Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Nýr Flokksbankastióri
í gær var ráðinn nýr bankastjóri að Lands-
bankanum, og er ráð fyrir því gert að Sjálfstæð-
isþingmaðurinn Sverrir Hermannsson taki við
stöðunni í vor af Jónasi Haralz, einum af helstu
hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins.
Það hefur ekki enn komið í Ijós hvort
samkomulagið sem gert var um þetta í stjórn-
armyndunarviðræðunum síðasta sumar var
skriflegt eða munnlegt, en hitt þykir fullvíst að
eftir muni fylgja bankastjórastaða fyrir fyrrver-
andi formann Alþýðuflokksins og önnur fyrir
helsta oddvita SÍS og Framsóknar.
Samkomulag stjórnarflokkanna um bank-
astjórana þrjá er svo heilsteypt og innilegt að til
að koma fyrsta áfanga í framkvæmd þurfti að
stugga burt úr bankaráðinu óþægum íhalds-
manni, Árna Vilhjálmssyni, sem í bernskri ein-
feldni hafði bitið sig fastan í þæryfirborðsreglur
sem kveða á um að bankaráð ríkisbankanna
eigi sjálf að annast yfirstjórn bankanna.
Einsog Þorsteinn Pálsson hefur gefið til
kynna í fjölmiðlum síðustu vikur er arftaki Jón-
asar Haralz ekki nema að forminu til málefni
bankaráðs Landsbankans. Það mál stóð aldrei
til að afgreiða annarstaðar en í höfuðstöðvum
Sjálfstæðisflokksins, og formaðurinn hefur
raunar lýst óánægju sinni með að bankaráðið
skuli vera að taka málið fyrir án þess að biðja
um leyfi í Valhöll, - í skrifstofuáætlun Þorsteins
var nefnilega búið að gera ráð fyrir þessu sem
vorverki.
Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins er síðan
að því spurður hvort honum þyki ekkert athuga-
vert við afskipti sín af málefnum bankaráðsins
svarar hann því til að svona gangi þetta nú einu
sinni fyrir sig. Reyndar séflokkurinn á móti ríkis-
bönkum og þarmeð á móti því að svona gangi
þetta fyrir sig.
Þarmeð er formaður Sjálfstæðisflokksins í
sumsé að lýsa yfir að eigin vinnubrögð í banka-
stjóramálinu séu í andstöðu við flokksstefnuna,
sem er auðvitað athyglisverð yfirlýsing.
Raunverulegt inntak flokksstefnunnar kemur
þó skýrast í Ijós í þeim banka sem nú er bæði
ríkisbanki og ekki ríkisbanki. Flokkurinn er ekki
á móti því að flokkar ráði bönkum, - í bankaráð
Útvegsbankans valdi viðskiptaráðherra Sjálf-
stæðisflokksins á sínum tíma nær eingöngu
flokksbræður sína.
Það sem Sjálfstæðisflokkurinn er í raun á
móti er að bankavaldið sé í höndum annarra en
Sjálfstæðismanna, að fjármagni sé stýrt öðru-
vísi en eftir þröngum hagsmunum flokksmanna
í stjórnmálum og viðskiptum.
Áðrir en trénuðustu talsmenn markaðshyggj-
unnar eru þeirrar skoðunar að stærstu bankar
landsins eigi að vera á valdi þjóðarinnar sem
ríkisbankar. Það má deila hart um stjórnun
þeirra og sjálfstæði en um það er lítill pólitískur
ágreiningur að það gangi gegn almannahags-
munum að áhrifastofnun á borð við Landsbank-
ann sé í einkaeign.
Það er hinsvegar einber yfirhilming hjá Þor-
steini Pálssyni og Sjálfstæðisflokknum að ríkis-
bankar þurfi að vera flokksbankar og ekki þjóð-
bankar. Að opinbert eignarhald á bönkum og
önnur opinber umsýsla, til dæmis í dómskerfi
eða utanríkisþjónustu, jafngildi því að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eigi
þar stöður og stóla, - sem kratar fá stundum að
láni þegar pólitískt veðurfar þröngvar til.
Bankastjóraskiptin í Landsbankanum hafa
enn einu sinni sýnt almenningi frammá flokks-
ræðið og klíkuskapinn í stjórnkerfinu. Þau hafa
enn einu sinni afhjúpað Sjálfstæðisflokkinn
sem hagsmunasamtök kolkrabbanna í samfé-
laginu.
En þótt Þorsteinn Pálsson hafi að mestu einn
þurft að birtast í fjölmiðlum sem fulltrúi guðfeðr-
anna má ekki gleyma því að með honum bera
pólitíska ábyrgð þeir Steingrímur Hermannsson
og Jón Baldvin Hannibalsson. Þeir þrír sömdu
um hrossakaupin.
Ömurlegast allra er þó hlutskipti bankastjór-
ans nýja, Sverris Hermannssonar, manns sem
um ýmislegt hefur átt sér merkan
stjórnmálaferil. í skiptum fyrir bankastjórastöð-
una í vor hefur Sverrir nefnilega látið málfrelsi
sitt á alþingi nú í vetur. Maðurinn sem í sumar
tilkynnti þjóðinni að hann mundi skera upp her-
ör í þágu byggðastefnunnar hefur látið sér lynda
múlinn til að geta sest í hægan sess í valdakerf-
inu. Þingmaðurinn yfirgefur kjósendur sína og
umbjóðendur til að verða einn af mönnum Sjálf-
stæðisflokksins í rótspilltu peningakerfi. Sverrir
Hermannsson lætur virðingu sína af höndum til
að geta orðið bankastjóri Flokksins.
-m
KUPPTOG SKORK)
Þingmenn fóru
að hugsa
Nú eru ráöherrarnir búnir að
sætta sig við að frumvarp þeirra
um breytta verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga verði ekki að
lögum fyrr en eftir þinghlé sem
hefjast á nú í vikulokin. t>ó er
þetta eitt af þeim frumvörpum
sem til stóð að afgreiða fyrir jóla-
frí.
Orsökin að þessum vandræða-
gangi er auðsæ. Frumvarpið er
svo illa unnið að jafnvel hörðustu
stjórnarþingmönnum óar við að
samþykkja það óbreytt. Fyrst
það flaut ekki í gegn í aðventu-
slagnum mikla, þegar hamagang-
urinn var sem mestur á þinginu,
hafa þingmenn fengið tækifæri til
að kynna sér málin og þeir segja
einfaldlega: „Nei,takk! Þetta er
nú einum of mikið af því góða.“
í Tímanum birtist í gær grein
eftir Daníel Ágústínusson. t>ar er
snúist til varnar félagsheimila-
sjóði en hann verður illa úti ef
frumvarpið um breytta verka-
skiptingu verður samþykkt
óbreytt.
Vanhugsuð
vinnubrögð
Daníel bendir á öll þau verk-
efni sem bíða félagsheimilasjóðs
og telur engin rök fyrir því að
horfið sé frá hinum lögfesta
tekjustofni hans - 50% af
skemmtanaskatti. Hann slær
botninn í greinina með því að
segja:
„Það voru slæm tíðindi er það
fréttist að fjármálaráðherra hefði
tekið þá ákvörðun að fella niður
fjárveitingar til íþróttasjóðs ogfé-
lagsheimilasjóðs í fjárlagafrum-
varpinu fyrir 1988. Einnig var
lögð fram frumvarpsómynd um
verkaskiptinga ríkis og sveitarfé-
laga. Þetta er sjáanlega gert í
flaustri af mönnum sem ekkert
þekkja til umrœddra mála eða
jafnvel líta þau hornauga. Vinnu-
brögð þessi eru vanhugsuð og
ekki sœmandi fyrir Alþingi að
leggja blessun sína yfir þau.
Tónlistarskólarnir áttu að sœta
sömu örlögum en var bjargað
fyrirhorn, þvíforystumenn þeirra
sameinuðust af miklum myndar-
brag sem einn maður gegn fyrir-
hugaðri skemmdarstarfsemi og
var þá látið undan. Sama þarfnú
sú stóra fylking að gera sem notið
hefur laganna um íþróttasjóð og
félagsheimili um langt skeið. Má
þar nefna U. M. F. í. og hé-
raðssambönd þeirra, Í.S.Í. og
sérsamböndin, raunar öll félög
innan þeirra samtaka, sveitar-
stjórnir og marga aðra. “
Langtíma-
markmiðum
fórnað fyrir
stundarhagsmuni
„Það eru framtíðarsýnin og
markmiðin sem eiga að ráða, en
ekki gylliboð um uppgjör gamalla
skulda nœstu 4 árin sem nú er
reynt að blekkja með. Slíkt uppg-
jör má aldrei þjóna þeim tilgangi
að sætta menn við niðurfellingu
laga sem mestum og bestum ár-
angri hafa skilað þjóðinni á liðn-
um áratugum. Það yrði mikið
áfall fyrir núverandi ríkisstjórn ef
þannig yrði að málum staðið og
myndi áreiðanlega draga dilk á
eftir sér. Það liggur Ijóst fyrir að
hlutverk íþróttalaganna ogfélags-
heimilanna fyrir íslenska æsku er
mjög mikilvægt nú sem áður. “
Því miður er það svo að athafn-
ir ríkisstjórnarinnar virðast síður
en svo taka mið af langtímamark-
miðum. Þar ber meira á „redd-
ingum“ til að bjarga málum í
horn. Frumvarpið um breytta
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga er dæmigert fyrir slíkar
„reddingar“. Þar er safnað saman
ýmsum óskildum málum sem
eitthvað verður að gera í vegna
þess að í fjárlögum er búið að
samþykkja niðurskurð.
Við afgreiðslu fjárlaganna
gafst ekki tækifæri til að hugsa.
Nú er meira vinnunæði og þá
renna tvær grímur á þingmenn.
Fjármagns-
kostnaður
vegna kreditkorta
Notkun svokallaðra greiðslu-
korta færist stöðugt í vöxt.
Mönnum finnst þægilegt að
ganga ekki með mikið af pening-
um á sér og margir eru fegnir að
geta fengið umtalsverðan
greiðslufrest. Talið er að þeir,
sem fóru seint í jólainnkaupin og
notuðu greiðslukort, þurfi ekki
að standa klárir að greiðslum fyrr
en í febrúar.
í þjóðfélagi, þar sem algengir
raunvextir eru 10-20%, er líklegt
að kaupmenn vilji ekki lána við-
skiptavinum sínum háar fúlgur
vaxtalaust. Þeir eiga eitt ráð til-
tækt, að hækka vöruverðið og fá
með því aukið fé til að standa
undir eigin vaxtakostnaði. En
þetta hærra vöruverð þurfa allir
að greiða, líka þeir sem nota ekki
krítarkort og staðgreiða vöruna.
Neytendasamtökin hafa bent á
þetta óréttlæti og lagt til að kaup-
menn veiti staðgreiðsluafslátt
þeim sem ekki nota kort.
Greiðslukortafyrirtækin eru lítt
hrifin af þessum hugmyndum.
í Neytendablaðinu, málgagni
Neytendasamtakanna er fjallað
um þessi mál. Þar er rifjað upp að
í byrjun októbermánaðar birti
Verðlagsstofnun niðurstöður
könnunar á verðlagi í matvöru-
verslunum á Vesturlandi. Verð-
lagið var lægst í verslun Einars
Ólafssonar á Akranesi og er þetta
haft eftir verslunareigandanum:
„Meginástæðuna tel ég vera þá
að við höfum aldrei selt út á
greiðslukort. Viðþurfumþvíekki
að gera ráð fyrir þeim kostnaði
sem af þeim hlýst, sem að mínu
mati er ótrúlega mikill, bæði í inn-
heimtuþóknun til kortafyrirtœkj-
anna og auknum vaxtakostnaði.
Raunar er ég hissa á hvað lítið
hefur verið gert úr áhrifum kort-
anna á almennt vöruverð. “
Hver á að
borga brúsann?
Blaðið sýnir fram á að andmæli
greiðslukortafyrirtækjanna við
þessu eru heldur haldlítil en bætir
svo við:
„Kostnaður af notkun
greiðslukorta er staðreynd.
Spurningin er því sú, hver á að
greiða hann. Sjónarmið NS
(Neytendasamtakanna) er það að
óeðlilegt sé að þeir, sem ekki nota
kort, þurfi að greiða þennan
kostnað íformi hærra vöruverðs.
Engin trygging er fyrir því að
vöruverð lækki þó korthafar taki
kostnaðinn á sig. Þess vegna telja
Neytendasamtökin vœnlegra að
það verði gert að almennri reglu
að þeir sem greiða með peningum
fái staðgreiðsluafslátt. “ ÓP
þJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rlt8tjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir) MagnúsH.
Gíslason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ.
Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrlf stof ustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir.
Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbreiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
■Verðílausasölu:55kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Áskriftarverð á mónuðl: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. janúar 1988