Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 24
FORLAGIÐ KYNNIR Svava Jakobsdóttir GUNNLAÐAR SAGA Patrick Siiskind Nína Björk Ámadóttir ILMURINN Saga af morðingja MÓÐIR KONA MEYJA íslensk stúlka er handtekin í Þjóðminjasafni Dana þar sem hún stendur við brotinn sýning- arglugga með forsögulegt gullker í höndunum. Móðir stúlkunnar fer til Kaupmannahafnar og skýringar dótturinnar á verknaðinum hrinda af stað óvæntri atburðarás svo að dvöl móðurinnar verður önnur en hún hugði. Af einstöku listfengi dregur Svava Jakobsdóttir upp magnaða samtímalýsingu sem er í senn saga um ást, svik, trúnað, sekt og sakleysi. Gunnlaðar saga er ótvíræður bókmennta- viðburður. Sagan af Jean-Baptiste Grenouille, eins af snjöllustu og andstyggilegustu mönnum sög- unnar. Hann er snillingur í ilmvatnsgerðarlist, en útskúfaður úr mannlegu samfélagi og ein- setur sér að skapa þann ilm sem vekur ást og hylli. En til þess þarf hann að myrða. Ilmurinn vakti heimsathygli þegar hún kom út á þýsku enda eitt sérstæðasta og stórbrotnasta bókmenntaverk seinni tíma. Ilmurinn er mögnuð spennusaga og situr á metsölulistum um allan heim. Kristján Árnason þýddi. Sveitastúlka, sem eignast hefur barn í lausaleik, ræðst í vist til ríkmannshjóna í Reykjavík. Árið í húsinu er tími mikilla atburða og skiptir sköpum í lífi hennar. Hér mætast tveir heimar: Annars vegar heimur glæsileika, auðs og menntunar - hins vegar heimur örbirgðar, niðurlægingar og ráðleysis - trylltur og ástríðufullur í senn. Frásögnin er spennandi, hún einkennist af heitum erótískum lýsingum og er gædd þeim ljóðrænu töfrum sem Nína Björk hefur flestum skáldum betur á valdi sínu. HEIMSBÓKMENNTIR Á ÍSLENSKU Mercé Rodoreda DEMANTSTORGIÐ Saga Spánverja á tímum borgarastyrjald- arinnar þegar frelsisvonir urðu að engu og þjóðin horfði á eftir mannréttindum sínum í klær fasismans. Á ógleymanlegan hátt segir skáldkonan þessa sögu frá sjónarhóli konu - fulltrúa þeirrar orðlausu alþýðu sem sjaldnast er til frásagnar um þjáninguna. Demantstorgið er eitt af sígildum meistaraverkum spænskra bókmennta. Guðbergur Bergsson þýddi. William Heinesen TÖFRALAMPINN Nýjasta bók sagnameistarans í Þórs- höfn hefur að geyma tíu sjálfstæðar frásagnir sem þó eru margvíslega tengdar. Langar og sterkar hroll- vekjur skiptast á við örstutta gam- ansamari kafla. í þessari bók fetar Heinesen ótroðnar slóðir og bætir enn nýjum streng í frásagnarleikni sína. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Anne Civardi - Stephen Cartwright VIÐ SEM VINNUM VERKIN Hvað hefur fólk fyrir stafni á daginn? Flestir fara í vinnuna. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? FORLAGIÐ FRAKKASTÍG 6A, S.91-25188 Sigrún Eldjám KUGGUR OG FLEIRI FYRIRBÆ.RI Hér segir frá Kuggi og kostu- legum vinum hans: Málfríði og mömmu hennar - skrýtnum kerlingum sem kalla ekki allt ömmu sína. Geirólfi á Grísatá að ógleymdum Mosa - glaðlyndu og hrekkjóttu kríli sem býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Meira en 40 litmyndir eftir höfundinn. Roger Leloup YOKO TSUNO - VÍTISELDUR Þriðja teiknimyndasagan um Yoko og vini hennar. Fau eiga í höggi við harðsvíraða glæpa- menn sem engu þyrma. Uppi eru áætlanir um tortímingarvopn og allt mannkyn er í hættu. Villi og Palli bregðast Yoko ekki og þau tefla djarft til sigurs. Sven Nordkvist JÓLAGRAUTURINN Búálfarnir sinna því sem mann- fólkið kemur ekki í verk eða gleymir að gera. Ef fólkið gleymir að fara út með grautar- skál handa búálfunum á aðfanga- dagskvöld, þá boðar það óham- ingju. Þessi jól hafði grauturinn næstum gleymst. Heillandi saga, prýdd fiölda litmynda. Charles Dickens JÓLADRAUMUR Fáar sögur hafa notið slíkra vinsælda sem þetta sígilda jólaævintýri. Sagan segir frá nirflinum Scrooge sem hatast við jólin og boðskap þeirra. En hann á sögulega jólanótt í vændum. Þetta er ný útgáfa bókarinnar sem kom út um síðustu jól. Fjöldi mynda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.