Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI ÞINGLYNDI Allt í stakasta lagi Einsog kunnugt er lifum viö í hinum allra besta heimi hugsan- legum og á íslandi er allt í stakasta lagi þótt hottintottar og halanegrar hafi þaö skítt í útlöndum og eigi það skiliö. Fólkiö vinnur, þrestirnir syngja, bílarnir bruna, bankarnir blómstra, valdsmenn hafa völdin og hver unir glaður viö sitt. Einstaka sinnum kunna úrtölumönnum að virðast blikur á himni, en sem betur fer höfum viö hér slíka menn í stafni aö enginn þarf aö óttast öldugang, og óánægjutuldriö veröur eins- og hver annar hljómandi málmur og hvellandi bjalla þegar hinir framsýnu og stórráðu hafa bent lýðnum fram á veg. Gott dæmi um þetta eru viðbrögðin við nýlegum fréttum um stööu Útvegsbankans gamla, þarsem í Ijós kom aö tap á honum var örlítið meira en áöur hafði verið tilkynnt, og munaði þó ekki nema 400 milljónum, þannig aö samfélagið þarf aö láta af hendi rakna sosum fjórðungi meira en okkur haföi verið sagt, - 1700 miljónir í stað 1300 miljóna. Pótt þetta séu ekki nema skitnar 6.800 krónur á hvert mannsbarn í landinu, varla nema 20 til 25 þúsund kall á fjöl- skyldu, þá kom strax upp einhver sífrandi hjá hinum nöldur- sama minnihluta þjóðarinnar, sennilega sama liðinu og hefur undanfarið verið að trufla heilbrigða og skynsamlega samn- ingagerð í landinu. En fríður foringi stýrir fræknu liði. Jón Sigurðsson, alnafni forsetans gamla, greip strax í taumana og benti réttilega á að auðvitað hefði almenningur hagnast á öllu saman. í réttu hlut- falli við aukið tap ríkisins vegna gjaldþrots Útvegsbankans gamla hækka hlutabréf ríkisins í Útvegsbankanum nýja. Til að skilja þetta þarf enga æðri dulspeki, heldur nægir að treysta yfirhagfræðingi þjóðarinnar og virða fyrir sér hið djarflega fas fyrsta manns á lista Alþýðuflokksins í höfuðborg lýðveldisins. Við græðum á því að tapa og þeim mun meira sem við borgum því betri verður fjárhagurinn. Þegar úrtölumönnum var með þessu hagfræðilega lögmáli bent á villu síns vegar, - tjah, þá gerðist það sama og Jónas lýsti forðum: Þögn varö á ráöstefnu þótti ríkur mæla. Fagureygur konungur við fóikstjórum horfði. Stóð hann fyrir stóli studdist við gullsprota. Hvergi getur tignarmann tígulegra. Og þegar síðast fréttist var ennþá allt í stakasta lagi í hinum besta heimi allra hugsanlegra heima. Mannlíf á vori Hér í Reykjavík hefur í vikunni ríkt góðviðri og borgarbúar þykjast sjá þess ýmis dæmi að vorið sé á næsta leyti eða jafnvel gengið í bæinn. Kallarnir eru farnir að selja rauðmaga við Ægisíðuna, frést hefur af lóunni í Hornafirði og laukar skjóta grænum teinum uppúr vetrargrámanum í húsagörðum. I hinni samlyndu ríkisstjórn okkar eru samskiptin einnig farin að bera keim af því að vorið sé í nánd. Þar hafa menn hrist af sér drungann og glensa nú hver við annan. Einn þingmanna Framsóknarflokksins segir stjórnarslit framundan ef ekki verði létt á raforkuokri á landsbyggðinni, og félagsmálaráðherrann segist ekki nenna þessu lengur ef ekki verði samþykkt frum- varp frá honum um húsnæðismál. Forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann tala saman hátt í útvarpi og dagblöðum um stríðið í Austurlöndum nær, en fjármálaráðherrann lætur sér í hófsemi nægja að gantast við sjálfan sig útaf gamalli þingræðu um hvað sé rétt að borga kennurum í laun. Svona er lífið, einsog formaður Skíðasambands íslands sagði þegar hann kom heim eftir frægðarför íslensku íþrótta- kappanna á ólympíuleikana í Calgary. -m þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁmason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (fþr.), Hjörieifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdaatjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglý8ingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Askriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.