Þjóðviljinn - 15.05.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Qupperneq 4
„Kynskipling á köllun" ítilefni greinar Hallgríms Helgasonar „Þetta er köllun“ sem birtist í Þjóðviljanum sunnudaginn 8. maí Hallærislegur kallar frá Nefi kanalands í eigin ömurleika og útdópuðum hroka frá stórborg- inni. Háð hans sem siglir yfir haf- ið heim á fornar slóðir, heim til Reykþorpsins, núverandi Dav- íðsborgar. Hann saknar þess svo að Hallærislegi námsmaðurinn pikkar karlrembu sína til þeirra sem eru að fylla upp í viðtals- bálka Sunnudagsblaðanna. - Ber þau viðtöl ef til vill saman við eymdartímaritin þar vestra, þar sem rifjaðar eru upp spá- dómsneprur frægra málara, fórn- arlömb karlmálarans, nefnilega konuna. Kona dýrkaði mann sinn sem goð og hún var og varð gyðja pensla hans. Hann afskræmdi störur hennar - og víkkaði kyn- færi hennar handa öllum að sjá - orðin, og ef þau fylla ekki ná- kvæmlega upp í eina heilsíðu þá má feitletra fyrirsögnina og enn betur með heimatilbúinni teikningu í hvaða apakattarstíl sem er. H-er frumlegur, H-kann að skrifa. Halli var einu sinni svo fyndinn og kímnigáfuríkur Helgi eftir Helgi á Sunnudagssíðum Þjóðviljans. Greiðslurnar komu sér of vel til að hætta, gott er að hafa fé í stórborg frjálslegu kapít- alísku ríkjanna. Stéttarsystur í vísitölubaslinu fyrir Norðan allt sem dregur Norður mega sín vart, - þær eru aðeins uppfyllingaratriði þar til spámaður lista sinna mætir með speki sína, - fjársjóð heimsins eftir að stunda íslenskan blaða- lestur þar vestra í áraraðir. Bless- hann fengi næði, taka á móti gest- um hans með kaffi og tilheyrandi, jafnvel ef vel gefin, vera einnig umboðsmaðurhans. Svo háfleygt myndi það færast inn í metnaðar- sjóð menningarinnar að hún myndi ei gleymast í nekt sinni á léreftinu + dugnaði í bóli lista- mannsins. Framtfðarörlög henn- ar sem ekkja frægs manns borið á borð sem um spákúluþræl væri að ræða. Umheimurinn gleðst yfir að fá margendurtekið að hún hafi ei getað lifað vegna þess að hann Goð listanna dó sfnu holdlega lífi aðeins á tíræðisaldri. Svo hún skaut sig. Hún unni ekki lífi sínu frjáls eða síður í basli arfs hans, undirgefin elti hann í eilífðina. Endurborin ef til vill í nýtísku- legri tæknihugsun sem kona með menntun, kona sem hugar sjálf- Sigþrúður Pálsdóttir (Sissú) að sjá inn í hans drauma - brjóst, 2 skökk augu og víðáttuhyldýpis- holu með nokkrum hárum allt í kring. Frægð málarans er ómetanleg, konur hans skráðar með honum í gröfina, í lista- söguna. Hallæri lesið, Hallæri skrifað, Hallærislegur listamaður þolir ekki konur með líf, - konur sem ofmetnast ekki af gáfum sínum, sjávarþorpskonur sem mála. - En landinn vill ættarsöguna með í sýningarkynninguna, landinn þarf ferilinn, þjóðin sýgur drátt- inn um konur sem borða, lesa, ala börn, borga víxla, vaska upp, þvo þvott og síðan en ekki síst fylla upp í skarðið með því að mála. Sem Hallærislegur Hæðir á að vera konulíf og stríð fært í myndmál. Hó, hó þvílík fullnæg- ing fyrir H.H., fær greitt með kommaaurum til Norður Amer- íku „Big Time Ameríku" sem hefur að sjálfsögðu ekkert rými í sínum dagblöðum fyrir svona frumlega íslenskan „húmor“, al- , íslenska karlrembu. Veisla fyrir menn í bláum jakkafötum....... Dagblöðin svífa í flugvélum frá Reykjavík eins og cocoa puffs á morgunverðarborð Hallærislegs Helgardálkahöfundar í „Nef jú knóv“ ....Situr sveittur og telur uð sé reisn hans og geta. Sérstak- lega ef honum tekst að vinna sér fyrir flugmiða aftur út frá baslinu með smámynda-málverkasýn- ingu í „Gallerí Pent og Seljan- legt“ eður enn fínna hjá Nýliða- herdeild myndlistar á íslandi. Það yrði áframhaldandi Happa- lán ofan á allar hinar Happahelg- ar Hallærings í H-borg metnaða. Pær konur sem þangað sóttu áður frá Skerinu sína menntun teljast vart hafa sigrast á lífi sína og mála því enn svo ófrumlega um sína reynslu. Kerlingalegt að lifa sem kona aðeins málari með öðru gagnauganu ef það nær svo langt frá brjóstum hennar að vera við- urkennt sem list með einföldu i-i, og heilabú hennar syngur sviti, sorg, strit og meira basl handa fjölmiðlafólki að sítyggja á í spurningaflóðinu um uppbótar- kvótann, bróderingu sálar henn- ar - stflfært undir orðinu „sigin brjóst“, „margfráskilin“, endur- hæft uppkjör handa menningu landsins. - Skattaskýrsla og sýn- ingar fylgjast að einu sinni á ári, engu gleymt, allt tjáð með tilfinn- ingukvenlegum sannleika, næm- leika þjónustugyðjunnar fyrrver- andi. - Sem áður hefði fengið uppreisn æru sinnar fyrir það eitt að „styðja" mann sinn, passa að stætt, en ekki sem bergmál hugs- ana eiginmannsins. Þá fer hún sjálf að mála og hreinlega gleymir kynveiklu sinni, - þar til fjölmiðl- ar uppgötva frumleika hennar... Hún getur svo til villt mönnum sjónir með málverkum sínum, þ.e.a.s. úti í hinum stóra heimi halda Gallerí sem fá litskyggnur af verkum hennar að hún sé „Mister" en ekki „Mrs.“ eða „Miss“. Sumsé á Skerið fær hún bréf sín stíluð á Herra Listmálari, þér málið svo og svo, yður er boð- ið að taka þátt í sýningu hér í borg o.s.frv. En í heimalandi sínu er kynveran frekar „þekkt“ sem dugleg „kona“ sem málar. Hall- æri fyrir suma. En kynverur hafa oft þann góða eiginleika sameiginlegan með geldingum að geta slappað af með vit sitt, verið eðlilega til án þess að detta í það með „jafn“ vel gefnum stéttarbræðrum í lista + menningarsúpunni. Lengi lifi mál + prentfrelsið, með aðdáunarkveðjum til dálka- höfundar um „köllun kvenna“ frá kvenkyns myndlistarmanni, kóf- sveittri í listinni að sýna líf sitt í myndum og máii. SiS. 9. maí 1988 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 15. maí 1988 Gyðingur ávarpar stríðsmenn síonista 1988 eftir Erich Fried Hvaö vakir fyrir ykkur? Er ykkur sjálfrátt að ganga lengra en þeir sem fyrir mannsaldri tröðkuðuáykkur í ykkar eigin blóði íykkareiginsaur? Viljið þið nú beita við aðra sömu gömlu pyntingunum blóði drifnum saurugum brögðum með ruddalegri nautn pyndaranna semfeðurokkar máttu þola? Viljið þið virkilega verða ný Gestapó nýr Ríkisher ný SA og SS og gera Palestínumenn að nýjum gyðingum? Enég sem fyrir fimmtíu árum var sjálfur gyðingabarn og píndur af pyndurum ykkar vil þá líka verða nýr gyðingur ásamt þeim nýju gyðingum sem þiðgerið úr Palestínumönnum. Og ég skal hjálpa til að leiða þá aftur semfrjálsamenn heim í land þeirra Palestínu sem þið hafið rekið þá frá eða kveljið þá í þið lærisveinar hakakrossins þið aular og umskiptingar mannkynssögunnar sem látið stjörnu Davíðs áfánumykkar breytastæ hraðar íhiðbölvaðatákn meðfjórumörmum semþiðviljiðekkisjá þótt þið gangið götu þess. Árni Björnsson sneri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.