Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Verðhœkkanir Skuldinni skellt á kaupmenn - Kaupmönnum er legið á hálsi fyrir verðhækkanir í kjölfar breytinga á tollum og vörugjöld- um, söluskatti og niður- greiðslum, en þessu vísa ég á bug; við höfum ekki fengið neitt dæmi í hendurnar um misfærslur, sagði Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna. - Viö vitum að ýmsar þær vörur sem kaupmenn flytja inn breytast ekki í veröi fyrr en með nýjum sendingum, og má ætla að í lok janúar verði allt komið fram. Stórvægilegar verðlagskannanir sem nú eru boðaðar ber að skoða í þessu ljósi, sagði Magnús. - Við vekjum athygli á því að þær vörur sem enn eru undir verðlagsákvæðum - landbúnað- arvörurnar - hafa lækkað um 25% í innkaupum. Þetta þýðir að álagningin hefur stórlækkað og var þó ekki beysin fyrir, sagði Magnús: Enda höfum við ekki beðið um álagningarhækkun á neitt nema landbúnaðarvörurn- ar. Pá kvaðst Magnús telja að upp- lýsingastreymi frá ráðuneyti um framkvæmd söluskattsbreyting- anna hefði verið í lágmarki, og valdið kaupmönnum ómældum erfiðleikum. HS ÁTVR Ný útsala í Mjóddinni Afengis-og tóbaksverslun ríkis- ins hefur keypt húsnæði í Mjódd- inni fyrir 18,2 miljónir króna að Alfabakka 14 og verður áfengisút- sala opnuð þar síðar á árinu. Þá er á döfinni að opna áfengisútsölu í Neskaupstað í mars eða aprfl. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR er ekki enn búið að ganga frá samningum um húsnæði fyrir verslunina á Nesk- aupstað.en hún mun verða með sama sniði og reynst hefur vel í Ólafsvík. Ekki er í bígerð að opna fleiri áfengisútsölur úti á landi eins og er,enda hafa ekki fleiri bæjarfélög óskað eftir því. Hjá ÁTVR er verið að athuga opnun áfengisútsölu í gamla mið- bænum í Hafnarfirði og hefur stofnunin áhuga á því, en engir samningar hafa verið gerðir um. húsnæði fyrir hana þar. Sömu sögu er að segja um Garðabæ, Kópavog og Seltjarnarnes. Áðspurður kvaðst Höskuldur reikna fastlega með því að ein- hverri útsölu í Reykjavík yrði lokað þegar nýja verslunin í Mjóddinni yrði opnuð, en engin ákvörðun hefur verið tekin um Áburðarverksmiðjan Oryggi verði aukið Ríkisstjórnin samþykkir að gripið verði nú þegar til öryggisráðstafana vegna megunarhættufrá ammoníaksgeymi. Efnið verði kœlt og geymirinn endurbœttur eða byggður nýr geymir Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu félags- málaráðherra þess efnis að hefja nú þegar markvissar aðgerðir í því skyni að auka og treysta ör- yggi vegna ammóníaksfram- leiðslu og geymslu á efninu í Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi. Tillögur ráðherra til stjórnar Áburðarverksmiðju ríkisins um hvemig megi standa að öryggis- ráðstöfunum koma í framhaldi af skýrslu vinnuhóps um hættur sem kunna að stafa af geymslu efnis- ins við núverandi aðstæður og eru þær tvenns konar. Sú fyrri felur í sér að ammoníakið verði kælt í núverandi geymi og geymt án yfirþrýstings. Þá verði byggt sér- stakt öryggishús umhverfis geym- inn og komið fyrir búnaði sem brennir ammoníakið ef bilun verður á kælikerfi og ammoníak iekur út í öryggishúsið. Ennfremur er m.a. mælst til þess að undirstöðiir geymisins verði tryggðar og að haft verði reglubundið eftirlit með öllum búnaði sem notaður er til að landa, flytja, og geyma ammoní- ak. Seinni tillagan er þess efnis að byggður verði nýr kældur geymir og að öryggisráðstöfunum sem taldar eru nauðsynlegar sam- kvæmt skýrslu starfshópsins verði að öðru leyti fylgt eftir. Félagsmálaráðherra beinir því til stjórnar Áburðarverksmiðj- unnar að ákvörðun um vænleg- asta kostinn liggi fyrir ekki seinna en 1. febrúar. Þá er þeim fyrirmælum beint til stjórnarinnar að á meðan á undir- búningi og framkvæmdum standi skuli draga sem frekast er unnt úr framleiðslu ammoníaks og geymslu. Loks gerir ráðherra tillögu um það að látin verði fara fram úttekt á starfsemi Áburðarverksmiðj- unnar þar sem athuguð verði hag- kvæmni í rekstri með hliðsjón af því hvort rétt sé að halda starf- seminni áfram og jafnframt verði kannaðir möguleikar á nýrri stað- setningu verksmiðjunnar. —K.Ól. Tryggingastofn un Bjargað fyrír hom Starfsfólk Tryggingastofnunar hefur haft í mörgu að snúast undanfarna daga. Mikið hefur verið um fyrirspurnir ellilífeyris- þega og bótaþega um gang stað- greiðslukerfisins og nokkur hóp- ur bótaþega hefur ekki áttað sig í tíma að skila skattkortunum til að persónuafslátturinn nýttist. Að sögn Hauks Haraldssonar hjá Tryggingastofnun hefur innreið staðgreiðslukerfisins þó gengið betur á þeim bænum en menn þorðu að vona. - í haust var afráðið að skrifa stærstum hluta elli- og örorkulíf- eyrisþega og leita eftir því við þá að stofnunin fengi að innleysa skattkortin. Eftir að við höfðum reiknað út vannýttan persónuaf- slátt, bjó ríkisskattstjóri til auka- skattkort sem menn fengu sjálfir í hendur. Með þessu móti var hægt að koma í veg fyrir algjöra örtröð. - Það hefur þó verið nokkuð um það að við höfum ekki fengið skattkort í hendur frá umbjóð- endum okkar. Það á einkum við um þá sem njóta mæðralauna og fæðingarorlofs. Haukur sagði að þrátt fyrir rækilega kynningu á fyrirkomu- lagi staðgreiðslukerfisins, væri aldrei nóg að gert við að brýna fyrir fólki rétta meðferð skatt- kortanna. _rk Skáíss/HP Stjómin með minnihluta Alþýðubandalagið með bestu niðurstöðurfrá kosningum, Sjálfstœðisflokkurinn tapar það hverri þeirra verður lokað þegar þar að kemur og þá vænt- anlega á þessu ári. Ríkisstjórnin hefur misst mik- inn stuðning frá því í nóvem- ber samkvæmt skoðanakönnun Skáíss í Helgarpóstinum í gær, og lýsir meirihluti þeirra sem af- stöðu tóku andstöðu við stjórn- ina, 55,8%, en 44,2% segjast styðja hana. I könnun um flokka- fylgi fær Alþýðubandalagið bestu niðurstöður frá kosningum, en Sjálfstæðisflokkurinn þá verstu. Samkvæmt könnuninni hafa tíu til tuttugu prósent fylgis færst frá stuðningi við stjórnina til and- stöðu frá svipuðum könnunum í sumar og haust. í könnun um flokkafylgi er talsverð uppsveifla hjá Alþýðu- bandalaginu miðað við fyrri kannanir í haust og sumar, nær þó ekki kjörfylgi í apríl. Flokkur- inn fær nú rúm 12% fylgis en komst hæst í 11 í haust, og frá fyrstu könnunum eftir kosningar verið með 8-10% fylgis. Kvennalistinn heldur þeim styrk sem hann hefur sýnt í könn- unum undanfarið, Framsóknar- menn heldur daufari, Borgarar ögn hressari, kratar svipaðir og í fyrri könnunum en talsvert undir kosningatölum. Sjálfstæðisflokk- urinn fer illa útúr könnuninni, fær þar verstu útreið frá því í vor og í fyrsta sinn minna en í kosn- ingunum. Könnunartölur flokkanna eru þessar (kjörfylgi í svigum): Al- þýðuflokkur 12,9 (15,2), Fram- sóknarflokkur 19,6 (18,9), Sjálf- stæðisflokkur 26,9 (27,2), Al- þýðubandalag 12,3 (13,3), Borg- araflokkur 7,3 (10,9), Kvenna- listi 15,6 (10,1), Þjóðarflokkur 2,0 (1,3), Flokkur mannsins 1,2 (1,6), Stefán Valgeirsson 0,6 (1,2), aðrir 1,6. -m -grh. Landsbankinn Bókun Lúðvíks í bankaráði Samkvæmt lögum um við- skiptabanka er það verkefni bankaráðs að ráða bankastjóra. Nú hefur komið í ljós að núver- andi ríkisstjórnarflokkar hafa samið um að skipta með sér bankastjórastörfum í ríkisvið- skiptabönkum og beinlínis ákveð- ið hvaða menn skuli ráðnir í störfin. Þessi ólöglegu og ósæmilegu afskipti af ráðningu bankastjóra Landsbankans hafa þegar leitt til þess að annar af tveimur fulltrú- um Sjálfstæðisflokksins í banka- ráði Landsbankans hefur sagt sig úr bankaráðinu. Auk þess hefur annar þeirra tveggja manna sem tillögur höfðu komið fram um að ráða sem bankastjóra talið sig knúinn til að draga sig í hlé og gefa ekki kost á sér. Þannig hafa öll eðlileg störf bankaráðs við ráðningu banka- stjóra verið hindruð með ofríki ríkisstjórnar. Ég mótmæli þessum vinnu- brögðum með því að neita að taka þátt í þeirri formafgreiðslu sem hér fer fram. Föstudagur 15. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.