Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 17
EYLANDSPOSTURINN L Orri Jónsson og Rúnar Gestsson skrifa Meistari Magnús. ^ I S M O L A R Megrashefur nýlokið við upp- tökur á nýrri breiðskífu, sem unnin er í samvinnu við Hilmar örn Hilmarsson. Plata þessi verður útgefin þann 7. apríl, á sjálfan afmælisdag Magnús- ar, og inniheldur hún lög sem meistari Magnús samdi á síð- astliðnu ári, ásamt nokkrum lögum sem Megas hefurflutt átónleikum undanfarin 2 ár, en hefur aldrei verið þrykkt á plastfyrr. Þegar Hilmar Örn og Megas hafa lokið samstarfi sínu að vinnslu þessarar plötu, mun Hilmar Órn vinna með Bubba Kóngi að gerð nýrrar breiðskífu sem stefnt er að komi út fyrir jól- in, en Bubbi er einmitt um þessar mundir að leggja síðustu hönd á það efni sem vera skal á plötunni. Lítið hefur verið minnst á vel- gengni nýjustu smáskífu Sykur- mulanna, „Cold Sweat“, en hún kom út í Bretlandi fyrir nokkrum vikum. Lagið hlaut mjög lofsam- lega dóma í hinum virtu bresku tónlistarritum NME og Melody Maker og hefur undanfarnar vik- ur setið í fyrsta sæti óháða listans hjá báðum þessum blöðum. Syk- urmolarnir standa um þessar mundir í samningaviðræðum við bresk útgáfufyrirtæki og er breið- skífu að vænta frá þeim með hækkandi sólu. S. H. Draumur -Goð Ribbalda- rokk Hljómsveitin S. H. Draumur, sem vakti á sér mikla athygli á síðastliðnu ári fyrir óheflaða og kraftmikla framgöngu á hljóm- leikum, sendi í byrjun janúar- mánaðar frá sér sína fyrstu breið- skífu sem ber heitið „Goð“. Hljómsveitin leikur hrátt, kraft- mikið rokk þar sem bassinn fer með aðalhlutverkið og segja má að tónlistin sé á bilinu á milli „Kamarorghestanna" og bresku nýbylgjusveitarinnar „The Wedding Present". Lagasmíðarnar á „Goð“ eru ferskar og fjörefnaríkar og flutn- ingur Draumsins bæði hraður og kröftugur svo úr verður hið lífleg- asta ribbaldarokk. Textarnir á plötunni fjalla á nokkuð gagnrýninn og háðslegan hátt um íslenskt þjóðlíf, t.d. um drykkju- menningu okkar íslendinga, kan- ana á vellinum, hippana í Hollí- vúd, sjómannslíf og puttaling. Bestu lög skífunnar að okkar mati eru lögin; Mónakó, Helmút ámótorhjóli, Kani, Dauð hola og Zaragoza Panama. Megingalli „Goð“ er „sándið“ (hljómburðurinn) og þess vegna kemst gasalegur kraftur Draumsins ekki jafn vel til skila og á hljómleikum sveitarinnar, en einnig eru lagasmíðarnar nokkuð misjafnar að gæðum. Þrátt fyrir það er „Goð“ ein besta hljómplata sem íslensk hljóm- sveit hefur sent frá sér hingað til, og á hún vonandi eftir að hafa jákvæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf í framtíðinni. The Pogues-lfl Should Fall From Grace With God Fráleitt fallnir enn Nú þegar rúmlega tvö ár eru liðin frá útkomu síðustu breið- skífu The Pogues, „Rum, So- domy and the Lash“, sendi sveitin frá sér sína þriðju skífu sem ber heitið „If I Should Fall From Grace With God“. Nærtæk- ast er að líkja hljómsveitinni við hina virtu írsku þjóðlagasveit, The Dubliners, en tónlist The Pogues er þó heldur villtari og pönkaðri eins og kom fram í síð- asta sunnudagsblaði. Tónlist sveitarinnar hefur tekið þó nokkrum framförum frá því að hún kom fyrst fram fyrir u.þ.b. 4 árum, en hún er orðin mun fág- aðri, eins og oft vill verða hjá óhefluðum hljómsveitum, en þrátt fyrir það hefur krafturinn aukist til muna. Það er ljóst með þessari plötu að The Pogues ætla sér ekki að falla í þá gryfju tón- listarmanna sem koma fram sem frumkvöðlar nýrrar stefnu, en enda sem oftuggið tyggjó. Lagasmíðarnar á þessari skífu eru mun fjölbreyttari en áður því The Pogues hafa fært út kvíarnar og kryddað tónlist sína t.d. með áhrifum frá arabískri „maga- dansmæra“tónlist. Þrátt fyrir fjölskrúðugar lagasmíðar er platan mjög heilsteypt og munar þar mest um útsetningar og sér- staka hljóðfæraskipan, en um þessar mundir eru átta hljóðfær- aleikarar innan sveitarinnar og spila þeir allir á hina þjóðlegustu hljóðgjafa. Textar Shane McGovan á þess- ari plötu spanna víðara svið en á fyrri skífum sveitarinnar, þó margir hverjir fjalli sem fyrr um bjór og brennivín, þá yrkir Mr. McGovan einnig um hersetu Breta á írlandi og önnur tilfinn- ingamál íra. Einnig má á þessari plötu finna eitt ósvífnasta jólalag sem samið hefur verið og er hluti textans á þessa leið: You scumbag, You maggot you cheap lousy faggot Happy Christmas you arse I Pray God It’s our last í heildina er „If I Should Fall From Grace With God“ fersk og heilsteypt plata sem inniheldur sterkar og fjölbreytilegar laga- smíðar, og að okkar mati besta hljómplata The Pogues hingað til. PIPAR Bandaríska rokksveitin The Smithereens sem spilaði fyrir landann fyrir réttu ári, sendir frá sér sína aðra breiðskífu 23. mars næstkomandi og nefnist hún „Green Thoughts“. Ekki nóg með það heldur er sveitin vænt- anleg hingað til lands í annað sinn nú síðar á árinu. Hljómsveitin Sonic Youth mun í apríl senda frá sér míní breið- skífu, sem ekki hafði verið gefið nafn þegar grein þessi var skrif- uð. Sveitin, sem er ein virtasta neðanjarðarhljómsveit Banda- ríkjamanna, er einnig væntanleg til landsins í september og munu þeir sem una skapandi nýrokki njóta vel, þar sem sveitin er mjög öflug og áhrifamikil á hljóm- leikum. Breska framúrstefnusveitin The Fall hyggst senda frá sér nýja breiðskífu núna um mánaðar- mótin og ber hún heitið „The Frenz Experiment“. Woodentops. Sú hljómsveit sem er talin hvað líklegust til að fylgja eftir vins- ældum kyntröllanna í The Smiths fyrir hönd Rough Trade útgáfu- fyrirtækisins, er hljómsveitin The Woodentops. Hljómsveitin er ný- búin að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem heitir „Wooden Foot Cops On The Highway“, og verður fróðlegt að heyra hvernig henni tekst að fylgja eftir frum- raun sinni, „GIANT“, sem kom út 1985 og vakti þó nokkra at- hygli. Óstaðfestar fregnir herma að The Woodentops sé væntan- leg til landsins í maímánuði, en sveitin hefur getið sér mjög gott orð sem hljómleikaband. írska þjóðlaga-poppsveitin The Men They Couldn’t Hang mun senda frá sér nýja breiðskífu þann 7. mars næstkomandi og ber hún nafnið „Waiting for Bona- parte“. Kevin Roland, fyrrum for- sprakki hljómsveitarinnar Dexis Midnight Runners, hyggst hefja sóló-feril sinn í byrjun aprílmán- aðar með því að gefa út smáskífu undir nafninu: „Walk Away“. Þessi smáskífa mun verða undan- fari breiðskífu sem mun koma á markað í lok sama mánaðar og nefnast „The Wanderer“. Sunnudagur 28. febrúar 1988;ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.