Þjóðviljinn - 26.03.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Síða 3
Gunnar M. Magnúss látinn Gunnar M. Magnúss rithöf- undur er látinn, 89 ára að aldri. Gunnar fæddist 2. desember 1898 á Flateyri, var sjómaður á unglingsárum og gerðist síðar kennari. Gunnars er þó helst minnst vegna ritstarfa sinna og þátttöku í félagsmálum ýmsum og stjórnmálum, innan kennar- astéttarinnar (m.a. fyrsti formað- ur Stéttarfélags kennara í Reykjavík og heiðursfélagi KÍ), meðal rithöfunda (í stjórn Rit- höfundafélagsins í áratug, for- maður Félags leikritahöfunda sjö ár), í hreyfingu sósíalista og her- stöðvaandstæðinga (formaður „Gegn her í landi“ ‘53-6, á þingi ‘55). Eftir Gunnar M. Magnúss liggur fjöldi ritverka; skáldsögur, ljóð, smásögur, leikrit, frásagna- þættir, sagnfræðiverk, ævisögur og námsbækur, og má af þeim nefna Virkið í norðri, Skáldið á Þröm, í múrnum, Eiríkur skip- herra, Árin sem aldrei gleymast o.fl. o.fl. Eiginkona Gunnars var Kristín Eiríksdóttir, sem látin er fyrir átj- án árum. Gunnar og Þjóðviljinn hafa átt ýmislega samleið í áratugi, og að þessum leiðarlokum sendir Þjóð- viljinn aðstandendum Gunnars og vinum samúðarkveðjur. Ritstj. Iðnaðarráðherra Ummælin dæma sig sjálf „Ummæli Ólafs Þ. Þórðar- sonar dæma sig sjálf. Fyrst stend- ur hann að tillögu ásamt nokkr- um öðrum þingmönnum Fram- sóknarflokksins, um að aðgerðir verði gerðar til að jafna hitunark- ostnað á næsta ári. Undir um- ræðu um tillöguna stígur hann svo í pontu og lýsir því yfir að Framsóknarflokkurinn segi sig úr ríkisstjórn eða klofni, ef hitun- arkostnaðurinn vcrður ekki jafn- „ aður strax í ár,“ sagði Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra við Þjóðviljann í gær. Á fimmtudag urðu harðar um- ræður um þingsályktunartillögu þingmanna Framsóknarflokks- ins, um að skipuð yrði nefnd til að leita leiða til að jafna hitunark- ostnað á næsta ári. Ólafur Þ. lét þá þau ummæli falla að annað- hvort yrði brugðist við strax í ár eða ríkisstjórnin væri sprungin. „Það er furðulegt að þingmað- ur, sem ekki hefur reynst ríkis- stjórninni haldbetri en svo að hann greiðir atkvæði hvað eftir annað einsog honum sjálfum sýn- ist, skuli hóta stjórnarslitum." Auðvitað ber Ólafur jafn mikla ábyrgð og aðrir stjórnarlið- ar á ástandinu og í raun og veru þarf enginn að skammast sín fyrir það. Rafhitunarkostnaður er heldur hærri í ár en undanfarin tvö ár en mun lægri en árin þar á undan,“ sagði Friðrik. _§áf FRÉTTIR Fœreyjar Pólverium smyglað um borð Útgerðfœreyska skipsins Skandia hefur ekki atvinnuleyfi fyrir Pólverjana. Fœreyska lögreglan komin ímálið. Sjómannasambandið: Launamál erlendra áhafna á leiguskipum mikið áhyggjuefni Pólsku hásetarnir fjórir, sem um skeið hafa unnið um borð í færeyska skipinu Skandia, sem Skipadeild Sambandsins hefur haft á leigu til að safna saman freðfiski á ströndinni, hafa ekki haft atvinnuleyfi í Færeyjum. Þarlend stjórnvöld hafa nú þegar gert ráðstafanir til að koma þeim frá borði og til síns heima. Að sögn Óskars Vigfússonar, forseta Sjómannasambands ís- lands, hafði Sjómannasamband- ið þegar samband við færeysku sjómannasamtökin út af frétt blaðsins í gær um smánarleg kjör pólsku hásetanna. Þegar Færey- ingarnir fóru að kanna málið kom í ljós að útgerðarfélag Skandia, sem er á leið undir hamarinn, hafði ekki atvinnuleyfi fyrir Pól- verjana. Þeir brugðust því ók- væða við og hefur þarlend lög- regla fengið málið til meðferðar og krefst hún þess að Pólverjarnir fari frá borði eins fljótt og auðið er og haldi til síns heima um leið. Óskar sagði að þessi þróun hjá kaupaskipaútgerðum, að taka á leigu erlend skip og áhafnir, væri mikið vandamál meðal sjómann- astéttarinnar. Útgerðarfélögin semdu við þarlend stéttarfélög og nýjasta dæmið um það væri ný- legur samningur sem Nordisk Forbund í Noregi hefði gert við stéttarfélög í Indlandi og á Fil- ippseyjum um kaup og kjör þar- lendra sjómanna sem sigla á nor- skum skipum, sem eru mun lægri en laun norskia farmanna en há miðað við það sem gengur og ger- ist í viðkomandi löndum. Þessi tilhneiging skipafélag- anna að halda öllum tilkostnaði í lágmarki hjá sér með erlendum skipum og áhöfnum kemur auðvitað fram í því að afkoma stóru skipafélaganna er með ein- dæmum góð um þessar mundir og nýjasta dæmið um það er hagnað- ur Eimskips á síðasta ári upp á 272 miljónir króna. -grh Það lifnar yfir miðbænum með hækkandi sól og hér má sjá Sigrúnu um og í baksýn sést Café Hressó sem á dögunum skipti um eigendur. Harðardóttur og Maríu Kristjánsdóttur með páskaliljur í blíðunni. En Mynd E.ÓI. þrátt fyrir sumarblíðuna gætir töluverðra hræringa undir niðri í verslun- Reykjavík Allt of mikiðaf verslunum Guðlaugur Bergmann: 20% offramboð á verslunum. Eftirspurn eftir verslunarhúsnœði í gamla miðbænum minnkar samt ekki Að undanförnu hefur borið á töluvcrðum samdrætti hjá kaupmannastéttinni því allt útlit er nú fyrir að þensla síðustu ára sé í rénun. Eigendaskipti á rót- grónum verslunum eru nú tíð og er kannski gleggsta dæmi þess að Café Hressó er nú komið í hendur nýrra aðila. Víðir Austurstræti hefur sömulciðis skipt um eigend- ur. „Það er 20% offramboð á verslunum núna en það er sömu- leiðis 20% offramboð á hótelum og 20% offramboð á veitinga- stöðum. Verslunin er ekkert ein um þetta, og það verður bara að leyfa kaupmönnum að berja hver á öðrum þar til jafnvægi næst. Kúnninn nýtur þess að minnsta kosti í lægra vöruverð," segir Guðlaugur Bergmann formaður samtakanna Gamli miðbærinn. Hann þvertekur fyrir að um ein- hvern flótta sé að ræða úr mið- bænum og segir að verslanir í miðbænum standi að mörgu leyti betur en verslanir í úthverfunum. Til dæmis nefndi hann að í Kringlunni byggju verslanir við harðan kost og að „krumlan" utanum verslanirnar gerði þeim erfitt fyrir. Svigrúmið væri lítið fyrir verslunareigendur þar efra vegna þeirra kvaða sem sam- eignin setti þeim. Auðvitað væru hreyfingar á markaðnum en það þyrfti bara að leyfa þeim að hafa sinn gang því ekkert væri í raun- inni óeðlilegt við eigendaskiptin. Um stöðu miðbæjarins gagnvart þeim breytingum sem fyrir dyrum liggja sagðist Guð- laugur líta svo á að ekki mætti gleymast að blómlegasta menn- ingin hefði í gegnum tíðina fylgt grósku í kaupmannastétt og því byggðist endurreisn miðbæjarins á sterkri stöðu kaupmannanna þar. „Efkaupmennirnirhverfaúr miðbænum er hann svo gott sem dauður,“ sagði Guðlaugur. -tt Skattfé Kratar borgi áróðurinn Pingflokkur Alþýðubandalagsins: Flokkspólitískur áróðurfrá ingflokkur Alþýðubandalags- ins mótmælti í gær þeim auglýsingum sem fjármálaráðu- neytið hefur birt í dagblöðum að undanförnu um skattastefnu, og telur að með þeim sé almannafé misnotað til að kosta flokkspólit- ískan áróður. Þingmenn Alþýðu- bandalagsins taka með því undir gagnrýni sem áður kom fram hjá Verslunarráði á auglýsingar fjár- málaráðuneytisins, en skýrt hef- ur verið frá því i fréttum að þær eru gerðar af sömu auglýsinga- stofu og sá um kosningaáróður Alþýðuflokksins fyrir síðustu kosningar. fjármálaráðuneytinu Ályktun þingflokksins hljóðar svo: „í dag birtast í fjölmiðlum auglýsingar frá fjármálaráðu- neytinu þar sem fluttur er áróður fyrir skattastefnu ríkisstjórnar- innar og Alþýðuflokksins, eink- um matarskattinum. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins mótmælir þeirri misnotk- un á almannafé sem birtist í þess- um auglýsingum fjármálaráðu- neytisins. Þingflokkurinn telur að í auglýsingaherferðinni felist beinn áróður fyrir umdeildri póli- tískri stefnu. Það er fráleitt og ólýðræðislegt að nota ráðuneytin til að kosta þannig flokkspólitísk- an áróður með opinberu fé. Skattar eru lagðir á landsmenn til að standa undir margvíslegri þjónustu en ekki til þess að kosta áróður ríkisstjórnar eða ein- stakra stjórnarflokka. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins krefst þess að auglýsinga- herferð fjármálaráðherrans verði hætt þegar í stað og telur eðlilegt að Álþýðuflokkurinn greiði úr eigin sjóðum kostnað vegna þeirra auglýsinga sem þegar hafa birst.“ Laugardagur 26. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.