Þjóðviljinn - 23.04.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Síða 7
PJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Verkfallsverðir í Kjötmiðstöðinni loka dyrum. Engum var hleypt inn. Myndir: Sig Verkfallsverðir útskýra málin fyrir yfirmanni Blómamiðstöðvarinnar. Þar er enginn í stéttarfélagi. Höfuðborgarsvœðið Annasamt á verkfalls- vaktinni Hrafn Bachmann (til vinstri) horfir brúnaþungur út úr verslun sinni, Kjötmiðstöðinni í Garðabae. Enda komu verkfallsverðir í veg fyrir að hann héldi opnu. Mótþrói í Kjötmiðstöðinni og Hólagarði. Þjóðviljinn slœst íför með verkfallsvörðum Á höfuðborgarsvæðinu, eins og annarsstaðar á landinu, var þátt- taka almenn í upphafí verkfalls í gær. Mikill fjöldi fólks var á verk- fallsvaktinni og samstaða mikil. Þjóðviljinn slóst í för með ver- kfallsvörðum og fylgdist ma. með þeim loka Kjötmiðstöðinni í Garðabæ. Þegar verkfallsverðir komu í Kjötmiðstöðina í morgun höfðu kjötiðnaðarmenn gengið í störf verslunarmanna. Voru þeir ma. að raða vörum í hillur og einn sat við afgreiðslukassa. Þá voru þrír félagar VH við störf. Verkfalls- verðir lokuðu búðinni með því að standa fyrir dyrunum. Verkallsverðir fastir fyrir Eigandi verslunarinnar, Hrafn Bachmann, var ekki alveg á því að gefast upp en verkfallsverðir voru fastir fyrir. Hópur unglinga hafði safnast saman fyrir utan verslunina og gerði verkfalls- vörðum erfitt um störf. Þeir fóru því inn í verslunina og var öllum dyrum hennar lokað. Eigendur verslunarinnar Hóla- garðs voru einnig með einhvern mótþróa. Þar hafði einn VR fé- lagi skyndilega fengið verslun- arstjóratitil en var stoppaður við vinnu. í afgreiðsluskála Eimskips við Sundahöfn hafði ein skrifstofu- stúlka hafið störf í morgun. Þegar verkfallsverðir komu þangað var hún á bak og burt og hafði greini- lega snúist hugur. Enginn skráður í verkalýðsfélag Heldur sérkennileg staða var á málum í Blómamiðstöðinni. Þar voru 7 starfsmenn við störf en enginn þeirra er skráður í verka- lýðsfélag. Verkfallsverðir að- höfðust því ekkert en bentu bæði starfsfólki og yfirmönnum á að samkvæmt lögum ættu allir að vera í stéttarfélagi. Mikil stemmning var á verk- fallsvaktinni í Húsi verslunarinn- ar. Salur verslunarfólks var þétt- setinn fólki og hópar komu og fóru. Skýrslur streymdu inn unv ástand mála í einstökum hverfum en verslunarmenn hafa skipulagt starf sitt mjög vel. Alltaf að berast fréttir af verkfallsbrotum Hörður Oddfríðarson í samn- inganefnd VR sagði verslunar- menn nær alla hafa lagt niður störf. „Það eru alltaf að berast fréttir af verkfallsbrotum en oft- ast er um einhvern misskilning að ræða. Misskilningurinn er oftast vegna rangra upplýsinga frá vinnuveitendum. Þá virðast fjöl- skyldur sumra vinnuveitenda hafa stækkað og annarsstaðar er starfsfólk skyndilega orðið að verslunareigendum," sagði Hörður. Hörður sagði verslunarmenn ætla að ná sínu fram. „Eftir þátt- tökunni hér og úti á landi að dæma er fólk einhuga um að gef- ast ekki upp.“ Það fólk sem Þjóð- viljinn ræddi við á verkfallsvakt- inni var almennt ekki bjartsýnt á að lausn væri í sjónmáli. -hmp Landsbyggðin Víða staðið í ströngu Óli í OLÍSstoppaður íHveragerði. Verkfallsvörðursleginn áAkureyri Eining í Árnessýslu Verkfall verslunarmanna hef- ur gengið friðsamlega fyrir sig i Árnessýslu. Óli í OLÍS hugðist þó opna matvöruverslun sína í Hveragerði en var stoppaður ai ákveðnum verkfallsvörðum. Á fjórða hundrað verslunarmanna eru í verkfalli í Árnessýslu. OLÍS rekur matvöruverslun í Hveragerði. Félagar í VÁ fengu pata af því að eiginkona og dóttir Óla Kr. Sigurðssonar, eiganda OLÍS, ætluðu að opna verslun- ina. Sveit verkfallsvarða kom liins vegar í veg fyrir það. Seinna birtist Óli sjálfur á staðnum en gekk engu betur að opna. Hafsteinn Stefánsson var einn af þeim sem voru við verkfalls- vörslu í Hveragerði í gær. Hann sagði eitthvað af fólki hafa búist til að gera innkaup hjá OLÍS. Þegar verkfallsverðir skýrðu mál- in og sögðu Reykvíkinga ætla að opna verslunina, sneri fólkið frá. „Þetta er svo gott fólk hérna fyrir austan að það fer ekki að berjast við sjálft sig,“ sagði Hafsteinn. Hansína Stefánsdóttir var á símavaktinni hjá VÁ í gær og sagði þetta atvik með OLÍS vera einu vandræðin sem komið hefðu upp. „Það voru minniháttar mál í gangi í upphafi verkfalls en þau voru afgreidd friðsamlega. Samstaða í Borgarnesi Þjóðviljinn hitti Leó Kolbeins- son í upphafi fundar hjá ríkissátt- asemjara í gær. Hann sagði engin ágreiningsmál hafa komið upp a sínu svæði. Leó var á samninga- fundi í Karphúsinu til kl. 4 á mán- udagsmorgun. Hann var ekki bjartsýnn á árangur næstu daga. „Fjörtíu og tvö þúsundin eru okkar krafa númer eitt, tvö og þrjú. í dag ná lægstu laun ekki einu sinni skattleysismörkum og það getur ekki nokkur ntaður lifað á þeim,“ sagði Leó. Hann sagði sitt fólk einhuga og tilbúið í átök. „Við finnum að fólkið í þjóðfélaginu stendur með okk- ur.“ Handalögmál á Akureyri Verkfallsvarsla hefur allsstað- ar farið fram án handalögmála. Ein undantekning er þó þar á. Forstöðumaður Nestis á Hörg- árbraut sló einn verkfallsvarða í andlitið. Forstöðumaðurinn hafði ekki hlítt tilmælum verkfallsvarða um að systir hans legði niður störf. Verkfallsverðir höfðu lagt bílum sínum þannig að aðrir komust ekki að. í hita leiksins sló for- stöðumaðurinn svo einn verk- fallsvarðanna. Hann slasaðist ekki en verslunarmenn á Akur- eyri eru að vonum óhressir. Baráttuhugur á ísafirði Engin átök hafa orðið á ísafirði í sambandi við verkfall verslunar- manna. Vegna mistaka Pósts og síma, sem ekki hefur fengist skýring á, hefst verkfall ekki fyrr en á miðvikudag í Bolungarvík. Verslunarmenn þar ætla almennt að gefa laun sín fyrir mánudag og þriðjudag í verkfallssjóð. Verkfallsboðun verslunar- manna í Bolungarvík barst ekki í tíma. Kristinn H. Gunnarsson, formaður Verslunarmannafélags Bolungarvíkur, sagði félagið ekki vera reiðubúið að takast á við málsókn og byrja verkfall á mánudag. Hann sagði að meiri- hluti féiagsmanna ætlaði að gefa laun sín í verfallssjóð til að sýna samstöðuvilja. Verslunarmannafélag ísa- fjarðar hefur ekki farið í verkfall síðan 1963. Nú reynir því á mátt félagsins í fyrsta skipti í rúm 20 ár. Torfi Geir Torfason, varafor- maður VÍ, sagði samstöðu mikla og að ekkert hefði borið á verk- fallsbrotum. Einhver vafaatriði komu upp með Gamla bakaríið og Björnsbúð og eru þau ekki leyst ennþá. „Annars hefur okk- ur almennt verið vel tekið.“ Flugsamgöngur hafa mikið að segja fyrir Isfirðinga. Torfi sagði veður gott á ísafirði í gær og viðr- aði vel til flugs. Flugfélagið Ernir ætlar að halda uppi leiguflugi til Reykjavíkur í verkfallinu þannig að einangrunin verður ekki eins mikil. Þegar Torfi var spurður hvern- ig honum litist á gang mála í Reykjavík svaraði hann því til að það væri lítið að lítast á. „Hér er fólk í baráttuhug og enginn upp- gjafartónn í liðinu." Ekki er útlit fyrir vöruskort á ísafirði þar sem verslanir byrgðu sig vel upp. Annars hömstruðu ísfirðingar mikið fyrir verkfallið. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.