Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 16
Norðurlandaráð auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritara menningarmálanefndar Noröurlandaráö er samstarfsvettvangur þjóö- þinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Á milli hinna árlegu þinga Norðurlandaráðs leiöirog samræm- ir forsætisnefnd ráösins þann hluta samstarfsins sem varðar þjóöþingin og nýtur viö þaö atbeina skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs, Tyrgatan 7, Stokkhólmi. Menningarmálanefnd er ein sex fastanefnda Noröurlandaráös, sem í eiga sæti norrænir þing- menn. Hún fjallar um norrænt samstarf á sviöi menntamála, rannsókna, fjölmiöla- og menning- armála. Ritari nefndarinnarundirbýrfundi hennar og semur og leggur fram drög aö ákvörðunum hennar á grundvelli umræöna þar. Hann annast og önnur störf er nefndin felur honum. Ritarinn hefur starfsaöstööu á skrifstofu forsæt- isnefndaríStokkhólmi. Ráöningartíminnerfjögur ár, en mögulegt er að framlengja hann. Ríkis- starfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa hjá Norðurlandaráði. Starfinu fylgja feröa- lög um Norðurlönd. Á skrifstofu Norðurlandaráðs eru notaðar jöfnum höndum danska, norska og sænska og krafist er góörar kunnáttu í einhverju þessara mála. Góö kjör eru í boði, en um þau gilda sérstakar norrænar reglur. Meiri hluti nefndarritara við skrifstofuna eru karl- menn, en leitast er viö aö fjöldi karla og kvenna í stöðum þessum verði sem jafnastur. Nánari upplýsingar veita aöstoöarframkvæmda- stjóri skrifstofunnar, Gustav Stjernberg, og Guy Lindström núverandi ritari menningarmálanefnd- arinnar í síma 9046 8 143420, og Norðurlanda- ráös í síma 91/11560. Formaður starfsmannafélagsins á forsætis- nefndarskrifstofunni er Tómas H. Sveinsson. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráös og skulu þær berast skrifstofu forsætisnefndar (Nordiske rádets presidiesekr- etariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) fyrir 16. mars nk. KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Nám í uppeldisgreinum fyrir verkmenntakennara á framhaldsskólastigi Nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennslu- réttinda fyrir verkmenntakennara á framhalds- skólastigi hefst við Kennaraháskóla íslands haustið 1988. Umsækjendur skulu hafa lokið til- skildu námi í sérgrein sinni. Námið fullnægir ákvæöum laga nr. 48/1986 um embættisgengi kennara og skólastjóra og sam- svarar eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður skipt á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda það. Inntaka miðast við 30 nemendur. Námið hefst með námskeiði dagana 26. til 31. ágúst 1988 að báðum dögum meðtöldum og lýk- ur í júní 1990. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1988. Rektor. Malcolm Bilson. Mitsuko Uchida. Murray Perahia. Sígildir hljómdiskar Bilson, Perahia, Uchida og Mozart Prír píanóleikarar, þau Malcolm Bílson, Murray Perahia og Mitsuko Uchida, hafa ó síðustu órum vakið sérstaka athygli tyrirtúlkun sína ó tónlist Mozarfs Perahia Hljóðritun Murray Perahia og Ensku kammersveitarinnar á öllum píanókonsertum Mozarts hefur vakið mikla og verðskuld- aða athygli víða um heim, en líkt og Mozart á sínum tíma, þá stjórnar Perahia sjálfur hljóm- sveitinni í öllum konsertunum. Þessar upptökur, sem upphaflega komu út á árunum 1976-85, eru nú fáanlegar í öskju með þrettán hljómdiskum (CBS M 13K 42055). Sagt hefur verið um Murray Perahia, að þegar hann leiki, þá gleymi menn því að flyglar hafi hamra. Víst er að fáir píanóleik- arar hafa yfir jafnmikilli mýkt að ráða og hann. En hann býr sömu- leiðis yfir krafti, og umfram allt: óvenjulegum næmleik. Fáir aðrir píanóleikarar hafa vald á svo eðlilegum, tilgerðarlausum en þó hlýjum og rómantískum leik. Stundum hefur Perahia verið gagnrýndur fyrir að túlkun hans sé full smá í sniðum, t.d. fyrir konsertinn í d-moll, nr. 20, og skal því ekki mótmælt hér, að þann konsert má sannarlega túlka á annan hátt. En í túlkun Perahia sjá menn hlutina oft frá nýju og einkar fersku sjónar- horni. Sérstaklega skal nefnd hér túlkun hans á konsertunum nr. 17 í G-dúr og 23 í A-dúr, sem er í einu orði sagt ótrúleg; þær upp- tökur verður hver Mozart- unnandi að heyra, sama hversu margar upptökur af viðkomandi konsertum menn þekkja fyrir. f þessum konsertum nýtur snilld Perahia sín afar vel, samleikur hans við blásarana í hljóm- sveitinni er fágætur, og hægu kaflarnir gætu brætt hjörtu úr steini. Bilson Malcolm Bilson er á ýmsan hátt andstæða Murray Perahia. Hann nálgást konserta Mozarts á fræðilegri hátt, og gengur beinna til verks; túlkun hans er ekki eins persónuleg. Bilson leikur ekki á nútímaflygil heldur svonefnt forté-píanó, eftirlíkingu af hljóð- færi Mozarts, sem varðveitt er í Salzburg. Forté-píanó hefur ekki hljómstyrk eða fjölbreytni í tón- blæ á við venjulegan flygil, en vissa hlýju samt. Að sjálfsögðu veldur þetta því að konsertarnir hljóma nokkuð öðru vísi í túlkun Bilsons, en flestir þekkja þá. Bilson leikur með hljóm- sveitinni English Barouqe So- loists undir stjórn Johns Eliots Gardiners, sem einnig leikur á gömul hljóðfæri. Þessi hljómsveit er frábær og í raun er stöðugt undrunarefni hvernig liðsmenn hennar geta leikið jafn hreint og ferskt og með eins miklum krafti og raun ber vitni á fiðlur með slökum girnisstrengjum og takkalaus blásturshljóðfæri. Fyllsta ástæða er til að hvetja menn til að heyra upptökur Bils- ons og Gardiners. Þær veita nýja og á ýmsan hátt skýrari innsýn í tónlist Mozarts, þótt þær fullnægi ef til vill ekki öllum kröfum manna um hlýju og fjölbreytni í tónblæ. Uchida Mitsuko Uchida á það sam- merkt með Murray Perahia, að leikur hennar býr yfir dæmafárri mýkt. Hún hefur nánast lokið við að hljóðrita alla tónlist Mozarts fyrir einleikspíanó, og þykir sú túlkun hafa sett nýja mælikvarða í Mozartleik, sem líklegt er að aðrar upptökur af sömu verkum verði metnar eftir um langa fram- tíð. Uchida á það sömuleiðis sam- merkt með Perahia að leikur hennar er gjörsamlega laus við alla tilgerð. í verkum eins og fantasíu í c-moll, KV 397, tekst henni að seiða ástríðufyllstu tóna fram úr hljóðfæri sínu, gjörsam- lega eðlilega og átakalaust. Ferskleikinn í túlkun hennar er ávallt aðdáanlegur, jafnvel í al- þekktum, ef ekki fullþekktum köflum eins og tyrkneska rondó- inu úr sónötu í A-dúr KV 331. Mitsuko Uchida hefur nú einn- ig tekið til við að hljóðrita pían- ókonserta Mozarts. ásamt Ensku kammersveitinni. I þessum upp- tökum stjórnar hún ekki hljóm- sveitinni sjálf, líkt og hún hefur gert á tónleikum víða um heim, heldur aðalstjórnandi hennar Jeffrey Tate, og virðast þau eiga einkar vel saman sem Mozart- túlkendur. Á síðastliðnu ári kom einmitt út diskur með tveimur af kunn- ustu konsertum Mozarts, númer 22 í Es-dúr og 23 í A-dúr. Þessi diskur er af gagnrýnendum al- mennt talinn í hópi hinna albestu, sem til eru af píanókonsertum Mozarts. Hæpið er að tæknilega hafi nokkurn tíma verið gerð betri upptaka af nokkrum Mozart-konsertum. Hún er fá- dæma eðlileg, náttúrleg, og pían- óið ekki dregið langt fram fyrir hljómsveitina, eins og oftergertí upptökum af konsertum. Jafnvel enn frekar er Perahia, lítur Muts- uko Uchida á sig sem „eina úr hópnum", og hafnar allri sýndar- mennsku, sem sumir „virtúósar" hafa iðulega gert sig seka um. Hún dregur sig til baka, þegar blásararnir í hljómsveitinni hafa laglínuna, eins og Mozart hugs- aði sér eflaust að einleikarinn ætti að gera. Útkoman verður afar blæbrigðarík, litauðug túlkun, sem sérhver Mozart-unnandi ætti að heyra. Samanburður Samanburður á Uchida og Per- ahia í þessum konsertum er mjög athyglisverður, enda þykir mönnum sem nú hafi loksins komið fram upptökur, sem standist samjöfnuð við upptökur hans. Þrátt fyrir að menn eins og Ashkenazy, Brendel og Serkin hafi hljóðritað Mozart-konserta á síðustu árum, standast þeir tæp- ast samanburð við Perahia eða nú Uchida, þegar á heildina er litið. Þó er fyllilega hægt að mæla með ýmsum af upptökum þeirra. Út- gáfa Ashkenazys af konsertum númer 12 í A-dúr og 13 í C-dúr er mjög góð og fagurlega hljóðrituð (Decca 410 214-2), Brendel er sérstaklega ferskur í konsertum númer 15 í B-dúr og 21 í C-dúr (Philips 400 018-2) og Serkin hef- ur fengið hvað besta dóma fyrir númer 25 í C-dúr (Deutsche Grammophon 410 989-2). Af upptökum fyrri ára, sem nú bjóð- ast á diskum, verða allir Mozart- unnendur að heyra Clifford Curzon (ásamt Britten) í númer 20 og 27 í B-dúr (Decca 417 288- 2) og Emil Gilels (ásamt Boehm) í númer 27 og konsertinum fyrir tvö píanó KV 365, sem hann leikur ásamt dóttur sinni Elenu (Deutsche Grammophon Galler- ia 419 059-2). En hafi menn hug á að eignast alla konsertana með einum flytj- anda, þá er útgáfa Murray Pera- hia án nokkurs vafa rétti kostur- inn fyrir flesta, og ólíklegt að nokkurn tíma verði betur gert, þótt vissulega verði athyglisvert að fylgjast með því sem Mitsuko Uchida færir Mozart-unnendum á næstu missirum og árum. Nokkrarframúrskar- andiupptökurá hljómdiskum.- Murray Perahia: Mozart: konsertar nr. 5 og 25 (CBS MK 37267); konsertar nr. 17 og 18 (CBS DC 36686); kons- ertar nr. 19 og 23 (CBS MK 39064) og konsertar nr. 26, ásamt rondóum nr. 1 og 2 (CBS MK 39224). Ásamt Radu Lupu: Mozart: Sónata fyrir tvö píanó, KV 448; Schubert: Fjórhent fantasía í d- moll, D.940 (CBS MK 39511). Malcolm Bilson: Mozart: konsertar nr. 9 og 11 (Archiv 410 905-2); konsertar nr. 12 og 14 (Archiv 413 463-2) og konsertar nr. 13 og 15 (Archiv 413 464-2). Mitsuko Uchida: Mozart: konsertar nr. 22 og 23 (Philips 420 187-2); sónötur KV 330 og 333, Adagio KV 540 og Litíl gíga KV 574 (Philips 412 616-2); sónötur KV 331 og 332, fantasía KV 397 (Philips 412 123- 2); sónötur KV 545 og KV 553/ 494 og rondó KV 511 (Philips 412 122-2). 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.