Þjóðviljinn - 09.02.1988, Side 3
FRÉTTIR
Tangenmálið
Alvarlegt
brotRUV
Siðanefnd Blaðamannafélags-
ins hefur birt úrskurð sinn í kæru
útvarpsstjóra, Markúsar Arnar
Antonssonar á hendur fréttastofu
Ríkisútvarpsins, vegna frétta-
flutnings útvarpsins af sam-
skiptum Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar fyrrverandi forsætisráð-
herra við starfsmann leyniþjón-
ustu Bandaríkjamanna á Islandi.
Heimild fréttastofunnar var
skjal sem norski sagnfræðingur-
inn Dag Tangen sagðist hafa
undir höndum. Tilvist skjalsins
hefur ekki verið sönnuð og telur
siðanefnd að Ríkisútvarpið hafi
brugðist með því að halda áfram
að leggja út af efni skjalsins eins
og það væri fyrir hendi og nefna
ekki strax og vitað var að skjalið
fyndist ekki þrátt fyrir mikla leit.
Úrskurður siðanefndar er sá að
Ríkisútvarpið hafi í fréttatímum
útvarps og þætti dægurmála-
deildar á rás 2 brotið 3. grein
siðareglna um vandaða upplýs-
ingaöflun og tillitssemi í vanda-
sömum málum og að brotið sé
alvarlegt.
Flugstöðin
Rann-
sóknar-
nefnd
Þingályktunartillaga Alþýðu-
bandalagsins um að Alþingi skipi
rannsóknarnefnd skipaða níu ai-
þingismönnum til að gera sér-
staka athugun á því hverjir skuli
sæta sérstaklega ábyrgð á um-
framkostnaði við byggingu flug-
stöðvar á Keflavíkurflugvelii,
kom til fyrstu umræðu í gær.
Það var Steingrímur J. Sigfús-
son sem mælti fyrir tillögunni og
sagði hann að nauðsynlegt væri
að fylgja þessu máli eftir. Hann
sagði að því miður vildi það
brenna við þegar slík mál væru
upplýst að látið væri þar við sitja,
en yrði það tilfellið í þessu máli,
væri það stærra hneyksli en sjálf
byggingin.
Steingrímur sagði að ef sam-
staða gæti orðið um aðra máls-
meðferð en Alþýðubandalagið
legði til, væri hann til viðræðu um
það.
- Sáf.
Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Jónína Ingvadóttir í flugstöðinni í gærmorgun. Jóhanni var innilega fagnað við komuna til landsins. Mynd: Sig.
Skak
Sigurvegara fagnað
~Loks staðfest að Jóhann mætir Karpov í næstu lotu. Óvenjufáir Sovétmenn eftir,
baráttunni um heimsmeistaratignina
Jóhanrti Hjartarsyni stórmeist-
ara var innilega fagnað er hann
sneri heim frá St. John í Kanada í
gærmorgun. Svo skemmtilega vill
til að Jóhann á afmæli þennan
dag, 8. febrúar, og er hann nú
orðinn hálfþrítugur.
Við móttökuathöfn í flugstöð-
inni í gærmorgun flutti Birgir ís-
leifur Gunnarsson menntamála-
ráðherra ávarp fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar. Fjöldi manns fagn-
aði Jóhanni við komuna til lands-
ins.
Campomanes, forseti FIDE,
segir að sömu reglur gildi áfram
til að ákveða hverjir tefli saman í
næstu lotu einvígjanna um
heimsmeistaratitilinn; sá skák-
maður sem flest ELO-stig hefur
teflir við hinn stigalægsta og síðan
koll af kolli. Því mun Jóhanns
bíða hið spennandi og krefjandi
hlutskipti að tefla við Anatolí
Karpov fyrrverandi heimsmeist-
ara.
í einvígjunum að öðru leyti
mun slagurinn standa milli Bret-
anna Speelmans og Shorts; La-
josar Portisch frá Ungverjalandi
og Hollendingsins Timmans; og
Sovétmannsins Jusupovsog Kan-
adamannsins Spraggetts.
Athygli vekur hve fáir Sovét-
menn eru eftir í keppninni; að-
eins þrír á móti sex „Vesturlanda-
búum.“ En á það er að líta að í
þessum „fámenna" hópi Sovét-
manna eru tveir sterkustu skák-
menn heims um árabil: Anatolí
Karpov og heimsmeistarinn,
Garrí Kasparov.
HS
Fiðurbœndur
Stjómarliðar í eggjastríði
GuðmundurG. Þórarinsson snýstgegn landbúnaðarráðherra. Karl
Steinar Guðnason: Brot á samkomulagi við verkalýðshreyfinguna.
Mikil andstaða við verðstýringu á eggjum og kjúklingum
Mjög skiptar skoðanir eru
innan ríkisstjórnarinnar um
verðstýringu á sölu eggja og
kjúklinga og virðist Jón Helgason
eiga fáa formælendur innan ríkis-
stjórnarflokkanna, því meira að
segja Guðmundur G. Þórarins-
son réðst harkalega á þá ráðstöf-
un landbúnaðarráðherra að setja
kvóta á eggja- og kjúklingafram-
leiðslu.
I gær fór fram utandagskrár-
umræða í sameinuðu þingi að
frumkvæði Karls Steinars
Guðnasonar. Sagði hann að
ákvörðun landbúnaðarráðherra
væri brot á samkomulagi sem rík-
isstjórn Steingríms Hermanns-
sonar hefði gert við verkalýðsh-
reyfinguna þegar jólaföstusamn-
ingarnir voru undirritaðir.
Skoraði hann á landbúnaðarráð-
herra að afturkalla reglugerðina.
Jón Helgason hljóp í vörn fyrir
ákvörðun sína og sagði að
samkomulagið við verkalýðs-
Ríkisstjómin á næsta leik
Vinnumálasamband samvinnufélaganna skrifar undir Vestfjarðasamninginn með semingi
Við lítum svo á að ríkisstjórnin
eigi næsta leik. Það er eðli-
legast að það verði komið á hreint
til hvaða cfnahagsaðgerða ríkis-
stjórnin mun grípa áður en
gengið verður frá samningum,
sagði Þorsteinn Ólafsson, stjórn-
arformaður Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna.
Að sögn Þorsteins er borin von
að forsendur samninga standist
nema gerðar verði ráðstafanir til
að treysta rekstrargrundvöll út-
flutningsatvinnuveganna og
komið verði í veg fyrir stóraukin
áform um fjárfestingar á þessu
ári.
Þorsteinn sagði að miðað við
óbreytt ástand væri sama hversu
menn legðu sig fram um að halda
almennum kauphækkunum í
skefjum og gerðu sér far um að
rétta hlut þeirra lægstiaunuðu.
- Reynslan frá gerð síðustu
samninga sýnir okkur ljóslega að
blekið er vart fyrr þornað á slík-
um samningum en forsendur
þeirra eru brostnar. Þetta mun
endurtaka sig ef þenslan heldur
áfram með sama hætti og hefur
verið, sagði Þorsteinn.
í fréttatilkynningu Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna í
tilefni af þvf að sambandið skrif-
aði undir Vestfjarðasamninginn,
segir m.a. aðefnislegar forsendur
séu ekki fyrir hendi hjá
fiskvinnslufyrirtækjum á Vest-
fjörðum til að taka á sig aukinn
launakostnað. „Flest þeirra eiga í
verulegum rekstrarerfiðleikum
og eru í raun við að stöðvast,
nema sérstakar ráðstafanir verði
gerðar.“
Á hinn bóginn telur
Vinnumálasambandið þýðingar-
mikið að Vestfjarðasamningur-
inn verði fyrirmynd annarra
samninga. „Þeir, ásamt nauðsyn-
legum aðgerðum í efna-
hagsmálum til að rétta stöðu út-
flutningsgreinanna, geta skapað
nauðsynlegt jafnvægi í efna-
hagsmálum.“
Vinnumálasambandið telur þó
að slíkt verði unnið fyrir gíg nema
komið verði í veg fyrir áform um
auknar fjárfestingar, s.s. á höf-
uðborgarsvæðinu. Ella muni
verðbólga fara ört vaxandi á ár-
inu, launahlutföll breytast og for-
sendur fastgengisstefnunnar
bresta.
-rk
. hreyfinguna gilti ekki lengur þar
sem samningar hefðu runnið úr
gildi um áramót.
Geir H. Haarde taldi þetta hið
hörmulegasta mál og afturför
fyrir neytendur og Friðrik Sop-
husson sagðist taka undir orð
Geirs. Friðrik sagði einnig að
reglugerðin hefði verið borin
undir ríkisstjórnina og að það
væru deildar meiningar innan
hennar um hana.
Þau Danfríður Skarphéðins-
dóttir, Níels Árni Lund og Stefán
Valgeirsson vöruðu við innflutn-
ingi á eggjum og kjúklingum en
mesta athygli vakti það að Guð-
mundur G. Þórarinsson sagðist
andvígur framleiðslustýringu á
kjúklingum og eggjum. Sagði
hann að með þessu kvótafyrir-
komulagi væri verið að hneppa
þjóðfélagið í viðjar.
Þeir Albert Guðmundsson og
Hreggviður Jónsson bentu á
óeininguna innan ríkisstjórnar-
innar og Steingrímur J. Sigfússon
tók í sama streng. Hann sagði
stjórnun af þessu tagi orka mjög
tvímælis en sagðist einnig andvíg-
ur innflutningi. Pálmi Jónsson
benti mönnum á að breyta bú-
vörulögunum ef þeir væru á móti
þessu.
-Sáf
Þrlðjudagur 9. febrúar 1988 jÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3