Þjóðviljinn - 06.03.1988, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 06.03.1988, Qupperneq 16
ÓLYMPÍU- TENS Fimmtándu Vetrarólympíu- leikarnir fóru á dögunum fram í skjóli kanadísku Klettafjallanna. Par var margt um manninn. Keppt var í hinum fjölmörgu greinum vetraríþrótta og mörg metin slegin og mörg medalían vel þegin. Mest er þó um vert að taka þátt. Að vera með. Og margir voru með. Eins og títt er á slíkum mótum gerðist þarna margt frásagnar- vert og væri langt mál að telja upp alla þá atburði er gerðust og gerð- ust ekki. Er víst að margur kepp- andinn og áhorfandinn komi það- an heim með marga söguna í far- teski sínu og jafnvel heila veislu í farangrinum, ef svo má segja. En að þessu sinni látum við nægja að birta þrjár þeirra sem valdar voru af einskæru handahófi og segja út af fyrir sig ekki nema brot af allri Ólympíusögunni sjálfri. Kálfar Pirmins Þessir kálfar eru báðir númer eitt. í heiminum í dag. Þrautþjálfaðir andskotar. Sinar og aftur sinar. Harðir eins og gifs. Pað er ekki við þá komandi. En þjálfari þeirra reynir að berja þá í hita af karate-kunnáttu. Árang- urslaust. Peir eru sem uppstopp- aðir. Glerharðir innan í frostbún- ingnum. Skórnir eru úr harð- plasti. Eldrauðir eins og búnin- gurinn. Hann heggur fastar í þá og brátt fer að örla á hugsunum innanum spennta vöðvana. En þær eru þó lítið annað en kvistir í þessum harðviði. Þó eru þeir nú á örlitlu iði. Nú þegar nafn þeirra er kallað. Pirmin Zurbriggen. Petta er Pirmin Zurbriggen Sviss. Og þetta eru skíðakálfar hans. Og aftarlega í þeim er innbarin hugsun hans. Nú þegar þeir standa stjarfir af spennu ofarlega í Mount Allen-fjalli. í kanadísku Klettafjöllunum. Og já á Ól- ympíuleikunum. í Calgary ’88. Frammi fyrir eggbrattri brun- brautinni. Jökulsorfinni. 5, 4, 3, 2, 1, nú. Þeir eru horfnir. Fyrsta port. Já. Gott segja þeir. Petta er gott, þetta lofar góðu hjá okkur. Og þeir hvetja hvor annan, á milli þeirra ganga hrópin í takt við stunurnar. Ah. Já. Svona. Uh. Og næsta. Já. Taka þetta svo. Keyra þétt í næsta port. Og þú tekur svo beygjuna út úr því. Ah. Já það var lagið. Hann er harður hérna. Og svona halda þeir áfram niður brautina nokkra stund. Þar til í henni miðri að upp kemur argú- ment. Sá vinstri sakar hinn um hræðslu. Hafi teygt sig niður úr síðasta stökki. Hraði: 110 km á klst. Aumingi. Þorðir ekki. Heyrðu. Þegi þú nú bara. Og þeir eru komnir í hár saman. Bál- vondir. Bálreiðir. Ég skal sýna þer. Og hraðinn eykst. 110,014 km á klst. Ég skal fram úr þér helvítið þitt. Ég skal verða á undan þér í mark. Markið nálg- ast. Hægri kálfinn sígur hægt fram úr þeim vinstri. 110,0145. Og kemur rétt á undan í markið. Nóg til að taka fjórðung úr sek- úndu af tímanum sem birtist á töflunni. Ljósgeislinn frá klukk- unni er rofinn á marklínunni. Af öðrum kálfanum. Og um leið fer um þá raflegur straumur. Þeir hitna loksins. Þeir stöðvast heitir í miðjum áhorfendaskaranum. Og sjá það skýrum stöfum. Þeir eru númer eitt. Báðir. Og titra af sigurvímu. En samt ekkert miðað við það þegar þeir hittu páfann. Hreiður Debbíar Undan iljum hennar vaxa járn. Sem eru tálguð til og brýnd og skerpt. í skauta. Og samt er hún svört. Ljónvelgefin. í læknis- námi. En fyrst skal skautað. Já, Debby Thomas, USA. í Calgary. Og aðalkeppinautur hennar er engin önnur en sú austur-þýska Katarína Witt. Fegurðardís. Þetta er öfugt við það sem á að vera. Komminn er sætur en kan- inn ekkert svo. En hún er svört. Og það munar um það. Á ísnum. Hviss. Kross. Upp og hviss. Æfingar og aftur æfingar. Það særir. Að verajárnuð. Alltsitt líf. Tamin af endalausum þjálfurum. Hörðum köllum. Hana! Ekki langur friður fyrir hreiðurgerð og þess háttar. Líf á hótelum. Keppnir, sýningar. Beinar lýsing- ar. Karlþulir. Just look at that back, her neck, how gracefully she goes through those extremely demanding movements. Úúú. En ekki haggast hreiðrið. Og svo eru það Ölympíu- leikarnir. Nú er að standa sig. Dómarar frá tíu þjóðlöndum. Even Denmark, Go Debby Go. Hún er hinsvegar svoldið Ólympíu-tens. ísinn blasir óhreyfður við eins og nýbónað gólf á göngum heimavistar. Og búið að brýna. Járnið sker eins og nögl á húddi nýbónaðrar bifreið- ar. Hviss. Og nú skal sýna. Við fáum ljósin upp og músíkk. Hendur á loft eins og tveir áþekk- ir svanahálsar í nefjanúningi. Eða snúningi, hviss, stökk og meiri stökk. Hendur áhorfenda hamast hinsvegar líkt og kinn- hestar í þögulli kvikmynd. Úúú. Just look at that. Og Katarína horfir á með svip. Mjallhvít frá negralausu landi. Fleiri hringir, stökk og snúngur, meiri snúning- ur, Debbí hverfur í sínum loka- snúningi og verður að keilu. Verður eins og ker í höndum ker- amíkers sem mótar það að full- kominni vild. Blautur leir í hönd- um óðra áhorfenda sem heimta hæstu einkunn. Sex. Þegar snún- ingur skautakonunnar endar í snöggu hvissi um leið og tónlistin. Hún stendur brosandi grafkyrr. Allir vöðvar stöðvast. Nema hreiðrið. Sem eitt heldur áfram, að snúast. En samt ekkert miðað við það þegar hún hitti Eddie Murphy. *• i (£) Kjálkar Eddís Þeir koma niður frá eyrunum og alla leið fram á höku. Þ.e.a.s. höku Eddy’s Edwards. Þeir eru því sveiglaga eins og skíðastökk- pallur. En þeir lafa lausir og eru því að því leyti ólíkir öðrum kjálkum. Losnuðu í gömlu stökki í Garmisch Partenkirchen. Og það er einmitt málið. Á þeim hef- ur hann fleytt sér á sjálfa Ólym- píuleikana. Án lágmarks. Þegar fram af 90 metra pallinum kemur skellir hann þeim aðeins fram og útávið með einkennilegri góm- hreyfingu og nær þannig undir þá loftmótstöðu sem heldur honum ögn lengur á lofti en ella. Þeir eru vængir hans. Og á þeim svífur hann rétt fram fyrir pallsbrún og lendir heilu og höldnu efst í brekkunni áður en dómararnir sjá hann og brunar síðan í mark við geysifögnuð áhorfenda. Nýtt breskt met. En þegar hann lítur upp á stigatöfluna því til staðfest- ingar eru kjálkarnir signir á sinn stað, vængirnir lafa, nú líkari tálknum. Þegar hinsvegar sjón- varpsvélarnar þyrpast á hann með spurningum sínum fara þeir aftur á stjá. Kjálkarnir skrolla létt í svörunum. En þó ekkert miðað við það þegar þeir hitta Díönu prinsessu nokkrum dögum síðar. New York, 26. feb. ’88 Hallgrímur MEIRAPROFSNAMSKEIP Námskeið til undirbúnings meiraprófi verða haldin í Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem næg þátttaka fæst. Umsóknir berist bifreiðaéftir- litinu fyrir 10. mars nk. Bifreiðaeftirlit ríkisins, bifreiðastjóranámskeiðin, Dugguvogi 2-104 Reykjavík - Sími 685866.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.