Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 7
ísrael
Palestínumönnum
vísað úr landi
Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna mótmœlir en
ríkisstjórnin svarar með því að handtaka 10 leiðtoga
Palestínumanna, þar afó blaðamenn
Fjórir Palcstínumenn, sem ás-
akaðir voru fyrir að eiga uppt-
ök að átökunum sem staðið hafa í.
á annan mánuð á hinum herteknu
svæðum ísraels, voru fluttir til
Suður-Líbanon síðastliðinn mið-
vikudag með ísraeiskum herþyrl-
um og skiidir eftir í Beka-dainum,
þar sem þeir voru teknir upp af
palestínskri sjúkrabifreið sem
færði þá í hendur sýrienskra yfir-
manna í suðaustur Líbanon. Sýr-
lendingarnir fólu fjórmenning-
ana þá í vörslu líbanska hersins
sem ók þeim aftur tii landamæra
yfirráðasvæðis ísraelsmanna í
Suður-Líbanon. Þar tóku rót-
tækir skæruliðahópar Palestínu-
manna, sem njóta stuðnings Sýr-
iendinga, við mönnunum, sem
sögðu að þeim hefði verið hótað
aftöku ef þeir reyndu að snúa aft-
ur til ísraeis eða herteknu svæð-
anna.
Enn bíða 5 aðrir Palestínu-
menn þess að verða reknir úr
landi með sama hætti.
Marrack Goulding, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna hélt þegar í stað á fund
Simonar Peresar utanríkisráð-
herra, þegar hann frétti af
nauðungarflutningunum, til þess
að færa honum mótmæli sín og
De Cuellar framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna.
Nauðungarflutningarnir hafa
verið fordæmdir um víða veröld
sem brot á alþjóðalögum og sam-
þykktum, og þær fréttir bárust frá
höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í gær að verið væri að undir-
búa ályktun Öryggisráðsins um
málið, þar sem fsraelsstjórn væri
hvött til þess að taka aftur við
mönnunum og skila þeim til síns
heima.
Á meðan þetta gerðist hélt
harðstjórnin áfram í ísrael og á
herteknu svæðunum. Meðal ann-
ars voru 10 leiðtogar Palestínu-
manna handteknir fyrirvaralaust,
þar á meðal blaðamaðurinn
Hanna Siniora, sem átti frum-
kvæði að því að hvetja Palestínu-
menn til þess að taka upp borg-
aralega óhlýðni með því að hætta
að borga skatta til Ísraelsríkis og
hætta að kaupa vissar ísraelskar
vörur.
Hanna er meðal þekktari leið-
toga Palestínumanna úr röðum
þeirra hófsamari, sem hafa boð-
að friðsamlega sambúð við ísra-
el. Hann var á sínum tíma sam-
þykktur af báðum aðilum sem
fulltrúi Palestínumanna í hugsan-
legar samningaviðræður við ísra-
el, sem aldrei varð af.
Hanna var látinn laus aftur í
gær, og sagðist hafa verið í
strangri yfirheyrslu um fortíð sína
og meintan leynilegan ólöglegan
tund sem fyrirhugaður hefði ver-
ið á fimmtudag. Hanna sagði að
þessi „ólöglegi“ fundur hefði
ekki verið leynilegur því hann
hefði átt stefnumót við Marrack
Goulding, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, sem ekki varð af vegna
handtökunnar, og hefði það
greinilega verið tilgangur hand-
tökunnar að koma í veg fyrir
þennan fund.
Meðal annarra leiðtoga Palest-
ínumanna sem teknir voru fyrir-
varalaust fastir í gær og fyrradag
voru formaður lögmannasam-
taka Gaza-svæðisins, yfirmaður
Rauða hálfmánans á Gaza-
svæðinu og formaður læknasam-
takanna á Gaza-svæðinu.
Um leið berast stöðugt fleiri
fréttir af árásum ísraelskra her-
manna á blaðamenn, sem hafa
hvað eftir annað tekið myndavél-
Á hernámssvæðinu á vesturbakka Jórdan-ár hefur ísraelska hernum margoft
verið beitt gegn mótmælaaðgerðum Palestínumanna.
ar af ljósmyndurum og lokað af
svæðum fyrirvaralaust „af örygg-
isástæðum". Segja blaðamenn að
ástandið líkist æ meir því sem rík-
ir Suður-Afríku, þar sem opin-
bert bann yfirvalda liggur við því
að segja frá óeirðum.
Fangelsanir leiðtoganna 10 í
gær virðast vera ný örvæntingar-
full tilraun Israelsstjómar til þess
að berja Palestínumenn til
hlýðni.
I viðtali við ísraelska sjónvarp-
ið sagði Yitzhak Rabin, varnar-
málaráðherra ísraels, að stjórn
hans liti á nauðungarflutningana
sem lögmæta leið til þess að
endurreisa lög og reglu á hern-
umdu svæðunum. „Þessir menn
sem við fluttum nauðungarflutn-
ingum voru þeir verstu,“ sagði
hann. „Þeir munu aldrei samþyk-
kja að láta af ofbeldi og hryðju-
verkum og setjast að sáttaborði."
Aðspurður um framtíðarhorf-
urnar sagði Rabin: „Þetta kann
að taka viku í viðbót, eða tvær,
mánuð eða hálfan annan, og við
munum beita nauðsynlegum her-
styrk á meðan þess þarf.“
Bæði í gær og í fyrradag
geisuðu götuóeirðir á vestur-
bakkanum og Gaza-svæðinu eins
og undanfamar 5 vikur, og virðist
ekkert lát á baráttuþreki Palest-
ínumannanna. -óig./Reuter
Föstudagur 15. Janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7