Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 14
Slrange Weather Marianne Faithful á slóðum Lottu Lenya, Marlene Dietrich, Kurts Weil og Lautrec í fyrra kom út breiðskífan Strange Weather með Marianne Faithful og voru þá liðin 4 ár frá því að sú næsta þar á undan birt- ist. Aðalástæðan fyrir svo óvenju löngum tíma milli platna hjá jafn þekktri og vinsælli manneskju mun vera stöðug barátta hennar við Systur Morfín og frændsyst- kini hennar, sigrar og ósigrar á þeim vígvelli og þunglyndi og svartsýni sem fylgir slíkum styrj- öldum sem öðrum. Reyndar get- ur maður sagt með ríflegum skammti af kaldhæðni að Mari- anne Faithfu! hafi átt sukkinu að þakka endurheimta frægð og það ríflega, þegar hún birtist skyndi- lega á hinum alþjóðlega plötu- markaði árið 1979, með plötuna Broken English. Ég segi fyrir mig, að ég hef sjaldan orðið eins hissa og að heyra röddina undan nálinni á þeirri plötu... sú Mari- anne Faithful sem söng með englaröddu 1964 og ’65 As tears go by og Yesterday hafði síður en svo heillað mig tónlistarlega séð, en þessi var meiriháttar... og ekki bara röddin, heldur líka tónlistin og biturlegir textarnir. Þarna fór greinilega kona sem hafði orðið að greiða stóran toll á þeim um- rótatímum sem kenndir eru við Bítla, blóm og hippa, og eftir það. Síðan komu plöturnar Dangerous Aquaintances, 1981, og A Child’s Adventure, 1983; góðar báðar tvær, en ekki eins hrjúfar og sterkar og sú fyrsta. Strange Weather er ansi ólík því sem Marianne Faithful hefur sent frá sér áður og alveg gjörólík þeim plötum sem notaðar eru til að „skemmta“ fólki á hinum ýmsu íslensku útvarpsstöðvum... jafnvel Ljósvakinn, sem maður hefði haldið að væri kjörinn vett- vangur fyrir svona tónlist, hefur látið þessa plötu í friði, að því er ég hef orðið vör við. Það er nefni- lega ekkert stuð á þessari plötu, sem manni skilst að útvarpsmeð- ráðskarar telji skoðanakanna- anavelgengni byggjast á... og má því til sönnunar vitna í bráð- smellna kynningu Ásgeirs Tóm- assonar á þessari plötu Maríönnu á Bylgjunni fyrir talsverðu síð- an... áður en hann spilaði nýju útgáfuna af As tears go by sagði hann, að þetta væri fjörugasta lagið af nýju Marianne Faithful plötunni. Hann hefði líka getað bætt því við, til að gera þetta nú allt jafn ófjörugt, að einungis 5 af 12 lögum plötunnar væru yngri en þetta lag frá 1964. Jæja, en skítt msð alla stuð- karla... og tökum til við alvör- una. Strange Weather er hreint út sagt dapurleg plata en um leið yfir henni einhver fegurð sem lík- lega stafar af eftirtöldu öllu sam- an: þessum gömlu og góðu lögum; textunum við þau, sem eru uppfullir af virðingu fyrir sorginni... og viðurkenningu á henni, enda þótt ekki sé í þeim rakin nein sérstök ástæða fyrir dapurleikanum öllum - frekar um að ræða „Weltschmerz" eins og sagt er upp á þýsku - heimshryggð - óútskýranlega sorg yfir að vera til; og svo er loks rödd og tjáningarstfll Maríönnu í söng. A plötuumslagi segir Terry So- uthern (og er ég honum sam- mála) að Marianne Faithful hafi tekið upp þráðinn þar sem Lotte Lenya og Marlene Dietrich skildu við hann og að áferðin öll minni á tónlist Kurts Weil. Enda mun Marianne Faithful hafa ver- ið hvött til að gera þessa plötu eftir að hún söng eitt laga Kurts Weil við ljóð Brechts á plötunni Lost in the stars, Ballad of the soldiers wife, undir stjórn Hals Willmer, og er líka hann upp- tökustjóri á þessari plötu hennar. Undirleikur er snilldarlega ein- faldur og af hljóðfæraleikurum nefni ég gítarleikarann Bill Fri- sell sem víðast hvar er þarna við- staddur, Robert Quine gítar- leikara, og bassaleikarann Fern- andi Saunders, félaga Lous Reed, píanóleikarann Mac Re- bennack, öðru nafni Doctor John, Sharon Freeman leikur líka á píanó, Lew Soloff á trom- pet, Steve Slagle á altsax, Garth Hudson úr The Band á nikku... Eins og áður sagði eru lögin ekki ný af nálinni; Penthouseser- anade (When we're alone) frá 1931, Boulevard of broken dre- ams frá 1933, og má geta þess að þetta lag var notað í kvikmynd um málarann Toulouse-Lautrec, sem þekktastur mun af málverk- um sínum úr næturlífi Parísar- borgar fyrir síðustu aldamót, og þótti auk þess í lifanda lífi, sem leið hratt og stutt, sérstæður fyrir þær sakir að vera kvennamaður mikill þrátt fyrir það að hann var dvergur... reyndur munu útlim- irnir sem maðurinn notar til gangs hafa verið það eina sem ekki var fullvaxið á Lautrec... José Ferrer lék hann í þessari ensk/frönsku kvikmynd... en aft- ur um tónlistina: Yesterdays, sem frægast er og margir segja best með Billie Holiday, líka frá 1933, Ain’ going down to the well no no! eftir blússöngvarann Huddie Ledbetter (Leadbelly), sem Mar- ianne syngur undirleikslaust, frá 1936, Love, life and money frá 1957, A stranger on Earth frá 1963, As tears go by ’64, Dylan- lagið ril keep it with mine ’65, ótímasettur negrasálmur, Sign of judgement, og loks tvö ný lög, ’87, annað eftir Doc Pomus og píanóleikarann og galdrakarlinn Doctor John the Nighttripper, sem áður er nefndur, Hellostran- ger heitir það, og loks titillagið sem er eftir hjónin Tom Waits og Kathleen Brennan. Þá má geta þess að í sumum tilvikum er fyrsta upptaka, eða prufuupp- taka sem gerð var þegar verið var að velja lög á plötu þessa, notuð óbreytt á plötunni. Eins og sjá má á þessu skrifi mínu er ég afskaplega hrifin af plötu þessari og vil bæta því við að ég hef á tilfinningunni, sem maður fær nú ekki oft í þessu plötuskríbentadjobbi, að Strange Weather sé tímalaus plata, detti aldrei úr tísku, og geti auk þess eignast aðdáendur úr öllum aldurshópum... hér er á ferð list - ekki allsber og köld, heldur mannleg og hlýleg, enda þótt dapurleg sé... peningasjónarmið sjaldan þessu vant úr augsýn, og það heyrist greinilega... kaupið- ’ana! A Pró-ffjgA2ftg~ 1988 Kæliskápar án frystis, 6 stærðir K 130 130 ltr. kælir K 200 200 ltr. kælir K 244 244 ltr. kælir K 180 173 ltr. kælir Kæliskápar * frystiskápar * frystikistur. /rOniX gæði á verði sem kemur þér notalega á óvart K 285 277 ltr. kælir K 395 382 ltr. kælir Kæliskápar með frysti, 6 stærðir KF 120 103 ltr. kælir 17 ltr. frystir KF195S 161 ltr. kælir 34 ltr. frystir KF233 208 ltr. kælir 25 ltr. frystir KF250 173 ltr. kælir 70 Itr. frystir KF355 277 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF 344 198 ltr. kælir 146 ltr. frystir Dönsku GRAM kæliskáparnir eru níðsterkir, vel einangraðir og því sérlega sparneytnir. Hurðin er alveg einstök, hún er massíf (nær óbrjótanleg) og afar rúmgóð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. Færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. öiai 4_stjörnu frystihólf, aðskilið frá kælihlutanum (minna hrím). Sjálfvirk þíðing. Stílhreint og sígilt útlit, mildir og mjúkir litir. 4-stjörnu frystiskápar með útdraganlegum skúffum, 5 stærðir FS 100 100 ltr. frystir FS 175 175 ltr. frystir FS 146 146 ltr. frystir FS240 240 ltr. frystir FS330 330 ltr. frystir t!H»»»l 4-stjömu frystikistur, fullinnréttaðar VAREFAKTA, vottorð dönsku neytendastofnunarinnar, um kælisvið, frystigetu, einangrun, gangtíma vélar og orkunotkun fylgir öllum GRAM tækjum. GRAM frá FÖNIX ==gæði á góðu verði. Góðir skilmálar - Traust þjónusta. /Fönix Hátúni 6A SÍMI (91)24420 ^omx ábyrgð í3ár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.