Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 19
IÞROTTIR Ogþetta líka... Ekki England segir Olf Thon, knattspymusnillingur- inn sem leikur með Schalke í þýsku Bundesligunni. Hann vill frekar fara til Ítalíu eða Spánar og hefur Schalke staðið í viðræðum við Atletico Ma- drid. Terry Venables, stjóri hjá Tott- enham, hefur verið að ganga á eftir honum en Thon hefur ekki áhuga. Zola og Apex Hlaupararlið Jamaíca lá heldur betur í því. Þeir höfðu ákveðið að hætta við þátttöku í heimsmeistarakeppninni í víðavangshlaupi vegna Zolu Budd en síðan snýst Budd hugur á síðustu stundu. Þá var of seint fyrir Jamaík- ana að skrá sig í Apex flug en það var þeirra eini kostur að komast á því gjaldi því þeir hafa ekki efni á venju- legu fari. Við hverju bjuggust þeir? Diego Armando Maradona mun leika með á fjögurra landsliða fótboltamóti í Vestur-Þýskalandi í lok mánaðarins. Þar verða landslið Þjóð- verja, Sovétmanna og Svía auka Arg- entínumanna og ætlar þjálfari Arg- entínu að reyna að stilla upp sem flestum úr heimsbikarliði Argentínu frá 1986. Di Stefano sem var einn af stjörnum Real Madrid um 1950, var rekinn úr þjálfarastöðu hjá spænska 1 .deildarliðinu Valencia í vikunni vegna slakrar frammistöðu leikmanna. Honum hefur aðeins tek- ist að halda í 14. sætið af 20 í deildinni en kom liðinu engu að síður upp úr 2. deild á síðasta keppnistímabili. Hann er annar argentíski þjálfarinn, á skömmum tíma. sem fær reisupas- sann því Luis Menotti, sá er gerði Argentínumenn að heimsbikarmei- sturum 1978, var sparkað frá Atletico Madrid deginum áður. Badminton Daninn Ib Fredriksen er nú stiga- hæstur með 655 stig á listanum yfir bestu badmintonmenn heims í karla- flokki eftir All England mótið. Sam- landi hans Morten Frost er í 2. sæti með 600 stig og enn einn Dani í því 3. Jens Peter Nierhoff með 530 stig. í kvennaflokki er kínverska stúlkan Han Aiping með 660 stig í 1. sæti, Gu Jiaming frá Kína í 2. með 600 og Kir- sten Larsen, Danmörku í 3. með 545. Enga íslendinga var að sjá á listan- um, enda bara 10 efstu nefndir. Sahara Það var Svisslendingurinn Daniel Oppliger sem sigraði í svokölluðu „Super-Maraþon“ sem felst í því að hlaupa 160 kílómetra í Sahara eyði- mörkinni. Það varð að sleppa úr hluta af leiðinni vegna skyndilegs skýfalls í Hoggarfjöllunum sem eru í miðri eyðimörkinni. Nokkrir af stjórnendum keppninnar komust ekki í tæka tíð til að vera við endalínuna, því þeir voru verðurtepptir vegna flóða í Sahara- eyðimörkinni! Hætt á toppnum Roswitha Steiner, skíðakona frá Austurríki, endaði frábærlega feril sinn þegar hún vann svigið hjá stelp- unum í heimsbikarkepninni. Hún náði besta tímanum í fyrri umferðinni þeg- ar aðeins 22 af 60 luku keppni og náði nægilega góðum í seinni umferðinni þegar aðeins 15 keppendum tókst að Ijúka keppni. Hún hafði lýst því yfir tyrir keppnina að nú skyldi hún hætta en hún hefur staðið í þessu í 9 ár. 16 daga skulu Vetrarólympíuleikar standa sagöi alþjóðaólympíunefndin fyrir skömmu. Það er til þess að hægt sé að Ijúka leikunum á tilskildum tíma en menn muna gjörla þegar fresta þurfti hverri keppninni á fætur annarri í Cal- gary vegna veðrabrigða. Áður voru vetrarólympíuleikarnir í 12 daga en það er ekki nóg, því til dæmis íshokk- ýið byrjaðí fyrsta daginn og endaði síðasta daginn og var spilað alla dag- ana á milli. Grét Heimsmeistarinn í „squashi" Jans- her Khan gróf andlitinu í handklæðið sitt og grét þegar samlandi hans frá Pakistan Jahangir Kahn vann hann á opna franska meistaramótinu í squ- ashi. Þeir félagar höfðu verið lang- bestir á mótinu og sigrað alla sína andstæðinga mjög létt en fyrirfram var áætlað að Jansher myndi vinna Jahangir í úrslitum. Handbolti Sigurour líklegastur Sigurður Gunnarsson, lands- liðsmaður úr Víkingi, er nú, þeg- ar einni umferð er ólokið í 1. deild, með talsvert forskot í keppninni um markakóngstiti- Knattspyrna Blokhin fer Hin 35 ára gamla kempa, Oleg Blokhin, virðist eftir allt saman ætla að ganga til liðs við austur- ríska 2. deildar liðið Vorwaerts Steyr. Eins og menn muna undir- ritaði Blokhin samning við fé- lagið í janúar síðastliðnum en sovéska knattspymusambandið gekk þar á milli. Nú hafa samningar tekist og mun knattspyrnumaður Evrópu 1975 leika með Steyr það sem eftir er tímabilsins og einnig næsta vetur komist liðið upp í 1. deild. Þannig verður Blokhin þriðji sovéski knattspyrnumað- urinn í Austurríki. -þóm linn. Sigurður hefur nú skorað 107 mörk og hefur þannig 7 mörk umfram næsta mann sem er KR- ingurinn Stefán Kristjánsson. Fast á hæla Stefáns, kemur svo landsliðsfyrirliðinn Þorgils Óttar Mathiesen með 97 mörk. Þessir þrír eru þeir einu sem eiga raunhæfa möguleika á titlin- um.Víkingar eiga eftir að spila við Þórsara á heimavelli og er því mjög líklegt að Sigurður standi uppi sem markakóngur eftir þann leik. KR-ingar eiga eftir leik við KA á útivelli en FH-ingar við Val eins og kunnugt er. Markahæstir í l.deild: SigurðurGunnarsson.Vík.... 107(28) Stefán Kristjánsson.KR...100(31) Þorgils Óttar Mathiesen.FH.97(0) Valdimar Grímsson, Val.....93(5) Júlíus Jónasson, Val......92(39) Hans Guðmundsson.UBK......91(21) Sigurpáll Aðalsteins.Þór..91 (44) Birgir Sigurðsson.Fram.....89(0) Konráð Olavson ,KR........87(13) Héðinn Gilsson.FH..........86(0) -þóm Fatlaðir 21 íslandsmet á einu móti Um helgina fór fram í Sundhöllinni íslandsmót fatlaðra í sundi. Alls tóku þátt í mótinu 63 sundmenn frá 9 íþróttafélögum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Alls voru sett 21 íslandsmet á mótinu af eftirtöldum keppend- um: Hreyfihamlaðir (RS flokkur) 50 m skriðsund karla Jón H. Jónsson IFR 1:21.22 mín. 50 m baksund karla Jón H. Jónsson ÍFR 1:32.53 mín. 100 m skriðsund karla Jónas Óskarsson Völsungi 1:06.75 mín. 50 m flugsund karla Jónas Óskarsson Völsungi 33.90 mín. 200 m fjórsund karla Jónas Óskarsson Völsungi 2:49.70 Hlaup Daníel vann Sigraði í Breiðholts- hlaupi ÍR Breiðholtshlaup ÍR var haldið á laugardaginn. f karlaflokki háðu harða keppni Daníel Smári Guðmundsson USAH og Bessi Jóhannesson f R en þeir voru með forystu allan tíman. Það var ekki fyrr en á endasprettinum, þegar hlaupið var eftir Austurberginu í Breiðholti, að Daníel náði að komast fram fyrir Bessa. Barátt- an um 5.-6. sætið var líka hörð þar sem Gunnar Páll Jóakimsson IR náði ekki að komast fram fyrir Jóhann þrátt fyrir góðan enda- sprett. Úrslit Karlaflokkur 17 km. 1. Daníel Smári Guðmundsson USAH..........................58.11 2..BessiJóhannessonlR.........58.18 3. Frímann Hreinsson FH..... 1:00 30 4. Ágúst Þorsteinsson UMSB.. 1:00.50 5. Jóhann Ingibergsson FH.... 1:01.10 6. Gunnar Páll Jóakimsson |R. 1:01.10 7. JakobBragi Hannesson UÍA .... 1:01.20 8. Kári Þorsteinsson UMSB.... 1:06.50 9. IngvarGarðarssonHSK...... 1:13.30 Kvennaflokkur 8.5 km 1. Martha Ernstsdóttir |R.....32.01 Drengjaflokkur 8.5 km 1. (sleifur Karlsson UBK......33.48 100 m flugsund karia Ólafur Eiríksson ÍFR 1:19.62 mín. 100 m skriðsund kvenna Kristín R. Hákonardóttir ÍFR 1:44.50 mín. 100 m baksund kvenna Lilja M. Snorradóttir Tindastóli 1:31.16 mín. 100 m skriðsund kvenna Lilja M. Snorradóttir Tindastóli 1:18.32 mín. 50 m skriðsund kvenna Sigrún Pétursdóttir ÍFR 1:04.00 mín. Blindir (B1) og sjónskertir (B2) 100 m skriðsund karla Birkir R. Gunnarsson ÍFR 2:10.39 mín. 100 m baksund karla Birkir R. Gunnarsson ÍFR 2:36.28 mín. 200 m fjórsund karla Halldór Guðbergsson ÍFR 2:59.00 mín. 100 m baksund karla Halldór Guðbergsson ÍFR 1:29.15 mín. 100 m flugsund karla Halldór Guðbergsson ÍFR 1:28.41 mín. 100 m baksund kvenna Rut Sverrisdóttir ÍFA 2:19.95 mín. 100 m flugsund kvenna Rut Sverrisdóttir ÍFA 2:12.61 mín. 200 m fjórsund kvenna Rut Sverrisdóttir ÍFA 4:32.64 mín. Þroskaheffir 100 m flugsund karla Hrafn Logason Ösp 1:23.66 mín. 100 m bringusund karla Hrafn Logason Ösp 1:31.20 mín. 100 m fjórsund karla Gunnar Þ. Gunnarsson ÍFS 1:21.39 mín. Pýskaland Leikir í vikunni Homburg-Gladbach.............0-0 B.Leverkusen-Schalke.........3-2 Bochum-Kaiserslautern.......1-1 Stuttgart-Hanover...........3-1 B.Uerdingen-Karlsruhe........4-2 Hamburg-Nuremberg............2-2 Dortmund-Werder Bremen......0-0 Bayern Munchen-Köln..........2-2 Mannheim-Frankfurt...........2-2 Sigurður Gunnarsson í kunnuglegri stellingu. Hann er nú markahæst- ur í 1. deild og á mesta möguleika á að verða markakóngur. Auglýsing um endurgreiðslu söluskatts af aðföng- um fiskvinnslufyrirtækja Á grundvelli I. nr. 10/1988 hefur veriö ákveðiö aö endurgreiða fiskvinnslufyrirtækjum uppsafnaðan söluskatt af aðföngum vegna útflutnings frá og með desember 1987 til og með nóvember 1988. Endurgreiðslan verður miðuð við fob-verðmæti útflutnings. Tollstjóraembættið í Reykjavík mun annast framkvæmd endurgreiðslunnar. Útflytj- endur þurfa fyrir 15. apríl n.k. að afhenda toll- stjóraembættinu skrá um útflutning frá 1. des- ember 1987 til og með 29. febrúar 1988. Síðan þarf að senda embættinu skrá vegna útflutnings hvers mánaðar fyrir 15. dag næsta mánaðar á eftir. í skránum skal fram koma heiti flutningsfars, útflutningsdagur, útskipunardagur og fob- verðmæti í íslenskum krónum samkvæmt hverri útflutningsskýrslu. Ennfremur skal fylgja skrá miðuð við lögsagnarumdæmi þar sem fram koma upplýsingar um fob-verðmæti útfluttra sjávarafurða sundurliðað eftir framleiðendum ásamt kennitölu og póstfangi viðkomandi aðila. Endurgreiðsla á uppsöfnuðum söluskatti í sjávar- útvegi, vegna útflutnings frá og með ágúst til og með nóvember 1987, mun fara fram á næstunni í samræmi við ákvæði 1. nr. 13/1988. Þeir útflytj- endur sem enn hafa ekki sent tollstjóraembætt- inu í Reykjavík ofangreind gögn vegna útflutn- ings á þessu tímabili, eru hvattir til að gera það án tafar. Sjávarútvegsráðuneytið, 23. mars 1988 Faðir okkar, Gunnar M. Magnúss, rithöfundur er látinn. Magnús Gunnarsson Gunnsteinn Gunnarsson Laugardagur 26. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.