Þjóðviljinn - 23.04.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Side 1
Laugardagur 23. apríl 1988 91. tölublað 53. órgangur Verslunarmenn Harka færist í áftökin Verkfallsverðiráþönum um land allt. Um 200 brot borist verkfallsnefnd VR og VH. Ekkert miðar í Karphúsinu. Taugatitringur í vinnuveitendum Mikið var um verkfallsbrot verslunareigenda á höfuðborgar- svæðinu í gær, á fyrsta degi alls- herjarverkfalls verslunarmanna. Heldur rólegra var á landsbyggð- inni en verkfallsverðir voru alls- staðar á þönum og sáu til þess að ekki væri gengið á ólöglegan hátt í störf verslunarfólks. Sums stað- ar kom til handalögmála. Þrátt fyrir að ýmsar smáversl- anir séu opnar er verslunin í landinu að meira eða minna leyti lömuð. Almenn þjónusta liggur niðri, nær allar stórverslanir eru lokaðar og vöruskorts er þegar farið að gæta í matvöruverslun- um sem eru opnar. Einkum er skortur á mjólkurvörum. Ekkert miðaði í samkomulags- átt í Karphúsinu í gær og voru launaliðir alls ekki ræddir á samningafundinum. Andrúms- loftið í Karphúsinu einkennist af taugatitringi og spennu en vinnu- veitendur brugðust harkalega við leiðbeiningabréfi sem verslunar- menn gáfu út fyrir verkfailsverði sína. Hörðustu deilurnar í gær urðu í Kjötmiðstöðinni, Hólagarði, BYKO og Kringlunni og á Akur- eyri var verkfallsvörður sleginn í andlitið þegar hann reyndi að stöðva verkfallsbrot. Einnig kom til stympinga í Hveragerði og víðar úti á landi. Sjá bls. 3 og 7 Verkfallsverðir stóðu víða í ströngu enda mikið um verkfallsbrot í gær, t.d. í Garðakaupum þar sem þessi mynd var tekin í gær. Mynd: Sig Kvennabarátta Hugarfars- breyting? Konur meðvitaðri en áÖur um stööu sína og ungir karlmenn lausari viÖfordóma? Hvernig er staðan í jafnréttisbaráttunni? Hefur orðið hugarfarsbreyting með- al íslendinga, eru ungir karl- menn lausir við fordóma og konur almennt orðnar með- vitaðri um stöðu sína? Þjóðviljinn ræðir þessi mál við þrjár baráttukonur um kvenfrelsi og jafnréttis þær Guðrúnu Ágústsdóttur borg- arfulltrúa, Guðrúnu Árna- dóttur framkvæmdastjóra BSRB og Sigrúnu Stefáns- dóttur sjónvarpsmann og framkvæmdastjóra fjar- kennslunefndar. Sjá sunnudagsblað bls. 9-10 j Alþingi Vantraust á stjómina Tillaga um vantraust á ríkisstjórnina á alþingi eftir helgi og aÖ loknum Framsóknarfundinum. Stjórnin sex sinnum íminnihluta í skoöanakönnunum á árinu Líklegt er að stjórnarand- stöðuöfl á alþingi sameinist eftir helgi um að flytja tillögu um van- traust á ríkisstjórnina. Á þing- flokksfundi alþýðubandalags- manna í gær var ákveðið að flytja slíka tillögu og leita eftir sam- starfi um hana við Kvennalista, Borgaraflokk og Stefán Valgeirs- son, og mun samráð þegar hafið. Tillagan kemur fram á sama tíma og verulega hriktir í stjórn- arsamstarfinu og eiga umræður og atkvæðagreiðsla um van- traustið væntanlega eftir að mót- ast af ágreiningi stjórnarflokka um stefnuna ekki síður en gagnrýni stjórnarflokka. í fyrra- dag birtist sjötta skoðanakönnun ársins um afstöðu til stjórnarinn- ar og reyndist hún í sjötta sinn á árinu í minnihluta. Forystumenn Alþýðubanda- lagsins staðfestu í gær við Þjóð- viljann að vantraust væri í bígerð en vildu ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Þær for- sendur vantrausts sem ræddar voru á þingflokksfundinum voru fyrst og fremst staðan í kjaramál- um og útlitið í efnahagsmálun- um. -m Lágmarkslaun Gleðileg umskipti Magnúsar L. KristínÁ. Ólafsdóttirfagnarnýrri launastefnuforseta borgarstjórnar Ánægjuleg sinnaskipti, segir Kristín Á. .Ólafsdóttir borgar- fulltrúi um stuðning Magnúsar L. Sveinssonar við kröfur um að lægstu laun jafngildi skattleysis- mörkum, og reiknar með að at- kvæði Magnúsar nægi til að borg- arráð samþykki á þriðjudaginn tillögu um að enginn borgar- starfsmaður fái lægra kaup en 42 þúsund krónur á mánuði. Sjá bls. 6

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.