Þjóðviljinn - 17.01.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Side 3
Tilgangur Tímans fundinn! í Bílablaðinu sem út kom á dögunum er að finna nokkur einföld en góð „bílráð" (sbr. húsráð) við ýmsum smá- vandamálum sem fylgja því að eiga bíl. Þannig er leyst það vandamál sem fita á framrúðu veldur í bleytu og út- sýni skerðist; ef rúðan er nudduð með dagblaði sér prentsvertan til þess að fitan hverfur. Einsog góðum rannsóknar- blaðamönnum sæmir gerðu þeir Bílablaðsmenn ítarlega rannsókn á mismunandi gæðum dagblaðanna í þessu tilliti. Fer skýrsla þeirra hér á eftir: „ Við tókum eftir því þegar verið var að prófa þetta þjóð- ráð með aðná fitu af framrúðu með dagblaði að forsíða Tím- ans með feitum fyrirsögnum var virkust. Það fór ekkert á milli mála að Tíminn er best allra dagblaðanna til þessara nota enda tókum við jafnframt eftir því að hendur manns verða svartari aflestri Tímans en t.d. Morgunblaðsins sem er ekki hálfdrættingur I þessu efni. Eflaust er hér um ein- hverja einfalda skýringu að ræða, blaut prentsverta eða prentsverta sem þornar hæg- ar virðist vera ákjósanleg til að ná fitunni af framrúðunni. Okkar ráð er því einfaldlega: Kaupum Tímann, - öryggis- ins vegna." Og þá er loksins kominn al- mennilegur tilgangur fyrir út- komu Tímans! Skyldi Hriflu- Jónas hafa grunað þetta? ■ Stóra barnabókin endurútgefin Frjálst framtak hf. hefur endurútgefið Stóru barnabókina en hún kom út fyrir nokkrum árum, seldist þá upp á skömmum tíma. Stóra barnabókin hefur að geyma sígilt íslenskt úrvalsefni, fyrir börn. Þar eru m.a. gamal- kunnug ævintýri og sögur, ljóð og vísur, gátur, þrautir og leikir. Þá er einnig efni um föndur í bók- inni. Jóhanna Torsteinsson fóstra valdi efnið og bókin er mynd- skreytt af Hauki Halldórssyni myndlistarmanni. Sókn og Framsókn Félagsvist! Sókn og Framsókn halda spilakvöld nk. miðvikudag kl. 20.30 að Skipholti 50a, hið fyrsta af fimm sem áformað er að verði næstu miðvikudagskvöld. Spiluð verður félagsvist og eru góðir vinningar í boði; besti spil- arinn úr samanlögðum umferð- unum fær að launum ferð á kvennaþing sem haldið verður í Osló í sumar. Þá eru og veitt verðlaun sigurvegara hvers spil- akvölds. „Á degi einsog þessum," kvað skáldið í heita pottinum og hélt ótrautt áfram: „eftir ferðalag um borgina ífylgd silunga með hreistur úr mjólk..." „Hvert sem hún fer“ - segir síðar í Ijóðinu - „hættir fólk að vinna/afklæðist...“ Hvad for noget? spurði einn fáklæddur sem óforvarendis var orðinn Ijóðaneytandi. „Flisaleggur hús með geitungum," kvað skáldið uppúr og áheyrendur fögnuðu. (Myndir: E.ÓI.) ..sveiflast ég með loftvoginni inn um dyr og glugga sólblómsins." Áheyrendur í heita pottinum hlýða andaktugir á, þar á meðal fáeinir Skandínavar sem létu sér íslenskan súrrealisma vel líka.____________________________________ I fylgd silunga með hreistur úr mjólk Skáldið Sjón kemur úr kafinu og flytur kvœði í heita pottinum Heitirpottarsundlauganna þykja misandríkir staðir; ýmist gróðrarstía slúðurs ellegar viskubrunnur þar sem eilífð- armálin eru brotin til mergjar. Nú í vikunni voru tekin af öll tvímæli um menningarlegt gildi þeirra þegar skáldið Sjón las Ijóð í potti Vesturbæjar- laugarinnarfyrirframan suð- andi kvikmyndatökuvéiar Ríkissjónvarpsins. Tökurnar voru fyrir Besta vin ljóðsins; þátt sem bráðlega verð- ur á dagskrá. í fyrravetur voru gerðir tveir slíkir þættir og lásu skáldin ljóð sín við hinar aðskilj- anlegustu kringumstæður: í kap- ellu, niðrí fjöru, í undirgöngum og uppá svölum, svo dæmi séu tekin. Skáldið Sjón brá sér einnig í djúpu laugina og þegar hann kom úr kafinu hafði hann hendingar á hraðbergi. Samkvæmt upplýsing- um Jóns Egils Bergþórssonar upptökustjóra munu áhorfendur kynnast Sjón víðar en í heita pott- inum; til að mynda verða færðar sönnur á gildi ljóðalesturs við uppþvott... -hj Sunnudagur 17. janúar 1988 PJÓÐVILJINN - SÍÐA Akureyri Jón Axel og Sverrir í Gluggan- um fgær, laugardaginnvaropnuð í Glugganum Glerárgötu 34, sýn- ingu á málverkum og höggmynd- um þeirra Jóns Axels Björns- sonar og Sverris Ólafssonar. Jón Axel Björnsson erfæddur 1956 og útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1979. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann í Ásmundarsal 1982. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýning- um og haldið sex einkasýningar, síðast á Kjarvalsstöðum 1987. Sverrir Ólafsson sýnir högg- myndir úr málmi og tré. Hann er fæddur 1948, lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann 1969. Eftir það nam hann í Bret- landi um þriggja ára skeið og hef- ur síðan farið reglulegar náms- ferðir til Bandaríkjanna og Evr- ópu. Sverrir hefur sýnt margsinn- is hér heima og erlendis og eru verk eftir hann í eigu margra op- inberra safna sem og einkasafna. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 24. janúar. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14-18 en lokað er á mánudögum. AB hljóðsnældur: Afasögur Afburðaþjónusta Slakaðu á Almenna bókafélagið hefur hafið hljóðsnælduútgáfu. Meðal útgáfuverka er að finna barna- efni, viðskiptaefni, sjálfshjálp og sígilt bókmenntaefni. Sögumenn hljóðsnældunnar Afasögur eru allir afar sem segja barnabörnum sínum sögu. Þeir eru Eiríkur Hreinn Finnbogason, Gunnlaugur Þórðarson, Ölafur Skúlason, Róbert Arnfinnsson, Valur Arnþórsson og Þórarinn Guðnason. Á snældunni Slakaðu á fer dr. Eiríkur Örn Arnarson sálfræð- ingur með slökunaræfingar sem hann hefur kennt um árabil. Með fylgja leiðbeiningar og fjögurra vikna slökunardagbók. Afburðaþjónusta er nafn á hljóðsnældu um viðskipti. Á henni fjallar Bjami Sigtryggsson viðskiptafræðingur um afburða- þjónustu. Efnið á erindi til þeirra sem áhuga hafa á viðskiptum og ekki síst til þeirra sem stunda stjórnunarstörf í þjónustufyrir- tækjum. Á næstunni er Njála væntanleg á tíu hljóðsnældum í upplestri Einars Ol. Sveinssonar. Upptökur á Afasögum, Af- burðaþjónustu og Slakaðu á fóm fram í hljóðveri Blindrafélags ís- lands. Upptökumaður var Gísli Helgason.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.