Þjóðviljinn - 17.01.1988, Page 20

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Page 20
Feilnóta slegin lönaðarbankinn hefur kunngert landslýð að bankinn sé með á nótunum. Svo reyndist þó ekki þegar Stöð 2 var að fæðast. Aðstandendur stöðvarinnar leituðu til Iðnað- arbankans, sem hefur stært sig af því að vera tilbúinn að taka áhættu, vitandi það að ekkert gerist nema teflt sé á eitthvert vað. Stöðvarmenn gengu þó bónleiöir til búðar því bankastjórum Iðnaðar- bankans leist ekki meir en svo á þær skýjaborgir sem hin nýju sjónvarpsstirni máluðu upp. Það er sök sér að taka áhættu en loftkastalar þeir sem byggðir voru hinumegin við bankastjóraborðið virtust á sandi reistir að mati bank- astjóranna. Núna naga bank- astjórarnir hinsvegar handar- bökin. Stöð 2 leitaði til versl- unarbankans og menn þar á bæ slógu til. Eftirleikinn þekkj- um við. Stöðinni tókst að festa sig í sessi og segja kunnugir að veltan sé um hálfur miljarð- ur og munar um minna í litlum bönkumH Á jötuna Þá er röðin komin að ungu græningjunum. Nú skal þeim hleypt á jötuna í utanríkisráð- uneytinu, en undanfarið hafa eingöngu Heimdellingarfeng- ið náð fyrir augum yfirmanna ráðuneytisins. Einn af þeim ungu framsóknarmönnum sem er á leið í utanríkisþjón- ustuna er þingfréttaritari Tím- ans, Þórður Ægir Óskars- son. Þórður Ægir er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur sótt stíft und- anfarin fimm ár að komast í hirðina en ætíð fengið nei. Húðliturinn var ekki réttur. Nú þykir hinsvegar ekki par fínt lengur að vera helblár, grænt skal litaraft þeirra sem beitt er á jötuna vera. Það er því á fleiri vígstöðvum en í bönku- num sem mikilvægt er að passa upp á húðlitinnB Stél með plaststút Maður einn hér í bæ ákvað að hressa upp á skammdegið með þvi að skreppa á kín- verskan matsölustað. Eftir að hafa borðað íslenskt vega- lamb glóðarsteikt að mong- ólskum hætti með súrsætri sósu fékk hann sér hanastél að kínverskum sið, sam- kvæmt matseðli hússins. Drukkurinn var skreyttur með rjóma og ofan í rjómanum sá gesturinn eitthvað stjörnulaga mara í hálfu kafi. Hann dreypti á drukknum og fannst þetta stjörnulaga heldur hart við- komu. Fiskaði það upp með kokteilpinnanum og kom þá í Ijós plaststútur framan af ijómasprautu. Kúnninn var fljótur að skella hanastélinu rétta leið niður meltingarveg- inn og kvartaði síðan undan aukahlutnum og fékk vita- skuld nýtt stél án plaststútsB Veikt Reykjavíkur- skákmót? Þann 23. febrúar n.k. verður 13. Reykjavíkurskákmótið sett með pompi og pragt. Lengst af hefur Reykjavíkur- mótið verið eini stórviðburður- inn í skákinni hérlendis, en síðustu árin hafa verið haldin fjölmörg önnur alþjóðleg mót. Hætt er við að Reykjavíkur- mótið nú verði svipað og und- anfarin ár. Þar veldur mestu að vestur í Kanada er nú að byrja mikil skákhátíð, þar sem hæst ber áskorendaeinvígin sjö. Samhliða verða haldin feiknasterk skákmót sem er viðbúið að helstu jöfrar svörtu og hvítu reitanna kjósi frekar en 13. Reykjavíkurskákmótið. Engu að síður hafa nokkrir þokkalega sterkir skákmeist- arar boðað komu sína. Sterk- astur þeirra samkvæmt ELO- stiganum er Sovétmaðurinn Mikail Gurevic sem er ellefti hæsti. Gamla brýnið Robert Byrne hefur boðað komu sína, en hann hefur lengi verið framarlega í röð bandarískra stórmeistara. Hann hefur teflt áður á Reykjavíkurskákmóti, og er helst minnisstæðast þegar Karl Þorsteins þá 0JÓÐVIUINH barnungur mátaði hann eftir glæsilega fléttu. Frá Banda- ríkjunum koma líka minni spá- menn eins og Kogan og Salzman, sem báðir eru al- þjóðlegir meistarar. Sovét- menn senda að öllum líkind- um tvo stórmeistara auk Gur- evic, þá Dolmatov sem er gamall í hettunni og Kuzmin sem hefurteflt hérlendis áður. íslenskir skákmenn geta einnig fagnað komu norska snillingsins Agdesteins enda fá þeir kærkomið tækifæri til að losa hann við viðurnefnið sem hann hefur fengið: ís- lendingabaninn. Þá er ekki minnst um vert að sá þrautreyndi baráttujaxl Walter Browne mætir á svæðið, en hann sigraði ein- mitt á Reykjavíkurmótinu árið 1980. Áhorfendur minnast hans enn fyrir dásamlegar kúnstir við skákborðið þegar hann lenti í tímahraki; grettum, geiflum, fettum og brettum...H Koma undra- systurnar? Enn er ekki að fullu Ijóst hverj- ir taka þátt í Reykjavíkurskák- mótinu, en meðal þeirra sem hafa verið orðuð við það, eru hinar frægu Polgar-systur frá Ungverjalandi. Þær Zusuzsa, Judit og Sofia eru á aldrinum 11 til 18 ára en engu að síður allar á lista yfir þrjátíu sterkustu skákkonur heims, Zsuzsua raunar komin í þriðja sætið samkvæmt nýútkomnum lista Alþjóðaskáksambandsins. Það mun nokkrum vafa undirorpið hvort Polgar-fjöl- skyldan leggur í förina til ís- lands, en foreldrar stúlknanna ferðast jafnan með þeim. For- ystumenn Skáksambandsins munu nú freista þess að fá aðstoð til þess að geta boöið Polgurum - og þeir sem hafa áhuga á að hýsa hinar teflandi systur geta snúiö sér til skrif- stofu SkáksambandsinslB JÓNVARPS 1 1988 Stórskemmtilegur leikur á Stöð 2 SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖÐ 2 — ALLTAF Á MÁNUDÖGUM KL. 20.30 í ÓTRUFLAÐRI DAGSKRÁ GLÆSILEGIR VINEINGAR í HVERRIVIKU Nú á nýju ári gangast Styrktarfélag Vogs og Stöð 2 fyrir skemmtilegum fjölskylduleik í beinni útsendingu á Stöð 2. Á hverju mánudagskvöldi kl. 20.30 spilum við 2 umferðir af SJÓNVARPSBINGÓ. Aðalvinningur í hverri viku verður glæsileg bifreið frá VELTI, Volvo 740 GL að verðmæti 1.100.000.- krónur. Aukavinningar eru 10 talsins. 10 hljómflutningstæki frá HLJÓMBÆ að verðmæti kr. 50.000,- af tegurtdinni xzf. 6 SFJOLDA 350 KB HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA Á HVERJU MÁNUDAGSKVÖLDI VERÐUR ÞVÍ 1.600.000,00. 1. UMFERÐ: Spiluó verður ein lárétt Ifna um 10 aukavinninga. 2. UMFERÐ: Spilaðar verða þrjár láréttar llnur (eitt spjald) um bllinn. Upplag blngóspjalda 20.000. Vlnninga skal vitja innan mánaðar. Tölvumyndir SKIPHOLTI 50C ii/7 STYRKTARFÉ LAG SlMAR: 673560 og 673561 BINGÓSPJÖLDIN VERÐASELD í SÖLUTURNUM VÍÐSVEGAR UM LAND UPPLÝSINGAR I SlMUM 673560 og 673561

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.