Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 9
Skammdræg bandarísk eldflaug af gerðinni Lance. Endurnýjun þessara eldflauga er nú orðin helsta deiluefnið innan NATO.
að styrkja hinn „evrópska fót“
bandalagsins, sem við teljum
bláttáfram nauðsynlegt. Þessi
bandaríski fulltrúi sagði að stund-
um kæmi að því í sögunni að stór-
veldi yrðu eins og tæmd af öllum
þrótti. Evrópa hefði getið af sér
Bandaríkin og öll menning Vest-
urlanda væri frá henni komin. En
reynsla síðari heimsstyrjaldar-
innar hefði gengið það nærri álf-
unni að nú ætti hún ekki sama
frumkvæðið. Enginn hefði lýst
þessu betur en tékkneski útlaga-
rithöfundurinn Milan Kundera í
bók sinni „Óbærilegur léttleiki
tilverunnar“, sem reyndar kom
út í íslenskri þýðingu í fyrra: hinn
óbærilegi léttleiki tilverunnar
fælist meðal annars í því að síðari
heimsstyrjöldin og afleiðingar
hennar hefðu kippt fótunum
undan þeirri sögulegu hefð og
þeirri menningarlegu einingu og
krafti sem Evrópa bjð yfir. Eftir
stæði ekkert nema tómleikatil-
finning in og þessi óbærilegi létt-
leiki tilverunnar. Það er þrennt
sem stórveldi þurfa til þess að
geta blómstrað, sagði hann: rétt-
læti, vilja og efnahagslegan vöxt.
Á meðan Sovétríkin og A-
Evrópuríkin skortir réttlætið, þá
skortir V-Evrópuríkin viljann.
Þessar fílósófísku vangaveltur
voru hinar fróðlegustu og komu á
óvart úr þessum herbúðum og
báru jafnframt vitni um að þessi
viðmælandi okkar hafði traustari
þekkingu á evrópskum sjónar-
miðum en algengt er að finna
meðal Bandaríkjamanna.
V-Þýskaland
veiki hlekkurinn?
Flestir viðmælenda komu orð-
um að því vandamáli sem banda-
lagið stæði frammi fyrir í Evrópu
nú þegar frekari viðræður um
takmörkun vígbúnaðar í álfunni
stæðu fyrir dyrum. Þar virtust
flestir hafa miklar áhyggjur af
þeim sjónarmiðum, sem hefðu
orðið áberandi í V-Þýskalandi
undanfarið, að V-Þjóðverjar
væru undir meiri hernaðarlegum
þrýstingi en aðrar þjóðir banda-
lagsins. Sú krafa hefur verið ofar-
lega í V-Þýskalandi, að gengið
verði að tillögum Gorbatsjovs
um svokallaða þnðju núll-lausn
um eyðingu skammdrægra eld-
flauga (sem draga innan við 500
km) í álfunni. Stærstur hluti þess-
ara bandarísku vopna, sem eru af
Lancet-gerð, eru staðsett í V-
Þýskalandi.
Bandaríkjamenn, Bretar og
Frakkar hafa lagst gegn þriðju
núll-lausninni og borið fyrir sig
að eyðing kjarnorkuvopna í álf-
unni myndi enn auka á freistingu
Austurblokkarinnar að færa sér
magnyfirburði í hefðbundnum
vígbúnaði í nyt með hefðbund-
inni innrás. Vesturþjóðverjar
hafa svarað á móti að ekkert væri
því til fyrirstöðu að semja jafn-
framt um fækkun hefðbundins
herafla. Vesturþýska tímaritið
Der Spiegel bregður reyndar
nýju ljósi á þessa deilu í síðasta
hefti sínu, þar sem tímaritið seg-
ist hafa heimildir fyrir því að
fjöldi bandarískra Lancet-
eldflauga í Evrópu sé mun meiri
en þeir hafi gefið upp við Sovét-
menn og því séu þeir ófúsir .að
opna bókhald sitt yfir þessar
flaugar fyrir Sovétmönnum við
samningaborðið. Nefnir blaðið
ákveðnar tölur í þessu sambandi.
NATO-ríkin munu hafa
ákveðið á fundi NATO-ráðsins í'
Montebello í Kanada 1983 að
endurnýja þessi skammdrægu
flugskeyti. Kohl kanslari V-
Þýskalands, sem er eins og á milli
steins og sleggju í þessu máli, hef-
ur lagt til að endurnýjun verði
frestað þar til NATO-ríkin hafi
mótað heildarstefnu í afvopnun-
arviðræðunum og hvernig bregð-
ast eigi við friðartillögum Gor-
batsjovs. En ljóst er að almenn-
ingsálitið í V-Þýskalandi vill að
gengið verði að tillögum Gorbat-
sjovs um 3. núlllausnina.
ísland?
- ósökkvandi
birgðaskip
Þegar spurt var um hlutverk ís-
lands í samstarfi NATO-ríkjanna
fékkst yfirleitt sama svarið: ís-
land er ósökkvandi birgðaskip og
gegnir ómetanlegu hlutverki fyrir
NATO. „Það eru þrjú svæði sem
gegna álíka mikilvægu hlutverki
hernaðarlega fyrir NATO, sagði
einn flotaforinginn: „Dardanell-
asundið, Gíbraltar og ísland.
Mikilvægi íslands sést best af
þeim miklu framkvæmdum sem
nú standa yfir og eru fyrírhugaðar
á íslandi,“ sagði hann. Þar ber
hæst að NATO,“ hyggst reisa 5
nýjar langdrægar radarstöðvar á
íslandi á næstu 10 árum. Fyrir
utan nýja stjórnstöð, birgðag-
eymslu í Helguvík o.fl. „Það eru
margar áætlanir í gangi varðandi
ísland," sagði hann. „Ein þeirra
varðar nauðsynlegan varaflu-
gvöll í N-Atlantshafi. Slíkur flu-
gvöllur mun bæði auka öryggi og
spara eldsneyti, og nú er nefnd á
vegum NATO að kanna heppil-
egasta staðsetningu hans. Auk ís-
lands hafa Færeyjar og Grænland
komið til greina. Landfræðilega
séð væri Grænland kannski
heppilegast“, sagði hann, „en
kostnaður væri trúlega of mikill
þar.“ Því væri ísland mjög inn í
myndinni sem hugsanlegur stað-
ur fyrir varaflugvöll. Og hann
bætti því við að næsta sumar
mættum við búast við að sjá nýtt
„rannsóknaskip“ frá NATO á ís-
landsmiðum. Það er fyrsta skipið
sem bandalagsríkin eignast sam-
eiginlega. Það heitir „Alliance",
hefur heimahöfn á Ítalíu og fyrsta
„rannsóknaverkefni" þess verður
hér í Norðurhöfum.
Þegar flotaforingi þessi var
spurður að því hvort ferðir so-
véskra kafbáta væru tíðar í nám-
unda við ísland var á honum að
skilja að svo væri ekki lengur. So-
vétmenn hefðu eignast nýja kyn-
slóð kafbáta sem væri búin lang-
drægum kjarnorkuvopnum, og
bátar þessir ættu sér kjörstað
undir ísnum við Norðurpólinn
eða þá á Barentshafi.
Nœstu ófangar
Þegar talið barst að næstu
áföngum í viðræðum við Austur-
blokkina um vígbúnaðareftirlit
og fækkun vopna voru yfirleitt
sömu svörin uppi. Fyrst þarf að
semja um hefðbundin vopn. Þá
efnavopn og síðast kjarnorku-
vopnin. Og menn vildu vara við
nokkurri bjartsýni: samningum
um hefðbundinn vígbúnað fylgir
svo flókið eftirlit að það getur
reynst mjög erfitt í framkvæmd.
Var svo að heyra á sumum her-
foringjunum að þeir hugsuðu til
þess með nokkrum hryllingi að
hafa yfir sér sovéska eftirlits-
menn svo að segja við hverja
hreyfingu á hinum hefðbundna
herafla. Og það var einmitt það
sem kom þeim hvað mest á óvart,
hversu fús Gorbatsjov virtist til
þess að hleypa vestrænum eftir-
litsmönnum inn á sig. Þar hefði
orðið grundvallarbreyting á af-
stöðu frá fyrirrennurum hans.
Án þess að það kæmi beinlínis
fram á þessum fundum okkar, þá
fékk maður það á tilfinninguna
að breytingin sem orðið hefur við
valdatöku Gorbatsjovs sé ekki
hvað síst fólgin í því að Sovét-
menn eru nú farnir að tala tung-
umál sem er skiljanlegra og meira
í takt við það sem NATO-ríkin
hafa notað. Slagorðin hafa í um-
ræðunni vikið fyrir hlutlægari og
áþreifanlegri umræðu. Og það
sem skiptir kannski ekki minnstu
máli: báðir aðilar virðast nú vera
sammála um að leggja niður þann
tilgangslitla talnasamanburð sem
einkenndi áróðursstríðið fyrir
fáum árum. Aðilar virðast sam-
mála um að það sé hernaðarmátt-
urinn í heild sinni en ekki töl-
fræðilegur samanburður sem
skipti máli við samningaborðið,
og þá hefur talsverðri hindrun
verið vikið úr vegi að því er ætla
mætti. Því er þrátt fyrir allt frekar
ástæða til bjartsýni nú en oft áður
um að NATO og Varsjárbanda-
lagið geti í sameiningu komist að
þeirri niðurstöðu að vígbúnað-
arkapphlaupið í þeirri mynd sem
það hefur verið háð sé ekki til
þess fallið að auka öryggið. En
ljóst er þó að almenningsálitið
mun ráða úrslitum um það hvort
einhver raunverulegur árangur
muni nást í náinni framtíð.
í þriðju og síðustu greininni í
þessum greinaflokki frá Brussel
mun ég reyna að draga nokkrar
ályktanir um stöðu íslands í Evr-
ópu og innan Atlantshafsbandal-
agsins í ljósi breyttra viðhorfa. Þá
mun ég um leið svara nokkrum
þeim viðbrögðum sem birst hafa
á síðum blaðsins við skrifum mín-
um um þessi mál.
-ólg
Sunnudagur 28. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9