Þjóðviljinn - 20.03.1988, Side 11
Heilarannsóknir
Aspirín sem hjartalyf? - Ivibent lœkning
Fyrir um það bil mánuði voru
birtar í Bandaríkjunum niðurstöð-
ur rannsóknar sem bentu til þess
að regluleg notkun aspiríns
minnkaði líkurnar á hjartaslagi.
Niðurstaða þessi var að vonum
talsvert fagnaðarefni fyrir lyfjafr-
amleiðendur, sem hófu strax
auglýsingaherferð fyrir lyfið sem
eina meðalið gegn þessum
mannskæða sjúkdómi.
En nú hafa heilbrigðisyfirvöld í
Bandaríkjunum lagt bann við
auglýsingaherferðinni og segja
hana brjóta í bága við lög og að
ofnotkun lyfsins hafi í för með sér
hættu á magasári og öðrum æð-
asjúkdómum en kransæðastíflu.
Lyfið virðist því fyrst og fremst
gefa mönnum valkost á milli sjúk-
dóma en ekki lækningu.
-ólg.
Hafa
„gáfnaljósin“
belri
tengingar í heilanum?
Gáfnaljósið Albert Einstein - góðar tenging-
ar?
Ekkert líffæri hefur reynst vís-
indunum torráönari gáta en
mannsheilinn. Starfsemi
hans viröist svo flókin og
margbrotin að vísindin vita
einungis um brot af allri þeirri
starfsemi sem þar á sér stað.
Nýlega hafa komið út í Banda-
ríkjunum tvö vísindarit, sem
þykja varpa Ijósi á starfsemi
heilans.
Annað ritið greinir frá rann-
sóknum hóps vísindamanna
undir stjórn taugafræðingsins
Marcus Raichle við Washington-
háskólann á því hvernig heilinn
tekur á móti hljóðboðum og þýð-
ir þau yfir á merkingarbær hug-
tök og setur þau í rétt samhengi.
Hin ritgerðin segir frá niður-
stöðum rannsóknar sálfræðings-
ins Richard Haier og samstarfs-
manna hans við Kaliforníuhá-
skóla á því hvernig heilar af ólíku
„gáfnastigi“ leysa það verkefni
að búa til geometrísk mynstur.
í báðum þessum rannsóknum
var notast við tækni sem gerir
kleift að fylgjast með gangi heila-
boðanna á milli einstakra heila-
stöðva.
f þessu skyni er notast við tæki
sem kallast á fræðimáli „Pósit-
rónu-Emission-Tomograf“
(PTF), en með tæki þessu á að
vera hægt að rekja hin minnstu
taugaboð í heilanum og ferli
þeirra. Tækið byggir á þeirri vitn-
eskju, að blóðstreymi til þeirra
hluta heilans sem eru starfandi er
meira en til þess hluta sem er í
hvfld. Blóðstreymið, sem er síb-
reytilegt, færir heilafrumunum
þá næringu sem þeim er nauðsyn-
leg til starfsemi sinnar. Með því
að sprauta þá, sem gangast undir
rannsókn eða tilraun, með afar
veikum skammti af geislavirkum
efnum eins og C-ll kolefni er
hægt að fylgjast með ferð blóð-
sins um heilann og breytilegu
blóðstreymi. Tæki, sem lítur út
eins og strokkur í sjálfvirkri
þvottavél, umlykur höfuð við-
komandi og tekur við boðum um
blóðstreymið og breytir þeim
með hjálp tölvu í mynd af heilan-
um er sýnir síbreytilegt blóðflæð-
ið, rétt eins og um myndbands-
upptöku væri að ræða af starf-
semi heilans. Þessi tækni hefur
gert vísindamönnum kleift að
kortleggja nákvæmlega /gang
taugaboða á milli heilafruma og
heilastöðva og þar með hafa opn-
ast nýir möguleikar til rannsókna
á þessu líffæri.
í meðalstórum heila eru um
140 miljarðar taugafruma, en það
samsvarar því að í einum fermilli-
metra heilans séu um 100.000
taugafrumur. Sérhver þeirra hef-
100 grafléttmjólkinnihalda aðeins 46
hitaeiningar. Og það eru verðmætar
hitaeiningar, því aðþeim fylgja
lífsnauðsynleg næringarefni. Éf þú vilt
grennast, þá erbetra að draga úröðrum og
þýðingarminni hitaeiningum.
Kalk, sem beinin taka upp
á unglingsárunum, nýtist velseinna
t.d. á meðgöngutima og á efri árum.
Kalk er nauðsynleg til þess að bein og
tennurnái fullrilengd, þéttleika og styrk. Kalk í
mjólk nýtist vel vegna annarra efna í mjólkinni
sem vinna með kalkinu.
Ýmis B vítamín í mjólkstuðla m.a. að eðlilegri
starfsemi taugakerfisins, góðri orkunýtingu, fallegri
húð og hári, heilbrigðum augum og góðri sjón. Auk
þess eru í mjólkinni B vítamín sem eru nauðsynleg
fyrirþá sem eru í örum vexti tilþess að geta
myndað nýtt erfðaefni fyrir nýjar frumur.
Námsgeta ogathyglisgáfa
skerðastveruléga efunglingar
fá ekki nægilega holla fæðu.
Við eðlilegar aðstæður
dregur mjólk úr
tannskemmdum. Hið háa
hlutfall kalks, fosfórsog
erverndandifyrir
tennurnar.
Gaman
En hvað með úthaldið? Hvernig verður þú í
dag? Stúlkur á vaxtarskeiði þurfa að beina
athyglinni að sjálfri sér af og til. Álagið er oftast
mikið bæði á sál og líkama og þá er eins gott
að gera það sem hægt er til þess að standa
undir því. Holl fæða og nægur svefn er algjört
skilyrði ef þú vilt njóta þessa viðburðarríka
tímabils æfi þinnar án þess að ganga á forða
framtíðarinnar.
Mjólk er ein fjölbreyttasta fæða sem völ er á frá
næringarlegu sjónarmiði. í henni eru efni sem
við getum ekki verið án. 3 mjólkurglös á dag er
góð regla.
ur í sér fólginn heilan vönd af
leiðurum sem tengja hana við um
5000 aðrar frumur. Þetta mjög
svo þéttriðna net taugaleiðara
gerir heilanum kleift að vinna
mjög hratt, þótt boðin berist 5000
sinnum hægar en gerist í nýjustu
öreindatölvum. Frumurnar
skipta flóknum verkefnum niður
í undirverkefni sem vinna samh-
liða að úrlausn með aðferð sem er
einungis sambærileg við það allra
nýjasta á tölvumarkaðnum.
Það var vinnuhópur Marcusar
Raichle við Washingtonhá-
skólann sem kortlagði þessa
vinnuskiptingu í heilanum. Þátt-
takendur í tilraun hans fengu að
heyra ákveðið orð eða hugtak,
(t.d. ,,kaka“) og áttu síðan að
segja ákveðið orð sem tengdist
því (t.d. „borða").
Á myndskjánum kom fram að
þessi einfalda „aðgerð“ heilans
krafðist þess að tugir heilastöðva
á ólíkum stöðum í heilanum yrðu
virkjaðar. Sjón— heyrnar- og
málstöðvar fóru samtímis í gang
og sömuleiðis heilasvæði sem
hafa með myndræna framsetn-
ingu að gera. Einnig voru sam-
tímis virkjaðar heilastöðvar og
leiðarar sem hafa með stjórnun
þeirra vöðva að gera sem valda
hljóðmynduninni. Niðurstaða
þessarar könnunar var sú að á
bak við þessa einföldu heilastarf-
semi Iægi mun flóknari ferla-
mynstur fyrir taugaboð en áður
hafði verið haldið. Ljóst væri að
við einföldustu hugsanaferli setti
heilinn í gang mjög flókið samh-
liða boðskiptakerfi. Einnig hefur
komið í ljós að þessi boðskipta-
kerfi eru með mismunandi hætti í
sérhverjum einstakling, eins og
kom fram í rannsókn þeirri sem
sálfræðingurinn Haier gerði við
Kaliforníuháskóla.
Tilraun hans með að láta fólk
af mismunandi „gáfnastigi" leysa
ákveðin verkefni í flatarmáls-
fræði leiddu í ljós ótrúlega ólfkar
heilamyndir. Þeir þátttakendur í
tilrauninni, sem töldust til gáfna-
ljósanna, sýndu dauft lýsandi
myndir með tiltölulega hægum
hreyfingum, á meðan þeir „treg-
gáfaðri" sýndu skærljómandi
mynd þar sem allt var á fleygi-
ferð. Það lítur út fyrir, segir pró-
fessor Haier, “að þeir treggáfaðri
hafi þurft að leita út um allan hei-
lann eftir lausn á vandamálinu,“
á meðan skýringin á hinni hægu
heilastarfsemi gáfnaljósanna
felst ef til vill í því að þeir hafi
„betri tengingu".
Þótt rannsóknir af þessu tagi
séu hinar fróðlegustu, þá stendur
þó samt eftir að samanburður á
„gáfum“ hlýtur alltaf að vera af-
stæður, og þar er heldur ekki
MJÓLKURDAGSNEFND
tekið tillit til þess hvernig „gáf-
urnar" eru notaðar.
-ólg./(Der Spiegel)
Stan Laurel - tákn heimskingjans í kvikmyndum.
LADA-EIGENDUR
eru hvattir til að kynna sér
verðkönnun Verðlagsstofnunar
Vandið
vöruvalið.
•
Gerið
verðsamanburð
0\OV'T sO°
y\atO»tS' ; —
VA®sXa
U»9sli>
, sW"1'9 tón'Wa®1
„.jte'- sne"; utfii
vs'e°d oo""'
iOO'"
0"e',e
(S"e"t
0"°
so>
S"e""
n •« . . , . . „ e-srJsBIFREtÐAR&UNDBÚNAÐARVÉLAR
UplO laugaraaga tra y Suðurlandsbraut 14, 107 Reykjavík, sími 681200
10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988