Þjóðviljinn - 15.05.1988, Qupperneq 5
SUNNUDAGSPIST1LL
Féll
en hélt
velli
>€skulýðsuppreisnin
1968,
ósigrar hennar
og
landvinningar
Þessi mynd er tekin vorið 1968 í Freie Universitát í Vestur-Berlín. Fyrir miðri mynd er Rudi Dutschke sem
skotinn var þrem byssukúlum skömmu síðar.
Þaö eru tuttugu ár síöan Vorið
1968 fór um Evrópu með mikl-
um sviptingum og glæstum
vonarsveiflum og athafnaölv-
un: Fúnarstoðirskrifræðis og
forræðishyggju og íhaldssemi
og einstaklingshyggju og
heimsvaldastefnu skyldu
burtu brotnar og í staðinn átti
eitthvað að verða til sem var
svo mikið og nýtt og merkilegt
að varla varð orðum að því
komið: Verið raunsæ, sögðu
menn, krefjist þess ómögu-
lega.
Að halda upp á afmœli
Og nú eru þátttakendur at-
burða önnum kafnir við að skrifa
bækur og greinar (ein slík eftir
þau Gest Guðmundsson og
Kristínu Ólafsdóttur kom út þeg-
ar í fyrra), og þeir halda ráðstefn-
ur. Sumir setja upp hundshaus og
tala um „afmælisiðnað" í þessu
sambandi: Ætlið þið, spyrja þeir,
endanlega að jarða hugmyndir
ársins sextíu og átta með þessu
hátíðakjaftæði? Er annars nokk-
uð að halda upp á? Fór þetta ekki
allt í vaskinn?
Og þá geta byrjað snarpar
deilur - en flestir koma sér niður
á það, að hvort sem það var lítið
eða talsvert sem „uppreisn
æskunnar“ skyldi eftir sig, þá er
einskis að iðrast. Það var nefni-
lega svo gaman að vera til.
Straumar stríðir
Það er vitað mál, að mjög
margir straumar merkilegir fóru
af stað af miklum krafti á þessum
tíma. Heimsmyndin var að
breytast. Unga fólkið neitaði að
láta Iæsa sig í tvískiptingu
heimsins í Austur og Vestur, tví-
skiptingu sem eins og dæmdi
menn til að sitja á sinni skák og
fara hvergi - þess í stað horfðu
menn í Suður, uppgötvuðu Þriðja
heiminn og bjuggust við endur-
nýjun heimsbyggðar þaðan.
Hyugmyndafræðin var dösuð,
sögðu menn, allir á kafí í lífs-
gæðakapphlaupinu: en allt í einu
hafði farið sem logi yfír akur
áhugi á sósíalískum hugmyndum,
og þá þeim straumum í sósfalism-
anum sem frá upphafi fóru gegn
ríkistrú og miðstýringu og for-
ingjadýrkun. I framhaldi af þessu
ætluðu uppreisnarmennimir að
breyta sínu nánasta umhverfi,
skólunum, og svo fjölskyldunni
og sambýlisháttum öllum - þá
hófust tilraunir með kommúnur
og fleira þesslegt.
Strax í gœr
Og vitanlega vom miklar þver-
stæður í öllu saman. Þær helstu
vom tengdar því sem kalla mátti
bráðlæti. Illkvittnir menn hafa
látið sér detta það í hug, að 68-
kynslóðin hafí staðið nær þeirri
kynslóð sem á undan fór, en
menn kæra sig um að viður-
kenna: það fólk hafði heimtað
lífsþægindin sín, stöðutáknið sitt
strax - uppreisnarliðið vildi líka
Frelsið mikla strax og engar refj-
ar. Menn vildu stytta sér leið til
þess, pólitíkin varð vímugjafi -
rétt eins og vímugjafí styttir
mönnum leið til augnablikshrifn-
ingar af eigin snilld, skyldi póli-
tíkin skapa þá tilfínningu að „allt
er mögulegt".
Bráðlætið var ávísun á þá
hegðun sem kalla má „að flýja
fram á við“ - það er að segja: þær
breytingar sem næstar era og
kannski væri raunsæi í að beita
sér fyrir, þær em svo smáar og
lítilfjörlegar að það tók ekki að
hugsa um þær. Heldur skulum
við gleypa sólina strax. Menn
heimtuðu sósíalisma og gengu
undir myndum af Maó oddvita og
Ho Chi Minh, en viðbrögðin voru
ekki ýkja mikil, og verkamenn-
irnir, byltingarstéttin sjálf, yppti
öxlum. Til eru þeir (einn þeirra er
hinn kunni vesturþýski rithöf-
undur Hans Magnus Enzensber-
ger) sem halda því fram, að kraf-
an um sósíalisma með allsherjar-
þjóðnýtingu iðnaðar og þar fram
eftir götum, hafi ekki verið alvar-
lega meint, að minnsta kosti ekki
í hans Þýskalandi. Hinvegar hafi
þessi krafa og Maómyndirnar
verið prýðileg ögmn, komið róti
á hug þeirra sem töldu kommún-
ismann afgreiddan í eitt skipti
fyrir öll. Hitt er svo dapurlegra
hvernig fór fyrir þeim sem ætluðu
með ýmsum hætti að stytta sér
leið í sósíalismann meðan verka-
lýðurinn dormaði í neyslumóki.
Sumir stofnuðu litla kommún-
istaflokka sem bmnnu upp á
skammri stund í ofurmannlegu
álagi á meðlimina (ef þú ert ekki
vakin og sofinn við að gera mál-
staðnum gagn þá ert þú svikari).
Aðrir ætluðu að stofna til komm-
únisma innan fjögurra veggja í
kommúnum, þar sem borgara-
legt fjölskyldumynstur hafði ver-
ið leyst upp, allt var sameiginlegt,
kynlífið líka og náttúrlega barn-
auppeldið. Nýja sambýlið hrundi
líka undan því fargi sem lagt var á
kommúnulimi, lýðræði hinnar
fullkomnu samræmingar athafna
varð svo erfitt og orkugleypandi
að fólk koðnaði niður og ástirnar
frjálsu snerust í enn eina kvenna-
kúgunina
Og svo fóru hinir stilltari af
þessari kynslóð inn í stofnanirnar
og hófu þar sína „löngu göngu“ til
umbóta, meðan þeir bráðlátustu
fussuðu og sveiuðu og gripu í
heiftarlegum vonbrigðum sínum
með ofurvald tregðulögmálanna
til pólitískra hermdarverka.
Hver á breytingarnar?
Var þá allt unnið fyrir gýg,
miklu tækifæri glutrað niður og
loks sem ekkert hefði gerst?
Reyndar ekki.
Við höfum stundum verið að
fitja upp á því í þessum pistlum,
að allar miklar hreyfingar mistak-
ast og takast þó. Menn lenda á
öðrum stað en þeir ætluðu sér, en
þeir eru ekki á sama stað og lagt
var upp frá. Samfélagið er að
nokkru leyti annað. En vegna
þess að menn fengu ekki það sem
þeir vildu og vegna þess að alls-
konar borgaralegt pakk fer að til-
einka sér það sem vel var gert
(þetta hefur margoft gerst í sögu
sósíalistaflokka og annarra vin-
strihreyfínga), þá finnst mönnum
kannski allt við hið sama eða verr
en svo. Sá Hans Magnus Enzens-
berger sem áður var til nefndur
lýsir þessu ágætlega í nýlegu við-
tali. Hann segir meðal annars:
„Ég tel að það sem 68-
mönnum í raun og veru tókst,
hafí náð langt út fyrir vinstralið-
ið. Við skulum muna að þessar
hreyfingar voru minnihlutahreyf-
ingar. Það er svo afar fróðlegt að
skoða, að eftir að hreyfingarnar
höfðu skroppið saman aftur,
dreifðist allt sem mestu skipti og
helst var sannfærandi í nýjum
hugmyndum hreyfingarinnar út
um samfélagið og er orðinn part-
ur af hugsunarhætti meirihlutans.
Og þetta finnst vinstrimönnum
náttúrlega ergilegt, því sérhver
sannur vinstrisinni vill að (þetta
hugmyndagóss) sé eilíf og ómiss-
anleg séreign vinstrimanna....
Um leið og það fólk sem spáss-
erar á meðalveginum gullna
tekur yfír þessar sömu hugmynd-
ir, þá hætta þær að vera sérlega
aðlaðandi. Þá fara menn að láta
sé detta það í hug, að kannski var
þessi hugmynd ekki sem best
þegar allt kemur til alls - því ann-
ars hefðu „hinir“ varla farið að
taka hana að sér? Óþarft af mér
að taka það fram að ég er annarr-
ar skoðunar, ég held að í þessari
þróun sannist að eitthvað gott
hafí verið á ferð og að hægt sé að
þoka meirihlutanum um set“.
Það er svo margt...
Þetta hér er ágæt lýsing á hinni
kyndugu díalektík pólitískrar
framvindu - og vissulega passar
hún um ótal margt það sem 68-
kynslóðin tók upp (og var vitan-
Iega ekki að finna upp hjólið eins
og fyrr var fram tekið) með þrótti
og einatt góðri hugkvæmni.
Skólar em aðrir en þeir vom,
ekki síst hinir virðulegu háskólar
Evrópu, sem vom ekki einungis
hefðbundnir heldur blátt áfram
að sligast undan hefðarfargi.
Kommúnisminn innan fjögurra
veggja lét á sér standa, en til varð
víða einskonar samþætting kosta
sambýlis og viðurkenningar á
þörfum einkalífsins - og öll um-
ræða um verkaskiptingu á heimil-
um og þá sérstaklega við uppeldi
barna komst á fleygiferð og varð
smám saman að breyttu hegðun-
armynstri hjá nýjum kynslóðum.
Alþýðan yfirtók ekki fram-
leiðslutækin en valddreifíng
komst mjög á dagskrá og þar með
áleitnar spumingar um áhrif
verkafólks á vinnustaði sína.
Þriðji heimurinn frelsaði hvorki
sjálfan sig né aðra, en hann
komst á landabréf vitundarinnar
og hrærði upp spumingar um
samstöðu mannfólksins í heimi
sem hélt áfram að skreppa saman
og sundrast um leið. Menn hurfu
ekki frá þeirri framfarasýn sem
gerði hagvöxt að mælikvarða
allra hluta, en sá sami hagvöxtur
var ekki lengur það töfraorð sem
hann var: menn fóm með vax-
andi þunga að spyrja að því hvað
hagvöxtur mætti kosta auðlindir
og umhverfi. Upp komu bæði
sérstakar Græningjahreyfíngar
og grænar deildir í eldri hreyfing-
um. Og síðast en ekki síst á upp-
sveifla í kvennahreyfingu mikið
upp að unna þeim sem mest
höfðu sig í frammi 1968: það væri
vitanlega einföldun að segja að
kvennahreyfingin væri þaðan
komin, rætur hennar liggja langt
aftur í tíma, en hitt er nær sanni,
að án ársins 1968 hefði hún ekki
orðið það sem hún varð.
Endurtekning?
Menn em stundum að and-
varpa og spyrja hvort árið 1968
komi ekki aftur. Það er óliklegt-
m.a. af þeirri ástæðu að slíkar
hræringar mundu koma inn í
heim sem er annar en hann var.
Hitt getur svo vel verið að vinstri-
sveifla með vissum hliðstæðum
við 1968 færi að rísa með því að
menn fara með áleitnara og ein-
beittara móti en verið hefur um
skeið að spyrja um jöfnuð, og
endurmat starfsins og þroska-
drjúgan munað frístundanna og
nýjan framfaraskilning - eftir allt
það sjálfumglaða uppasukk sem
ráðið hefur ferðinni um skeið,
amk á yfirborðinu. Það var
reyndar góðs viti að í Reykjavík-
urbréfi Morgunblaðsins á sunnu-
daginn var kom upp ótti við að
það kunni að vera að skapast
ástand hér á landi svipað því sem
var fyrir tuttugu árum þegar ungt
fólk „mótmælti ríkjandi stjóm-
skipulagi og vildi ráðast gegn efn-
ishyggjunni. Þá þótti mörgum
ungum baráttumanni að framtíð-
arhugsjónina skorti í þjóðfélagi
sínu“.
Það er nefnilega það. Hugsjón
gengur sér til húðar, henni er
nauðgað og misþyrmt, hún er lýst
margdauð og aliar hennar systur.
En samt líður aldrei á löngu þar
til menn fara að skima eftir hénni
og finna að þeir þurfa sárlega á
henni að halda. í o
Sunnudagur 15. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5