Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 16
Forva! Ætlunin er að bjóða út byqgingu síðari áfanga Hugvísindahúss Háskóla Islands, Odda, við Sturlugötu. Húsið er um 300 m2 að grunnfleti, kjallari og 3 hæðir. í verkáfanga þeim sem út verður boðinn skal steypa upp húsið og ganga frá því að utan, leggja hita-, hreinlætis- og raflagnir, múra húsið að innan og fullgera það undir tré- verk. Einnig skal leggja loftræstilagnir og fullganga frá lóð undir trjágróður. Áætlaður verk- tími er um 1 ár. Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram fari könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóða vildu í verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem áhuga hafa, boðið að taka þátt í forvali og munu 4-5 verktakar fá að taka þátt í lokuðu útboði, ef hæfir þykja. Forvalsgögn verða afhent í Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilað á sama stað eigi síðar en föstudaginn 29. apríl kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS _______Borgartúni 7, sími 26844 _ Forval Ætlunin er að bjóða út uppsteypu viðbyggingar við Háskólabíó. Nýbyggingin er kjallari (1.937 m2) og ein hæð (1.896 m2). Heildarrúmmál 15.915 m3 Grafið hefur verið fyrir viðbyggingunni. Auk upp- steypu skal verktaki ganga frá þökum hússins, setja í og ganga frá gluggum o.fl. Áætlaður fram- kvæmdatími er um 1 ár. Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram fari könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóða vildu í verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem áhuga hafa, boðið að taka þátt í forvali og munu 4-5 verktakar fá að taka þátt í lokuðu útboði, ef hæfir þykja. Forvalsgögn verða afhent á Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Útfylltum gögnum skai skilað á sma stað eigi síðar en föstudaginn 29. apríl kl.15.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Útboð i Hólmavíkurvegur 1988 á Stikuhálsi Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,3 km, bergskering 2.900 m3, fyllingar 37.000 m3 og buröarlag 11.400 m3. Verki skal lokið 15. september 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. maí 1988. Vegamálastjóri REYKJMJIKURBORG ^Leucéan, Stödun Skólaskrifstofa Reykjavíkur Staða stjórnanda (aðalkennara) nýrrar skóla- lúðrasveitar við grunnskóla Reykjavíkur er laus til umsóknar. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist til Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnar- götu 12, fyrir 15. maí n.k., en þar eru veittar nánari upplýsingar um starfið. J Hallur Garibaldason Fœddur24. júní1893 - dáinn 15. apríl 1988 Það er nú ætíð svo þegar dauðs- fall dynur yfir að okkur setur hljóða og látum hugann reika til liðinna samverustunda. Hugsum um það helst og fremst, „höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Og nú er horfinn yfir móðuna miklu einn af þessum einstæðu öðlingum aldamótakynslóðar- innar, saddur lífdaga, næstum því 95 ára gamall. Svo sannarlega hefur hann gengið til góðs götuna fram eftir veg. Hallur er föðurbróðir minn og nánast afi minn líka, eins og mér finnst og man fyrst eftir mér. Ég fæddist í hans húsi, Hallshúsi, eða „suðrí húsi“ og naut þess að alast upp hið næsta honum öll mín bernskuár og var heldur ekki sá einu sem fann fyrir þeirri ná- lægð sem ljúfmennska hans, kyrrláta hógværð og einstaka mannelska lýsti, hvar sem hann fór. Og ekki spillti hin einlæga trú hans og hvatning hans til okkar hinna yngri að hugleiða kirkjunn- ar mál og ófáar ferðirnar leiddi hann okkur þangað. Hallur var fæddur á Mann- skaðahóli 24. júní 1893 og var þriðji sonur hjónanna Garibalda Einarssonar og Margrétar Petr- ínu Pétursdóttur en þau hjón eignuðust alls 9 börn: Einar Kristbjörn f. 1888. Pétur f. 1891. Hall f. 1893, Guðmund Jóhann f. 1895, Sigríði Pálínu f. 1897, Mál- fríði Önnu f. 1899, Ásgrím f. 1901, Guðbjörgu Indíönu f. 1904 og Óskar f. 1908. Öll eru þau nú látin og Hallur þeirra síðastur af þessari stóru fjölskyldu. Á liðinni ævi hefur hann mikið reynt og áföll hafa dunið yfir. Þá fyrst er faðir hans Garibaldi deyr aðeins 54 ára gamall, og svo ári síðar er móðir hans og 3 systkini þau Pétur, Sigríður Pálína og Málfríður Anna farast öll í snjó- flóðinu mikla á Engidal við Siglu- fjörð vorið 1919. Þetta hafa verið dimmir dagar og áreiðanlega aldrei fyrnst úr minni hans. Árið 1918 giftist Hallur Sigríði Jónsdóttur, Þorsteinssonar fyrr- verandi hreppstjóra í Haganesvík og konu hans Guðnýjar Jóhanns- dóttur ættaðrar frá Úlfsdölum. Sigríður lést í hárri elli árið 1983. Þau Sigríður og Hallur hófu bú- skap á Siglufirði og byggðu sér glæsiheiimii á þeirra tíma mæli - kvarða að Hvanneyrarbraut 23. Alla sína ævi bjuggu þau á Siglu- firði og tóku ástfóstri við þá byggð. Börn þeirra urðu 8, tveir drengir sem báðir voru skírðir Garibaldi fæddust 1918 og 1921 en dóu ungir að árum úr barna- veiki sem þá herjaði, annar tæpra þriggja ára en hinn nokkurra mánaða gamall. Eftirlifandi börn Halls og Siggu eru Pétur fæddur 1920 skipstjóri og nú búsettur í Danmörku, Margrét fædd 1922 kennari búsett í Reykjavík, Magdalena fædd 1928 símavarð- stjóri á Siglufirði, Helgi fæddur 1931 byggingameistari og býr á Akureyri, Jón fæddur 1932 fram- kvæmdastjóri í Reykjavík og Guðjón Hallur fæddur 1939 hús- gagnasmíðameistari Reykjavík. Auk þess ól Hallur upp yngsta bróður sinn Óskar frá 10 ára aldri en hann dvaldi hjá þeim haustið 1918 og veturinn 1919 þegar hinir voveifilegu atburðir áttu sér stað á Engidal og varð því hjá þeim Siggu og Halli eftir það allt fram á fullorðinsár. Ekki er þó öll sagan sögð því nokkru síðar sest upp hjá þeim Halli aldraður maður sem hét Jósep, blindur og nánast kominn í kör. Þennan gamla mann tóku þau að sér og önnuð- ust, allt þar til hann lést. Einnig ala þau önn fyrir syni hans Jó- hannesi þá 10 ára gömlum dreng og fóstra upp. Og enn má bæta því við að síðar taka þau svo að sér dóttur Jóhannesar, Lillu, síð- ar skírð Magdalena, og ala upp. Og margan munnbitann eiga þau þessi elskulegu hjón í mínum maga og systkina minna allt frá fyrstu tíð. Það hefur því oft verið mannmargt á heimilinu því, og langur vinnudagur bæði hjá hús- freyju og bónda hennar, Halli. Alltaf virtist vera pláss fyrir einn í viðbót, þó fullt útúr dyrum sýnd- ist vera. Það er því ekki ofsögum sagt að þó lífið léki ekki alltaf í lyndi, þá var það hjálpsemin og manngæskan sem var sett ofar öllu og samheldnin leyndi sér heldur aldrei. Á sínum yngri árum stundaði Hallur eins og aðrir ungir menn á þessum slóðum sjóinn, við oft óblíð kjör. Fyrst á hárkarla- skipum gerðum út frá Siglunesi, hjá Oddi Jóhannessyni á Nesi og þegar hákarlinn gaf sitt ekki þá á trillum og stærri bátum. Þá var heldur ekki vflað fyrir sér að sækja föng suður á land. Nokkrar vertíðir voru farnar bæði til Vestmannaeyja og Njarðvíkur og þangað fóru með Halli fóstbræðurnir Óskar bróðir hans og Jóhannes Jósefsson fóst- ursonur hans en þeir voru á sama aldri. Ekki var þá spurt um tíma né erfiði við að sækja björg í bú og leiðin til ástvina býsna löng, til þeirra er heima biðu eftir fyrir- vinnu, föður og bræðrum. En árið 1935 ræðst Hallur til síldarverksmiðju ríkisins á Siglu- firði og þar starfar hann allan sinn aldur meðan heilsan endist eða fram undir nírætt. Bara það segir meir en nokkur orð um þá sam- viskusemi, elju og dugnað sem hann sýndi með sínu lífi. Enda var það svo að á efri árum hans í ríkinu, þegar verksmiðjurnar voru nefndar á nafn, þá kom alltaf nafn Halls uppí hugann svo nátengdur var hann orðinn síld- arverksmiðjum ríkisins eftir nærri 50 ára samfelldan starfsald- ur. Er ég nú læt hugann reika til fyrri ára, mér liggur við að segja sæludaga á Sigló, þvf við krakk- arnir fundum lítið fyrir því basli og þeirri vinnuþrælkun sem við- gekkst á þeim árum til að afla matar og klæðis, minnist ég þess þegar þeir fóstbræður og Hallur komu eitt sinn af sjónum með hlaðinn bát af fiski, en þá var róið á litlum árabáti. Þetta var að vetri til og snjór yfir öllu. Aflinn var borinn heim í pokum og gert að honum á freðinni mjöllinni. Þar var hann slægður, spyrtur, gellur hirtar, og sumt lagt í salt. Allt var þetta unnið við luktarljós og olí- utýrur því rafmagn var óvíða komið í heimahús þá. Tunglsljós var yfir öllu og afar rómantískt að mér fannst. Þá sagði Hallur, „Jæja strákar í háttinn með ykk- ur, það er vinnudagur á morgun, ég læt krakkana hjálpa mér með restina.“ Krakkarnir voru þá ég, Jonni Halls, Helgi, Madda, Magga og Pétur. Að afla sjávarfanga í matinn var víst ekki vinna í þá daga, að- eins nauðsynjastörf, frekar en í dag að það er ekki talin vinna að vaska upp og skúra gólf í heima- húsum, það eru bara skyldustörf. Hallur flíkaði ekki skoðunum sínum, en hafði þó fastmótað álit á heimsmálunum og studdi af ein- drægni lítilmagnann í þjóðfé- laginu. Þegar svo yngsti bróðir hans Óskar hellti sér útí verka- lýðsbaráttuna með öllu sem því fylgdi á þeim árum, ávítaði hann drenginn góðlátlega, en var þó stoltur undir niðri yfir því að sjá hvernig hann barðist ódeigur fyrir þeim málstað sem hann trúði á. Öll mín uppvaxtarár heyrði ég þá aldrei deila um nokkurn hlut, en deildar meiningar um baráttuaðferðir, þær voru greinilegar. Hallur var þessi einlægi friðsemdar- og sáttamaður, en það blundaði að vísu í Óskari líka, en honum fannst lítið ganga með slíku hjali og vildi láta verkin tala. Nú eru þeir báðir gengnir og á efri árum urðu þeir óumræðilega tengdir. Óskar unni Halli eins og föður sínum og á sama hátt unni Hallur honum og kallaði hann yf- irleitt aldrei annað en „blessaðan drenginn", þó hann væri kominn yfir sjötugt drengurinn. Og þegar Óskar féll frá var sem slokknað hefði á Halli og eitthvað slitnað burt um tíma. En hann sem hafði lifað föður og móðurmissi löngu fyrir tímann, séð á bak öllum systkinum sínum og sonum sínum tveim rétt nýfæddum og horft á eftir sinni elskulegu konu Sigríði Jóns, hann þraukaði og fól þeim sem öllu ræður að líkna sér í sorg og þraut. Gleði og ánægju átti hann líka eftir að upplifa þegar hann hitti næstum því alla ættingja sína yfir 140 talsins á ættarmóti á Siglu- firði árið 1986 og voru það ógleymanlegar stundir bæði fyrir okkur sem viðstödd vorum og það, að sjá andlitið á þessum fal- lega öldungi, sagði meir en nokk- ur orð, hvernig honum var innan- brjósts þegar hann leit yfir þenn- an föngulega hóp Garíbalda. Hann var svo sannarlega ættar- höfðinginn, þá 93 ára gamall. Nú þegar við systkinin „Úti húsi“ Erla, Hlynur, Hallvarður, Hólmgeir og undirritaður kveðj- um Hall Garibalda, þennan dá- samlega frænda okkar og afa, eins og yngri bræður mínir segja alltaf, þá biðjum við fyrir alúðar- kveðjur til nánustu ástvina hans og þökkum þeim þeirra ógleym- anlegu viðbrögð, sem þau sýndu þegar við gengum í gegnum það sama á sínum tíma. Sérstaklega færum við kveðjur til Möddu sem á ómetanlegan hátt er alltaf nálæg, þrátt fyrir veikindi sín, og hefur hjúkrað föður sínum af sérstakri natni öll þessi seinustu ár og er alls staðar nærri þegar einhver þarf liðsinnis við. Svo sannarlega hefur eplið það ekki fallið langt frá eikinni. Það finna engir betur en við, að við erum, verðum og munum alltaf verða ein fjölskylda. Guð blessi minningu Halls Garibalda og allra þeirra sem á undan honum hafa gengið. Hörður S. Óskarsson Hallur verður jarðaður frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 23. apríl 1988. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.