Þjóðviljinn - 23.04.1988, Page 6

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Page 6
alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur ABR verður haldinn 26. apríl n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1987-1988. Guðni Jóhannesson formaður. 2. Reikningar ársins og tillaga um fé- lagsgjald 1988. Loftur Jónsson gjaldkeri. Umræða og afgreiðsla. Guðni 3 ________ 4. Tillaga kjörnefndar um næstu stjórn ABR og endurskoðendur. Frummælandi Dagný Haraldsdóttir. 5. Kosning stjórnar og endurskoðanda. 6. Tillögur um lagabreytingar og afgreiðsla. 7. Efling félagsins og starfið framundan. 8. Önnur mál. ...... Frá 19. apríl liggja frammi á skrifstofu félagsins tillögur kjorstjórnar og endurskoðaðir reikningar, lagabreytingar og aðrar tillögur. Félagar munið að gera upp félagsgjöldin. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni s: 17500. Fjölmennum á aðalfundinn. stjórn aöh ABK Síðasta spilakvöldið Síðasta spilakvöldið að sinni verður haldið í Þinghóli, mánudaginn 25. apríl og hefst spilamennskan kl. 20.30. Veitt verða sérstök kvöldverðlaun og einnig heildarverðlaun fyrir þriggja kvölda keppnina, sem eru helgarferð til Akureyrar, gisting í tvær nætur á KEA og morgunverður. Allir velkomnir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið á Suðurlandi Vorfagnaður I tengslum við landbúnaðarráðstefnu AB á Selfossi efnir AB á Suðurlandi til vorfagnaðar á Hótel Selfossi laugardaginn 23. apríl n.k. Húsið verður opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. Undir borðum verður boðið upp á ýmislegt spaug og spé. Veislustjóri hinn eini og sanni Sigurður Hilmar Friðþjófsson. Um kl. 22.00 njóta fagnaðargestir um 2ja stunda samfelldrar dagskrár þar sem rifjuð er upp gamla, góða sveitaballastemmningin á Suðurlandi, „Manstu vinur?" Að lokum dansleikur til kl. 03.00. Miðaverð kr. 2.300. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi miðvikudaginn 21. apríl til Önnu Kristínar (sími 2189), Guðvarðs (s. 1201) eða Rögnu (s. 2207). - Kjördæmisráð AB Suðurlandi. Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráð Alþýðubandalagið á Akranesi heldur fund í Rein, mánudaginn 25. apríl n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Bæjarstjórnin. Stjórnin Magnús Bergljót Jóhann Alþýðubandalagið Hafnarfirði Stefnuráðsfundur Bæjarmálaráð ABH boðar til stefnuráðsfundar í Gaflinum við Reykjanes- braut, laugardaginn 23. apríl kl. 10.00. Allir nefndarmenn og varamenn þeirra hafa fengið póstsent fundarboð. Aðalumræðuefni fundarins: Starfið undanfarin ár og næstu verkefni, hvernig til hefur tekist. Framsögur: Magnús Jón Árnason, Bergljót Kristjánsdóttir og Jóhann Guð- jónsson. Umræður og starfshópar. Að fundinum loknum verður farið í kynnisferð um bæinn og skoðaðar helstu framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins í sumar. Áríðandi að allir bæjarmálaráðsfulltrúar mæti á fundinn. Aðrir flokksfélagar og stuðningsmenn meira en velkomnir. Léttur hádegisverður og kaffi á staðnum. Hitfumst öll á laugardaginn. Bæjarmálaráð ABH ABK Morgunkaffi ABK Heimir Pálsson bæjarfulltrúi og Elsa Þorkelsdóttir fulltrúi í félagsmálaráði verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11 laugardaginn 23. apríl frá kl. 10-12. Allir vekomnir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur 1. deildar ABR verður haldinn á mánudaginn 25. apríl kl. 20.30 á Túngötu 43. Dag- skrá: Kosning í stjórn og fulltrúaráð. Almennar stjórnmálaumræður. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn 1. deildar Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 25. apríl kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Dagskrá: 1) Fundargerðir bæjarstjórnarfundar 26.apríl. 2) Málefni fyrir- tækja sem bærinn á hluta í. Framsögumenn fulltrúar í stjórnum ÚA og Slippstöðvarinnar. 3) Önnur mál. Allir velkomnir. Stjórn bæjarmálaráðs VIÐHORF Gleðileg sinnaskipti Raunhœfur möguleiki á að hækka laun láglaunafólksins hjá borginni Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar Verkfall verslunarmanna er skollið á. Enginn fer að gamni sínu í verkfall og örugglega er mörg láglaunamanneskjan áhyggjufull yfir hverri krónu sem tapast úr léttri pyngju. En mælir- inn er fullur hjá því fólki, sem fær 30-40 þúsund krónur í sinn hlut fyrir mánaðarvinnu. Krafan um 42 þúsund króna lágmarkslaun er svo hógvær, að furðu sætir að at- vinnurekendur skuli kalla yfir þjóðina verkfall fremur en að semja um svo rakið réttlætismál. Verslunarmenn eiga samstöðu þjóðarinnar vísa, sem og virðingu fyrir að rísa gegn þeirri mann- fjandsamlegu láglaunastefnu sem viðgengist hefur í landinu allt of lengi. Þeim eru sendar góðar ósk- ir um stutt og árangursríkt verk- fall. Djörfung verslunarmanna Það kann svo að fara, að starfs- menn Reykjavíkurborgar njóti góðs af djörfung verslunar- manna. Þau gleðilegu umskipti hafa orðið í röðum Sjálfstæðis- manna, að þar hefur a.m.k. einn borgarfulltrúi tekið undir með minnihlutanum um að lægstu laun borgarinnar séu ekki mönnum bjóðandi. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og formaður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur, hefur lýst því yfir, að ekki sé sæmandi að greiða fyrir fulla dagvinnu laun undir skattleysismörkum. Það á auðvit- að við jafnt um verslunarmenn, borgarstarfsmenn sem og annað launafólk. Þegar þessi afstaða forseta borgarstjórnar varð ljós, lögðu borgarráðsmenn minnihlutans fram tillögu um að launaflokkar borgarinnar, með byrjunarlaun undir skattleysismörkum yrðu felldir úr gildi frá og með 1. maí n.k. Þannig yrði 236. launaflokk- ur borgarstarfsmanna með 42.414 kr. í byrjunarlaun, sá lægsti sem borgin greiddi eftir, og sambærilegir taxtar annarra við- semjenda borgarinnar. í dag er 233. flokkur lægstur á launatöflu borgarstarfsmanna. Þar eru byrjunarlaun 30.374 krónur, en í hæsta þrepi, eftir 18 ára starfsaldur eru krónurnar orðnar 37.608 kr. Þau eru ótrú- lega mörg, starfsheitin, sem flokkast undir 236. launaflokk. Þannig færðist upp við samþykkt tillögunnar allt almennt skrif- stofufólk, sem ekki ber stjóratit- il, allir sjúkraliðar, brunaverðir, bókaverðir, strætisvagnastjórar, og fóstrur án sérnáms og deildar- forstöðu svo örfá dæmi séu tekin. Sóknarstarfsmenn tilheyra að sjálfsögðu þessum láglaunahóp- um sem færðust upp í rúm 42 þús- und króna byrjunarlaun. Afnám Iægstu launaflokkanna snýst ekki eingöngu um að minnka þá vanvirðu sem lægst launaða fólkinu er sýnd. At- vinnurekandanum Reykjavíkur- borg hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa, með þeim afleiðingum að margvíslegri þjónustu er illa eða ekki sinnt. Þetta ástand fer stöðugt versnandi, en var þó orð- ið nógu slæmt sumarið 1986, þeg- ar allir borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins felldu tillögu Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Al- þýðuflokks um að hækka lág- markslaun uppí 30 þúsund krón- ur. Aðrar tilraunir stjórnarand- stöðunnar til þess að hækka laun borgarstarfsmanna hafa verið of- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN „í þessu tilfelli þarf formaður VR ekki að standa í ströggli við skiln- ingssljóa atvinnurekendur til þess að aflétta verstu skömminni gagnvart láglaunafólki. Nú er valdið hans. urliði bornar af sameinuðum meirihluta. Fylgst með meirihluta En nú hafa ánægjuleg sinna- skipti orðið. Magnús L. Sveins- son hefur lýst yfir heilshugar stuðningi sínum við tillöguna um að lyfta byrjunarlaunum borgar- innar yfir skattleysismörkin. Og í þessu tilfelli þarf formaður V. R. ekki að standa í ströggli við skiln- ingssljóa atvinnurekendur til þess að aflétta verstu skömminni gagnvart láglaunafólki. Nú er valdið hans. Honum nægir að sitja stuttan borgarráðsfund næstkomandi þriðjudag og beita atkvæði sínu með fulltrúum stjórnarandstöðunnar. Þannig er fenginn meirihluti borgarráðs fyrir langþráðu skrefi í átt til mannsæmandi launastefnu. Því verður ekki trúað, að borg- arstjórn ógildi samþykkt borgar- ráðs á fundi sínum 5. maí nk., þótt hún hafi vald til þess. Svo gróflega geta fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins ekki gengið í berhögg við þann samherja, sem þeir völdu til forsætis í æðstu stofnun borgarinnar. Og þeir mega vita, að reykvískt launafólk mun fylgj- ast vel með atkvæði Hilmars Guðlaugssonar, framkvæmda- stjóra verkalýðsmálaráðs Sjálf- stæðisflokksins. Augu reykvískra kvenna munu hvíla á borgarfull- trúunum Katrínu Fjeldsted og Jónu Gróu þegar þær nota at- kvæði sín 5. maí. Það þarf ekki að upplýsa þær frekar en aðra um þá staðreynd, að í hópi láglauna- fólks eru konur fjölmennar. Líkurnar á því, að ábyrgir stjórnendur fáist til þess að lyfta launakjallara borgarinnar upp úr djúpunum, hafa aldrei verið jafn miklar og nú. Reykvískt launa- fólk! Sýnum verslunarmönnum samstöðu og höfum vakandi auga með borgarráði á þriðjudaginn og borgarstjórn 5. maí. Gleðilegt sumar! Kristín er einn borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins íReykja- vík. Áskorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um greiðslu fasteignagj- alds í Reykjavík Fasteignagjöld í Reykjavík 1988 eru nú öll gjald- fallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega bú- ast viö aö óskaö veröi nauðungaruppboðs á eignum þeirra í samræmi viö I. nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavík 20. apríl 1988 Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Áætluð fjármagnsþörf framkvæmdasjóðs fatlaðra árið 1989 Vegna fjárlagagerðar fyrir árið 1989 Svæðisstjórn Reykjavíkur óskar eftir upplýsing- um um áætlaöa sundurliöaða fjárþörf til stofnkostnaðar framkvæmda í þágu fatlaðra í Reykjavík árið 1989. Aðilar sem standa fyrir framkvæmdum í Reykja- vík eru beðnir um að senda umsóknir um fé úr framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1989 til Svæð- isstjórnar fyrir 13. maí nk. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Hátúni 10, 105 Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.