Þjóðviljinn - 15.05.1988, Qupperneq 6
„Hver gengur í
skónum mínum ?“
Deilan í Palestínu stendur
ekki á milii gyðinga og ar-
aba, heldurá milli hug-
myndaf ræði zíonismans og
palestínsku þjóðarinnar. Zí-
onisminn er hugmynda-
fræði sembyggirá
kynþáttaaðskilnaði, á þeirri
hugsun að ísrael skuli vera
ríki gyðinga og að þeir sem
ekki aðhyllast þá trú skuli
ekki njóta sömu réttinda. í
okkar röðum eru bæði
kristnir menn og múslimar
og einnig gyðingar og
endanlegt markmið PLO er
lýðræðislegt ríki í Palestínu
þar sem fólki er ekki mis-
munað á grundvelli trúar-
bragða eða kynþáttar.
Þetta sagði dr. Eugene Makh-
louf, forstöðumaður upplýsinga-
skrifstofu PLO í Stokkhólmi í
samtali við Þjóðviljann, en hann
var sem kunnugt er hér á landi í
vikunni og átti meðal annars við-
ræður við Halldór Ásgrímsson,
staðgengil utanríkisráðherra, þar
sem hann kom á framfæri boði frá
Jasser Arafat, leiðtoga PLO, um
hugsanlegan viðræðufund með
Steingrími Hermannssyni í höf-
uðstöðvum PLO í Túnis.
Skipting á
grundvelli
trúarbragda
- Það voru Sameinuðu þjóð-
irnar sem ákváðu árið 1947 að
skipta Palestínu upp á milli íbú-
anna eftir trúarbrögðum, segir
Makhlouf. Þá hafði mikill fjöldi
gyðinga flust til Palestínu vegna
ofsókna nasista og vegna þess að
önnur vestræn ríki stóðu ekki
opin fyrir landflótta gyðingum.
Skipting landsins var ákveðin án
þess að íbúarnir væru spurðir álits
og hún fór þannig fram að gyð-
ingum, sem voru um þriðjungur
íbúanna á þessum tíma, var út-
hlutað um 55% landsins. Tveir
þriðju hlutar íbúanna áttu hins
vegar að gera sér 45% landsins að
góðu.
Þessi ákvörðun leiddi til styrj-
aldar þar sem zíonistar höfðu
yfirburði í krafti utanaðkomandi
stuðnings, og þar með lögðu þeir
80% landsins undir sig og gerðu
nær eina miljón Palestínumanna
landflótta. Þetta var á árunum
1947-48 og síðan hefur flótta-
mönnunum fjölgað, og nú búa
um 2,2 miljónir flóttamanna í 61
flóttamannabúð í Palestínu og
nágrannalöndunum. Þar af er
talsverður fjöldi sem býr í flótta-
mannabúðum á herteknu svæð-
unum, það er að segja eru flótta-
menn lokaðir inni í eins konar
einangrunarbúðum í eigin landi.
Þeir geta ekki snúið aftur til
heimila sinna eða bæja, aðeins
vegna þess að þeir eru ekki af
réttum trúarbrögðum.
Flóttamenn
í eigin landi
Er það satt, sem ég hef heyrt,
að á Ghaza-svæðinu séu hundruð
þúsunda flóttamanna lokaðir inni
í búðum örskammt frá sínum fyr-
ri heimkynnum?
- Já, ástandið á Ghaza-
svæðinu er hvað alvarlegast.
Ghaza-svæðið er eitt af þéttbýl-
ustu svæðum jarðarinnar og þar
búa um 650.000 Palestínumenn á
svæði sem er lítið stærra en svæð-
ið á milli Reykjavíkur og Kefla-
víkur. Um 3/4 hluti þessara Pal-
estínumanna eru flóttamenn sem
koma frá þorpum, borgum og
bæjum sem eru oft ekki nema í
5-10 km. fjarlægð frá búðunum.
Samt mega þeir ekki heimsækja
þessar heimaslóðir sínar. Þeir
horfa upp á land sitt hertekið af
öðru fólki, aðfluttu frá öðrum
löndum. Þeir sjá þetta fólk tína
ávextina af sítruslundunum sín-
um, þeir sjá þetta aðkomufólk
rækta landið sitt, þeir sjá þetta
fólk fá allt það land og allt það
vatn sem það þarf á að halda. Á
sama tíma er flóttamönnunum
meinað að nota eigið vatn, hvað
þá landið. Þeir fá í besta falli að
vinna fyrir hina nýju landnema
við að rækta og vinna landið sem
þeir áttu sjálfir.
Aðstæður flóttamannanna á
hernumdu svæðunum eru að því
leyti erfiðari að þeir hafa heldur
enga möguleika á að komast
burtu. Þeim er haldið við ó-
mennskar aðstæður, og það er
ekki óeðlilegt að þetta fólk spyrji
sjálft sig spurninga eins og þess-
ara: Hver skyldi búa í húsinu
mínu? Hver skyldi sofa í rúminu
mínu? Hver sícyldi leika sér á
reiðhjólinu mínu?, Já, hver
skyldi ganga í skónum mínum?
Því þetta fólk hefur þurft að yfir-
gefa allt, land sitt, hús og per-
sónulegar eigur án þess að fá
nokkuð í staðinn nema að vera
lokað inni í þessum einangrunar-
búðum. Og ástæðan er eingöngu
sú að þetta fólk er ekki gyðingatr-
úar. Gyðingar sem búa í Evrópu
eða Ameríku eða annars staðar í
heiminum eiga meiri rétt til lands
í ísrael og á hernumdu svæðunum
samkvæmt ísraelskum lögum en
Palestínuarabar sem hafa búið
þarna svo lengi sem menn muna.
Fyrir utan flóttamannabúðirn-
ar sem eru á hernumdu svæðun-
um, Ghaza og vesturbakka Jór-
danár, þá hafa flóttamenn dreifst
um nágrannalöndin og flótta-
mannabúðir er að finna bæði í
Líbanon, Sýrlandi, Jórdaníu og
íraq. Auk þess eru mjög margir
flóttamenn sem hafa dreifst víðs-
vegar um heiminn í leit að betra
lífi. Margir búa í Saudi-Arabíu,
ríkjunum við Persaflóa, Banda-
ríkjunum, Evrópu, Norðurlönd-
unum og jafnvel á íslandi. í V-
Þýskalandi búa til dæmis um
60.000 palestínskir flóttamenn.
Þeir mynda stóran hóp útlaga
sem lifir í rauninni í svipaðri
stöðu og gyðingaútlagarnir gerðu
á sínum tíma. Sumir hafa fundð
sér nýtt ríkisfang, aðrir ekki, en
allir hugsa þeir til þess að endur-
heimta rétt sinn til þjóðernis og
föðurlands, sem þeir hafa verið
sviptir.
Flóttamenn
í annað sinn
- Hvar eru erfiðleikarnir mest-
ir fyrir utan hernumdu svæðin?
- Það er í Líbanon, þar sem
borgarastyrjöld hefur geisað og
þar sem Palestínumenn hafa lent
í klemmu á milli stríðandi afla.
Líbanon hefur afar veikt ríkis-
vald og engan her sem getur veitt
ísraelsmönnum mótspyrnu. fsra-
elsher getur því án mótspyrnu
ráðist að Palestínumönnum nán-
ast hvar sem er í Líbanon. Þegar
ísraelsmenn gerðu stórsókn sína
inn í Líbanon 1982 fengu margir
palestínskir flóttamenn að upp-
lifa það að verða að flýja land á
nýjan leik, í annað sinn á ævinni.
- Hvaðan ert þú ættaður frá
Palestínu?
- Ég er fæddur og ólst upp í
Haifa. Ég stundaði háskólanám í
Jerúsalem á meðan borgin var
skipt. Eftir Sex daga stríðið fór ég
tii Líbanon til þess að vinna sem
læknir fyrir flóttafólkið og hef
ekki átt afturkvæmt til minna
heimaslóða síðan.
Börnin og byssan
- Hver eru markmið Frelsis-
samtakanna, PLO, og hvernig
eru þau byggð upp?
- Markmið PLO eru í raun að
krefjast þess fyrir Palestínumenn
sem sérhver maður, hvar sem
hann er búsettur á jörðinni,
mundi óska sjálfum sér. Við Pal-
estínumenn eigum ^ hvorki
manntal til þess að skrá hina ný-
fæddu né kirkjugarð til þess að
grafa hina látnu. Að sérhverju
palestínsku barni sem fæðist í
heiminn er beint skriðdreka og
byssu til þess að tryggja að það
muni hvergi festa rætur, hvergi
eiga sér samastað, og hvergi fá að
njóta þeirra mannréttinda sem
við öll teljum sjálfsögð. Við erum
oft kallaðir hryðjuverkamenn.
Það eru zíonistar sem hafa komið
þeim orðrómi á kreik til þess að
breiða yfir þá staðreynd að pal-
estínska þjóðin er fórnarlamb
hryðjuverka. Við berjumst fyrir
rétti þjóðar okkar til þess að eiga
möguleika á að lifa í fullri virð-
ingu og í friði.
Palestínumenn eru trúlega sú
þjóð í þessum heimshluta sem
hefur lýðræðislegastan hugsunar-
hátt. Við eigum okkar fulltrúa-
samkomu, þjóðþing sem telur
428 þingmenn. Þjóðþingið, sem
kallast Þjóðarráð Palestínu, er
þrískipt. Éinn hlutann skipa full-
trúar stéttarfélaga, annan skipa
fulltrúar hinna ýmsu
andspyrnuhreyfinga og þriðja
hlutann skipa óháðir einstak-
lingar sem eru fulltrúar flótta-
manna í flóttamannabúðunum
eða þeirra sem búa í útlegð víð-
svegar um heiminn.
Lýórædisleg
skipulagning
PLO
Þjóðþingið velur 15 ■ manna
framkvæmdanefnd og formann
framkvæmdanefndar, sem jafn-
framt er æðsti yfirmaður PLO.
Þeir sem sitja í
framkvæmdanefndinni gegna
ábyrgð hliðstæðri þeirri sem ráð-
herrar gegna í ríkisstjórnum
fullvalda ríkja. Bæði í Þjóðar-
ráðinu og framkvæmdanefndinni
gildir sú regla að reynt er að ná
fram sameiginlegri niðurstöðu
um öll ágreiningsmál. Yfirmanni
samtakanna er sömuleiðis skylt
að lúta vilja Þjóðarráðsins í einu
og öllu og framkvæma stefnu
þess. Allir fundir Þjóðarráðsins
eru opnir fyrir blaðamenn og
áheyrnarfulltrúa og þingið fer
þannig fram fyrir opnum tjöld-
um.
Starfshættir PLO eru þannig
þeir lýðræðislegustu sem þekkj-
ast innan arabaheimsins, og það
er einmitt þessi staðreynd sem
hefur skotið valdhöfum margra
arabaríkja skelk í bringu. Þeir
óttast að hinir lýðræðislegu
starfshættir PLO muni vekja upp
kröfur um aukið lýðræði og aukin
mannréttindi meðal arabaþjóða.
Þess vegna hafa samtök okkar
ekki síður þurft að heyja misk-
unnarlausa baráttu fyrir sjálf-
stæðri tilveru sinni gagnvart vald-
höfum ýmissa arabaríkja.
ísrael er ríki
án landamæra
— Því er haldið fram að þið vilj-
ið afmá Ísraelsríki af landabréf-
inu. Menn rökstyðja þá fullyrð-
ingu meðal annars með þeirri
staðreynd að þið hafið ekki verið
reiðubúnir að viðurkenna ísra-
elsríki.
- Þegar þess er krafist af okkur
að við eigum að viðurkenna ísra-
elsríki, þá er tvenns að gæta. í
fyrsta lagi er ísrael eina ríkið í
heiminum sem hefur engin skil-
greind landamæri. Hvaða ísrael
eigum við að viðurkenna, hvaða
landamæri? í öðru lagi þá viður-
kenna ísraelsmenn ekki lýðræð-
isleg samtök okkar, og á meðan
svo er þá er hefur það heldur
enga þýðingu að við, sem í þeirra
augum erum ekki til, skulum
viðurkenna eitt eða neitt. Nú á
tímum verða landamæri ekki
tryggð með landfræðilegri skil-
greiningu. Þess vegna er hægt að
senda eldflaugar til ísrael frá
Bagdad eða hvaðan sem er. Ör-
yggi er ekki landfræðilegt hug-
tak, heldur byggist það á gagn-
kvæmri virðingu og tillitsemi á
milli manna. Sérhver tilraun til
þess að setja niður deilur í Palest-
ínu án þess að viðurkenna sjálfs-
ákvörðunarrétt og fullgilda aðild
Palestínumanna undir forystu
lýðræðislega kjörinna fulltrúa
þjóðarinnar er dæmd til að fæða
af sér nýja stríðshættu. Við búum
nú við landamæri óttans. Því ísra-
elsstjórn hefur jafn mikla ástæðu
til þess að óttast okkur og við
hana. Það verða engin landamæri
tryggð nema með því að við
viðurkennum hver annan sem
menn. Þess vegna settu PLO
fram kröfuna um alþjóðlega
friðarráðstefnu þegar 1982. Slík
ráðstefna með þátttöku allra
deiluaðila, þar á meðal PLO, er
fyrsta skilyrði þess að friður kom-
ist á.
Sigur okkar
verður sigur
gyðinga
- Hvers væntið þið ykkur af
slíkri ráðstcfnu?
- í stuttu máli þá væntum við af
slíkri ráðstefnu að með henni
verði viðurkenndur réttur okkar,
og að með slíkri viðurkenningu
verði ekki bara unninn sigur fyrir
málstað Palestínumanna, heldur
6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. maí 1988