Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 2
# Dándimaður vikunnan I rósa- garðinum Upphaf mann- úðarstefnu SKAÐI SKRIFAR Hver sem vinnur í bakaríi er vel aö því kominn aö stungiö sé að honum ókeypis brauðhleif eða kleinupoka af og til. Má þá ekki lögreglumnaður gefa stöku kjaftshögg sér að kostnaðarlitlu? Tímlnn Þvíhversá sem ámig trúirglat- istekki heldur eignisteilíft líf Og Borgaraflokkurinn verður alltaf til þó að þingmönnunum kunni að fækka. Albert Guömundsson í viðtali við Alþýðublaðlð Hvurslags frekja er þetta? En þegar ég rekst á það sem mér finnst vera ferskur tónn sleginn eða frumlega gert Ijóð þá áskil ég mér allan rétt til að hrósa slíku í ritdómi. Bókmanntagagnrýnandl Tímans Ok Jóhönnu er létt Davíð neyddur til að kynna ráðhúsið betur. Fyrlrsögn í Alþýðublaðinu Berjumstgegn ítökum hag- vaxtahyggj- unnar Það er löngu vitað, að þeir sem mæla allt á stokk hagkvæmni og arðs, hafa mestu skömm á öllu helgihaldi og fríum. Fyrirmynd þessara manna er gamli onkel Jóakim, sem ævinlega fyllist vandlætingu um jól vegna þess annars vegar, hvað fólk eyðir miklu og hins vegar vegna allra þessara frídaga. Haraldur Blöndal í Morgunblaðs- grein Brennuvargar kveikjaílista- verkum Greinilegt er að óargadýrin ganga enn laus og iða í skinninu eftir að brenna brýrnar sem liggja þilanna á milli, hvort sem er í rúmi eða tíma. Slökkvilið Parísarborg- ar hefur á hinn bóginn lifibrauð sitt núorðið af slíkum brúarbrenn- um og bætir jafnvel o/íu á. Það virðist hafa gleymst að slökkva. Myndlistardómur í HP Á fertugasta og þriðja degi Uppstigningardagur er heilagur dagur vegna þess að þá steig Kristur upp frá dauðum, sem er ekki síðri og ómerkari dagur í trú- arhaldinu en fæðing og kross- festing á jólum og um páska. Dagfari í DV Hin saklausa skemmlun af lestri dagblaða Ég, Skaði, er orðinn roskinn nokkuð og eiginlega þreyttur á öilum stefnum og straumum, ástríðum, meiningum, skoðunum, viðhorfum og dellum. Ég segi það eins og er. Tíminn vill ei tengja sig við mig, segi ég með skáldinu, og þá á ég ekki barasta við dagblaðið Tímann heldur og allan annan tíma, líka þann sem Einstein stal frá okkur og höfum við ekki borið bratt okkar hala síðan. Það litla sem heldur í mér líftórunni, tengir mig við hrossa- bresti og frethviður líðandi stundar er helst sú iðja að rýna í bókstafi, hvernig þeir raða sér saman í orð og setningar með undarlegum hætti og veit enginn til hvers, nema hvað það er hægt að nota allt saman til að bregða á ábyrgðarlausan leik út um allar heimsins þorpagrundir. Það gladdi til dæmis mitt hjarta hér á dögunum þegar ég sá í Morgunblaðinu fyrirsögn á grein, sem blaðafulltrúi landbúnað- arins hafði skrifað til varnar dýrum kjúklingum og eggjum. Maðurinn sá náttúrlega að það borgaði sig ekki að halda sér alltof fast í svo óhagstæðan málstað og þessvegna byrjaði hann á því að slá andstæðinga fimlega út af laginu með glæsi- legri, áleitinni og frekri fyrirsögn sem stefndi beint út í hróa. Hún er svona: „Ef Alþýðublaðið væri kjúklingur". Og þar með er víst átt við það, að grammið í Alþýðublaðinu sé í rauninni dýrara en grammið í íslenskum kjúklingi. En það framlag til hagfræði landbúnaðarins skiptir ekki höfuðmáli. Minn hugur gleðst yfir því að fá í fangið skemmtilega spurningu sem hægt er að svara á ótal vegu. Ef Alþýðublaðið væri kjúklingur... Þá mundi ég borða ýsu, segir einn. Þá vildi ég ekki vera ánamaðkur, segir annar. Og svo mætti lengi áfram halda. Heimurinn er kannski grár og gugginn en blöðin okkar eru full með líf og yndi hvenær sem að er gáð. Og í rauninni gengur mér þá best að tengja mig við Tímann, það er að segja dagblaðið. Þar birtist til dæmis yndisleg fyrir- sögn í tilefni hundrað tuttugu og fimm ára afmælis Þjóðminja- safnsins. Hún er svona „Öxin og jörðin hafa ekki geymt það allt“ Eins og menn muna er hér vísað til þess glæps lúterskra að höggva Jón Arason og syni hans og husla síðan, en Tímamenn láta þessi orð verða sér til allsherjarfagnaðar yfir því að Þjóð- minjasafnið hefur heimt úr jörðu „ryðguð sverð og spjótsodda, brjóstnælur fornkvenna og margt fleira sem forvitnilegt er fyrir okkur að eiga“. Að vísu vafðist það nokkuð fyrir mér, hvað öxin er að flækjast inn í það orsakasamhengi: meinar Tíminn kann- ski að þegar gripur fer í jörð þá sé hann eins og hálshöggvinn, sviptur lífi sínu með táknrænum hætti eða þannig? Það má nánar skoða, því að í forsíðufrétt Tímans um þau tíðindi að Þjóðminjasafn geymi gripi forna segir m.a.: „Við getum þakkað Þjóðminjasafni íslands það að hvorki öxi né jörð hylja það sem varðveitt er nú á safninu." Lágkúrulegir útúrsnúningamenn gætu talið að hér væri barasta venjulegt Tímaklúður á ferð: halda þessir asnar að fyrst séu merkir gripir moldu huldir og síðan lagðar axir ofan á? En vitanlega er þetta ekki svo. Öxin er hér skáldskaparheiti yfir þá illu Tímans Tönn sem bítur sundur samhengið í sögunni og hlutveruleikanum, sviptir hlutina lífi minninganna og hylur þá illri gleymsku með blautri mold norðurhjarans. Þetta fer nú að vera nóg í dag. Nema hvað ég hefi verið að velta fyrir mér hótelmálunum sem eru merk mál: allir vilja byggja hótel á íslandi vegna þess, eins og Morgunblaðið segir, það kemst enginn á brott með þau og þess vegna verða þau að vera áfram til þótt enginn vilji búa í þeim. Það stóð í Keflavíkur- blaði sem heitir Víkurfréttir að þar ætlaði náungi einn fyrst að opna fjóra veitingastaði, síðan eitthvað sem hann kallar einka- klúbb, og loks ætlar hann að byggja hundrað herbergja hótel til þess að þeir eigi höfði að halla einhversstaðar sem hafa skemmt sér í klúbbnum hans. Mér, Skaða, þótti vænt um að sjá þetta, því ég ber virðingu fyrir þeim sem eru ófeimnir við að storka örlögunum og hirða aldrei um hið fornkveðna sem segir: Án er illt gengi nema hótel hafi. Fjallið Eyjólfur Einarsson listmálari opnar nú um helg- ina sýningu á um 25 plíu- og vatnslitamyndum í FÍM-saln- um á horni Garðastrætis og Ránargötu. Þettaerellefta einkasýning Eyjólfs, en hann sýndi síðast í Listmunahúsinu í september 1985. Eyjólfur hefur hægt og sígandi veriö að hverfa frá ab- straktmálverki til hlutlægari skýr- skotana í myndum sínum, þar senm tomum xekst oft að ná fram dulmagnaðiri stemmníngu með esnfolducinae ðuíuin. Keila, píra- íToiöt, írapisx efa hringur verða honum jafnfsamt tilvísanir í fast- ar stærðir í tilveru okkar eins og fjallið, skipið og vatnið. Og Eyjólfi tekst í myndum sínum að gefa þessum grundvallarþáttum myndanna sína persónulega merkingu og dýpt, sem gefur myndum hans nýja vídd sem ekki var að finna í abstraktmyndum hans. Vatnslitamyndir Eyjólfs eru unnar af næmri tilfinningu fyrir efninu, og þar sjáum við hug- myndir olíumálverkanna verða , skipið og vatnið Eyjólfur Einarsson sýnír í FÍM-salnum til. Eyjólfur dvaldi á Ítalíu á síð- asta ári, og má kannski sjá nokk- ur áhrif Ítalíudvalarinnar í nokkr- um vatnslitamyndum hans, en þó eru það fyrst og fremst rammís- lenskar stemmningar sem hann magnar fram í myndum sínum þar sem þverhnípt fjallið ber við dökkan himin eða skipsstefnið sker bláan öldufaldinn. Sýningin í FÍM-salnum opnar á laugardag kl. 14 og verður opin daglega kl. 14-19 til 13. mars. -ólg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.