Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 19
Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfrœðingur Líffrœðilegur uppruni íslendinga Athugasemáirog skýringarvegna ritáóms Einars Más Jónssonar um ritið íslensk þjóðmenning, tyrsta bindi Túlkun er hafnað - ekki tölum Einar Már Jónsson skrifar yfir- gripsmikinn og fróðlegan ritdóm í Sunnudagsblað Þjóðviljans 21. febrúar sl. um fyrsta bindi rit- safnsins „íslensk þjóðmenning" sem bókaútgáfan Þjóðsaga gaf út fyrir síðustu jól. Einar Már setur fram í ritdómi sínum efasemdir um ýmsa þætti í grein sem ég á í þessu ritverki með heitinu: „Líffræðilegur upp- runi íslendinga“. Sumt af athugasemdum Einars Más gefur tilefni til nánari skýr- inga af minni hálfu. Einari finnst kyndugt að ég skuli hafna því að Islendingar séu skyldir frum og Skotum þótt fjöl- margar rannsóknir á blóðflokk- um þessara þjóða sýni að hundr- aðsfall O-flokks gena sé ólíkt því sem er með Norðmönnum en nauðalíkt því sem er með frum og Skotum. Einar virðist telja að ég noti eina bandaríska grein til að hafna niðurstöðum úr fjölmörgum öðr- um rannsóknum. Hér er því til að svara að ég hafna hvergi niðurstöðum hinna mörgu rannsókna sem gerðar hafa verið á tíðni O-flokks á ís- landi og í nágrannalöndunum. Á hinn bóginn kem ég með nýja túlkun á þessum niðurstöðum sem fellur betur að öðrum upp- lýsingum um uppruna íslendinga sem til eru. Bandaríska greinin sem ég vitna til byggist á 14 blóðflokkum alls og nær þannig yfir miklu meiri efnivið heldur en aðrar greinar sem tengja saman blóð- flokka íslendinga og uppruna þeirra. Bandaríska greinin styður mínar niðurstöður. Formúlan er afleiðing - ekki forsenda Þá er eins og Einar haldi að ég hafi fundið upp einhverja undra- formúlu til að „sýna breytingu, sem menn vita að hefur átt sér stað“ (Leturbr. mín S.A.) og það finnt honum væntanlega tor- tryggilegt. I því máli er sannleikurinn sá að ég hef annarsstaðar sett fram þá tilgátu og fært að henni sterk rök að hin háa O-flokkstíðni á íslandi geti stafað af því að hér á landi hafi bólusóttarfaraldrar lagst þungt á fólk á umliðnum öldum og þeir frekast haldið velli sem voru í blóðflokkunum O og B. Þegar þessi tilgáta og rök fyrir henni voru fram komin setti ég upp formúlu fyrir því hvernig mætti hugsa sér að genatíðni O- flokks, B-flokks og A-flokks hefði breyst frá landnámi og fram á nútíma. Formúlan var ekki forsenda fyrir einu eða neinu heldur afleiðing af því sem áður var fram komið og rökstutt. íslendingar og O-flokkurinn í greininni „Líffræðilegur upp- runi íslendinga" í lslenskri þjóðmenningu geri ég nokkra grein fyrir því hvernig fræðimenn hafa á undanförnum áratugum notað blóðflokka íslendinga ásamt öðrum tiltækum upplýs- ingum til að draga ályktanir um líffræðilegan uppruna íslensku þjóðarinnar. Þessi heimildanotkun skýrist vel á 1. töflu sem tekin er úr of- annefndri grein, bls. 28. Landnámabók...............87 Landnámabók...............69 Landnámabók...............75 Fornar höfuðkúpur.........óljóst Mælingaráfólki............hátt Mælingaráfólki............hátt Mælingaráfólki............hátt Hára- og augnlitur........hátt ABO-blóðflokkar...........lágt ABO-blóðflokkar...........lágt ABO-blóðflokkar...........<25 ABO + 4 aörir fl..........0-7 Phenylketonuria...........<25 14blóðflokkar.............86 í töflunni hér fyrir ofan er vísað í 15 ritgerðir þar sem fjallað hefur verið um uppruna íslendinga. í 9 þessara ritgerða er dregin sú á- lyktun að íslendingar séu að meginhluta af norrænum upp- runa, í 5 þeirra er talið að þeir séu að meirihluta af keltneskum upp- runa og ein þeirra sker ekki úr um upprunann. Áf þeim 5 ritgerðum sem telja okkur keltneska að mestu eða öllu byggja þrjár þeirra ályktun- ina á ABO-blóðflokkunum ein- göngu, ein þeirra byggir á ABO- blóðflokkum og 4 öðrum blóð- flokkum og ein byggir á tíðni eins deyðandi erfðavísis (phenylket- onuria). Af þeim 9 ritgerðum sem telja okkur að meirihluta norræna byggja þrjár á Landnámu, fjórar byggja á mælingum á fólki ásamt skoðun á hára- og augnlit, ein byggir á 14 blóðflokkum og ein á tilgátunni um að bólusótt hafi breytt ABO-tíðninni. Áf þessu er ljóst að það er fyrst og fremst há tíðni O-flokks sem tengir íslendinga við keltneskan uppruna. Á þetta bendi ég sér- staklega í grein minni í íslenskri þjóðmenningu. í framhaldi af þessari ábend- ingu geri ég grein fyrir áður- nefndri tilgátu sem ég setti fram, rökstuddi og fékk birta árið 1985 í vísindaritinu Annals of Human Genetics (London), 49. árg. bls. 275-281. Tilgátan um bólusótt og ABO-blóðflokka Tilgátan um ABO-blóðflokka og bólusótt ásamt helsta rök- stuðningi var á þessa leið: Kelt- neskt Heimlld 13 Guðm. Hannesson, 1925 31 Jón Steffensen, 1971 25 Jens Pálsson, 1978 Jón Steffensen, 1975 lágt Jón Steffensen, 1975 lágt Jens Pálsson og Schwidetzky, 1975 lágt Jens Pálsson, 1978 lágt Jens Pálsson, 1978 hátt Fischer og Taylor, 1940 hátt Donegani et al., 1950 >75 Ól. Bjarnason o.fl., 1973 93-100 Thompson, 1973 >75 Saugstad, 1977 14 Wijsman, 1984 lágt Stefán Aðalsteinsson, 1985 Há tíðni O-flokks á íslandi stafar af því að fólk í O-flokki og B-flokki hefur lifað frekar af á íslandi í bólusóttarfaröldrum heldur en fólk í flokkunum A og AB. Dánartíðni af völdum bólu- sóttar er mun hærri meðal full- orðinna heldur en meðal barna. Á íslandi gekk bólusótt í far- öldrum með tæplega 30 ára milli- bili og lagðist á margt fullorðið fólk. Á Norðurlöndunum var bólu- sótt landlæg og lagðist fyrst og fremst á börn. Þar dóu færri úr bólusótt en á íslandi. Úrval af völdum bólusóttar gegn flokkunum A og AB varð þess vegna virkara á íslandi held- ur en í Noregi. Mikilvægur efniviður sem styð- ur þessa tilgátu er til úr bólusótt- arfaraldri á Indlandi frá árunum 1965-66. Þann faraldur sem lifðu af rúm 90% þeirra sem voru í flokkunum O og B en aðeins tæp 55% þeirra sem voru í flokkunum A og B. Bólusótt á írlandi I grein minni í Annals of Hum- an Genetics benti ég sérstaklega á að til væru heimildir um að bólusótt hefði gengið sem far- aldur á írlandi til forna. Þess vegna mætti hugsa sér að há tíðni O-flokks meðal íra staf- aði af því að þeir hefðu orðið fyrir sams konar úrvali af völdum bólusóttar eins og fslendingar. Frumbyggjar Evrópu og O-flokkurinn I ritdómi sínum bendir Einar Már á að ég hafi ekki vitnað til fræðimannanna Jean Bemard og Jacques Ruffiés. Ályktanir þeirra félaga, á þá leið að hár O-flokkur sýni tilvist einhvers frumstofns Evrópubúa sem nú sé týndur nema á út- jöðrum Evrópu og á einangr- uðum eyjum, er fjarri því að vera "ý; I ritgerðinni frá 1940 eftir Fisc- her og Taylor (sjá 1. töflu) er sú ályktun dregin að frumstofn sá sem byggði Norðurlönd og Bret- landseyjar á landnámsöld komi lítt breyttur fram á íslandi, Skot- landi og írlandi en sé orðinn blandaður á Norðurlöndunum. Þessa ályktun tel ég þó ekki standast. Sú skýring er nærtækari að skæð bólusótt hafi gengið í far- öldrum yfir fámenn og einangruð þjóðabrot og fólk í O-flokki frek- ast lifað af. BÓIUSÓtt: skœð á eylöndum - vœg á meginlöndum Það hafa margir fræðimenn velt fyrir sér hinni háu tíðni O- flokks á eyjum og útskögum Evr- ópu. Þannig fjallar Ólafur Bjarnason og meðhöfundar hans um þetta efni í ritgerð sinni um blóðflokka íslendinga (The blood groups of Icelanders. Ánn- als of Human Genetics, London, 1973, 73. árg., bls. 425-458). I grein sinni segja þeir félagar á bls. 452: „Hjá mörgum landfræðilegum einangruðum þjóðabrotum í Evr- ópu og á nálægum svæðum, á eyjum, í fjallabyggðum og í eyði- mörkum, er áberandi há tíðni O- flokks. Þetta á við um íslendinga, Skota, Ira, íbúa Norður-Wales, Walser-þjóðflokkinn í Há- Ölpunum, Baska, Korsíkumenn og Sardiníubúa, marga smáþjóð- flokka í Kákasus, Berba í Atlas- fjöllum og Araba á Arabíuskag- anum. 1. tafla. Ályktanir einstakra höfunda um uppruna íslendinga flokkaðar eftir þeim efnivið sem byggt var á Upprunahlutfall Efnl- Nor- vi&ur rænt Úrval meðal ABO-fl. hátt Þess vegna þarf að kanna þann J möguleika að hliðstæð þróun hafi átt sér stað á þessum einangruðu svæðum...“ Full ástæða virðist til að ætla að I þessi háa O-flokks tíðni geti staf- að af úrvali í bólusóttarfaröldrum þar sem það fólk hafi helst lifað af | sem var í blóðflokkum O og B. Uppruninn metinn á ýmsa vegu Það er ekki hægt að fara 1100 ár aftur í tímann og sjá aftur þá atburði sem áttu sér stað þegar forfeður okkar voru að nema land á Islandi. Það er hins vegar hægt að endurtaka mælingar á blóðflokk- um fjölda manns hjá einstökum þjóðum á nútíma. Ef menn ganga út frá því að blóðflokkatíðni þjóða hafi ekkert breyst frá landnámi getum við rakið uppruna okkar með því að elta uppi þær þjóðir sem eru okk- ur líkastar í blóðflokkum. Flestar þeirra 14 blóðgerða sem teknar voru inn í samanburð í bandarísku rannsókninni sem áður getur (Sjá Wijsman, 1. töflu) benda til þess að íslending- ar séu af norrænum uppruna að langmestu leyti. Eitt blóðflokkakerfi meðal ís- lendinga hefur þó alltaf skorið sig úr eftir að farið var að nota blóð- flokkatíðni til að bera okkur sam- an við Norðmenn. Það var ABO- kerfið. Þetta frávik hafa margir látið duga til þess að dæma af okkur norskan uppruna. Þegar það er gert er ekki í neinu sinnt þeim upplýsingum öðrum sem benda alfarið til norræns uppruna. Þar nægir að benda á tungu þjóðar- innar, fornar ritaðar heimildir, menningu hennar og verkmenn- ingu, háralit og augnlit, uppruna húsdýranna á íslandi og vitnis- burð fornminja svo að hið helsta sé nefnt sem bendir til norræns uppruna. Eitt frávik fékk of mikið vœgi Frávikið sem finnst í ABO- blóðflokkunum, þ.e. há tíðni O- flokks, hefur orðið veigameira hjá ýmsum fræðimönnum heldur en öll hin atriðin samanlögð. Heilbrigð skynsemi segir manni að það sé eðlilegt að treysta varlega einu óvenjulegu fráviki þegar öll önnur rök hníga í aðra átt. Það var því eðlilegt frá sjónar- miði erfðafræðinnar að leita að einhverju erfðafræðilegu fyrir- bæri sem dygði til að skýra það hvers vegna O-flokkurinn væri svona miklu hærri meðal íslend- inga en Norðmanna þegar flest önnur rök, þar með taldir aðrir blóðflokkar, bentu til að við kæmum að mestu leyti frá Nor- egi. Tilgátan um að bólusótt hafi valdið hækkun á O-flokki gefur fullnægjandi skýringu á fyrirbær- inu. Hitt er svo annað mál að sú tilgáta sannar ekkert um uppruna okkar. Aðrar skýringar gætu ver- ið réttari. Þær bíða betri tíma og fróðari manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.