Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Blaðsíða 15
Forsetaleitin Fréttaskýring „Þá vantar alltaf vana menn, í Bandaríkjunum." - Stuðmenn. Forseti Bandaríkjanna. Þetta erekki léttvægur titill. Valda- mesti maöur heims erstund- um sagt og sjálfsagt eitthvað til í því. Frægasti maður heims er alla vega ekki fjarri lagi. Maður var ekki hár í íslensku lofti þegar maður vissi vel hver þá hélt í valdaspottana í Hvíta húsinu og batt þar eða leysti marga af helstu vand- amálahnútum heimsins. John Fitzgerald Kennedy, svaraði maður af fjögurra ára gamalli einbeitni í hverju barnaafmæ- linu á fætur öðru og bætti svo við af enn frekari sannfæringu nafni varaforsetans Lyndons B. Johnsons með áherslu á B-ið. Þar með var sigur unn- inn í spurningakeppninni og maður fór heim með verð- launin, Bandaríkin, sagastór- þjóðar. Og alla tíö síðan hefur það ver- ið spennandi fréttahobbý manns að fýlgjast með og spá í verðandi og óverðuga forseta U.S.A. Kosningabarátta þeirra, stíl og framkomu svo og fráföll þeirra, tilræði og kosningatöp. Hver man ekki eftir Nixon - Humph- rey, Nixon - McGovern, Ford - Carter og Carter - Reagan eða Reagan - Mondale. Allt hafa þetta verið skemmtilegir baráttu- leikir (þó vart sá síðasttaldi) með óvæntum uppákomum og dram- atískum endi, sem hafa algerlega stolið athygli manns frá gjörðum þessara manna þegar í embætti var komið. Persónustríðin eru alltaf skemmtilegri en málefna- legir eftirmálar. Petta ættu ís- lendingar vel að þekkja. Og enn er nú komið að því að velja nýjan forseta Bandaríkj- anna. Staðan er laus frá og með næstu áramótum og menn þegar farnir að sækja um unnvörpum. í hópum skeiða menn nú fram á stjórnvöllinn og berja brjóst sín í eigin auglýsingaskyni. Demó- kratar og Repúblikanar, auk allmargra utangarðsmanna. Það er fróðlegt að fylgjast með því hvernig forsetaleitin fer fram hér í kanans landi og alltaf er eitthvað frétthæft af henni í hverjum fréttatíma hér, á hverri sjón- varpsrás. Alls eru Demókratarnir sjö sem sækjast eftir útnefningu síns flokks og eru í gárungatali einatt nefndir dvergarnir sjö, vegna þess hve illa þeim hefur gengið að greina sig hvern frá öðrum og rísa upp úr meðalmennskunni. f fljótu bragði er varla á milli þeirra greinandi og skarar enginn fram úr, en eru aðeins þekkjan- legir á hinum ýmsu líkams- og karakter-einkennum. Af jafningjum er um þessar mundir þingmaðurinn frá Misso- uri, Dick Gephardt með hvað mesta fylgið í skoðanakönnunum sem hann byggir aðallega á and- japönskum áróðri og augnabrún- um sínum sem hann lét dekkja í fýlgisskyni, en þær höfðu áður mjög háð honum í flennibirtu sjónvarpssala, enda maðurinn bjartur yfirlitum. Mike Dukakis, gríski tæknikratinn frá Boston hefur hinsvegar mestu og bestu augnabrúnir í forsetaframbjóð- endasögunni og flaggar þeim mjög á fundum í takt við vissa tegund handahreyfingar sem er á leið með að fara í taugarnar á manni nú þegar og hvað þá ef hann yrði nú forseti. Honum háir hinsvegar axlabreiddin sem er afar lítil og nær honum vart út fyrir eyru. Fyrir vikið er þetta lítið annað en vel gerður haus á magnlitlum búki sem einnig er góð lýsing á stefnuskrá hans, en hún er auk leiðinda mest tækni- legs eðlis. Sá þriðji í röðinni er svo Paul Simon sem oft hefur ver- ið ruglað saman við Art Garfunk- el, sem þó hefur ekki háð honum hingað til. Það hafa heldur ekki gert ytri einkenni hans sem í byrj- un virtust ætla að koma í veg fyrir pólitískan frama. Gleraugu á stærð við fljúgandi diska og eyrnasneplar sem mælst hafa 750 grömm á þyngd hvor, auk slauf- unnar sem kemur honum í bindis- stað. En slaufan hefur einmitt reynst honum eitt helsta leyni- vopnið og hamrar hann á henni í sjónvarpsauglýsingum. Þrátt fyrir að fjölmiðlaráðgjafi minn hafi sagt mér að fleygja henni, ákvað ég samt að halda henni, svo þið sjáið, ég er öðruvísi, ég er ég, ég þori að vera ég, og Amer- íka þarf einmitt þannig mann, sem þorir að vera eins og hann er. Eins og Árni Böðvarsson með rödd Guðmundar Jaka. Fjórði í röð litlu negrastrák- anna er svo sjálfur séra Jesse Jackson, blökkumannaleiðtog- inn frá Illinois. Pað er litur af presti sem einn þeirra félaga kann að stuðla sínar ræður og ríma, þó svo að erfitt sé að skilja þær vegna ákafans og blökku- hreimsins. Jesse á samt varla nokkurn séns þó enginn þori að segja það, allir vilja bara leyfa honum að vera með. Bruce Bab- bit er líka vonlaus en þó kannski ekki ógalinn. Honum háir höfuð- ið mest sem tifar og blikkar í takt við tal hans þar til maður missir trúna. Þá er hann einnig of Carter- legur til að verða kosinn. Vonlausastur er þó Gary kallinn Hart og honum einum og módeli frá Miami það að kenna. Fyrir ári síðan var hann svotil öruggur um sigur í undanriðlum Demókrat- anna en hold hans var full veikt og nú eigrar hann um tóma súp- ermarkaði í atkvæðaleit með sjónvarpsher á eftir sér og er það sorgleg sjón og saga. Og þá er aðeins eftir suðurríkjadrengur- inn A1 Gore sem konur telja þann myndarlegasta af kandidötum og margir halda með einmitt út á það. Hann er heldur óvitlaus með afvopnun að sérsviði auk þessar- ar venjulegu umönnunarstefnu Demókrata, sem er sameiginleg þeim öllum og er í raun sósíal-demókratísk með hinum kapitalísku formerkjum sem eng- inn Bandaríkjamaður bakkar frá dauður né heldur lifandi. Spá mín: Dukakis og Gore. Snúum okkur þá að Repúblik- önum. Þar er fremstur hinn sjálf- menntaði varaforseti Rónalds Reagans, enginn annar en Ge- orge Bush. Tiltölulega hár og grannur maður með glæsilegan embættisferil að baki, auk fall- hlífarflótta úr orustuvél sinni yfir Kyrrahafi í seinni heimsstyrjöld, hefur hann samt sem áður fengið á sig uppnefnið „Wimp“ eða væl- ukjói. Og þannig er hann einmitt, alltaf kurteis og varfærinn svarar hann og svarar ekki vælandi röddu að hann sé nú ekki þannig gerður. „Besti varaforsetinn, ever“ segir Rónald um félaga sínn sem frægur er fyrir vettling- atök og það að gera beint ekkert, en vera aðeins til taks ef eitthvað kæmi fyrir. Mann grunar að Bush sé fæddur „lúser“. Pá hefur hann einnig verið sakaður um að vera kvæntur ömmu sinni. Aðalkeppinautur varaforset- ans er forseti sameinaðs Alþingis hérlendra, Bob Dole frá Kansas. Dól er fól hið mesta og harður í horn að taka ef svo ber við. Hann er e.t.v. full-skapmikill og lang- rækinn og má maður sjálfsagt fara að vara sig ef hann á eftir að gista Hvíta húsið. Þó er hann eins og sagt er á Vegagerðinni „traust- ur maður“. Dole er einnig vel kvæntur. Á hæla þessara tví- menninga kemur svo sjónvarps- hempan Pat Robertson, predik- arinn frá Virginíu. Hann gerir nú mikinn usla í flokknum og er einskonar Albert þeirra Repú- blikana með sinn hulduher sem samanstendur af sóknarbörnum hans. En Pat er einmitt Born- Again- Christian og gerir einkum út á millistétarmið mórals og móðursýki. „Public enemy number one“ segir rokkskáldið Frank Zappa um sérann og telur að nóg sé að fæðast einu sinni. Og satt er það hjá honum, ef Robert- son, sem lítur út eins og guð raka- ður, kemst í stólinn, má heimur- inn fyrst fara að vara sig. Einkum þó létt vinstrihneigðir blökku- hommar fylgjandi fóstureyðing- um og óritskoðuðum dægurlagat- extum. Við treystum á að aftur- haldsframsókn þessa síbrosandi trúarbadúrs verði stöðvuð hér í New York, eða þá Kaliforníu. Eftir eru þá aðeins Jack Kemp, kempa með stólpakjaft en tóman haus, Pete DuPont, úr Delaveri, sem ég veit ekkert um frekar en nokkur annar, og Alexander Haig, gamli hershöfðinginn úr Nato, sem er hér meira með af sporti en öðru og einna léttlynd- astur allra frambjóðenda. Spá mín varðandi Repúblik- ana: Dole eða Bush og Kemp eða Bush eða Dole og Kemp. En ekki eru þó allir frambjóð- endur upp taldir því alls munu þeir vera 36. í restinni eru alls konar menn sem alltaf lifa í von- inni um frekari metorð, rafvirki frá Cleveland, eftirlaunaþegi frá Florida eða gamall fylkisstjóri frá Alabama sem nú er í framboði í áttunda sinn og mætir áttræður til leiks, þrumar af kassa í miðbæn- um, lofar öllum þeim nýjum djobbum sem hafa vilja og krefst endurreisnar Ameríku, tignar hennar og leiðarljóss heimsins alls. Hann hljómar ekki svo ýkja langt frá hinum alvöru-frambjóð- endunum. Fólk heimtar nýjan leiðtoga, það vill nýjan forseta, mann sem er þess megnugur að verða lyftistöng nýrra tíma og getur skynjað þær breytingar sem í nánd eru og um ókomna fram- tíð. Mann sem er tilbúinn að axla þá ábyrgð sem honum er fengin í hendur og er þess í stakk búinn að skjóta stoðum undir eflingu at- vinnulífsins og leita nýrra leiða varðandi endurskoðun utanríkis- stefnunnar í fullu samræmi við þá atburði sem nú eiga sér stað í löndunum í kringum okkur. Mann sem þorir að standa upp þegar mest á ríður og fylkja sér undir fána frelsis, jafnréttis og lýðræðis. Mann eins og mig. Já og leitin að forsetanum heldur áfram og fylgst verður með framvindu þeirra mála um heim allan. Mönnum stendur ekki á sama þegar auglýst er að nú vanti þá vana menn, í Banda- ríkjunum. U.S.A. 10. feb. '88 Hallgrímur PS. Þór Eldon er beðinn að koma í síma 34156. Sunnudagur 28. febrúar 1988 þjóÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.