Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 7
Mynd - E.ÓI. Nú er kórsöngur kannski ekki þaö sem manni dettur fyrst í hug þegar minnst er á rímur... - Það er rétt, enda gefa hefð- bundnar rímur yfirleitt ekki til- efni til að dubba þær upp á þenn- an hátt. Rímur eru ákaflega þjóð- legur kveðskapur, og það gefur manni tækifæri til að byggja tón- listina að hluta til á þjóðlegum nótum. Par á móti kemur efnið, í Disneyrímum, ameríski draum- urinn, sem gerði mér mögulegt að taka aðrar fyrirmyndir inn í tónlistina, til dæmis einhver áhrif frá amerískum söngleikjum. Þessi mótsögn í efni og formi gera að verkum að Disneyrímurnar gefa mikla möguleika leikrænt séð, og ef menn hafa það sjónr- æna með tónlistinni er hægt að taka mið af til dæmis söng- leikjum. Hefur tónlistin verið lengi í smíðum? - Ég byrjaði ekki að semja þetta fyrren um mánaðamót nóvember-desember, og að mestu leyti í janúar-febrúar og það síðasta fyrir nokkrum dögum. Við erum vön að vinna svona. Kórinn starfar stutt og það verða löng hlé í starfseminni þeg- ar fólk þarf að iesa undir próf og svo framvegis. Þar við bætist að það er alltaf mikið af nýju fólki á haustin, það tekur tíma að kom- ast í gang, og það er ekki fyrr en á vorönn að eitthvað fer að gerast. Hvernig mynáirðu lýsa þessari sýningu? Nú er ekki hœgt að kalla hana óperu eða söngleik, en þetta er ekki heldur hefðbundinn kór- söngur. - Ég veit ekki hvað er hægt að kalla svona sýningu, ætli músík- leikhús sé ekki besta orðið yfir það. Söngstefin eru 15-20, en auk þess er stór hluti rímnanna kveð- inn eða lesinn. Halldór Björns- son fer úr einu hlutverki í annað, er til dæmis skáldið, Disney, eða einhver utanaðkomandi aðili. Mansöngurinn í byrjun er fluttur á hefðbundinn hátt, tónlistin þró- ast út frá honum, og þannig reyni ég að gefa hverri rímu sinn sér- staka svip, og jafnframt að vera viss um að tónlistin falli ekki á móti bragarhætti hverrar rímu. Kórinn syngur mestan hluta rímnanna án undirleiks, en þegar þess er þörf leikur einn kórfélag- anna undir á píanó. Þetta er 40 manna kór, og sjö kórfélagar syngja einsöng, þar á meðal ein söngkona sem hefur mjög sér- staka rödd, hún er coloratur sópran, sem sagt sópran sem er hærri en þessi venjulegi sópran. Annars eru þessar sjö einsöngs- raddir allt frá bassa upp í colorat- ur sópraninn. - Þetta er fyrst og fremst hugs- að sem skemmtiverk. Ég held að Þórarinn sé líka að gera grín að sjálfum sér í þessum rímum um leið og hann hæðist að Disney. Þórarinn flutti formála áður en rímurnar voru kveðnar í sjón- varpinu fyrir stuttu, og þá líkti hann þeim við Dallas, þó með þeim mun að rímurnar eru ortar með mismunandi bragháttum á meðan Dallas væri aðeins í ein- um. Ég lít svo á að ég hafi verið að búa til skemmtitónlist án þess að vera með gamlar tuggur, rétt eins og Þórarinn nýtir sér þjóðlegan blæ rímnanna til að gæða verkið húmor, Disney og ameríski draumurinn verða svolítið sveitó í þessu samhengi. Þetta er afþrey- ing, en ég vil samt ekki segja að þetta sé afþreyingartónlist. Mín hugmynd var að skapa skemmtiverk sem hefði metnað, en hvort það hefur tekist, verða aðrir að dæma um. Disneyrímur eru fluttar í Tjarnarbfói og eru fjórar sýning- ar fyrirhugaðar í viðbót, á morg- un, mánudag, þriðjudag og mið- vikudag. LG „Margir lögðu í myndasmiðju metnað sinn,/ Disney hirti heiðurinn .“ (Fjórða ríma) Laugardacur 25. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.