Þjóðviljinn - 06.03.1988, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 06.03.1988, Qupperneq 13
Federico Fellini „Heimur Kafkas“ er heimurinn sjölfur Er hœgt að kvikmynda skdldsögu eða túlka skdldsögu í kvikmynd? Federico Fellini Þér eruð ekki mikið fyrir viðtöl? í hreinskilni sagt þá er ég ætíð dálítið óöruggur. Þetta stafar ekki aðeins af feimni heldur finnst mér ekki að kvikmynda- leikstjóri, fremur en rithöfundur, málari eða tónskáld, geti rætt af viti um annað en handbragð eigin verka. Allt hjal um hinn skapandi þátt, „boðskapinn“, hlýtur að fara fyrir ofan garð og neðan. Þetta er mín reynsla í öllu falli. Kvikmyndin sem listform er enn að sligast undan misskilningi áhorfenda sem tengist viðhorfi þeirra til ljósmyndarinnar. Ég á við það þegar fólk verður upp- numið yfir því að sjá eitthvað sem það þekkir úr eigin reynslu á hvíta tjaldinu. „Nei sko, sjáið sjóinn! Þetta er nákvæmlega einsog sjórinn er í raun og veru!“ Almenningur heldur að kvik- myndatökuvélinni sé bara stillt upp andspænis veruleikanum, filmu troðið inní belginn á henni og þvínæst þrýst á hnapp. Og sjá; heimurinn fer í gang. Járnbraut- arlestirnar mjakast af stað og sól- in sest eða rennur upp eftir atvik- um. Það er harla erfitt að koma kvikmyndagagnrýnendum í skilning um það að heimurinn fyrir framan auga tökuvélarinnar er alls ekki til, sú veröld sem við búum til hefur enga aðra merk- ingu en sjálfa sig. Þér lýstuð því einhverju sinni yfir að þér vceruð andsnúnirþví að leikgera eða kvikmynda skáld- sögur. Hvernig stendur þá á því að þér hyggist túlka skáldsöguna Am- eríku eftir Franz Kafka í kvik- mynd? Ég man nú ekki hvenær ákvörðun var tekin um að hrinda þessu í framkvæmd. Þó er einsog mig rámi í að ég hafi fundið uppá þessu til þess að kæta ónefnda vinkonu mína, blaðamann. Ég hét henni því einhverju sinni að ég skyldi veita henni viðtal en dró það síðan von úr viti. Vitaskuld fékk ég sárt samviskubit vegna þessara óheilinda minna en hvað átti ég svosem að segja við hana? Til þess að vaida henni ekki al- gerum vonbrigðum þegar stundin rann loks upp sagði ég henni að ég hefði í bígerð að kvikmynda Ameríku. Um leið og viðtalið birtist á prenti fór síminn að hringja og hann hringdi látlaust lengi vel. Góðkunningi minn, bókmennta- gagnrýnandi, var í hópi þeirra sem slógu á þráðinn. Hann var svo æstur að hann æpti í tólið: „Loksins, loksins.“ Ég vildi vita- skuld ekki særa þetta fólk en í hreinskilni sagt hvarflaði það ekki að mér að kvikmynda Am- eríku þegar ég las hana. í raun og veru hefur aldrei flökrað að mér að semja handrit eftir nokkurri sagna Kafkas, ekki Hamskiptun- um, Kastalanum, Réttarhöldun- urm hvað þá Ameríku. Ég geri mér æ ljósar að ég þarf að gæta tungu minnar því mér hættir til þess að spinna allskyns þræði sem hægt og bítandi, eins- og fyrir leyndardómsfulla dutt- lunga örlaganna, taka á sig heildarmynd. Orð eru ákaflega hættulegir hlutir. Er útgáfa Fellinis áAmeríku að- eins byggð lauslega á verki Kaf- kas? Þegar ég les verk rithöfunda sem tjá sig á jafn fullkominn hátt og Kafka verð ég frá mér numinn og lýt þeim. Hverju get ég bætt við verk sem eru jafn fáguð að formi og alsköpuð? Lýst þeim? Kannski er ég ekki gæddir nægri auðmýkt eða háttvísi til þess að líta einvörðungu á mín eigin verk sem tilraun til að færa hugarheim snillinga er tjá sig í öðru listformi nær fólki með því að festa hann á filmu. Að mínu mati jafngildir það helgispjöllum að gera tilraun til þess að færa Ameríku Kafkas í búning kvikmyndar af ná- kvæmni. Það væri óráðlegt að standa í slíku og í raun og veru útí hött. Þetta á við um allar snjallar skáldsögur. Hér áður fyrr áttu útgefendur vanda til að láta myndskreyta ljóðabækur, skáldsögur og önnur bókmenntaverk. En myndlistar- mennirnir sem tóku slíkt að sér voru heiðarlegri en nútíma kvik- myndaleikstjórar sem reyna að færa bókmenntaverk uppá hvíta tjaldið. Myndirþeirra stóðu kyrr- ar. Mennirnir voru stjarfir í stell- ingum sínum og látbragði og gjarna látið nægja að gefa um- hverfi í skyn með einum eða tveim pensils- eða blýantsdrátt- um. Þessi kyrrstaða alls gaf ímyndunarafli lesandans byr undir báða vængi og það jók áhrif myndarinnar. Kvikmyndin þykist gera betur. Að því er látið liggja að unnt sé að endurskapa bókmenntaverk fyrir sjónskynjun áhorfanda sem ekk- ert þurfi að leggja á móti. Þetta finnst mér vera fáránleg blekking og sýndarmennska. Það er hægt að gera kvik- myndahandrit eftir lélegum skáldsögum, sögukafla eða fléttu, eða jafnvel fréttapistlum. En ég fæ ekki séð að nokkur kvik- myndagerðarmaður með réttu ráði geti haldið því fram að hann betrumbæti fullkomið listaverk. Tilraun til þess leiðir aðeins til afbökunar og skrumskælingar. Hvernig komust þér í kynni við verk Kafkas? Ég komst fyrst í kynni við þau árið 1939 þegar ég ias Ham- skiptin. Ég skrifaði þá í skoptímarit. Þetta var rétt áður en stríðið skall á og loftið var lævi blandið. Róm var dimm og drungaleg á kvöldin og næturnar vegna þess að perurnar í götu- lömpunum höfðu verið málaðar bláar. Af og til glumdu sírenur og gáfu merki um loftvarnaæfingar. Þetta kom okkur unga fólkinu fáránlega fyrir sjónir og virkaði skoplegt. Við gátum eða vildum ekki ímynda okkur að ástandið ætti eftir að versna. Þetta undar- lega andrúmsloft, allur þessi ann- arlegi blámi, jafnvel á andlitum þeirra fáu manna sem voru á ferli vegna útgöngubannsins, olli því að borgin dró dám af leiksviði. Engu var líkara en að sporvagn- arnir syntu um neðansjávar. Einn góðan veðurdag kom starfsfélagi minn til baka úr skot- ferð til Mflanó. Á meðal þess sem hann hafði meðferðis var snjáð og illa prentað eintak af Ham- skiptum Kafkas. Hann fékkst til að ljá mér bókarræksnið sem ég las í einni lotu um kvöldið í hrifn- ingarvímu. Ég hafði hugboð um að sagan væri ekki ekki einvörðungu ótrú- lega snjöll og frumleg hugmynd í fullkomnu formi heldur eitthvað miklu meira og stærra, eitthvað sem ég áttaði mig ekki á. Þetta var allt satt og rétt, þetta var veruleikinn. Persónurnar, faðir- inn, móðirin og systirin. Systirin sem leikur á fiðlu og skorkvikind- ið sem hlýðir á handan þilsins. Þið Kafka virðist báðir hafa ntemi fyrir kaldhœðni en er ekki meiri örvænting í verkum hans? Þú verður að hafa það hugfast að þegar Kafka las upphátt úr verkum sínum fyrir vini átti hann vanda til þess að fá rokna hláturs- köst, hlæja og hlæja uns tárin streymdu niður kinnarnar. Við megum ekki líta framhjá því skoplega í verkum Kafkas, kímni þeirra er hljóðlát en áleitin, eins- ogídraumi. Maðurhlærstundum í draumi en gerir sér um leið óljóst grein fyrir því að þessi hlátur er ekki til. Maður vaknar og er enn fullur kátínu en veit ekki hversvegna. Kannski hafði meðvitundin orðið einhvers áskynja sem var svo fáránlega ýkt og mótsagna- kennt að dulvitundinni var skemmt; hin minnisverða reynsla, hamfarir kannski eðá stórslys, hafði orkað svo sterkt á mann að það jaðraði við fárán- ieika. Heilabrot um það hvernig maður geti lært að lifa við slíka reynslu án þess að hún tortími manni eða án þess að maður geri uppreisn gegn henni; um það fjallar Kafka. Af hverju hefur það þessi ógnvænlegu áhrif á mann að lesa verk Kafkas? Vegna þess að „Hann er risi.“ maður skynjar strax að hann segir sannleikann; þetta er líf okkar í hnotskurn, dagar, nætur, athafnir, allt. Hann var sannur snillingur, hafði hæfileika til þess að greina kjarna allra hluta, smárra og stórra. Hið augljósa, hið óskiljanlega, lágkúran, heimskan, allt fær þetta merk- ingu í meðförum Kafkas og skyndilega förum við að gera okkur örlitlar vonir um lífið. í þessu er hún fólgin, hin mikla gjöf Kafkas. Ég held hann sé ein- stakur meðal rithöfunda að því leyti að verk hans í heild eru leiðarvísir um alla mannlega breytni. Maður finnur hvarvetna dæmi þess í verkum Kafkas að hann beinir sjónum manns frá textan- um að veruleikanum sem maður 'sér frá nýju sjónarhorni. Stund- um lætur nærri að þessi reynsla gangi nærri manni, veki angist, en þó gerist það aldrei að fullu því í raun og veru nýtur maður vern- dar umhverfisins gegn einmana- kenndinni. Þér eigið við það með öðrum orðum að þessi frœgi „heimur“ Kafkas eigi lítið skylt við þann heim sem Kafka lýsir? En Kafka lýsir heiminum eins- og hann er í raun og veru. Hann er sá vandvirkasti í hópi ljós- myndaranna. Hann tekur ná- kvæmustu röntgenmyndirnar af mannlegu atferli. Hann er risi. Fólk talar um að eittvhað sé „kaf- kaískt“ og á þá við að það sé óskiljanlegt og ógnvekjandi, en því skjátlast. „Heimur Kafkas“ er heimurinn sjálfur. Þú hefur enn ekki minnst á þján- ingar Kafkas. Já, já, jú, vissulega. Hann var gagntekinn þeirri meinloku að hann væri að friðþægja fyrir eitthvað og sektarkenndin var honum oft óbærileg. En oft er það nú þannig að þegar refsingin dynur loks yfir þá er hún frelsandi máttur af því að hún er friðþæg- ing. Hvernig er nú best að koma orðum að því sem ég er að reyna að segja? Við verðum að reyna að sjá Kafka fyrir okkur þar sem hann situr við skriftir, nótt eftir nótt, í tíu eða ellefu klukkustund- ir í einu, aleinn í því sem hann kallaði fangelsið sitt, hugsum um alla orkuna sem hefur búið í þess- um manni, að hann skyldi geta nostrað við það að leggja stein við stein við smíði þessa furðu- lega völundarhúss sem er sköp- unarverk hans og eign okkar allra. Le Monde via Guardian Weekiy/-ks. Sunnudagur 6. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.