Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 15
Að svara eða svara ekki... Úrslitjólagetraunar Heygarðshornsins í vikunni sem leið var dregið úr réttum lausnum íjólapopp- getraun Þjóðviljans. Getraun- in virðist hafa orðið mörgum erfið raun, því næsta fáir voru með öll fimmtán svörin rétt. En nokkrir voru það nú samt. Fleiri reyndust með allt rétt í einstökum liðum getraunar- innar, og gátu þannig unniðtil verðlaunafyrirþað. Eftirtaldir fengu plötuverðlaun fyrir hina ýmsu flokka getraunarinnar, og er mér það bæði Ijúft og skylt að geta þess að sumir þeirra höfðu reyndar öll svörin áhreinu....: Fyrir íslensku spurningarnar: Orri Harðarson Vogabraut 12, Akranesi. Fyrir myndaspurning- arnar: Sigurdór Guðmundsson Borgarvík 2, Borgarnesi. Fyrir erlendu spurningarnar: Indriði H. Indriðason, Nökkvavogi 60, Reykjavík. Þessir þrír aðilar fengu allir fimm plötur hver. Auk þeirra fékk Davíð Frank, Grettis- götu 64, fimm plötur sem viður- kenningu fyrir besta svar við aukaspurningu. Það var vísu- botninn, sem réði úrslitum þar. Fyrriparturinn hljóðaði svo: Það er ekki undarlegt, ekki mikið skrýtið, en eftir að Davíð hafði lokið sér af leit vísan svona út: Heímir Pétursson tekur við geislaspilaranum góða... Það er ekki undarlegt, ekki mikið skrýtið, en þó pínulítið sérkennilegt í aðra röndina. Svo mælti skáldið og fær tónlist að launum. En þá er komið að aðalverðlaununum, geislaspilar- anum góða. Hann féll í hendur Heimi Péturssyni, til heimilis að Hringbraut 84 í Reykjavík. Það þarf vart að taka það fram, að hann var með öll fimmtán svörin rétt. Fyrir þá sem ekki voru eins vel að sér í poppinu mun ég nú birta lausnina.... Myndaspurningar Á myndunum fimm birtust þau Jarboe, söngkona hljómsveitar- innar Swans, sem spilaði hér á landi í vetur. Bleiku Bastarnir voru þarna og Gaui líka, Ingi- mundur spilaði á bassa og svo var verið að veita (aðallega) Bubba gullplötu fyrir Dögun, og platínu fyrir Frelsi til sölu. íslenskar spurningar Önnur skífa Sykurmolanna á Bretlandsmarkaði heitir Cold Sweat, Johnny Triumph er öllu þekktari sem Sjón, fyrsta breið- skífa S.H. Draums nefnist Goð, uppistaðan í stórsveitinni mamma var rússi spilaði áður í Fræbblunum og Q4U, og með Bjartmari á plötu hans sungu þeir Eiríkur Fjalar (Laddi) og Jakob Magnússon, en Mezzofortingar sáu um undirleik. Erlendar spurningar Robbie Robertson starfaði áður í hljómsveitinni The Band, Status Quo fengu menn upp á móti sér með því að halda tón- leika í S-Afríku, nánar tiltekið í SunCity, Jeff Lynne, aðalmaður- inn í E.L.O. var potturinn og pannan í upptökum á nýjustu plötu George Harrisons, sonur Franks Zappa heitir Dweezil og Michael Jackson hóf tónleikaferð sína um heiminn í landi hinnar rísandi sólar: Japan. Það er nefnilega það, og ekki annað eftir en að óska vinnings- höfum til hamingj u og þakka Jap- is fyrir sitt tillegg og útgáfufyrir- tækjunum Steinum, Skífunni og Gramminu fyrir sitt... Johnny Triumph í ham. Punklar af plasti Johnny Triumph: Stálnótt Þrátt fyrir nafnið er Johnny þessi hinn íslenskasti að allri gerð. Eins og lesendur sjálfsagt vita er þarna á ferðinni umbi Syk- urmolanna, en nokkuð er síðan hann fór að síga á stokk þeim og öðrum til uppörvunar, og flytja lag sitt Luftgitar á tónleikum Molanna. Þótti mönnum svo vel takast til að ekki þótti annað fært en að skera þetta í plast og dreifa á meðal almennings. Reyndar er það umdeilanlegt, hvort hér er um að ræða Sykurmolana með Sjón, afsakið, Johnny Triumph sem gestasöngvara, eða Johnny Triumph með Molana sér til halds og trausts. Þeir sjá um allan undirleik og bæði Björk og Einar eru áberandi sem bakraddir. Ein- ar gerir reyndar meira en að syngja bakraddir, því hann flytur heilmikinn díalóg í upphafi Stáln- ætur, sem er „hitt Iagið“ á plötu- nni, auk þess sem hann öskrar nokkra millikafla í Luftgitar. Allt um það er þetta hinn skemmtilegasti gripur. Fyrirbær- ið, sem Johnny nefnir Luftgitar er líklega flestum á aldrinum 15- 35 ára í fersku minni. Hér er, ef einhver skyldi ekki vita það, fjall- að um þá áráttu unglingspilta(l) að handleika af mikilli fimi ím- yndaðan rafgítar á dansgólfinu. Þessi siður hefur löngum farið í taugar fótfimra stúlkna, en vér karlmenn höfum látið það sem vind um eyru þjóta, og enn þann dag í dag má sjá stráka á dansæf- ingum félagsmiðstöðvanna með aðra hönd á mjöðm og hina útí loftið að apa upp ímynduð tilþrif Van Helens, Santana, Richards eða enn annarra gítarsnillinga. Ósýnilegur gítarinn virðist verja drengina frá þeirri auðmýkingu, sem óneitanlega felst í því að dansa eins og fífl, jafnframt því að það bjargar honum frá því að hafa of náin samskipti við döm- una, sem hann er skítfeiminn við. Þeir sem lengst hafa náð í þessari list eru svo færir orðnir, að við- staddir þykjast sjá heilu Strato- casterhjarðirnar í lúkunum á þeim. Er þetta að sönnu verðugt yrkisefni og tími til kominn að gera þessu jafn góð skil og hér er gert. Vonast ég til að hinni manngerðinni verði gerð jafn góð skil innan tíðar, þ.e. þeim sem í stað gítarins góða hafa alveg jafn ósýnilega trommukjuða í hönd- um. Mætti eflaust ráða margt af þessu um framtíð viðkomandi unglings. Luftgitar er í tveimur útgáfum á plötu þessari, einni styttri og annarri lengri, og mun- ar þar mestu um innskot Einars. „Hitt lagið“, Stálnótt, er mjög í þeim anda, sem við er að búast frá Johnny, eftir það uppeldi sem hann hefur fengið hjá guðföður sínum Sjón. Súrrealískur textinn (afsakið klisjuna) er lesinn món- ótónískri röddu við undarlegt undirspil, en á undan fer hálfgeð- veikislegur inngangur Einars Arnar. Það eina, sem mér finnst vert að minnast á varðandi þessa plötu, sem ekki er henni til hróss, og kannske ekki til hnjóðs held- ur, er „söngstíll" Johnnys í Luftgitar. Minnir hann mig óþægilega mikið á Einar Örn Á la Purrkur Pillnikk á köflum... Það er Smekkleysa s.m. sem gefur þessa skífu út, eins og plötur Bleiku Bastanna og Sogbleta, og er þetta vissulega ánægjulegt framtak og smekklegt.... Sunnudagur 31. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 £Vf REYKJKIÍKURBORG II Mr Aau&zri Stödwi Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun, barna- deild og heilsugæslu í skólum. Sjúkraliða við heimahjúkrun bæði dagvakt og kvöldvakt. Aðstoðarmann við skólatannlækningar. Bókasafnsfræðing við bókasafn Heilsuvernd- arstöðvarinnar. 50% starf. Sjúkraþjálfara við heimahjúkrun. 100% starf. Meinatækni við Heilsugæslustöð Hlíðasvæð- is, Drápuhlíð 14. 50% starf. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400. REYKJMIÍKURBORG Sfödun Gatnamálastjórinn í Reykjavík auglýsir tii umsóknar nýjar stöður stöðuvarða. í störfum þessum sem hentað geta jafnt kon- um sem körlum felst: 1. Yfirmaður stöðuvarða sem annast dag- lega stjórnun og skipulagningu. 2. Tveir aðstoðarmenn yfirmanns. 3. Stöðuverðir sem annast eftirlit með stöðu- mælum borgarinnar, og umferðarlagabrotum hvað varðar stöðu bifreiða, í samræmi við um- ferðarlög sem taka eiga gildi 1. mars nk. Þeir umsækjendur sem ráðnir verða sækja námskeið hjá lögreglunni í Reykjavík til undirbúnings og þjálfunar í starfinu. Um launakjör fer eftir kjarasamningi St.Rv. og Reykjavíkurborgar. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skila til starfsmannastjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, fyrir 5. febrúar nk., sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þingeyri. 3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Suðurnesja í Keflavík. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Skagaströnd. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 26. janúar 1988 Skelltu hvorki skuld á hálku eða myrkur. Þaö ert ftú sem situr viö stýriö. ÚUMFHROAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.