Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 13
mg Gísli Gestsson sá um Ijósmyndun við uppgröftinn. Hór er hann að Ijósmynda Pál biskup Jónsson. Herra Páll er örugglega eini Oddaverjinn sem festur hefur verið á filmu. Steinþró Páls biskups Jónssonar Merkasti fundurviðrannsóknirnaríSkálholti 1954. Bein Oddaverjans tekin upp. Ekki í fyrsta skipti sem raskað er grafarró biskupsins. Óvíst að annað eins tákn og stórmerki íslenskrar sögu verði nokkurn tíma grafið úr jörðu. í nýútkominni Skálholtsbók máfinna lýsingu Kristjáns Eldjárns á þvíhvernig þeim, semað rannsókninni stóðu, varð við þegarsteinþróin kom í leitirnar. Kristján hefurfærtnákvæma dagbók meðan á rannsóknunum stóð og hann byggir frásögn sína m.a. ádagbókarfærslunum. Við grípum hér niður í þann kafla bókarinnar, sem Kristján kallar „Gröf Páls biskups Jónssonar". Fyrir og eftir. Hauskúpa Jóns biskups Vídalín og mynd af herra Jóni sem birtist í Nýjum fólagsritum og er hann þar sagður hafa verið „vel í vexti, og limaður vel, fríður sýnum og tígu- legur, snareygur mjög og að öllu vel farinn." Herra Jón lést á ferðalagi 1720. Egypsk stemning Þennan dag, mánudaginn 23. ágúst, og svo á þriðjudag, hinn 24. ágúst, spurðust tíðindin og fréttamenn höfðu sig á kreik. Pann dag skrifaði ég í dagbók. „í dag höfum við grafíð niður á lok- ið á kistu Páls Jónssonar. Hún er mjög falleg, 2 m á lengd. Það er fullkomlega egypzk stemning yfír henni.“ Skálholt Fomleifa- rannsóknir 1954-1958 Bókaforlagið Lögberg hefur sent frá sér bókina Skálholt, fornleifarannsóknirnar 1954- 1958. Útgáfan er gerð í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið og var útgáfudagurinn 24. febrú- ar en þann dag varð safnið 125 ára. í formála Harðar Ágústssonar kemur fram að um er að ræða fyrra bindið af tveimur um Skál- holt. Þessu verki um Skálholts- stað er að sögn Harðar ætlað að vera upphaf að ritröð um staði og kirkjur. í kjölfar Skálholts mun um fylgja tveggja binda verk Laufás í Eyjafirði og eitt bindi um Mosfell í Grímsnesi. í síðara bindinu um Skálholt verður fjallað um sögu staðarins. í því bindi, sem nú hefur komið út, er ávarp Sigurbjörns Einars- sonar, kveðjuorð Þórs Magnús- sonar og formáli Harðar Ágústs- sonar. Meginefnið er eftir Krist- ján Eldjárn auk Jóns Steffensen og Haakons Christie. Bókin, sem er 228 síður í stóru broti, er helguð minningu Krist- jáns Eldjárns. ÓP Prófessor Sigurbjörn Einars- son kom austur, og Magnús Már Lárusson sendi svohljóðandi skeyti: „Húrra húrra húrra, kveðjur, Magnús Már.“ Var þessa daga unnið að því með gætni að hreinsa til kringum kist- una, og kom hún smátt og smátt í ljós í öllum sínum stórfengleik. Þetta var seinlegt verk, ekki síst vegna þess að allt í kringum kist- una voru leifar af miðaldagröfum sem gefa þurfti fullan gaum, en þar voru kistur allar gjörfúnar og sáust yfirleitt aðeins sem svört strik í moldinni. Hinn 25. ágúst var rigning nokkur svo að lítt eða ekki var unnið á þessu svæði. Seinnipart vikunnar var svo hald- ið áfram, en ekki þótti enn kom- inn tími til að lyfta lokinu, og var ekki laust við að ýmsir ættu erfitt með að hemja forvitni sína og jafnvel létu í það skína að við værum úr undarlegu efni gerðir að geta stillt okkur um að skyg- gnast í kistuna. Við létum það ekkert á okkur fá en hugsuðum okkur enn sem fyrr að gera það ekki fyrr en við hefðum kannað allt hið ytra og sæta síðan lagi þegar veður væri sem hagstæðast. Þar kom þó að menntamála- ráðherra, sem þá var dr. Bjarni Benediktsson, lét þau orð berast til okkar að hann vildi vera við- staddur þegar lokinu væri lyft. Sjálfsagt var að verða við því, og þá var ekki um annað að gera en ákveða einhvem tiltekinn dag. Vildi nú svo til að haldin var prestastefna, messað í Skálholts- kirkju og síðan fram haldið stefn- unni daginn eftir, mánudaginn 30. ágúst. Þótti þá eðlilegt að prestar fengju að sjá hvað í kist- unni væri, og var nú ákveðið að lyfta lokinu mánudaginn hinn 30. ágúst eftir hádegi. Var nú allt hreinsað eftir föngum um helgina og búið sem best undir þá athöfn sem sýnilegt var að nú yrði að halda, þótt ætlun okkar hefði helst verið að vinna þetta verk í kyrrþey. Og stundin rann upp. í dagbók rannsóknanna skrifaði ég að kvöldi dags það sem hér fer á eftir: Te deum (mjög langt) „Skömmu eftir kl. 11 fóm gest- ir að koma á vettvang því að eitthvað hafði það spurzt að við ætluðum að opna steinkistuna. Daginn höfðum við valið vegna þess að prestastefnuna átti að halda hér með biskup í broddi fyikingar. Biskup var þá Ás- mundur Guðmundsson. Prest- arnir komu rétt upp úr kl. 2. Höfðum við þá gert allar ráðstaf- anir til að hefja lokið af kistunni. Steinsmiður og flutningamaður úr Reykjavík voru hér til að að- stoða. Okkur var hugleikið að undirbúa allt vel því að nokkrir fyrirmenn höfðu látið í ljós ósk um að vera viðstaddir. Þeir fóru svo að streyma að í bílum frá Reykjavík, meðal annars menntamálaráðherra, kirkju- málaráðherra, fjármálaráðherra. Til samans voru viðstaddir um 100 manns. Það sletti regni öðru hverju, veðrið heldur dumbungs- legt og óskemmtilegt, en ekki kalt. Klukkan þrjú átti að lyfta lokinu. Menn voru mjög spenntir. Ég sagði nokkur orð um hvernig kistan fannst og hvar hún hefði verið í hinni fornu kirkju. Síðan sungu prestarnir (mjög langt) Te deum, en á meðan fór að rigna meira og enn meira svo að allt varð rennblautt. Síðan gengu vorir sterku menn fram undir stjóm flutningamannsins og tóku til við að lyfta vestasta hluta loksins (það er brotið í þrjá hluta). Þá tók til að rigna í alvöru, og heljarmikil skúr steyptist nið- ur. Þeir hófu lokið með gætni, og sjá: Rauðbrún höfuðkúpa á stalli vestast í kistunni og bagall á hægri öxl. engin mold, ekkert vatn. Það bezta hafði rætzt. Allir voru djúpt snortnir og stemning- in andagtug. Skýfall Nú gengu okkar menn aftur að kistunni og tóku miðhluta loks- ins. Það rigndi og rigndi, oig nú varð þvílíkt skýfall að enginn við- staddur minntist annars eins allt sumarið. Regnið streyndi niður af vaxandi magni. Menn þóttust skynja einhvem vilja bak við þennan ofsa náttúrunnar. Við flýttum okkur að breiða yfír ki- stuna til þess að hún fylltist ekki af vatni. Þegar nokkuð dró úr rigningunni tókum við austasta hluta loksins, og nú gátu við- staddir virt fyrir sér allt innihald steinþróarinnar. Beinagrindin falleg og hrein, bagallinn fagur- lega útskorinn með dýramynd- um, ofan á fótleggjunum hrúga af brenndum mannabeinum og gjalli.“ Sunnudagur 28. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.