Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 13
Krúsjov: Kvikur og kátur og einna líkastur rússneskum bónda.
Andstœðingar
perestrojku
- þeir sem þykjast
vera með
Gorbatsjov í hópi verkamanna í Leníngrad. Andstæðingamir segja fólkinu:
kaupið mun lækka, hvað hafið þið að gera við vald?
Oft er að því spurt hve öflug sé
andstaðan gegn perestrojku,
viðreisnarstefnu Gorbatsjovs,
í Sovétríkjunum. Kremlar-
fræðingar hafa þá mjög hug-
ann við einstakar stofnanir
flokks og ríkis og reyna líka að
negla andstöðuna við ein-
staka menn. í þeirri grein eftir
fréttaskýranda APN, Míkhaíl
Poltoranín, sem hérferáeftir,
er ekki farið út í svo viðkvæm
mál. En þar er m.a. vikið að
því, hvers vegna einmitt í landi
þar sem allir hafa áratugum
saman orðið að tala opinber-
lega eins og einn maður, get-
ur orðið erfitt að átta sig á því
hvað menn í raun og veru
meina með háværum stuðn-
ingsyfirlýsingum við umbæt-
urnarog hvernig sjálf sér-
hagsmunatregðan er þeim
hættulegri en allt beint andóf.
Þegar Míkhaíl Gorbatsjov
ræðir um árekstra milli gamals og
nýs hugsunarháttar, talar hann
um að til séu tvennskonar and-
stæðingar umbótanna, perest-
rojku. í einum hópnum eru þeir
sem eru beinlínis andstæðingar
allra umbóta og reyna sitt besta
til að grafa undan og spilla fyrir
því, að upp séu teknar hag-
kvæmar aðferðir við rekstur og
stjórn fyrirtækja. í öðrum hópn-
um eru þeir sem þora ekki að
ganga gegn þeim þunga straumi
sem liggur með perestrojkunni,
en ljúka heldur aldrei við neitt.
Þeir framkvæma ekki, þeir líkja
eftir umbótunum.
Við blaðamenn þekkjum vel
báðar þessar manngerðir. Fyrir
sex mánuðum eða svo hélt ég að
veruleikinn hefði sjálfur skrúfað
fyrir helstu uppsrettulindir
andófs gegn perestrojku og að
menn sem væru andsnúnir þróun
til lýðræðis væru að gefast upp.
Nú veit ég að staðan er flóknari
en svo.
Leikararnir
Og enn er að nefna til hóp
manna sem einlægir stuðnings-
menn umbóta hafa ástæðu ti! að
hafa áhyggjur af. Það eru þeir
sem fundu strax í apríl 1985 hvert
vindurinn blés og skiptu í snatri
um ham. Það eru þeir sem ég
kalla „leikara perestrojku".
Hegðun þeirra þarf ekki að
koma á óvart. Allar byltingar
vekja upp andóf og leiða til
hagsmunaárekstra. Hvenær sem
miklar breytingar eiga sér stað
koma uppá yfirborðið allskonar
tækifærissinnar, sem ætla sér að
tryggja eigin hagsmuni hvað sem
öðru líður.
Þetta er munurinn á „eftirherm-
unum“ og „leikurunum“. Hinir
fyrrnefndu reyna að laga sjálfa
sig að breyttum aðstæðum, en
hinir síðarnefndu reyna að laga
aðstæður að eigin hagsmunum.
Og þegar til lengdar lætur er
árangurinn af brambolti „leikar-
anna“ ósköp svipaður og af til-
raunum þeirra sem ganga opin-
skátt gegn perestrojku.
Bœði með
og móti Jeltsín
Þegar forystumenn flokksins
urðu að vara embættismenn við
að fara of geyst og ætla sér að
Ieysa alla hluti í einu, þá voru það
vitaskuld „leikararnir" sem réð-
ust á æðikollana með sérstakri
heift. Og enn hrópa þeir sig hása
gegn hættum allra skjótra
breytinga. Um leið hamast þeir af
engu minni ákafa gegn mál-
svörum íhaldssemi og skrifræðis,
enda ekkert að óttast: venjulega
hamast þeir gegn mönnum sem
hafa þegar lokið sínum pólitíska
framaferli.
Það er ekki erfitt að átta sig á
því hvað „leikararnir" vilja. Þeir
ætla að bjarga eigin skinni. Á
hinu er svo erfiðara að átta sig
,hve hættulegir þesssir menn eru
sovésku samfélagi. Hvorki ber að
ofmeta né vanmeta getu þeirra til
ills, einkum sé það haft í huga
hvílíkir hundingjar „leikararnir“
geta verið. Nefnum dæmi:
Á aðalfundi Moskustjórnar
flokksins, þar sem Boris Jeltsín
var vikið úr stöðu formanns (ég
var sem blaðamaður á fundin-
um), var maður nokkur sérlega
harðorður í garð Jeltsíns og hans
starfsstíls. Enda þótt ég hefði
heyrt sama mann fara daginn
áður hinum lofsamlegustu orðum
um Jeltsín. Að loknum fundi
kom ég á skrifstofu þessa manns
til að horfa beint framan í hann.
Svona er lífið, sagði hann um leið
og hann kom auga á mig.
Siðferðileg hnignun
Slagorðið vinsæla „meiri sósí-
alisma" felur ekki aðeins í sér
kröfu um aukin lýðræðisleg rétt-
indi. Með því er einnig kallað á
heiðarleika og drengskap. Þegar
skrifræðið stóð með blóma upp-
lifðum við ekki aðeins efnahags-
lega heldur og siðferðilega hnign-
un. Eitt einkenni þeirrar hnign-
unar var mikill fjöldi tækifæriss-
inna í forystu landsins. Hvöss
olnbogaskot og sveigjanleiki áls-
ins voru þeirra helstu vopn.
Hvers vegna hefur verið erfitt
að greina sauðina frá höfrunum?
Fyrir t.d. ári, þegar róttækar
breytingar voru í bígerð, var ekki
auðvelt að geta sér til um það,
hvað hver ætlaði sér. Maður
hlustar á yfirlýsingar og hallast að
því að trúa þeim. Og „leikararn-
ir“ eru alltaf mælskustu stuðn-
ingsmenn byltingar.
Próf reynslunnar
Það kemur ekki fram fyrr en í
raunhæfu starfi hvar hver stend-
ur. Og það starf er hafið. Gildi
hafa tekið ný lög um ríksisfyrir-
tæki sem fá vald í hendur verka-
mannaráðum. Efnahagsleg
sjálfsábyrgð fyrirtækja hefur og
greitt þungt högg hátimbruðu
stjórnsýslukerfi. Með þessu móti
hafa verkamenn fengið meira eft-
irlit með stjórnsýslunni og þegar
skriffinnar gerðu sér grein fyrir
því tóku þeir ofan grímuna og
reyndu að koma í veg fyrir
breytingar.
Á undanförnum mánuðum
hefi ég heimsótt margar verk-
smiðjur í Moskvu og flestir
verkamenn og stjórnendur kvört-
uðu undan því að ráðuneytin
hunsuðu nýju lögin og reyndu að
stjórna efnahagslífinu eftir
gömlum aðferðum. Sumir áhrif-
amiklir embættismenn spilla op-
inskátt fyrir sjálfsábyrgð fyrir-
tækja og vekja upp spennu og
átök með rangtúlkun á staðr-
eyndum. Þeir segja að umbæt-
urnar muni leiða til lækkunar
launa og að peningar í buddunni
séu meira virði en vald og ábyrgð.
Eftir því sem perestrojku vex
fiskur um hrygg snúast verka-
menn gegn óhæfum og íhalds-
sömum stjórnendum og kjósa
nýja. Það er að vísu rétt að skrif-
finnar hafa enn mörg ráð til þess
að kæfa lýðræðisviðleitni, en
senn munu gildi taka enn ný lög
sem færa meira vald í hendur
fólksins sem framkvæmir hlutina.
Við megum ekki slá undan.
Það getur verið að sagan gefi
okkur ekki annað tækifæri til
endurnýjunar. Þeir sem eru
hræddir við lýðræðið eru hræddir
við sína eigin þjóð. Og fólkið veit
þetta.
áb snaraði.
Sunnudagur 20. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13