Þjóðviljinn - 15.05.1988, Page 9
Ef öryggisreglum er fylgt eftir er lítil hætta á eyðnismiti í starfi á sjúkrahúsum. Talað er um líkurnar 1 á móti 6000 skráðum
sjúkdómstilfellum.
Viðbrögð
heilbrigðisstétla
við eyðni
Vanþekking og hrœðsla við sjúkdóminn ekki síður meðal
starfsfólks sjúkrahúsa en almennings. Lítil hœtta talin ó að smitast í
starfi
Fyrirskömmu efndu Samtök
heilbrigðisstétta til fundar, þar
sem meginumræðan snerist
um þagnarskyldu heilbrigðis-
stétta og viðbrögð starfsfólks
sjúkrastofnana við eyðni.
Flutt voru nokkur erindi og fólk
í salnum kom með innlegg í
umræðuna. Greinilegtvarað
skoðanir voru skiptar um sum
atriði, enda verið að fjalla um
viðkvæm mál þar sem skörun
geturorðið milli hagsmuna.
Vernd sjúklinga og
öryggi starfsfólks
Á meðan engin lækning er til
við sjúkdómnum eyðni vekur
möguleikinn á smiti ótta og á það
allt eins við um starfsfólk á
sjúkrastofnunum, sem vænst get-
ur að fá smitaða einstaklinga til
meðferðar. Þeir sem eru svo ó-
lánssamir að hafa smitast eru líka
hræddir, hræddir um að vitneskj-
an um sjúkdóm þeirra leiði til út-
skúfunar frá samfélaginu. í tali
manna mátti greina ákveðna tog-
streitu milli þess sjónarmiðs að
vernd sjúklings, réttur hans til
leyndar, eigi að hafa allan for-
gang og þess að til öryggis fyrir
starfsfólk beri að vara sérstaklega
við smithætttu.
í erindi sínu talaði Hrund
Thorsteinsson hjúkrunarfræð-
ingur um að samkvæmt þeim
reglum sem fólk gengist undir í
starfi væri vernd sjúklinga ofar
vernd við starfsfélaga. Hún taldi
að þeir einir sem sæju um með-
ferð sjúklings ættu að vita hvað
að honum væri. - Við höfum
mikla vitneskju um hvernig eigi
að verjast veirunni og því er ekki
hægt að tala um okkur sem sak-
lausan þriðja aðila, sem vara þarf
sérstaklega við smithættu.
Hrund tiltók tvö atriði sem lag-
færa þyrfti, bæði til að tryggja að
óviðkomandi væri ekki gefin vís-
bending um hvað amaði að sjúkl-
ingi og til að starfsfólk temdi sér
sömu öruggu vinnubrögðin
gagnvart öllum. Annars vegar er
um að ræða svokölluð einangrun-
arspjöld sem hengd eru á her-
bergishurð allra sjúklinga sem
eru með smitandi sjúkdóm. Á
spjöldunum er tiltekið hvernig
sjúkdómurinn smitast og hvernig
haga beri umgengni til að forðast
smit. Margir eiga leið um ganga
sjúkrahúsa og vildi Hrund að
hætt yrði að koma þessum miðum
fyrir þar sem allir gætu rekið
augun í þá. Þó ekki sé sagt beint
hvað er að viðkomandi, sé verið
að gefa of mikið til kynna. Hitt
atriðið er sérmerking sýnatöku-
beiðna, þegar taka á sýni úr þeim
sem smitaðir eru af eyðni og
lifrarbólgu-B. Á þær beiðnir er
settur áberandi miði sem varar
við smithættu og geta allir sem
meðhöndla beiðnina lesið þar
nafn sjúklings.
Þessar sérmerkingar áleit
Hrund tefja fyrir þvf að starfsfólk
vendi sig á örugg vinnubrögð,
sem væru nauðsynleg gagnvart
öllum sjúklingum og sýnum.
Margir geta verið með eyðni-
veiruna án þess að vitað sé af því,
þannig að í raun veita merking-
arnar falskt öryggi gagnvart öðr-
um sýnum. I starfi sínu sagðist
hún hafa kynnst því að eyðni-
smitaðir upplifðu mjög sterkt
hræðslu við að einhver kæmist að
sjúkdómsgreiningu þeirra. Það
hefði sýnt sig að eyðni væri ógnun
við eðlilegt líf og það mætti að
hluta rekja til þess að umræða um
sjúkdóminn hefði einkennst af
vanþekkingu og hræðslu, einnig
hjá heilbrigðisstéttum. Þeir sem
hefðu kynnt sér þennan sjúkdóm
vel væru ekki hræddir við hann,
en því miður hefði aðeins þröng-
ur hópur innan heilbrigðiskerfis-
ins sinnt þeirri skyldu að afla sér
nauðsynlegrar þekkingar. Margir
virtust þugsa sem svo að þetta
kæmi þeim ekki við, smitsjúk-
dómalæknar gætu sinnt þessu. -
Á meðan svo er náum við ekki að
vera sú góða fyrirmynd sem við
ættum að vera í samskiptum við
smitaða einstaklinga.
Smithœtta lítil
ef reglum er fylgt
Helga Erlendsdóttir meina-
tæknir skýrði frá nokkrum er-
lendum athugunum sem sýndu að
hættan á að smitast af eyðni í
starfi væri hverfandi lítil, ef ör-
yggisreglum væri fylgt. f Evrópu
og Bandaríkjunum er vitað um 7
sem smitast hafa í starfi og er tal-
að um að við 6000 skráð sjúk-
dómstilfelli séu líkur á að 1 starfs-
maður smitist. Vinnuslys geta
alltaf komið fyrir, s.s. að fólk
stingi sig á óhreinum nálum. En
hættan á að smitast í slíkum slys-
um er talin lítil, eða í 3-10 tilvik-
um af 10.000.
Helga sagði að víða erlendis
vildi starfsfólk sjúkrahúsa að sú
regla yrði tekin upp, að mótefna-
mæla alla sem leggjast inn. í Sví-
þjóð hefði verið reiknað út að
það yrði óhemju dýrt fyrir
heilbrigðiskerfið og spurning
hvort leggja ætti í slíkt fyrst lík-
urnar á að smitast í starfi væru svo
litlar. Athuganir í Bandaríkjun-
um hefðu líka sýnt að ekki væri
hægt að sanna að vitneskja um
eyðnismit fækkaði vinnuslysum.
í sínu erindi kom Helga einnig
inn á spurninguna um hvort sjúk-
lingur ætti í öllum tilfellum að
hafa úrslitavald um hvort mælt
yrði fyrir mótefni í blóði hans.
Reglan væri sú að ekki mætti taka
eyðnipróf úr blóðsýni nema með
leyfi viðkomandi einstaklings. Sú
staða gæti komið upp að hann
neitaði, þó að starfsmaður hefði
stungið sig á sýni og vildi fullvissa
sig um hvort það væri úr eyðni-
smituðum. Þarna gætu því orðið
árekstrar milli réttar sjúklings til
leyndar og öryggis starfsmanns.
Parf breytt viðhorf
Auður Matthíasdóttir félags-
ráðgjafi ræddi í sínu erindi um
mikilvægi þess að eyðnismit-
uðum yrði mætt með skilningi og
samúð. Nú væri ástandið þannig
að smitaðir væru í mikilli hættu á
að einangrast. Atvinnuöryggi og
búsetu væri ógnað og vinir hyrfu
á braut.
Hún sagði að afstaða í þjóðfé-
laginu virtist vera sú að eyðni
væri hommasjúkdómur og koma
þyrfti því inn hjá fólki að þarna
væri ekki samasemmerki á milli.
Líkja mætti hræðslunni við eyðni
við hræðsluna við berkla á sínum
tíma, en nú bættist einnig við
andúð á fólki sem er öðruvísi og
gerði það málið erfiðara. -mj
|#i Félagsmálastofnun
811 Reykjavíkurborgar
Droplaugarstaðir
heimili aldraðra, Snorrabraut 58.
Starfsfólk óskast til sumarafleysinga:
Hjúkrunarfræðinga á allar vaktir, allskonar
vaktamunsturkomatil greina, á60% næturvaktir
eru greidd deildarstjóralaun.
Sjúkraliðar:
Þetta er orðsending frá félögum ykkar á Drop-
laugarstöðum.
Okkur langar til að benda ykkur á að hingað
vantar sjúkraliða til starfa. Hér er mjög góð vinnu-
aðstaða, skemmtilegt umhverfi, góðurstarfsandi
og staðurinn er miðsvæðis í borginni.
Starfsfólk:
Starfsfólk óskast á vistdeild, í eldhús og ræst-
ingu.
Hvernig væri að koma og skoða og kynna ykkur
starfsemina?
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811
milli kl. 9-12 f.h. virka daga.
III REYKJÞNÍKURBORG 1*1
Jtauútf/i Stádun
Þjónustuíbúðir aldraðra
Dalbraut 27
Okkur vantar sumarafleysingafólk í eftirtalin
störf:
Ræsting: Vinnutími kl. 13-17. 50% starf. Þrif á
sameign.
Heimilishjálp: Létt þrif á íbúðum aldraðra.
Vakt: Aðhlynning og fleira.
Eldhús: Vinnutími kl. 8-14 og aðra hvora helgi.
Upplýsingar í síma 685377 frá kl. 10-14 alla virka
daga.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar
auglýsir eftir tilboðum
í verkið „Smábátahöfn“
Óskað er eftir heildartilboði, sem felur í sér dýpk-
un 5.5.00 m3, fyllingu 2.200 m3, malbikun 1.670
m2 og hönnun og smíði viðlegu fyrir smábáta 50
Im.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði, gegn
5.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila fyrir 6/6 ’88 kl. 11.00 á skrif-
stofu bæjarverkfræðings.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar.
KYPUR
1 x í viku
= FLUGLEIÐIR
t -fyrir þig-
Sunnudagur 15. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9