Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. mars 1988 71. tölublað 53. órgangur Akureyrarsamningarnir Þrjú félög gengu út Samninganefndirfélaganna íVestmannaeyjum ogáAkranesigengu af samningafundi. Vilborg Þorsteihsdóttir, Snót: Þýðir ekki að bjóða okkar fólki uppá sömu hœkkanir og iðnverkafólkfékk. Stöndum eðaföllum með okkar kröfum Samninganefndir Verka- kvennafélagsins Snótar, Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja og Verkalýðsfélags Akraness sög'ðu sig úr samningaviðræðunum á Akureyri um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og héldu til síns hcima. Að sögn Vilborgar Þorsteinsdótt- ur, formanns Snótar, eru þær tölur sem menn ræða S launalið- um nýrra samninga alls óviðun- andi. - Við þekkjum vilja okkar félagsinanna og vitum að það þýðir ekki að koma með slfkan samning heim, sagði Vilborg. Að sögn Vilborgar var tilboð atvinnurekenda að nýrri launa- töflu, sem er mjög í anda launa- liðanna í samningum iðnverka- fólks, þess valdandi að félögin afréðu að ganga af fundi. Áður höfðu félögin lagt fram gagntil- boð, en atvinnurekendur töldu sig ekki geta hvikað svo neinu næmi frá fyrra tilboði. - Við ák- váðum að standa eða falla með gagntilboðinu. Yrði það virt að vettugi gengjum við út, sagði Vil- borg. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans ræddu samninganefndir hver í sínu lagi um framhaldið, þegar ljóst var að þrjú félög gengju af fundí. Nokkur ágirein- ingur var á meðal Austfirðinga um hvað gera skyldi, en eftir fundahöld samþykkti meirihluti samninganefndar Alþýðusam- bands Austurlands að sambandíð tæki áfram þátt í samningavið- ræðum. Að sögn Vilborgar er fleira heldur en kauptaxtarnir einir, sem útgönguliðar geta ekki sætt sig við. - Við stöndum fastar en fótunum á því að starfsaldurs- hækkanir miðist mest við 15 ár og umtalsverður munur verði á milli þrepa. 15 ára þrepið er þannig hugsað að það komi því fólki til góða sem.er farið að lýjast fyrir aldurs sakir og skilar ekki sömu afköstum og þeir sem yngri eru í bónusnum. Okkur finnst eðlilegt að það sé að einhverju metið að fólk hefur þó þraukað þetta lengi í fisk- vinnu, sagði Vilborg. Samninganefndir annarra fé- laga voru enn að í Alþýðuhúsinu á Akureyri er blaðið fór í prentun í gærkv-öldi en þá hafði samninga- fundur staðið óslitið í nær tvo sól- arhringá". Að sögn samninga- nefndamanna var ætlunin að reyna til þrautar í gærkvöldi og nótt hvort samningar tækjust eða ekki. -rk Verslun 20% III Eftir hina miklu þenslu síðustu ára er allt útlit fyrir töluverðan samdrátt og í verslun er hans þeg- ar farið að gæta. Nú er 20% of- framboð á verslunum, hótelum og veitingastöðum, að sögn Guð- laugs Bergmanns, formanns sam- takanna Gamli miðbærinn, og ekki útlit fyrir annað en einhverj- ar hræringar í bænum. Hann lítur svo á að Kringlan haldi verslunar- eigendum þar í heljargreipum og prísar sig sælan að vera í miðbæn- Sjá bls. 2 Háskólakórinn Disney kveð- inn í kútinn í dag verða Disneyrímur sungnar, lesnar og leiknar í Tjarnarbæ, og er það frumflutn- ingur í tóngerð Árna Harðar- sonar við hinar vinsælu nútímar- ímur Þórarins Eldjárns um teiknikónginn í Vesturheimi. Sjá Menningu bls. 6-7 Disney - íslensk rímnahetja. Gamla geislatækið á krabbameinsdeild Landspítalans er komið til ára sinna og geislar þess eru farnir að minnkaog þynnast. Það veldursjúklingumóþægindumog meiri aukaverkunum. Ekki þykirsvarakostnaðí að endurnýja geislagjata þess. Mynd E.ÓI. Landspítalinn Geislatækið veldur óþægindum Geislarnirfarnir að minnka ogþynnast. Veldur sjáklingum miklum óþœgindum og meiri aukaverkunum, Þykir ekki svara kostnaði að endurnýja geislagjafann. Beðið með óþreyju eftir nýju tœki sem búið er að kaupa Krabbameinssjúklingar, sem koma til lækninga á krabba- meinsdeild Landspítalans, þurfa að gangast undir sífellt lengri geislameðferð vegna þess að geislatækið er komið til ára sinna og geislar þess farnir að minnka og þynnast. Það veldur óþægind- um hjá sjúklingum og meiri auka- verkunum en sem skyldi. Læknar krabbameinsdeildar- innar bíða í óþreyju eftir nýju geislatæki sem þegar hefur verið keypt en er ókomið til landsins. Á meðan þykir ekki svara kostn- aði að endurnýja geislagjafann í gamla tækinu og líða sjúklingarn- ir fyrir það. Nýja geislatækið verður sett niðurt í kjallara K-byggingar Landspítalans sem hefur verið í byggingu undanfarin ár, en vegna niðurskurðar á fjárlögum er óvíst hvort kjailari hennar verður tek- inn í noktun í haust eins og stefnt hefur verið að. Ríkisstjórnin ák- vað að skera framlög til hennar niður um 20 miljónir í síðustu efnahagsráðstöfunum sínum fyrir skömmu. Sjá bls. 3 Jackson, samviska demokrata Bandaríkjamenn eru í gríð og erg að velja sér forseta og þykja frambjóðendur hver öðrum líkir. Sá sem sker sig úr hópnum er svarti presturinn Jesse Jackson sem kallaður hefur verið sam- viska demókrataflokksins. Um hann og keppinauta hans er fjall- að í Sunnudagsblaði. Sjá bls. 6-7 í Sunnudagsblaði Fœreyjar Polverjarnir réttindalausir Fœreysk stjórnvöld komin í málið Útgerð færeyska skipsins Skandia, sem Skipadeild Sam- bandsins hefur haft á leigu við að safna saman freðfiski á ströndinni, hafði engin atvinnuleyfí handa pólsku hásetunum ijórum. Færeysk stjórnvöld eru þegar komin í málið og hafa gert ráðstafanir til þess að Pól- verjarnir yfirgefi skipið hið bráðasta og fari til síns heima eins fljótt hægt er. Sú árátta skipafélaga að taka á leigu erlend skip með erlendum áhöfnum er mikið áhyggjuefhi fyrir íslensku sjómannastéttina og sérstak- lega það lága kaup sem þeir fá miðað við laun íslenskra far- manna. Nýjasta dæmið um góða af- komu íslensks skipafélags sem hefur mörg erlend skip á leigu er miljónahagnaður Eimskips á síðasta ári. Sjá bls. 3 Samfélagið Allt í stak- asta lagi Fólkið vinnur, þrestirnir syngja, bankarnir blómstra og hver unir glaður við sitt f besta heimi hugsanlegum, enda eru snarráðir foringjar fljótir að sussa á allt nöldur. Sjá leiðara um Útvegsbankann bls. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.