Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 11
Við Appollonía Schwarzkopf erum að leggja af stað ílangaferð Árni Bergmann rœðir við Þórunni Sigurðardóttur um frœgar óstir ó Bessastöðum á öndverðri 18. öld og grúsksins mikla töframátt Ég er að skoða og grúska í málum Apolloníu Schwarzkopf og Níelsar Fuhrmans amt- manns á Bessastöðum, skoða þann jarðveg sem ég get vonandi notað til að láta eitthvað vaxa upp af, segir Þórunn Sigurðardóttir, sem er nú ráðin hjá Þjóðleikhúsinu til að vinna að leikverki um þessa merkilegu og undar- leguástarsögu. Sem margt hefur verið skrifað um í annálum og af fræði- mönnum og Guðmundur Daní- elsson skrifaði urn skáldsögu sína Hrafnhettu. Heitrofi, hrópa ég á þig Þá er fyrst að rifja upp söguna. Þau Appollonía og Niels voru bæði frá Bergen. Trúlofuð voru þau, en hann sleit trúlofuninni og hún stefndi honum fyrir heitrof. Hann var þá (árið 1718) dæmdur í undirrétti til að giftast henni taf- arlaust. Það gerir Niels Fuhrman ekki, heldur fer til fslands en þar hafði hann verið skipaður amt- maður. Apollonía stefndi honum þá fyrir Hæstarétt (og hann gagnstefnir) en þar var dómur undirréttar staðfestur. Niels átti að giftast konunni strax og borga henni að auki árlega tvo þriðju af launum sínum eða um 200 ríkis- dali meðan það drægist að brúð- kaup þeirra yrði gert. í kirkjukórnum hvfla þau Hér á Bessatsöðum var ráðs- kona hjá Niels Fuhrman sem Katarina Holm hét þegar Apoll- onía kemur á eftir heitmanninum svikula til íslands. Þetta var árið 1722. Næsta vor kemur svo til Bessastaða dóttir ráðskonunnar, Karen Holm og verður hans kær- asta. Býr amtmaður nú með þess- um þrem konum - nýrri kærustu og móður hennar og fyrrum kær- ustu, sem er með Hæstaréttar- dóm upp á vasann um að þessi æðsti maður laga og réttar á ís- landi skuli ganga að eiga hana og enga konu aðra. Þar til Apollonía deyr árið 1724 eftir talsvert mikil veikindi. Ári síðar skrifar svo konungur Raben stiftamtmanni bréf og krefst rannsóknar á dauða hennar, en sá kvittur var upp kominn að eitrað hefði verið fyrir hana. Réttarhaldið stóð lengi og þvældist málið á ýmsa vegu. Annar rannsóknardómar- inn, Hákon Hannesson sýslu- maður, gekk úr dómnum og hinn, Þorleifur Arason sýslumað- ur, kvað svo einn upp dóminn. Hann var vinur Fuhrmans. Og sýknaði alla af ákærum. Katarina Holm fór af landi skömmu síðar, en dóttir hennar Karen býr með amtmanni á Bessastöðum þar til hann deyr árið 1733, 48 ára gamall. Hann var jarðaðiir við hlið Apolloníu í kórnum í Bessastaðakirkju. Síð- ar var Karen jarðsett þar líka og hvíla þau saman öll þrjú. Enginn veit og enginn veit... Vitanlega komumst við aldrei að því hvað raunverulega gerðist. Ég hefi til þessa haft mestan áhuga á furðulegu baksviði þess- ara atburða. Menn láta vel af Ni- els Fuhrman, hann þykir hafa verið góður embættismaður, vel liðinn og kom nokkurri siðbót á hjá embættismönnum sem höfðu allt í sukki margir hverjir. Grand- var maður reyndar - nema þegar hann talar um Apolloníu í bréfum, þá tekur hann upp í sig hvílíkan munnsöfnuð að maður er hissa á því að ritari hans hafi slíkt eftir honum: flest vil ég gera, segir hann á einum stað, annað en svoddan kreatur að ekta. Að sama skapi er Apolloníu um margt borin vel sagan, hún hefur verið vel að sér í ýmsum greinum, en í þessum málum er eins og henni hafi ekki verið með öllu sjálfrátt, svo fast sóttist hún eftir Niels sínum. Þegar farið er að skoða heimildir er eins og maður sjái tvær hliðar á þessum persón- um í senn. Fundin mólsskjöl í Kaupmannahöfn Til að gera mér betur grein fyrir því hvernig þetta byrjaði allt vildi ég fá meira að vita um heitrofsmálaferlin upphaflegu í Kaupmannahöfn. Hæstaréttar- dómar frá þessum árum brunnu í eldi og talið var að gögn mála hefðu farið sömu leið. En Aðal- geir Kristjánsson yfirskjalavörð- ur á Þjóðskjalasafni, sem hefur verið mín hægri hönd við að leita uppi heimildir gaf mér þau ráð sem dugðu. Og á dögunum fann ég ýmislegt fróðlegt í Rigsarkivet í Kaupmannahöfn. Meðal annars upphaflega stefnu Apolloníu á hendur Nielsi Fuhrman fyrir Tamperet svokölluðum. í þeim gögnum kemur m.a. fram að Ni- els Fuhrman býður kærstunni þreföld árslaun sín til að losna við hana. Hann fær skipunarbréf til að vera amtmaður á íslandi, sem er dagsett degi síðar en hún stefn- ir honum fyrir undirrétt og lög- maður hans virðist gera mikið til að fá ísland viðurkennt sem hans varnarþing - til að forðast þessi málaferli. En það tókst semsagt ekki og Tamperet dæmdi hann til að giftast henni þegar í stað. Síðan fann ég í Voteringspro- tokol, miklum doðrant, málss- kjöl frá Hæstarétti og dómsat- kvæði þeirra átta manna sem kváðu upp hæstaréttardóminn - þar sem dómur undirréttar er staðfestur og ákvörðun um með- lag bætt ofan á. Þrír af átta dó- mendum telja reyndar að Apoll- onía eigi ekki kröfu til hjóna- bands en eigi að þiggja af Fu- hrman 1000 ríkisdali í miskabæt- pr, en fimm dæma á hinn veginn. Ógœfumaður Þarna kemur ýmislegt fram sem ég hefi ekki séð í öðrum heimildum. Meðal annars er tal- svert talað þar um heilsuleysi Ap- olloníu Schwarzkopf og gefið í skyn að amtmaður eigi sök á því (áttu þau kannski barn saman áður?). Þess er getið að vinir hans og móðir hafi alltaf verið andvíg þessum ráðahag. Það kemur og fram að Niels Fuhrman greiðir 1000 ríkisdali til að fá skipunarb- réf til íslands - engu líkara en hann sé beinlínis á flótta undan stúlkunni. Sitthvað bætist við úr ýmsum áttum til að moða úr. Niels Fu- hrman er glæsimenni, röggsamur embættismaður, hann er áhuga- maður um náttúrufræði, hann er heppinn í fjármálum (Guðmund- ur ríki í Brokey arfleiðir hann að öllum eigum sínum). En hans einkalíf er allt ógæfulegt. Hann átti reyndar kærustu áður en hann kynntist Apolloníu, en sveik hana - og hún lagði það á hann á banasænginni að hann lenti í margri ógæfu áður en lyki nösum. í Hítardalsannál er það skráð að hann hafi tekið stúlku í fóstur sem dó tólf ára gömul, varð úti líklega í fjörunni á Bessa- stöðum og er þess sérstaklega getið að honum hafi fallið það mjög þunglega. Og hann giftist aldrei, ekki Karen heldur. Að lesa ó milli lína Heimildir eru um margt furðu mælskar, en maður verður að taka öllu með fyrirvara og reyna að lesa á milli lína. Það fer t.d. furðu vel á með Apolloníu og Karen, það er fyrst og fremst móðir Karenar, ráðskonan Kat- arina, sem fjandskapast út í Ap- olloníu. Tveir af æðstu mönnum landsins, Niels Kjer vísilögmaður á Nesi við Seltjörn og Wulf land- fógeti, sem einnig býr á Bessa- stöðum, vitna báðir gegn Katar- inu Holm. Wulf er sérstaklega mælskur um þá meðferð sem Ap- ollonía hefur sætt og uppsker fyrir fjandskap Fuhrmans, sem leggur sig mjög fram um að fría sitt lið ámælis. Og þá mætti spyrja: Var Wulf kannski ástfanginn af Apolloníu? Ef sag- an um eiturbyrlunina er lygi, hvers vegna kemst hún þá á kreik? Hvað eigum við að halda um þessa þrjá möguleika hér: að Appolonía hafi verið drepin á eitri, að hún hafi fyrifarið sér, að hún hafi veslast upp í sorg og eymd? Möguleikarnir eru margir þótt við sjáum fyrir okkur sæmilega þekkt mynstur: kona (eða karl) fær ekki þann (þá) sem hún vill og leggur slíka ofurást á þann sem hafnar, að ekki getur vel farið. Þótt svo Niels Fuhrman hafi vafa- laust verið hrifinn af sinni Apoll- oniu og tekið henni allvel þegar hún barði upp á Bessastöðum. Kannski ætlaði hann að hlýða dómi Hæstaréttar - þótt svo einn dómenda hafi á það minnt rétti- Iega að „engin lög geta bundið fólk samarí*. En síðar kemur Karen til og hann lokar Apollon- íu inni og lemur hana, þau slást eins og hundur og köttur - en ekki gerir fólk slíkt í fullkomnu ástríðuleysi. En hvað um það: þetta eru svo heillandi persónur að maður losnar ekki við þær all- an sólarhringinn. Með nesti og nýja skó Þetta grúsk Þórunn, hvert ber það þig? I hvern ranghalann af öðrum þar sem ég flækist í hinum og þessum smáatriðum sem vonandi gefa mér einhverjar nýjar hug- myndir. Ég lít svo á að ég sé að búa mér til jarðveg sem verði full- ur með vísbendingar og fleira gott, en maður verður nátturlega að skálda upp úr öllu saman. Þetta er langt ferðalag sem við Apollonía erum að byrja og ég er rétt farin að taka til nesti og nýja skó. Ég sit mikið á Landsbókasafn- inu sem er eins og vin í eyðimörk með rósemd og frið og fræði og það er feiknalega gaman að grúska - verst maður getur hæg- lega týnt sér í því og skrifar kann- ski aldrei neitt sjálfur. Stundum er verið að tala um það að skrifandi fólk festi sig um of í fortíðarrugli og þar fram eftir götum og enginn skilji í raun og veru neitt til að fjalla um það nema það sem er að gerast hér og nú. En mér finnst að í leikhúsinu komi persónur ekkert nær mér með því að klæðast eins og maður sjálfur eða gera tilkall til sama fæðingarárs. Það er aftur á móti gaman að sjá skyldleikann í því sem menn glíma við á öllum tím- um - og þá með þvf að sýna tíð- indi úr öðrum tíma. Líka vegna þess að ekkert eitt svar áreiðan- legt er til og síst um ástir þeirra Apolloníu Schwarzkopf og Niels- ar Fuhrmans. Sunnudagur 28. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Lá mörgum gott orð til hennar Þessi stúlka, Apollonie Svartzkopf, haföi áður í Kaupenhafn klagað til amtmannsins að brugðið hefði við sig eiginorði og vann það mál bæði fyrir consistorio og hæstarétti, svo hann skyldaðíst til að ekta hana og tilhlýðilega að forsorga svo lengi sem það frestaðist. Kom hún því hingað á Hólmsskipi fyrir fardaga anno 1722, meinti geð hans kynni að mýkjast, en lúðurinn vildi eigi svo láta. Samt var hún á hans kost til þess er hún deyði. Var sögð vel að sér og lá mörgum hér á landi gott orð til hennar, sem við hana kynntust, þóttist og mega reiða sig upp á liðsinni góðs fólks í sínu landi. HÍTARDALSANNÁLL. Skarpvitur maður og vel lœrður Amtmaður Fuhrman var með hærri mönnum á vöxt, fyrirmannlegur, skarpvitur, vel talandi, forfarinn í flestum lærdómslistum og tungumál- um, svo ég efast um hvort hér hafi verið lærðari veraldleguryfirmaður, þar með var hann friðsamur, Ijúfur, lítillátur, glaðsinnaður og veitinga- samur. Á alþingi var oftast nær alsetið (kringum hans borð um máltíð af fyrirmönnum landsins og hans góðum vinum, er hann lét til sín kalla. Sótti hann ekki eftir neins manns falli eður hrösun, stundaði til að halda landinu við friö og landsrétt. Hann var hér amtmaður 15 ár, vandséð hvað fljótt ísland fær hans líka í öllu. Jón Halldórsson í Hítardal í HIRÐSTJÓRA-ANNÁL. Hvað honum féll þunglega Nálægt Jónsmessu um sumarið dó á Bessastöðum jómfrú Appoll- onia Svartzkopf, þar um ei fleira. - Um veturinn áður, eftir jól á sunnudagskveld, hvarf þar 12 vetra gömul stúlka, hét Guðrún Björns- dóttir, tekin af amtmanninum til fósturs, fannst þar látin í fjörunni, hvað honum féll þunglega; var sómalega grafin. HÍT ARD ALS ANNÁLL. Óskaði honum mikils ills og ógœfu Barmar hann sér mjög í bréfi til stiftamtmanns yfir þeirri illu meðferð sem hann hafi mátt þola í þessu auma landi vegna þessara málaferla. Má nærri geta, að þetta hafa heldur engar sældarstundir verið fyrir amtmann. Er sem hrinið hafi á honum bölbænir stúlku þeirrar er Appollonía sagði landfógeta frá að hefði veslast upp af þunglyndi, vegna þess að Fuhrman hefði verið trúlofaður henni fyrrum og svikið hana í tryggöum, kvað hún hana hafa í veikindum hennar óskað honum mikils ills og ógæfu og að það mætti koma yfir hann áður en hann dæi. Sú ósk hefur orðið uppfyllt í ríkum mæli. MATTHlAS ÞÓRÐARSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.