væri það gott. Og gömul tónlist hefur næstum þurrkast út í hljómplötu- verslunum. Áður var fjölbreytni hennar furðulega mikil miðað við allt og allt. í þá gömlu góðu daga keypti ég plötur hér í bænum með verkum eftir des Préz, Ockeg- ham, Palastrina, Lasso, Byrd, Victoria, Carissimi, Monteverdi, og Schútz. Og ýmsa fleiri. Það var meira að segja ekki útilokað að rekast á enn eldri tónlist. Eitt FJÖLGUM® ENN ÁSKRIFENDUM Árið 1988 verðurað mörgu leyti merkilegt ísögu Þjóðviljans. Flutt verður í nýtt húsnæði og margvíslegar breytingar eru fyrirhugaðar á blaðinu. Við vonumst eftir stuðningiþínum, áskrifandigóður, og bjóðum þér að stuðla að stærri og betri Þjóðvilja. Tökum öll höndum saman og stórfjölgum áskrifendum. Áskrift að Þjóðviljanum JANÚAR-FEBRÚAR-MARS 1988 Jólatilboð Þjóðviljans Jólatilboð Þjóðviljans er áskriftarkort sem gildir fyrstu 90 dagana 1988. Er ekki upplagt að gefa vinum og vandamönnum eitt slíkt? Fr.i Tii 1» JÓDVILJINN - VOPN i SÓKN OG VÖRN VERÐ AÐEINS KR. 995 Áskrifendur geta keypt áskriftarkortin í afgreiðslu Þjóðviljans alla daga kl. 9-5 að Síðumúla 6, eða fengið þau send í póstkröfu hvert á land sem er. Einstakt tilboð sem erfitt er að hafna. Allar upplýsingar gefa G. Margrét, Hrefna eða Hörður í sima 681333. sinn keypti ég la Messe de Nostre Dame eftir höfuðsnillinginn Machaut, sem uppi var á fjór- tándu öld þegar verið var að skrifa síðustu fslendingasögur. Þetta er unaðsleg tónlist. Ég vildi eyða ævi minni í að hlusta á hana við kertaljós og reykelsisilm. Þá þyrfti ég engin jól. En þetta er liðin dýrð. Þessi hundgamla mús- ik sést yfirleitt ekki í hljómplötu- verslunum, þó ein og ein plata kunni að skjóta upp kollinum. Eftirspurnin er sennilega ekki nógu mikil. Gróðavonin tak- mörkuð. Og í stað þess að láta þjónustu við neytendur sitja í fyrirrúmi er hagnaðurinn látinn ráða ferðinni. Eða hvað? Afleið- ingarnar verða þær að ekki er til sölu annað en það sem sæmilega gengur út. Og það er Bach- Brahms tímabilið. Ef fólk vill kaupa aðra músik verður það að leita til útlanda. Markaðshyggjan Ieiðir til þess, á þessum sviðum sem ýmsum öðrum, að fjöl- breytnin minnkar þó magnið aukist. Framboð á erlendum bókum hefur einnig minnkað síð- ustu árin í Reykjavík. Bókabúð- um hefur mjög hrakað. Bóka- verslun Snæbjarnar er t.d ekki nema svipur hjá sjón síðan Mál og menning tók við rekstrinum. Er þetta ekki í dásamlegu sam- ræmi við kenningu hins barnslega bissnesshjarta er lýsti sér í þess- um einföldu orðum: „Þegar menning og listir hafa blómgast hvað mest, hefur þá ekki verslun- in líka staðið með mestum blóma?“ Já. Er þetta ekki klárt? En í tilefni jólanna og Jesúbarnsins blíða, sem fæddist í jötu en varð loks kóngur á himnum, alveg eins og Rockefeller var fyrst blaðsölu- strákur en svo kóngur af því doll- aratagi sem mannheimur tekur miklu traustara mark á og flaðrar meira fyrir en nokkrum himin- völdum, þá langar mig til að koma með eina kommúníska og húmaníska tillögu í gamla stfln- um. Og hún er á þessa leið: Fari hljómplötuverslanir á hausinn við það, að reyna að hafa á boð- stólum víðsýnt úrval klassískrar tónlistar frá öllum tfmum, þá er eins gott að þær fari á hausinn og því fyrr því betra. En til þess að halda uppi almennilegri tón- menningu í landinu, ætti ríkið að reisa á rústum þeirra volduga hljómplötuverslun, þar sem mús- ikmaníakar gætu keypt allt sem hugurinn girnist. Sigurður Þór Guðjónsson 15 SUZUKI FOX-JEPPAR - með drifi á öllum, eins og landsliðið okkar 35 SUZUKI SWIFT - tískubíllinn í ár . ; ’ ; £ -n i: v ; f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.