Þjóðviljinn - 06.03.1988, Síða 4
Hermor og aðrir
Ijúflingar
Um þessa helgi lýkur sýningu
Sæmundar Valdimarssonar á
tréskúlptúrum úr rekaviði í and-
dyri Kjarvalsstaða. Sæmundur
hóf ekki að stunda höggmynda-
listfyrren upp úrfimmtugu og er
sjálfmenntaðurífaginu. Þráttfyrir
það, eða kannski einmitt þess
vegna búa myndir hans yfir sjald-
gæfri einlægni, sakleysi og fersk-
leika sem minnir á leik barnsins.
Sæmundur gerir eingöngu
mannamyndir, þarsem sjálfur
rekaviðardrumburinn myndar
armalausan bolinn, oft með fag-
urlega mótuðum kynfærum og
höfði með máluðum augum og
augnlokum og álímdum
augnhárum. Stundum eru stytt-
urnar prýddar viðskeyttu höfu-
ðfati eða haddi úr límkvoðu eða
tálguðum rótum og fjölbreytnin (
þessu persónugalleríi er eins
mikil og breytileiki viðarbútanna
sem Sæmundur hefur hirt á
fjörumhérfyrirsunnanog vestan
og eru komnir alla leið austan úr
Síberíu eins og hann segir sjálfur.
í myndunum er leikið á eiginleika
viðarins þar sem holur mað-
kanna leika stórt hlutverk ásamt
með kvistum og viðaræðum og
síðan eru sumar stytturnar
klæddar með álímdu þangi, ýsur-
oði og fleiru skrautlegu sem fellur
fullkomlega að myndefninu í
þeirri barnslegu einlægni sem
Sæmundierlagin.
Það erekki fjarri lagi að líkja
myndum Sæmundar við herm-
ana rómversku, sem voru guða-
myndirgeröar úrsteini og áttu að
veita mönnum og skepnum og
gróðri blessaðafrjósemi í hinni
heiðnutrú.
Hermarnir voru að vísu úr
steiniog ferstrendiren þeirvoru
handalausir eins og myndir Sæ-
mundar og skreyttir með lauf i að
neðan og kynfærin sýnd sem
snúinn hafursreður. Að ofan var
hermurinn gjarnan með andliti
fánsins eða Pans: igldar brýr og
eyru sem skárust í odd. Rómverj-
ar til forna báru styttur þessar út í
víngarðana og höfðu þær með-
fram vegum eða við dyrastafi auk
þess sem stytturnar voru notaðar
við þærdularfullu helgiathafnir
semhelgaðarvoru Díonísíusiog
viðhafðar við brúðarvígslu.
Hermurinn átti aðfærabrúðinni
jafnt og akrinum blessaða frjó-
semi. Hermurinn bertrúlega upp-
haflega nafn af Hermesi eða
Merkúríusi, en tengdist síðan
Fáninum og þeim félögum Pan
og Príapusi sem báðir áttu að
tryggja kyngetu karlmanna.
Herminn sem slíkur er í rauninni
reðurtákn íformi sínu, og þannig
skil ég mynbdir Sæmundar: þær
munu trúlega duga best á þeim
mikilvægu stundum í lífinu þar
sem kyngetan og frjósemin þurfa
að haldastíhendur.
ólg.
Friðrik Þórðarson sextugur
Eftir stétt milli húsa í háskóla-
hverfinu á Blindern í Ósló,
þeirri borg er svo heitir, kemur
gangandi maður, í meðallagi
hár, stuttstígur, jarpur á hár og
skegg og hvorttveggja prútt
en þó gráyrjótt orðið. Hann
ber tösku í hendi og er álútur
og svo sem eilítið annars hug-
ar, en það hýrnar fljótt yfir
honum þegar hann er ávarp-
aður á íslensku. Þetta er Frið-
rik Þórðarson. Hann verður
sextugur7. mars.
Friðrik óx upp í Reykjavík á
árum kreppu og heimsstyrjaldar.
Að loknu stúdentsprófi hóf hann
nám í lögfræði, en hvarf brátt frá
því og hélt til Óslóar. Þar tók
hann að læra klassísk mál, grfsku
og latínu. Síðan nam hann sans-
krít hjá kunnum fræðaþul, Georg
Morgenstierne, og eftir það dróst
hugur hans æ meira að írönskum
málum. Að loknu prófi réðst
Friðrik sem bókavörður að Hásk-
ólabókasafninu í Ósló og var
jafnframt stundakennari í klass-
ískum málum. Hann var skamma
hríð lektor við Björgvinjarhá-
skóla, en árið 1969 tók hann við
stöðu sem kennari í klassískum
málum við Óslóarháskóla og hef-
ur gegnt henni síðan. Eiginkona
hans er Kirsten Abrahamsen,
dönsk að kyni.
Á íslandi er Friðrik kunnastur
af þýðingum sínum úr grísku.
Árið 1962 komu út hjá Máli og
menningu Grískar þjóðsögur og
ævintýri og fjórum árum seinna
Sagan af Dafnis og Klói. Með
bókum þessum höfðu íslendingar
fengið í hendur kjörgripi. Þær eru
þannig úr garði gerðar af Friðriks
hálfu að hiklaust verður að telja
hann meðal öndvegisþýðenda
óbundins máls á íslensku, og er
óhætt að nefna hann þar viá hlið
tveggja fornfræðinga á síðustu
öld, þeirra Sveinbjarnar Egils-
sonar og Steingríms Thorsteins-
sonar. 1 tímaritum og blöðum
hafa birst fáein smærri sýnishorn
af stíl Friðriks. Mætti kalla það
happ ef einhverjum ritstjóra eða
bókaútgefanda tækist að sækja
meira gull í greipar hans.
Ritverk Friðriks á íslensku
færa heim sanninn um að bók-
menntamaður er hann ágætur,
enda vita kunningjar hans að á
því sviði er hann bæði fróður og
smekkvís, og allra manna vand-
látastur. Formáli hans að þýð-
ingu Helga Hálfdanarsonar á
Antígónu er góð vísbending um
hve lagið honum er að fræða um
bókmenntir og menningu fornra
tíma án þess að draga nokkuð úr
þeim vanda sem við er að etja. En
flest fræðistörf Friðriks lúta að
málvísindum. Torvelt er að geta
sér til um fjölda þeirra tungumála
sem hann hefur lagt einhverja
stund á og tileinkað sér til meiri
eða minni hlítar, og það því frem-
ur sem enginn maður er ólíklegri
tii að stæra sig af verkum sínum
eða kunnáttu.
Þótt kennsla Friðriks hafi eink-
um verið í latínu og grísku, hafa
rannsóknir hans beinst að írönsk-
um málum öðrum framar, og ber
þar hæst ossetísku, indóevrópskt
mál sem talað er í Ossetíska
sjálfstjórnarhéraðinu í Georgíu
og sjálfstjórnarlýðveldinu Norð-
ur-Ossetíu, í Kákasusfjöllum
norðanverðum. AIls mun um hálf
milljón manns mæla á ossetíska
tungu, og eru þeir síðustu afkom-
endur hinna voldugu frændþ-
jóða, Skýþa, Sarmata og Alana,
sem réðu víðlendum ríkjum á
Suður-Rússlandi og víðar í grárri
forneskju. Kákasus er nornake-
till þjóða og tungna af ólíkum
uppruna. Á þessum slóðum eru
talaðar fjölmargar tungur: indó-
evrópskar, tyrkverskar, einangr-
uð mál svo sem armenska, georg-
íska og önnur kartvelsk mál.
Skipta mál þessi mörgum tugum.
Auk ossetísku mun georgíska
vera Friðrik þeirra hugstæðust.
Norður til Kákasus teygist það
landsvæði sem byggt er Kúrdum,
ógæfusamri þjóð sem einatt er
getið í fréttum, og hefur Friðrik
lagt mikla rækt við tungu þeirra
og menningu. í þessum Babel-
sturni tungumála unir Friðrik sér
vel og leggur þangað leið sína
eins oft og færi gefst. Hann var
um skeið forseti alþjóðasam-
bands kákasusfræðinga og stýrði
þingi þess í Ósló 1986.
Friðrik Þórðarson kann manna
best að segja frá, hvort sem er í
góðra vina hópi eða í rituðu máli,
og munu ýmsir bréfavinir hans á
íslandi geta borið því vitni.
Reykjavík æskuáranna verður
ljóslifandi í frásögnum hans,
gengnir þjóðmálaskörungar, og
-skúmar, lifna við á vörum hans.
Friðrik tvinnar manna best list-
fengi og staðreyndir í frásögn og
kryddar hlutlægt mat snöfurlegri
glettni.
Með þökk fyrir liðnar og ó-
komnar ánægjustundir, Chrys-
ostome!
Helgi Haraldsson og
Vésteinn Ólason
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mars 1986