Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 5
Hin „viðkvœmu" tímabil sovéskrar sögu og glasnost samtímans „hættulegrar einokunar ríkis- kerfisins á öllum sviðum mann- lífs“. Allt varð þetta til þess að hugmyndir Marx, Engels og Len- íns um „sósíalíska sjálfstjórn fólksins“ hafi verið hafnað og einokun valdsins hafi leitt til þess að stjórnmálum var útrýmt - og uppi stóðu menn með geðþótta- stjórn sumra og pólitískt áhuga- leysi og vanmátt hinna. Þetta kom svo m.a. í veg fyrir að hægt væri að stjórna efnahagslífinu með aðferðum sem dugðu, stöðnun og spilling breiddu úr sér. Og í leiðinni vitna höfundar í Lenín sem spáði því að „ef eitthvað verður okkur að falli, þá er það þetta: að kommúnistar verða sjálfumglaðir skriffinnar". Fólkið og valdið Sem dæmi um það á hvaða brautum umræðan er nú í Sovétr- íkjunum skal vitnað í þessi um- mæli Kíseljovs: „Til varð dýrkun hins sósíal- íska ríkis, sem byggt var upp á bröttum mannvirðingastiga: þeir sem stjórnuðu urðu óháðir þeim sem þeir stjórnuðu. Undirgefni þegnanna tengdist alræði stjórn- enda. Þörfin fyrir aga úrkynjaðist í allsherjarstýringu á mannlegum þörfum, m.ö.o. í herskálaaga í samfélaginu. Einsog aðalpersón- an í einni af sögum Platonovs tók valdið að móta og koma á „for- sendum þess að manneskjan glati persónuleika sínum með það fyrir augum að hún endurfæðist sem algjör þegn sem fylgir lög- boðaðri hegðun við allar aðstæð- ur mannlífsins." Og í framhaldi af þessu talar Kiseljov m.a. um ótta valdha- fanna við fjöldann, sem leiddi til þeirrar „ógnastjórnar" sem ekki var lengur hægt að losna undan meðan Stalín lifði. Hvenœr er maður andsovéskur? Þegar greinar af þessu tagi eru lesnar, verður lesandinn feginn því að sovétmenn skuli hafa hrist af sér slen hins andlega dauða, sem fyrir fáum árum gerði sig lík- legan til að svæfa endanlega alla pólitíska hugsun í landinu. Hann telur sig líka vita að enn sé margt til sem menn treysta sér ekki til að glíma við og þá helst nokkrar grundvallarspurningar sem tengjast sjálfu einsflokkskerfinu. Þær þverstæður dró Gorbatsjov sjálfur upp fyrir nokkru þegar hann svaraði spurningum um „takmarkanir glasnost". Hann sagði að glasnost og sú gagnrýni sem henni fylgdi væri góð meðan hún styrkti sósíalismann í landinu, en enginn mætti nota glasnost til að vinna gegn sósíal- ismanum. En þá er enn sem fyrr eftir hin gamla spurning: hver á að skera úr um það hvenær gagnrýni er „jákvæð" eða „nei- kvæð“? Grein margnefnds Kís- eljovs hefði fyrir aðeins þrem árum verið talin andsovésk og líklega refsisverð ef henni hefði verið smyglað úr landi og hún birst - til dæmis í því góða blaði Þjóðviljanum. En nú er þessi blöð á borð við þá sem að ofan var til vitnað. Og hvað sem menn vilja um þær skilgreiningar segja sem þar koma fram, þá er það víst að í þeirri endurskoðun sové- skrar sögu sem nú fer fram er miklu lengra gengið en nokkru sinni á dögum Khrúsjovs. Þetta kemur m.a. fram í því að búið er að veita ýmsum helstu sakborningum réttarahaldanna illræmdu uppreisn æru - og er þeirra frægastur Nikolaj Búkhar- ín, maðurinn sem samdi „Stafr- ófskver kommúnismans" handa aðstandendum og vinum rússnesku byltingarinnar, mað- urinn sem Lenín kallaði „eftirlæti flokksins“. Þetta kemur fram í því, að ekki er aðeins talað laus- Íega um einhvern hóp kommún- ista sem urðu fyrir skakkaföllum heldur beinlínis um tortímingu verulegs hluta bændastéttar, menntamanna og samherja Len- íns. Ekki um „frávik frá sósíal- ísku réttarfari“ heldur um „ógn- arstjórn ríkisvaldsins". Og það er á mun hreinskiptnari hátt en áður talað um afleiðingar stalínskra stjórnarhátta á þjóðfélagið í heild. Einokun valdsins Þegar rætt er (t.d. í þeirri grein frá APN sem áðan var vitnað til) um ástæður fyrir því að svo fór sem fór í Sovétríkjunum á tíð Sta- líns, þá er sumpart haldið áfram með ýmislegt sem áður var á lofti haldið. Það er minnt á það meðal annars, að rússneskur almenn- ingur var fáfróður (ólæsi mikið) og „vanur að hlýða harðstjórn1', á skort á lýðræðishefð í landinu, á hættur utan frá. En þessa hluti hafa margir látið sér nægja til að réttlæta allt sem í Sovétríkjunum gerðist. En hér bætast við útskýr- ingar sem sovéskir höfundar hafa áður forðast. Til dæmis segir fyrr- nefndur Kíseljov að rússneska kommúnista hafi leikið grátt „trúin á Staðleysuna" sú útópíska von að „þjóðnýting framleiðslu- tækjanna mundi með sjálfvirkum hætti tryggja hið mikla stökk frá „ríki nauðungar til ríkis frelsis- ins". En þetta hafi svo leitt til feikilegrar þenslu miðstýrðs valds yfir framleiðslunni og Stalín með samstarfsmönnum: geðþótti valdhata, réttleysi og sinnuleysi þegnanna. grein semsagt jákvætt framlag til betra lífs og láti guð gott á vita. En hvort ofan á verður er háð því að einmitt Míkhaíl Gorbatsjov situr í sessi Brezhnevs og Stalíns í Kreml. Því miður. Nauðsyn umrœðunnar Fyrr í þessari samantekt var að því spurt, hvers vegna glasnost fylgir þessi nýja umræða um Stal- ín. Astæðurnar eru nokkrar. Sumpart rennur mönnum blátt áfram blóðið til skyldunnar: þeir sem urðu „fangabúðaduft og aska" á dögum Stalíns áttu sér vini og fjölskyldur sem ekki vilja að þeir falli í gleymsku og dá og eiga nú meira undir sér en áður. I annan stað þurfti Gorbatsjov að kveða niður vissa hjátrú á Stalín sem mjög var farin að láta á sér kræla meðal alþýðu manna á seinni árum Brézhnévs. Fyrir fá- fræði sakir og þagnar höfðu menn „gleymt" glæpaverkum Stalíns en trúðu á hinn sterka mann -ef náungi eins og Stalín væri uppi nú, þá mundu hinir háttsettu og spilltu ekki þora að haga sér eins og þeir gera, hann mundi kreista úr þeim ósiði með sinni járnk- rumlu. Þetta heyrðu menn einatt bæði hjá gönmlum Stalinistum og hrekklausu alþýðufólki og ekki vanþörf á að kveða slíka þrá eftir nýjum járnkarli niður með upp- lýsingum um það, hvaða verði „aginn" var keyptur. í þriðja lagi er litið svo á, að stjórnarfar Sta- líns hafi breytt byltingarsamfé- laginu sovéska með svo rót- tækum hætti, að ekki verði upp úr því feni brölt nema að rífa niður það sem að mönnum var haldið áratugum saman um efna- hagsmál, réttarfar, menningu og fleira. Og enn má á það minna, að margir þeirra sem taka vel undir perestrojku og glasnost hjá Gorbatsjov telja ástandið í So- vétríkjunum mjög tvísýnt, óttast að breytingastefnan verði kveðin niður með einum eða öðrum hætti. Það er því liður í baráttu þeirra gegn því að svo illa fari að þeir reyna að ganga sem lengst í að afhjúpa stalínismann eins og hann leggur sig - í þeirri von að hægt verði að komast svo langt bæði á þeirri braut og öðrum að ekki verði aftur snúið. pra rettarnöidunum illræmdu I Moskvu: nu tala sovóskir höfundar um tortlmingu mikils hluta bænda, menntamanna o samstarfsmanna Lenins. lyfta honum aftur á stall (með því að mæra hann sem herstjóra í styrjöldinni við Hitler) æ meira áberandi. Miklu lengra gengið En svo kom Gorbatsjov til skjalanna með sinn áróður fyrir viðreisn efnahagslífsins og opnari umræðu. Og hann telur bersýni- lega að ekki verði fram sótt á þeim brautum án þess að taka fortíðina til bæna. Því eru nú skrifaðar greinar margar í sovésk Sunnudagur 28. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.