Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 8
Öryggismálin endurmetin í Ijósi I nf- samningsins Minnisbrot úr Nato-ferð til Brussel „Það kom alveg flatt upp á okkur að Sovétmenn skyldu fallast á Inf-samkomulagið um útrýmingu allra meðal- drægraeldflauga," sögðu þrír háttsettir herforingjar í höfuð- stöðum hins sameiginlega herafla NATO í samræðum við okkur átta íslenska blaða- menn í NATO-heimsókninni á dögunum. „Það hafði ekki hvarflað að okkur að Sovétmenn væru tilbún- ir til að undirrita slíkan samn- ing;“ sögðu þeir. Astæðurnar voru tvær: í fyrsta lagi gengust Sovétmenn inn á að eyðileggja um þrefait fleiri kjarn- orkusprengjuodda en NATOrík- in (3000 á móti 890) og rúmlega tvöfalt fleiri eldflaugar (1752 á móti 817). í öðru lagi lögðu So- vétmenn sjálfir fram ítarlegar til- lögur um eftirlit með framkvæmd samningsins í smáatriðum, sem var algjör stefnubreyting frá fyrri afstöðu þeirra í afvopnunarvið- ræðunum. „Fyrir okkur, sem höfðum um árabil lagt alla okkar orku í að undirstrika nauðsyn uppsetning- ar meðaldrægu eldflauganna í Evrópu, var það sálfræðilega erf- itt að gangast inn á að þessar eldf- laugar yrðu nú skyndilega eyði- lagðar, en við gátum ekki annað en viðurkennt að samningur þessi var okkur hagstæður, ekki síst fyrir það fordæmi sem hann gaf,“ sögðu herforingjarnir. En viður- kenndu þó að ýmsir úr þeirra hópi hefðu ekki verið sama sinn- is, þar á meðal Rogers hershöfð- ingi, yfirmaður herafla NATO, en hann lét af störfum hálfu ári áður en samningurinn var undir- ritaður. Þáttaskil Inf-samningsins Þetta var kannski ein athygl- isverðasta yfirlýsingin sem við fengum í þessari heimsókn til höfnðstöðva NATO, og hún var til þess fallin að færa stoðir undir þá tilgátu, sem bandaríski próf- essorinn sem ræddi við okkur í Menningarstofnuninni áður en við fórum af stað setti fram: að Reagan hafi ekki meint það í al- vöru þegar hann lagði fram til- lögu sína um 0-lausn á sínum tíma í janúar 1983, og að það hafi verið innri aðstæður framar öðru eins og íran/Contra-málið og fjár- lagahallinn sem hafi þvingað hann til þess að gerast talsmaður vígbúnaðareftirlits í lok forseta- ferils síns. En hvað sem því líður, þá er Inf-samningurinn nú túlkaður í NATO-kreðsum sem jákvæður árangur þeirrar stefnu sem NATO tók upp með tvíhliða ákvörðun sinni frá því í desember 1979: að setja upp meðaldrægar bandarískar eldflaugar í Evrópu sem andsvar við sovésku SS 20 eldflaugunum og setjast hins veg- ar að samningaborðinu um eyðingu þessara vopna. Samn- ingurinn sýni að andstæðingar Pershing-eldflauganna hafi haft rangt fyrir sér, uppsetning þeirra hafi í raun leitt til fækkunar kjarnorkuvopna í álfunni. Hins vegar, segja menn, getur þessi velgengni NATO einnig átt eftir að reynast bandalaginu hættuleg: uppsetning Pershing- eldflauganna hafi skapað slíka andstöðu gegn og slíka umræðu um kjarnorkuvopnin í Evrópu, einkum í V-Þýskalandi og Bret- landi, að almenningsálitið sætti sig ekki við annað en að áfram verði haldið í takmörkun og eyðingu þessara vopna. Slík um- ræða býður enn upp á hættu á klofningi í bandalaginu, eins og þegar hefur komið fram í ágrein- ingnum á milli V-Þjóðverja ann- ars vegar og Bandaríkjamanna, Breta og Frakka hins vegar um endurnýjun skammdrægra kjarn- orkuvopna í V-Þýskalandi. Sumir hafa reyndar líka séð brottfluttning þessara banda- rísku kjarnorkueldflauga frá Evr- ópu sem upphaf þess að Banda- ríkjamenn láti Evrópubúa eina um varnir sínar. En hverjum sem ber að þakka þann mikilsverða árangur sem felst í Inf-samningnum, þá er engum blöðum um það að fletta að hann markar þáttaskil. Þótt þau kjarnorkuvopn sem þar var um samið séu ekki nema lítið brot af kjarnorkuvopnaforðabúri stórveldanna, þá felur samning- urinn engu að síður í sér að bæði hernaðarbandalögin viðurkenna í fyrsta skipti í verki að það sé leið til aukins öryggis að kjarnorku- vopnunum sé fækkað. Og þannig styrkir samningurinn kröfu al- mennings um að enn lengra verði gengið í fækkun og útrýmingu kjarnorkuvopna. Tvíeggjuð Glasnost Atlantshafsbandalagið stendur greinilega frammi fyrir nokkrum vanda þar sem er Glasnost-stefna Gorbatsjovs og sókn hans til aukinnar afvopnunar og bættrar sambúðar austurs og vesturs. Greinilegt var að heyra af við- mælendum okkar að þeir voru ekki allir á einu máli um það hvernig Atlantshafsbandalagið ætti að bregðast við breyttum við- horfum í Sovétríkjunum. Hátt- settur sérfræðingur í samningum austurs og vesturs um takmörkun vígbúnaðar, sem greinilega mátti telja fulltrúa íhaldssömustu sjón- armiðanna innan bandalagsins, orðaði þetta svo í samtali við okk- ur, að nú eftir Inf-samninginn færu efasemdir um ágæti vígbúnaðareftirlits vaxandi af tveimur ástæðum: samningar um takmörkun vopna gætu aldrei tryggt öryggi nema jafnframt kæmi til pólitískur stöðugleiki. Það væri varla gerlegt að semja um frekari takmörkun vopna við Sovétmenn nema þeir gæfu til dæmis frekar eftir í mannréttindamálum. Hins vegar sá þessi sami sér- fræðingur þá hættu við glasnost- stefnu Gorbatsjovs, að hún leiddi til upplausnar og aukinna frels- iskrafna í Evrópuríkjunum, og gagnvart slíkri hættu þyrftu NATO-ríkin lfka að standa við- búin með aukinni vígvæðingu. Semsagt, hvernig sem á málin var litið, þá þurfti að auka vígbúnað- inn. „Vígbúnaðareftirlit er að- eins af hinu góða ef það þjónar okkar hagsmunum," sagði þessi vígreifi sérfræðingur, sem óttað- ist greinilega aukinn þrýsting al- menningsálitsins í V-Evrópu til frekari fækkunar vopna í kjölfar Inf-samningsins. Evrópa enn í sárum Það var þó langt frá því að allir viðmælendur okkar töluðu í þess- um anda, en þess ber að geta að viðmælendur okkar töluðu út frá sínum persónulegu skoðunum, og var farið fram á það við okkur að í þá yrði ekki vitnað öðruvísi en sem háttsetta starfsmenn NATO. Þegar ég spurði háttsettan yfir- mann bandarísku sendinefndar- innar hjá NATO hvaða augum hann liti þann boðskap Gorbat- sjovs að hin gagnkvæma ögrun væri ekki lengur leið til þess að skapa öryggi; nú þyrfti nýjan hugsunarhátt sem fælist í því að ganga út frá sameiginlegu öryggi austurs og vesturs, þá sagði hann: Þessu er ég sammála. Stríð hefur ekki lengur gildi sem valkostur í samskiptum austurs og vesturs. En það er ekki alltaf samræmi í því sem Gorbatsjov segir í opin- berum ræðum og því sem samn- ingamenn hans leggja fram við samningaborðið. Við eigum eftir að sjá hvað þetta þýðir við samn- ingaborðið þegar farið verður að tala til dæmis um ýmsar efndir Helsinki-sáttmálans og eftirlit með fækkun vopna, til dæmis hefðbundinna vopna í Evrópu. Þessi sami yfirmaður í fasta- nefnd Bandaríkjanna hjá NATO hafði einnig ýmis athyglisverð sjónarmið fram að færa þegar hann var inntur eftir ástæðunni fyrir því hversu lítils Evrópuríkin mættu sín innan bandalagsins. - Það hefur sýnt sig að síðari heimsstyrjöldin hefur skilið eftir sig dýpri spor í Evrópu en menn hafa almennt áttað sig á, sagði hann. Og það á við um ríkin í báðum hlutum álfunnar. Það er tvennt sem íþyngir Vesturevr- ópu: úrelt þjóðernishyggja og skortur á vilja til að láta til sín taka sem sameiginlegt afl. Við Bandaríkjamenn erum ekki á móti því að Evrópa sýni frum- kvæði innan bandalagsins. Við Iítum það til dæmis jákvæðum augum að V-Þjóðverjar og Frakkar skuli nú hafa gert með sér sérstakan varnarsamning. Það verður að okkar mati til þess 8 SÍDA - ÞJÓÐVILJiNN Sunnudagur 28. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.