Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 3
Fráleilt að fara effir gömlu braularteinunum Spjallað við Kristján Jóhann Jónsson um nýútkomna skálósögu hans, Unáir hútu tollarans Fyrir skömmu kom út hjá Iðunni önnur skáldsaga Krist- jáns Jóhanns Jónssonar, Undir húfu tollarans. Hann kvaddi sérfyrst hljóðs með skáldsögunni Haustið er rautt árið 1981 og er óhætt að segja að fá byrjendaverk hafi vakiðjafn miklardeilur. Nokkru eftir að sú bók kom út fluttist Kristján til Noregs og hefursíðustu þrjú árin helgað sig að mestu nýju bókinni. Kápan á Undir húfu tollarans minnir einna helst á umbúðir utan um elœpasögu. Er þetta reyfari? „Eg hef verið spurður að þessu, sérstaklega af fólki sem er Hvalasagan flýgur Hvalveiðar á íslandi 1600-1939 heitir ein nýrra bóka á árinu, og fjallar Trausti Einarsson þar um hvalveiðar við íslandsstrendur í fyrsta sagnfræðilegu yfirlitsriti um þau efni hér og erlendis. Trausti hefur rannsakað gögn um þessar veiðar víða í Evrópu, enda koma við sögu Baskar spænskir og franskir, Norðmenn, Kanar, Danir og fleiri, auk hvalanna. Einsog íslendingar vita gerst hef- ur áhugi vaxið mjög á hval- veiðum og hvalvernd í um- heiminum síðari árin - og hvala- saga Trausta vakið það mikla at- hygli að hann skrifaði um daginn undir útgáfusamning við há- skólaforlagið í öðrum virtasta skólabæ Bretlands, Cambridge University Press, sem hefur útibú í flestum enskumælandi löndum. Mikill heiður fyrir Trausta. í ensku útgáfunni verður nýr kafli um hvalveiðar íslendinga frá 1948 þar sem meðal annars verð- ur rakin rysjótt hvalveiðisaga síð- ustu missera... búið að lesa bókina og finnst hún satt að segja lítið skyld venju- legum glæpasögum. En kápan er ekkert svindl. Bókin er dálítið sérstök að því leyti að þetta efni er notað með allt öðrum hætti en oftast tíðkast. í hefðbundnum glæpasögum eru glæpirnir í for- grunni og síðan snýst bókin um þá eingöngu. Ég gerði það af skömmum mínum að nota glæp- inn til að setja af stað atburðarás í allt aðra sögu. Þegar ég skrifaði bókina lagði ég mikið á mig svo ekki væri hægt að troða henni í einhverja skúffu; hvort heldur fyrir glæpi, ást, spennu eða eitthvað annað.“ - Ertu þá kannski búinn að smíða nýja skúffu? „Það er nú eiginlega ekki í mín- um verkahring að segja til um það. En ef maður ætlar að gera eitthvað nýtt, þá má hann vita- skuld ekki fara eftir gömlu brautarteinunum. Ég reyndi að finna sögunni eðlilega framvindu og komast út úr gömlu klisjun- um. Nú orðið þurfa allar bækur að vera um eitthvað sérstakt, glæpi, dauða, ást o.s.frv. Og fyrir vikið verður ástin t.d. eins og hvert annað fyrirtæki úti í bæ en ekki partur af mannlífinu. Að sumu leyti finnst mér að mér hafi tekist ætlunarverk mitt: Ég sé að sumir gagnrýnendur eru ergilegir af því að þeir finna mig ekki í spjaldskránni! En ég held að þeir sem hafa áhuga á ein- hverju nýju kunni að meta þessa sögu. Mér fannst alveg ástæðu- laust að endurtaka það sem gert hefur verið ótal sinnum áður.“ - Sumum gagnrýnendum finnst líka að þú farir heldur hraklega ..sumir hafa talað um ómannúðlega meðferð á sögupersónum." (Ljósm.: Atli) með sögupersónurnar þínar. Er þér eitthvað illa við þcer? „Já, það er rétt hjá þér, sumir hafa talað um ómannúðlega með- ferð á sögupersónunum. Eg á erf- itt með að skilja þessa fullyrð- ingu, því auðvitað þykir mér vænt um persónurnar. En ég held að þetta sé hluti af talsvert stærra máli. Það er hvernig fóik okkur þykir vænt um - og hvernig okkur þykir vænt um það. Ef ég segi frá mönnum með bresti, þá stökkva gagnrýnendur upp til handa og fóta og kvarta yfir vondri með- ferð á sögupersónum! En málið er ákaflega einfalt. Ég er að segja frá fólki - og það er enginn fullkominn." - Svo ég haldi áfram að vitna í gagnrýnendur, þá virðist sem sumum þeirra hafi þótt torvelt að glöggva sig á bókinni afþvípersón- urnar eru svo margar og svo mikið að gerst. Er hún ofhlaðin? „Það er auðvitað alltaf mats- atriði hvort ein bók er ofhlaðin eða ekki. Fyrir suma er þessi bók kannski um of margt. En í því sambandi er vert að víkja aðeins að mínum vinnubrögðum. Þegar ég lauk við handritið samdi ég við sex menn á öllum aldri, af báðum kynjum og með mismunandi menntun, um að lesa bókina og vera heiðarleg við mig í hvívetna. Þessi tilraun tókst mjög vel. Og þetta var ekki vandamál sem kom upp hjá þeim. Metsölulisti Sunnudagsblaðsins 1. Ný hugsun, ný von.............Mikhail Gorbatsjov/lðunn 2. Helsprengjan....................Alistair MacLean/lðunn 3. Uppgjörkonu.........................HallaLinker/lðunn 4. Gunnlaðarsaga..............Svava Jakobsdóttir/Forlagið 5. Ásta grasalæknir.........Atli Magnússon/Örn og Örlygur 6. Á besta aldri Jóhanna Sveinsd. og Þuríður Pálsd./Forlagið 7. í aðalhlutverki....SiljaAðalsteinsdóttir/Málogmenning 8. Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur III....Örn og örlygur 9. Hús andanna..............Isabel Allende/Mál og menning 10. Móðir Kona Meyja..........Nína Björk Árnadóttir/Forlagið Mér er persónulega frekar hlýtt til gagnrýnenda og við verð- um að hafa í huga hvernig þetta fólk þarf að vinna. Það þarf að lesa mikið og lesa hratt. Ég er ekki frá því að sumum þeirra hafi skrikað fótur þegar þeir komu að bókinni minni, vegna þess hversu erfitt er að setja hana í einhvern sérstakan bás. En ef skáldsaga er góð og vel unnin, - eins og mér finnst að sjálfsögðu að mín bók sé - þá stendur hún alveg fyrir sínu upp á eigin spýtur. Og ég fyrir mitt leyti verð að koma þeim upplýsingum um hana á framfæri sem ég tel réttastar. Annars er ég orðinn býsna sjó- aður í þessu þrátt fyrir að ég hafi aðeins skrifað tvær bækur. Það var ákaflega skrítin reynsla þegar fyrsta bókin mín kom út, að verða vitni að svo gífurlegu fjaðrafoki. Ýmist voru menn fox- illir eða hæstánægðir og stóðu í ritdeilum lengi á eftir.“ - Nú er við hœfi að spyrja: Um hvað er þessi bók, Undir húfu tollarans? „Þar kemurðu með eina af þeim spurningum sem ég hef samviskusamlega skotið mér undan að svara! Mér finnst alveg fráleitt þegar bókum er pakkað saman í dálítinn böggul af lýsing- arorðum, eins konar vasaútgáf- ur ..." - Viltu samt gjöra svo vel? „Þetta eru í raun og veru tvær sögur. Það er lítil saga um sögu- manninn sjálfan og hann segir síðan stóru söguna. Hann neyðist til þess að horfast í augu við að konan hans heldur að hún sé jafn- merkileg og hann. Það finnst honum að sjálfsögðu hið versta mál! Þau búa austur á fjörðum og okkar maður fer auðvitað þaðan eftir þessa uppgötvun. Ætlar í fermingarveislu systurdóttur sinnar í Reykjavík - en þangað fer hann að sjálfsögðu ekki. Hins vegar gerir hann harðsækna til- raun til að komast á kvennafar. Og á einu kvöldi kynnist hann bæði ástinni og dauðanum - og þarna slær sögunum saman, þeirri litlu og þeirri stóru. Tollar- inn segir okkur sögu sem fjallar í meginatriðum um fimm karl- menn. En nú er ég eiginlega bú- inn að segja þér allt of mikið - og nú færðu ekki að vita meira um söguna.“ -þj- Sunnudagur 13. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Akureyri Grafík í Glugganum Samsýning tíu myndlistarmanna úr íslenskri grafík Þann 12. desembervaropn- uð í Glugganum, Glerárgötu 34, sýning 10 félaga úr Is- lenskri grafík. Á sýningunni eru á fjórða tug grafíkverka sem gefa góða mynd af því sem íslenskirgrafíklistamenn eru að fást við um þessar mundir. Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni: Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir, Björg Þor- steinsdóttir, Daði Guðbjörns- son, Guðmundur Ármann Sig- urjónsonn, Jón Reykdal, Ragn- heiður Jónsdóttir, Sigrún Eld- járn, Valgerður Hauksdóttir, Þórður Hall og Örn Þorsteins- son. Sýningin verður opin fram á næsta sunnudag, 20. desember frá klukkan 14 til 20, alla daga nema á mánudaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.