Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 4
Norðurlandaráð auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra skrifstofu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi Norðurlandaráö er samstarfsvettvangur þjóð- þinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Á milli hinna árlegu þinga Norðurlandaráðs leiðir og samræm- ir forsætisnefnd ráðsins þann hluta samstarfsins sem varðar þjóðþingin. Forsætisnefnd nýtur við það atbeina skrifstofu forsætisnefndar Norður- landaráðs, Tyrgatan 7, Stokkhólmi. Við skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs, sem hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar, starfa þrjátíu manns. Þar eru notuð jöfnum höndum danska, norska og sænska og krafist er góðrar kunnáttu í einhverju þessara mála. Skrifstofunni stjórna aðalframkvæmdastjórinn, tveir aðstoðarframkvæmdastjórar og upplýs- ingastjóri. Starf það sem nú er auglýst felst m.a. í skipulagningu og samræmingu á störfum ráðsins og fundahöldum. Einnig mun viðkomandi fylgjast með sérstökum nánar tilteknum málaflokkum. Umsækjendur skulu hafa víðtæka reynslu af op- inberum störfum, atvinnulífi eða störfum félaga- samtaka. Þekking á þjóðfélagsháttum á Norður- löndum og norrænu samstarfi er æskileg. Framkvæmdastjorar og upplýsingastjóri skrif- stofunnar eru karlmenn, en leitast er við að fjöldi karla og kvenna í stöðum þessum verði sem jafnastur. í boði eru góð kjör en um þau fer skv. sérstökum norrænum reglum. Ráðningartíminn er fjögur ár og hefst 1. ágúst nk. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa hjá Norðurlandaráði. Nánari upplýsingar veita aðalframkvæmdastjóri skrifstofunnar, Gerhard af Schultén, og aðstoð- arframkvæmdastjóri hennar, Kjell Myhre-Jensen í síma 9046 8 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir í síma 91/11560. Formaður starfsmannafélagsins á skrifstofu Norðurlandaráðs er Tómas H. Sveinsson. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium) og skulu þær berast skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidiesekr- atariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) fyrir 16. mars n.k. Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Ráðherranefnd Norðurlanda hefur skipað sérlega nefnd til að ráðstafa því sem árlega er veitt til að styrkja útgáfu á norrænum bókmenntum í þýðingu á Norðurlöndum. Fyrsta úthlutun nefndarinnar á styr- kjum í þessu skyni 1988 fer fram í júní. Norrænn styrkur til þýðinga á bókmenntum nágrannalandanna Þá mun nefndin einnig í júní úthluta styrkjum til þýð- inga á árinu1988. 75.000 danskar krónur eru til um- ráða, og er þeim fyrst og fremst ætlað að renna til þýðinga úrfæreysku, grænlensku, íslensku og samís- ku á önnur norðurlandamál. Umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá menntamálaráðuneytinu í Reykjavík, eða frá skrif- stofu Ráðherranefndar Norðurlanda í Kaupmanna- höfn. Umsóknarfrestur fyrir báða þessa styrki rennur út 1. apríl 1988. Umsóknir sendist til: Nordisk Ministerrád Store Strandstræde 18 DK-1255 Kobenhavn K, Danmark nessu gamia bilæti at Stalín fylgir svofelldur texti: Stalín er Lenín vorra daga. Við nafn Stalíns tengja sovétþjóðirnar allar sínar framfarir og sigra. Enginn getur sýknað Stalín af því að hann hafi sjálfur skipu- lagt tortímingu verulegs hluta bændastéttarinnar, mennta- mannaog náinnasamstarfs- manna Leníns í flokknum, af því að hann hafi um tveggja áratuga skeið haldið uppi grimmdarofsóknum sem bitn- uðu á miklum fjölda manna, af þeim harmleik sem lék So- vétríkin grátt við upphaf styrj- aldarinnar... Ótti valdkerfisins við uppreisn fólksins hvatti til þess að komið var á altæku kerfi ógnarstjórnar í ríkinu, sem ekki var hægt að losna við nema með dauða leiðtog- ans. Þessar setningar eru úr nýrri grein um Stalínstímann í Sovétr- íkjunum. Sú grein er ekki eftir einhvern „borgaralegan“ sagn- ræðing, né heldur „sósíalista sem hefur gefist upp fyrir áróðri auðvaldsins" eins og einhver kynni að lialda. Þetta er úr grein eftir Viktor Kíseljov, einn þeirra sem um þessar mundir eru að út- skýra fyrir heiminum hvað glas- nost er og perestrojka. Og það er sovéska fréttastofan APN sem dreifir þessari grein. Merkur maður á sinni tíð Sumirspyrja: af hverjueralltaf verið að vesinast með Stalín dauðan? Til hvers er það? Var hann ekki merkur maður á sinni tíð? Af hverju vilja menn „sverta minningu látins manns“ ? (svo notað sé orðalag úr íslenskri blaðaumræðu af öðru tilefni). Margt ber til þess. Og það er Ijóst að sovétmenn á tíð Gorbat- sjovs treysta sér ekki til að skapa þann þunga sem fylgja skuli nauðsynlegum breytingum í landinu nema þeir tali um Stalíns- tímana af meiri alvöru og hrein- skiptni en fyrr. Tilhlaup Khrúsjovs Eins og eldri menn muna var sú tíð að þeir sem trúðu á sjálfsmynd Sovétríkjanna gengu út frá því sem vísu, að Jósef Stalín sæti uppi með alla þá visku og þann kraft sem til þurfti til að greiða götu sósíalismans í heiminum. En þrem árum eftir dauða hans hélt eftirmaður hans í oddvitasæti hjá Kommúnistaflokknum, Níkíta Khrúsjov, fræga leyniræðu á flokksþingi. Þar var talað um af- brot Stalíns mörg og stór gegn miklum fjölda manna, einkum þó kommúnistum og háttsettum herforingjum í Rauða hernum, um óréttmætar ákærur og dauða- dóma og margt fleira, sem hefði m.a. skapað „persónudýrkun" í landinu, truflað „lenínskar grundvallarreglur" í stjórn ríkis- ins og valdið því að Sovétríkin voru illa undir styrjöld við Hitlers-Þýskaland búin. Á þessu fræga „uppgjöri“ Khrúsjovs voru margir annmark- ar, þótt svo það leiddi af sér hjá mörgum sem til þekktu góðar vonir um betri stjórnarhætti og framfarir á ýmsum sviðum. Annmarkarnir voru ekki aðeins í því fólgnir að „hreinsanirnar“ miklu voru áfram hálfgert feimnismál. Sem þýddi að fáir þeirra sem saklausir voru af lífi teknir voru hreinsaðir af ákærum opinberlega, sakborningar í illræmdum Moskvuréttarhöldum 1936-1938 héldu áfram að svífa í lausu lofti. Annað var lakara: hjá Khrúsjov og hans mönnum voru „yfirsjónir" (enn eitt dæmi um það hve feimnisleg orð voru not- uð um afbrot mörg og stór) Sta- líns voru kenndar hans persónu- legum göllum - en að öðru leyti var látið sem Flokkurinn og sós- íalisminn hefðu ekki orðið fyrir neinum teljandi skakkaföllum. Og gætu ekki orðið. aðan af síður voru dregnir af reynslu Stalíns- tímans marktækir lærdómar um að meira en lítið væri að í hinum besta heimi allra heima - m.ö.o. Sovétríkjunum. Þetta varð því allt mjög í skötu- líki. Og eftir að Khrúsjov var steypt af stóli árið 1964 var smám saman horfið frá þeirri hálfvolgu viðleitni til uppgjörs við fortíðina sem hann hafði bryddað upp á. Ritskoðunin sá til þess, að ekki var lengur hægt að segja frá pólit- ískum fangabúðum og þeim sem þar létu líf sitt. Og þegar fram á daga Brézhnévs leið varð opinber viðleitni til að hvítþvo Stalín af syndum (með þögn um „hreinsanirnar" og fleira illt) og 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 28. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.