Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 12
REYKJKJÍKURBORG |f| Aeuctew Stödcci Ml * Heimilshjálp Starfsfólk óskast í heimilishjálp í heilsdagsstörf og hlutastörf. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk sem hefur tíma aflögu. Upplýsingar í síma 18800 REYKJMÍÍKURBORG JleUlMri StöeUCl Heimilishjálp Starfsfólk óskast til starfa í hús Öryrkjabandalags íslands í Hátúni. Vinnutími 2-4 tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800 RE Y K JKSIÍ KURBORG |f | JÍcuc&evi Stöeác’i I ^ Borgarbókasafn Reykjavíkur auglýsir lausar stöður bókasafnsfræðinga. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Upplýsingar veittar á skrifstofu Borgarbóka- safnsins í síma 27155. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á sérstök- um eyðublöðum sem þar fást, fyrir 15. mars. r N Útboð Norðurlandsvegur, *// /y/ÆW Víðidalsv. vestari - víðidalsv. eystri 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 6,5 km, magn 91.000 m3. Verki skal lokið 15. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. febrúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. mars 1988. V. Vegamálastjóri ✓ PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk í 50% starf. Vinnutími frá kl. 16.00 eða kl 17.00. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar Ármúla 25 Reykjavík í síma 687010. Jafnréttisráð óskar að ráða fræðslufulltrúa í hálft starf. Starfið felst í að ritstýra fréttabréfi ráðsins, sinna fræðslu til félagasamtaka og almennings, auk annarra verkefna. Kennaramenntun, félagsfræði- eða fjölmiðlamenntun æskileg. Umsóknir sendist Jafnréttisráði, Laugavegi 118d (gengið inn frá Rauðarárstíg, fyrir 10. mars). ■ StVlHB umanAis b®tnl4 ( ’ 3Gúum Restaui-'Cirft Sfevniíct. Eitt af fiskiveitingahúsunum við Rue des Bouchers í Brussel. Ljósm.: ólg. llt að borða í Brussel sjávarfang, ostrurog hráan skelfisk, skötusel og risakrabba Eins og fram kemur annars staöar í blaöinu í dag átti blað- amaöur Þjóðviljans leið til Brússel fyrir skömmu. Á tveim frjálsum kvöldstundum í borg- inni var ekki annað betra að gera en að fara og skoða hið fagra markaðstorg í gömlu miðborginni og leita sér síðan að góðum matsölustað. Gamla markaðstorgið í Brúss- el er miðpunktur gömlu borgar- innar og ráðhúsið með sínum tignarlega gotneska klukkuturni gnæfir yfir torginu. Bygging þessi er frá 15. öld og var aðsetur vald- hafa borgarinnar fyrr á öldum en er nú safn. Klukkuturninn er 90 metra hár og á toppi hans trónir Mikjáli erkiengill, þar sem hann er að ráða niðurlögum hins illa dreka. Andspænis ráðhúsinu gnæfir svo önnur gotnesk höll, sem gengur undir nafninu Konungs- húsið, þótt aldrei hafi nokkur konungur búið þar. Upphaflega var hús þetta reist á 13. öld, en fékk á sig núverandi mynd skömmu fyrir síðustu aldamót, þegar það var endurbyggt sam- kvæmt gömlum teikningum. í Konungshúsinu er Borgarlista- safn Brussel til húsa. Aðrar merkar byggingar er einnig að finna við torgið og eru það einkum hús iðnaðargildanna frá blómatíma Niðurlanda á 17. öld, þar sem gullflúraðir bar- okkgaflarnir fá að njóta sín. Við torgið eru líka merkar krár þar sem notalegt er að sitja við arin- eld í febrúarhúminu og horfa á upplýstar byggingarnar úti fyrir. En brátt sagði hungrið til sín, og þá er ekki langt að fara í þrönga götu, Rue des Bouchers, sem liggur á bak við konungshús- ið. Þar standa fiskiveitingahúsin í röðum og stilla út sínum girnilegu sjávarávöxtum á götunni: kjaft- stórir skötuselir, karfar, risa- krabbar og heilagfiski eru þar og skelfiskur hvers konar, ostrur, kræklingur og aða, hörpufiskur og kúfskel og hvað það nú heitir allt saman. Það er lítið æfintýri að ganga um þessa götu og virða Ráðhúsiö í Brússel. fyrir sér sjávarfánuna fram lagða af því sama listfengi og við getum séð á gömlum 17. aldar kyrralífs- myndum flæmsku meistaranna sem voru matelskustu málarar allra tíma. Þegar komið var að veitinga- staðnum La Moule Provencale varð ekki lengur við matarlystina ráðið, enda voru þeir er gættu sjávarfangsins duglegir að vísa vegfarendum inn. Veitingahúsið var hið vistlegasta og þar var ákveðið að láta nú allt eftir mat- arlystinni sem hugurinn kunni að girnast. Fiskisúpan var einföld en bragðgóð, mátulega krydduð með rauðum pipar og anísfræjum og fleiri kryddjurtum. A eftir kom réttur sem nefndist konung- legir sjávarávextir. Þeir voru sóttir í sýningarborðið utan dyra, og brátt var borið fyrir mig fat sem var að minnsta kosti hálfur meter í þvermál og hlaðið sjávar- fangi sem framreitt var af sönnu listfengi: neðst í skálinni var blöðruþang, og héngu dræsurnar útaf börmum skálarinnar. Þar á ofan var hrúga af kurluðum ís og í ísinn var maturinn síðan lagður, þar sem mest bar á hráum skel- fiski, sem nýbúið var að opna. Efst trónaði opin kúfskel með vænum fiski í, og í kringum hana voru eldrauðar krabbaklær fullar af mjúku og bragðmiklu krabb- akjöti. Humrar voru þarna nokkrir, soðnir eins og krabbinn, en heilir og óskornir með örmum og klóm. Ostruskeljarnar voru margar og var fiskurinn bæði ferskur og ljúffengur þegar búið var að kreista yfir hann sítrónurn- ar sem prýddu þetta sjávardýra- safn og gáfu því lit. Þá má ekki gleyma kræklingnum og öðunni, sem einnig var hrá, eða hörpu- disknum og er þá flest upp talið. Allur var skelfiskurinn sopinn hrár úr skelinni með sítrónusafa útá, en krabbaklærnar þurfti að brjóta upp til þess að komast að ljúffengu kjötinu og sama gilti um humarinn. Með þessu var drukkið þurrt Pinot-hvítvín. Ef vildi mátti borða með þessu brauð og sinnepssósu, en mér þótti fiskurinn njóta sín best án viðbits. Það tekur minnst hálftíma að snæða konunglega sjávarávaxta- skál af þessari gerð, og hin sjón- ræna fegurð réttarins er ekki lítill hluti ánægjunnar, sem og aðgerð- in sjálf að handfjatla fiskinn og leggja til munns. Rétturinn fer vel í maga, er ekki þungur og laus við tormelta fitu. Þegar kom að eftirréttinum var beðið um pönnukökur að hætti franska kómedíuleikhúss- ins. Slíkar pönnukökur eru bleyttar upp í appelsínusafa og líkjör og hitaðar á pönnu. Inn í þær var síðan látinn rjómaísbolti og síðan var logandi koníaki hellt yfir allt saman og allt gert fyrir augum manns. Kómedíupönnukökurnar brögðuðust dável með kaffi og koníaki á eftir, og þá var maður orðinn góður fyrir svefninn. Þetta var fokdýr máltíð á belgísk- an mælikvarða, kostaði 2800 belgíska franka eða tæpar 3000 krónur. Það er hægt að borða miklu ódýrara í Brussel, en þetta gastrónómíska ævintýri var pen- inganna virði. -ólg. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.