Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 2
Bláfjalladagurinn er í dag Bláfjallanefnd efnir í dag til sérstaks Bláfjalladags í skíðalandi höf- uðborgarbúa. Boðið verður upp á kennslu fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir og skemmtidagskrá verður á svæðinu. Hátíðin stendur frá kl. 10 árdegis fram til kl. 18. Þá verður barnagæsla á staðnum og öll kennsla og ferðir í lyftum verða ókeypis á þessum Bláfjalladegi. Verktakasambandið vill í hermangið Verktakasambandið vill að gjörbreyting verði gerð á skipulagi verktakavinnu fyrir bandaríska herinn hérlendis, þannig að allar fram- kvæmdir á vegum hersins verði boðnar út og fjögurra áratuga einokun íslenskra aðalverktaka hf. verði aflétt. Vill Verktakasambandið að sett verði á fót sérstök stofnun „Innkaupastofnun varnarliðsfram- kvæmda“ sem sjái um öll samskipti milli hersins og undirverktaka og telur eðlilegt að slík stofnun verði í eigu ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sjálfsbjörg vill 42 þús. í lágmarkslaun Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri hefur beint því til framkvæmda- stjórnar landssambandsins að hún skori á þau verkalýðsfélög sem nú eiga í samningaviðræðum að þau krefjist þess að lágmarkslaun í landinu verði ekki undir 42 þúsund krónum. “Því með því að halda inni hinum lágu kauptöxtum í samningum, þá halda þau öllum lífeyris- greiðslum neðan við þau mörk sem nokkrum manni duga til fram- færslu,“ segir í samþykkt Sjálfsbjargarmanna. Gegn opinberri stefnu atvinnurekenda Samningar Verkamannasambandins og VSÍ frá í febrúar eru nú orðnir opinber stefna atvinnurekenda sem skal með góðu eða illa þröngvað uppá aðildarfélög Alþýðusambandins, þótt yfirgnæfandi meirihluti félaga innan VMSI hafi alfarið hafnað samningunum, segir í ályktun frá Samtökum kvenna á vinnumaraði. Hvetja samtökin þau félög sem enn eiga í samningum að knýja á um að stefna atvinnurek- enda nái ekki fram að ganga og lýsa um leið stuðningi við þau félög sem eru reiðubúin að ganga lengra. Uppboðsmarkaður á garðávöxtum Á þriðjudaginn verður í fyrsta sinn haldið uppboð á innlendum garðávöxtum, en þá tekur til starfa uppboðsmarkaður Sölufélags garð- yrkjumanna. Á fyrsta uppboðinu verða m.a. boðnar upp nýjar agúrk- ur og ýmslegt annað grænmeti. Uppboðin verða haldin snemma á morgnana og er reiknað með að fulltrúar allra stærri matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu bjóði í á markaðnum. Áhugamannafélag um þjóðminjar í lok næsta mánaðar er ráðgert að stofna þjóðminjafélag, opið öllu áhugafólki um varðveislu og rannsóknir menningarminja. Á fundi í Þjóðminjasafnsnefnd í vikunni voru samþykkt drög að lögum félagsins og kosin bráða- birgðastjórn. Félaginu er ætlað að styðja Þjóðminjasafnið í starfi og vekja áhuga almennings og stjórnvalda á mikilvægi þess að vel sé búið að safninu. Þá er til- gangur félagsins einnig að afla safninu merkra gripa og standa vörð um sögulegar minjar sem hætta er á að fari forgörðum. Rekstur Landakotsspítala undir smásjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun segir það alvarlegt mál þegar ríkissjóð- ur fái bakreikning uppá yfir eitthundrað miljónir eins og nú hafi borist frá Landakotsspítala. Því verði gerð nákvæm athugun á rekstri spíta- lans á sl. ári, áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar um sérstök viðbótarframlög til spítalans. íyfirlýsingu stofnunarinnar segir að ýmis kaup á fasteignum og tækjum án tilskildrar heimildar í fjárlögum séu orsök þess rekstrarvanda sem spítalinn á nú við að glíma. Háskólinn á Akureyri og atvinnulífið Nýstofnaður háskóli á Akureyri gengst í dag fyrir ráðstefnu á sal Verkmenntaskólans þar í bæ um háskólann og atvinnulífið. Framsögu á ráðstefnunni hafa þeir Björn Dagbjartsson, forstjóri Þróunarsam- vinnustofnunarinnar, sem fjallar um matvælatæknifræði, Sigfús Jóns- son bæjarstjóri sem fjallar um sjávarútveg og háskóla og Brynjólfur Sigurðsson prófessor sem fjallar um stefnumörkun og viðskiptanám. Á eftir verður starfað íumræðuhópum. Ráðstefnan hefst kl. 10 árdegis og er öllum opin. FRÉTTIR____________________ Landspítalinn Geislamir þynnast Krabbameinssjúklingarþurfa lengri geislameðferð og afleiðingarnar eru meiri aukaverkanir. Búið að kaupa nýtt tœki _ Geislarnir í geislalækningatæki Landspítalans, sem notað er við krabbameinslækningar, eru farnir að minnka og þynnast og veldur það meiri aukaverkunum hjá sjúklingum en ella. Nýtt geislatæki hefur verið keypt en er ókomið til landsins. Mynd E. ÓL. Núverandi geislatæki á Land- spítalanum, sem notað er við krabbameinslækningar, er fyrir löngu orðið of gamalt og farið að valda sjúlkingum miklum óþæg- indum. Geislarnir eru farnir að minnka og þynnast og vegna þess þurfa sjúklingar að vera í lengri meðferð en ella, sem veldur meiri aukaverkunurn en æskilegt er. Að sögn Sigurðar Árnasonar krabbameinslæknis er beðið með óþreyju eftir nýja geislatækinu, sem þegar hefur verið keypt, en uppsetning þess og noktun bíður þar til K-bygging Landspítalans verður tekin í noktun. Um 300 krabbameinssjúklingar koma ár- Iega til meðferðar á Landspít- alann og því ríður á að nýja geislatækið verði tekið í noktun sem allra fyrst. Nýja geislatækinu verður komið fyrir í kjallara K- byggingar spítalans þar sem krabbameinsdeildin verður til húsa í framtíðinni. Þetta nýja geislatæki, sem bæði sjúklingar og læknar bíða eftir með óþreyju, er svonefndur línuhraðall og er með háorku- tækni og framleiðir sína geisla sjálft. Gamla tækið er kóbalttæki með náttúrulegum geislum og er löngu kominn tími til að skipta um geislagjafa í því. Það þykir rokdýrt en ekki er talið svara kostnaði að fara út í þær fram- kvæmdir þar sem von er á nýja tækinu. Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri, sem er formaður yfir- nefndar mannvirkjagerðar Land- spítalans, sagði við Þjóðviljann að vegna nýafstaðinna efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinn- ar hefðu verið skornar af fjár- lögum til K-byggingarinnar 20 miljónir króna, en þrátt fyrir það er stefnt að því að taka kjallara hennar í notkun í haust. -grh Verslunarmenn Landsbyggðarfélög doka Magnús L. Sveinsson: Óskað eftirfundi með atvinnurekendum á mánudag. Birna Pórðardóttir: Verður að bœta um betur með nýjum samningi Verslunarmannafélag Reykja- víkur hefur óskað eftir við- ræðufundi með atvinnurekend- um strax eftir helgi. - Reynist ekki nein glæta eftir þann fund, munum við vísa deilunni til sátta- semjara, sagði Magnús L. Sveins- son, formaður félagsins, en eins og kunnugt var samningur vers- lunarmanna felldur með miklum mun atkvæða á félagsfundi VR í fyrrakvöld. Nokkur verslunarfé- lög á landsbyggðinni hafa frestað að að afgreiða samninginn, þar til útséð verður hvaða niðurstaða fæst í samningaviðræðum á Ak- ureyri. Birna Þórðardóttir, félagi í VR, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, að sér kæmi ekki á óvart að afgreiðslufólk í stór- Fulltrúaráð Sambands ís- lenskra sveitarfélaga krefst þess að framlag til Jöfnunarsjóðs verði hækkað um 60 til 80 miljón- ir þegar á þessu ári vegna erfiðrar fjárhagsstöðu margra sveitarfé- laga. Annars verði nauðsynlegt að endurskoða öll samskipti ríkis og sveitarfélaga. Var tillaga í þessa veru samþykkt í lok fundar fulltrúaráðsins í gær. - Þetta eru stór orð, enda er mikið í húfi. Við verðum að koma fulltrúum ríkisvaldsins í skilning um að leiðrétting verður að fást, sagði Guðfinnur Sigur- vinsson, bæjarfulltrúi í Keflavík, en hann fylgdi áliti tekjustofna- nefndar úr hlaði. í ályktuninni er mörkuðum hefði fjölmennt á fundinn til að fella samninginn, enda mæddi mest á því fólki, - launin lægst og vinnutíminn langur. - Stjórn og trúnaðarmannaráð verður strax að hefjast handa og ræða við fólk á vinnustöðunum um nýja kröfugerð og aðgerðir til að fylgja henni eftir. Það er ljóst að fólk ætlast til þess að nýr samningur færi fólki meira en sá sem var felldur, sagði Birna. Atvinnurekendur hafa veitt verslunarmannafélögunum á landsbyggðinni frest til að af- greiða samninginn, eða til 11. apríl í stað 30. þessa mánaðar til þess að samningurinn öðlaðist gildi frá undirskrift þann 16. mars. - Við töldum að sá tími sem við harðlega mótmælt síendurtekn- um skerðingum á framlögum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en þó alveg sér á parti síðustu aðförinni að sjóðnum. Hún sé sérstaklega alvarleg í ljósi þess að ekki var hlustað á röksemdir sveitarstjórna þegar innheimtuprósenta útsvara var ákveðin á þessu ári. Þetta tvennt valdi því að fjöldi sveitarstjórna, sérstaklega á landsbyggðinni, standi nú frammi fyrir því að varla sé einu sinni til fyrir rekstr- inum: „Afleiðingin sem nú blasir við eftir síðustu aðför að Jöfnu- narsjóðnum er alvarlegur trúnað- arbrestur milli þessara aðila.“ HS höfðum til stefnu til að afgreiða samninginn væri of skammur. En við atvinnurekendur varð ekki tauti komið, sagði Magnús, - en þegar þeir sáu hvernig fór hjá okkur, tóku þeir upp símann og tilkynntu öðrum að þeir hefðu lengri tíma til stefnu. Þesskonar vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur. Þegar hafa nokkur verslunar- mannafélög frestað boðuðum fé- lagsfundum. Samkvæmt heimild- um blaðsins, hafa flest félaganna nú í hyggju að fresta fundum, í þeirri von að niðurstaða fáist brátt í samningaviðræðunum norður á Akureyri, sem gefi verslunarmönnum tóninn um hvaða afstöðu skuli taka til samningsins. -rk Samningar Bókagerðar- menn samþykktu Félagar í Félagi bókagerðar- manna samþykktu á fundi sínum í gær kjarasamning félagsins við Félag íslenska prentiðnaðarins og Vinnuveitendasambands Islands. Samninginn samþykktu rúm- lega 200 en á móti honum voru rúmlega 50 og skiluðu 5 auðu. Þetta þýðir að boðað yfirvinnu- bann félagsins sem taka átti gildi á miðnætti sl. fellur niður. Launahækkanirnar eru svipaðar og í samningum iðnverkafólks og verslunarmanna og fela það í sér að byrjunarlaun ófaglærðra verða 34 þúsund og eftir 3 ár 42 þúsund en byrjunarlaun fag- lærðra 48 þúsund og eftir 3 ár 54 þúsund. Þetta eru lágmarkslaun því innan hverrar prentsmiðju tíðkast innanhússamningar. _tt Samband sveitarstjórna Peningana eða... Sveitarstjórnarmenn: Alvarlegur trúnaðarbrestur milli ríkis ogsveitarfélaga vegna Jöfnunarsjóðs 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 26. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.